Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 27 Fréttabréf úr Staðarsveit: Kirkjan að Búðum flutt á nýjan stað HliAarholti, SUtarsreit, 18. rebrúar. A sL. sumri var hafinn undirbún- ingur að endurbyggingu á Búðakirkju á Snæfellsnesi, en þessi framkvæmd verður, svo sem áður hefir verið skýrt frá, undir umsjón þjóðminjavarðar. Hörður Ágústsson, ráðunautur þjóð- minjavarðar í húsfriðunarmálum, kom að Búðum á sl. vori og hélt fræðsluerindi um sögu Búðakirkju og byggingarstíl kirkna hér á landi á liðnum öldum. Við þetta tækifæri tók hann ákvörðun um færslu kirkjunnar úr kirkjugarðinum og upp á balann norðan garðsins um 20—30 metr- um fjær. Hinn 25. júní var hafist handa um að rifa innan úr kirkj- unni síðari tíma klæðningu til þess að létta hana fyrir flutning. Ætl- unin er að breyta henni aftur í það horf sem talið er að hún hafi verið í upphaflega. Ráðinn var smiður, Haukur Þórðarson, til þess að sjá um byggingu á sökklum undir kirkjuna og fleira þessu viðkom- andi. Einnig unnu að þessu margir sjálfboðaliðar úr grenndinni. Þess- um undirbúningi var lokið í sept- ember. Þá var komið að þeim verk- þætti að flytja kirkjuna í heilu lagi á nýja grunninn. Svo vel vildi tilað bóndinn í Syðri-Knarrartungu, Gunnar Kolbeinsson, sem nýlega er fluttur á þá jörð, er vanur flutningi á gömlum húsum. Tók hann að sér framkvæmd verksins. Hinn 14. október var kirkjunni lyft af grunni með „tjökkum". Voru síðan sett undir hana ný fótstykki og brautir lagðar undir hana að nýja grunninum og hún dregin þangað með dráttarvél. Þessi flutningur gekk í alla staði mjög vel og var honum lokið á fjórum dögum. Við þetta unnu 5 menn. Vonir standa til að á næsta vori verði tekið til við að klæða kirkj- una að utan og koma henni í fyrra horf. Að sjálfsögðu ræðst hraði framkvæmda af því fjármagni, sem til þessa verks fæst, og væri því vel þegin aðstoð í því efni frá burt- fluttu fólki úr Búðasókn og öðrum velunnurum Búðakirkju. Byggt á gömlum býlum Nú hafa risið tvö íbúðarhús á gömlum eyðibýlum við sunnan- verða Fróðárheiði. Sigurður Vig- fússon og Sigríður Gísladóttir byggja í Bjarnafossi en Eyjólfur Gunnarsson og Hildur Svein- björnsdóttir í Hraunhöfn. Að vísu standa þessi nýju hús ekki á sömnu stöðum og gömlu bæjarhúsin áður en skammt þar frá. Um miðjan september sl. hófust undirbúningsframkvæmdir við vegagerð að væntanlegum húsum og gröftur fyrir undirstöður, sem steyptar voru í október. í nóvem- bermánuði voru húsin reist úr steyptum einingum frá Loftorku í Borgarnesi, sem skilar húsunum í fokheldu ástandi, einangruðum og múrhúðuðum að innan. Nú í febrú- ar á þeim áfanga að ljúka. Má þetta teljast góður byggingarhraði, enda hefir tíðarfar til þessara fram- kvæmda verið sérlega hagstætt. Ekki er ætlunin að stunda hefð- bundinn búskap á þessum nýju býl- um. Þeir Sigurður og Eyjólfur reka í sameiningu vinnuvélaútgerð. Auk þess eru þeir að hluta til eigendur að hótelinu á Búöum og aö þeim rekstri vinna konurnar yfir sumar- tímann meðan hótelið starfar. Tveir ungir bændur hér í Stað- arsveit hófu refarækt á sl. hausti. Það eru þeir Helgi Sigurmonsson á Hraunsmúla og Salómon Þórar- insson á Syðri-Tungu. Báðir byggðu þeir vönduð stálgrindahús yfir dýrin. Eru þeir nú komnir með 40 refalæður og 15 karldýr hvor. XJöfóar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! Þeir fóðra dýrin í vetur á innfluttu þurrfóðri, sem bleytt er fyrir gjöf. Engin fóðurblöndunarstöð er hér á svæðinu enn sem komið er enda eru þetta fyrstu refabúin á sunnan- verðu Snæfellsnesi. I undirbúningi er að fóðurstöð taki til starfa í Borgarnesi á næstunni. Mun hún þá anna fóðurþörfinni á þessu svæði. Þeir Helgi og Salómon láta vel af umgengni sinni við refina og hyggja gott til þessarar nýju bú- greinar. Er vonandi að vel takist til og að þetta verði upphaf að traustri framleislugrein, er tryggi ásamt öðru búsetu fólks hér. Síöastliðið laugardagskvöld fór fram á Lýsuhóli árlegur þorrafagn- aður. Þar mættu á þriðja hundrað manns úr Staðarsveit og nærliggjandi Búðakirkja komin á nýja grunninn. byggðarlögum. Að lokinni setning- arræðu frú Kristínar Thorlacius oddvita fór fram borðhald þar sem borinn var fram hefðbundinn þorramatur. Síðan voru flutt heimatilbúin gamanmál við góðar undirtektir samkomugesta. Að lok- um var dansað fram eftir nóttu. Skemmtunin fór í alla staði vel fram og var til sóma fyrir þá er að henni stóðu. — ÞB. Islenska kartaflan >m hráefnt er einhver ódýrasti matur Það er kominn tími til að við íslendingar nýtum kartöfluna okkar á fjölbreytilegri hátt en sem meðlæti, soðið eða bakað. g\w» nitt Kartafian er nefnilega ódýrt, ljúffengt og hollt hráefni, CÍM CsMMMMM r €✓.» sem sómir sér jafnt í hversdags- og veislu réttum, í potti, á pönnu, í ofni eða grilli og í köldum réttum í óendanlegum tilbrigðum. CP|Y| Við höfum ekki lengur efni á að horfa fram hjá &M^MMM Fl/I %*M éM jafn hagstæðu hráefni - uppskriftabæklingurinn bíður úti í búð. # Kartöflugratin fyrir 4-5 •500 g kartöflur • 1 lítill laukur • Yi paprika rauð eða græn •150 g sýrður rjómi »salt • pipar. Skrælið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Saxið papriku og lauk. Smyrjið eldfast mót og raðið kartöflum, lauk og papriku í lögum í mótið, stráið salti og pipar milli laga. Hrærið upp sýrða rjómann og dreifið yfir kartöflurnar, hafið lok á mótinu. BakaðJ ofni við 200°C í 45 mín. Borið fram sem sjálfstæður réttur með hrásalati og/eða grófu brauði. íslenskar kartöflur eru auðugar af C-vítamíni, einkum ef þeirra er neytt með hýðinu. Þær innihalda einnig B, og B2 vítamín, níasín, kalk, járn, eggjahvítuefni og trefjaefni. í 100 grömmum af íslenskum kartöflum eru aðeins 78 hitaeiningar. Til viðmiðunar má nefna að í 100 g af soðinni ýsu eru 105 he, kotasælu 110, soðnum eggjum 163, kjúklingum 170, nauta- hakki 268 og í hrökkbrauði 307. Reynum Ijúffenga leið til sparnaðar - matreiðum úr íslenskum kartöflum (GrœnmetisverslúiTj l landbúnaðarins [ Síðumúla 34 - Sími 81600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.