Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 Athugasemd við grein Páls Bergþórs- sonar um orkuspár — eftir Jakob Björnsson í Morgunblaðinu 15. febr. sl. er grein eftir Pál Bergþórsson, veð- urfræðing, sem hann nefnir „Um orkuspár". í grein þessari kemur fram misskilningur, vafalaust vegna ókunnugleika, sem nauð- synlegt er að leiðrétta. Af mis- skilningnum sprettur síðan gagn- rýni sem ekki á við rök að styðjast og ábendingar sem eru út í hnött. Páll víkur fyrst að fréttatil- kynningu frá Orkuspárnefnd, og telur að hún varpi „nokkru ljósi á starfsaðferðir við þessar spár“. Sannleikurinn er sá, að af þessari greinargerð nefndarinnar verður alls ekkert ráðið um vinnuhætti hennar eða aðferðir við að gera sjálfar spárnar, heldur fjallar hún aðeins um samanburð á spám og raunverulegri þróun raforkunotk- unar, ásamt tilraun til að skýra frávik hennar frá spánni. í grein- argerðinni er t.d. fjallað um al- menna raforkunotkun í einu lagi, en hún ekki greind í notkunar- flokka, sem er hið fyrsta sem menn gera þegar spáð er um orkuþarfir framtíðarinnar. f grein Páls kemur fram, að hann heldur að nefndin hafi „gefið sér“ sem forsendur spárinnar, að „notkun- araukning sé og muni verða ákveðinn hundraðshluti af notk- uninni sjálfri", þ.e. samanlagðri almennri notkun því aðrar notk- unartölur hafði hann ekki undir höndum úr greinargerð nefndar- innar. Síðar í greininn kemst Páll svo að þeirri niðurstöðu að „strax í árslok 1979, ef ekki fyrr, hefði átt að breyta grundvallarforsendum orkuspárinnar og reikna með um það bil 75 GWh aukningu hvert ár framundan, eins og meðaltalið hafði þá bent til í mörg ár“. Gallinn við þessa ábendingu Páls er sá, að þær „grundvalar- forsendur" sem hann telur að hefði átt að breyta „strax í árslok 1979, ef ekki fyrr“ eru ímyndun hans sjálfs, sem enga stoð eiga í starfsháttum Orkuspárnefndar. Nefndinni hefur aldrei til hugar komið að gera spár sínar með þeim hætti að framreikna heild- arnotkunina til almenningsþarfa, sem er samsett úr mörgum mis- munandi notkunarflokkum, með einföldum prósentureikningi um alla framtíð, eða með föstum ár- legum vexti í GWh, eins og „endurbót" Páls fólst i. Mér er ekki kunnugt um að þesskonar að- ferðum sé neinsstaðar beitt við að gera raforkuspár. Svo tekið sé til samanburðar svið þar Páll er vel heima samsvara þvílíkar „orku- spár“ einna helst því, að veður- fræðingur spái veðrinu á morgun með þeim einfalda hætti að segja að það verði hið sama og í dag, án þess að gera sér neina rellu út af ferðalagi lægða og hæða eða öðr- um orsakaþáttum veðurlagsins. Raforkunotkun á sér orsakir, menn nota raforku í ákveðnum til- gangi, mismunandi eftir notkun- arflokkum (svo sem rafhitun, heimilisnotkun, almenn iðnaðar- notkun, stóriðjunotkun, notkun í verslunum, skrifstofum, sjúkra- húsum og öðrum þjónustustöðvum fyrir almenning o.s.frv.). Þegar raforkuspá er gerð reyna menn að rýna í hvernig þessir orsakaþættir muni þróast í framtíðinni á hverju sviði um sig og hvernig samhengi þeirra við sjálfa notkunina muni breytast. Hve margir af þeim sem búa við olíuhitun þegar spáin er gerð munu t.d. fara yfir í rafhit- un? Hve hratt munu þeir gera það og hve mörg ný rafhituð hús verða reist og hve ört? Mun húsrými á hvern íbúa halda áfram að vaxa og þá hve hratt? Hve margir verða Éi Jakob Björnsson „Með þessari athuga- semd er ekki verið að fInna að því að Páll gagnrýnir Orkupsár- nefnd, heldur hinu, að hann hefur ekki kynnt sér málið áður en hann gagnrýnir.“ íbúarnir? Mun raforkunotkun til hitunar á hvern rúmmetra hús- rýmis lækka í framtíðinni vegna bættrar einangrunar? Hve mikið og hve ört? Þessum og þvílíkum spurningum er nauðsynlegt að reyna að svara ef menn vilja gera sér grein fyrir líklegri notkun á raforku til húshitunar í framtíð- inni, sem er einn flokkurinn í raf- orkuspá Orkuspárnefndar. Til- svarandi spurningum verður að svara fyrir aðra notkunarflokka. Svona eru raforkuspár gerðar. Eins og menn sjá af þessu dæmi er spurningum sem þessum oft ekki auðsvarað, ekki síst þegar umhleypingar ganga í orkumálum og efnahagsmálum eins og verið hefur Iengst af síðan í orkukrepp- unni 1973. Orkuspár bregðast því oft, bæði hér á landi og annars staðar. Spár Orkuspárnefndar þola í því efni mætavel saman- burði við samskonar spár í öðrum iðnríkjum, þar sem skýrslugerð í orkumálum og sérstaklega efna- hags- og atvinnumálum er þó víða mun fullkomnari en hér. Þetta er hliðstætt því að Páli og félögum hans reynist stundum örðugt að ráða í duttlunga lægða, hæða og skila. Samt reyna þeir það í stað þess að spá sama veðri á morgun og er í dag. Þeir reyna stöðugt að bæta aðferðir við veðurspár. Á sama hátt reyna orkuspámenn að rýna í orsakaþætti raforkunotk- unar og þróunar þeirra í framtíð- inni. Einnig þeir reyna stöðugt að bæta vinnuaðferðir sínar. Hitt er annað mál, að þeir hafa ekki alltaf erindi sem erfiði. Þegar stöðugleiki ríkir í efnahagsþróun- inni og verðlagi á orku í heiminum getur það vel komið fyrir að ein- faldur framreikningur á orku- notkun fortíðarinnar gefi lítið eða ekki lakari útkomu en margbrotn- ari aðferðir. Jafnnvel á óróleika- tímum getur það sýnt sig eftir í að útkoman verði svipuð. Þegar stað- viðri ríkja er það heldur ekki svo fjarri lagi að ætla að veðrið á morgun verði eins og í dag. Sú get- ur líka stundum orðid raunin á í umhleypingum. Sem aðferð við veðurspár dugir slík staðhæfing samt ekki og á sama hátt er ein- faldur framreikningur fortíðar- innar alls ekki nothæf aðferð við orkuspár. Gildir þar einu hvort menn vilja reikna með föstum hlutfallslegum vexti ár eftir ár, eða fastri viðbót við notkunina á hverju ári. Með þessari athugasemd er ekki verið að finna að því að Páll gagn- rýnir Orkuspárnefnd, heldur hinu, að hann hefur ekki kynnt sér mál- ið áður en hann gagnrýnir. Hefði hann t.d. náð sér í raforkuspá Orkuspárnefndar frá 1981 sem er öllum aðgengileg, og kynnt sér forsendur spárinnar og vinnu- brögð sem þar er rækilega lýst, hefði hann komist hjá því frum- hlaupi sem grein hans er, og e.t.v. getað komið með málefnalega gagnrýni. Slíka gagnrýni vill nefndin gjarnan fá, en frábiður sér „gagnrýni" af því tagi sem grein Páls er. Jakoh Björnsson er orkumila- stjóri. Blótsgestir við hlaðin borð. Neskaupstaður: Morgunblaðid/SÍKurbjörK Blótsgestir koma með þorra- matinn með sér í trogum NeHkíupsta*, 24. febrúar. ÁRLEGT þorrablót Sjálfstæðisfé- lags Norðfjarðar var haldið 16. febrúar síðastliðinn. Blótið var fjölsótt og tókst vel í alla staði. Heiðursgestir voru Þráinn Jónsson og frú frá Egilsstöðum, einnig var Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra gestur blótsins. Fjölbreytt skemmtiatriði voru og fjöldasöngur. Það setur svip sinn á þorrablótin hér í Nes- kaupstað að gestir koma með þorramatinn með sér í trogum. Blótsgyðja var Stella Stein- þórsdóttir. Eftir borðhald var dansað fram á rauða nótt. — Sigurbjörg Kvartett Norðfirðinga tekur lagið. Yfirmenn á farskipum: Atkvæðagreiðsla til 15. mars MISHERMT var í blaðinu á þriðju- daginn að allsherjaratkvsðagreiðsla yfirmanna á farskipum um nýgerðan kjarasamning stæði til 5. mars næstkomandi. Atkvæðagreiðslan stendur til kl. 16 hinn 15. mars. Yfir 600 félagar í Skipstjórafé- lagi íslands, Stýrimannafélagi ís- lands, Vélstjórafélagi íslands, Fé- lagi loftskeytamanna og Félagi bryta taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Hver félagsmaður fær send- an atkvæðaseðil og sendir hann síðan til baka til höfuðstöðva Far- manna- og fiskimannasambands- ins í Reykjavík, þar sem talið verður sameiginlega upp úr köss- unum. Slökkviliðið á firði endurski UNDANFARIÐ hefur staðið yfir nokkur endurskipulagning á Slökkvi- liði Vopnafjarðar. Til að forvitnast ör- lítið um gang þeirra mála fór fréttarit- ari á stúfana, fylgdist með æfingu hjá slökkviliðinu síðastliðinn laugardag og ræddi stuttlega við slökkviliðs- stjórann, Imrarin Þorgeirsson. Hann sagði að töluverðar mannabreytingar hefðu orðið í liðinu undanfarið og væri nú kominn fastur hópur 18 manna sem skipaði aðallið slökkvi- liðsins. Búið væri að fá búninga á alla mennina. Nýkomin væru tvö reykköf- unartæki mjög fullkomin af AGA-gerð Morgunblaðid/Björn Slökkvilið Vopnafjarðar. Slökkviliðsstjórinn er lengst til vinstri. og einnig tæki til að hlaða súrefnis- kúta og er það mjög til bóta þar sem áður þurfti að senda þá í hleðslu til Akureyrar. Þórarinn gat þess að 3 menn hefðu farið á reykköfunarnámskeið á síðastliðnu ári og einnig hefðu þeir fengið hingað mann úr Reykja- vík, sem hafði haldið með þeim þriggja daga æfingu síðastliðið haust. Slöngur hafa allar verið endurnýjaðar á öðrum tveggja bfla slökkviliðsins eða alls um 840 metr- ar. Eitt af þeim atriðum sem háð hefur lengi er húsnæðisleysi fyrir bíla og búnað liðsins, en það stend- ur til bóta því innan skamms mun slökkviliðið flytja í nýtt húsnæði þar sem aðstaða öll mun verða nokkuð góð. Þórarinn tók fram að það næsta sem þörf væri á af tækj- um væri sög til að rjúfa með þök, reykblásari svo og endurnýjun á stigum tveggja bílanna sem væru orðnir mjög lélegir. Útköll urðu alls 4 á árinu 1984 og æfingar 13 talsins. B.B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.