Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 49 Minning: Páll Magnússon lögfrœðingur Fæddur 27. september 1891 Dáinn 19. febrúar 1985 Mágur minn og svili Páll Magn- ússon lögfræðingur er kvaddur hinstu kveðju í dag eftir langt og mikilhæft líf. Okkur hjónin langar að minnast hans með nokkrum vináttu- og þakkarorðum. Ég var bara 11 ára gömul þegar ég kom fyrst á heimili systur minnar og mágs á Eskifirði, hjá þeim var ég samfellt í sex ár og langtímum saman eftir það. Alltaf var Páll mér jafn góður mágur, það var reyndar frekar að hann kæmi mér í föðurstað, og auðvitað átti mín góða systir sinn stóra þátt í því. Enginn gerði meira fyrir mig og hjálpaði mér meira en mágur minn þegar ég átti í erf- iðleikum, sem stundum kom fyrir, oftar en einu sinni. Ég þakka mági mínum af hjarta fyrir allt sem hann var mér. Páll var reglulegt prúðmenni á heimili, alltaf svo hægur og kurt- eis, enda báru allir virðingu fyrir honum. Hann gat verið glaður og reifur á góðra vina fundi og söng þá og spilaði á píanó, hann hafði mjög fallega rödd. Það eru svo margar ljúfar minningar frá æskuárunum á Eskifirði. Nú tekur Guðmundur við með sínar hugsanir. Ég kynntist Páli Magnússyni fyrst árið 1966 er við hjónin fluttum heim til íslands frá Kaliforniu. Tókst fljótt góð vinátta með okkur. Vorum við hjónin tíðir gestir hjá þeim hjón- um á Laufásvegi 44. Að öllu for- fallalausu hittumst við einu sinni í viku til að spila, og voru það sól- skinsblettir sem við söknum og er- um ánægð að hafa átt með mág- konu minni og svila. Þótti mér sérstaklega gaman að tala við Pál um landsmálin, sem ég vissi svo lítið um eftir að hafa dvalið lengi erlendis. Hann var fróður og minnugur um allt er gerst hafði á þeim liðnu árum. Sérstaklega ánægjulegt var að hlusta á hann segja frá ævi föður síns sem lengi hafði búið við aust- anverðan Breiðafjörð þar sem mér voru margir hagar kunnugir. En hans mesta stolt var að tala um æskuheimilið Vallanes á Fljóts- dalshéraði. Páll var mikill unnandi lista og var fjölhæfur á mörgum sviðum. Einu sinni vorum við í samkvæmi og spilaði hann þar á píanó svo unun var að hlusta á. Eitt hið merkilegasta sem ég sá eftir hann var líkan af prestssetrinu Valla- nesi, með kirkju, bæjarhúsum og peningshúsum. Páll gaf líkanið Þjóðminjasafnsinu og austfirðing- um og Kristján Eldjárn fyrrv. for- seti keypti eintak og gaf það til tslendingafélagsins í Kanada þeg- ar hann var boðinn þangað. Við kveðjum mág okkar og svila með söknuði, þökk og virðingu. Guð blessi minningu hans. Borghildur Pétursdóttir, Guðmundur Guðlaugsson. Að morgni þriðjudagsins nítj- ánda febrúar andaðist í Borgar- spítalanum í Reykjavík Páll Magnússon, lögfræðingur, Lauf- ásvegi 44 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Blöndal Jónsson, prestur í Vallanesi og Ingibjörg Pétursdótt- SAMTÖK kennara og annars áhuga- fólks um sögukennslu halda vinnu- fund með um myndefnis í Kennslu- miðstöðinni, Námsgagnastofnun, Ijiugavegi 166, laugardaginn 2. mars kl. 13-18. Flutt verða stutt erindi og ir Eggerz kaupmanns á Akureyj- um. En hún var systir Sigurðar Eggerz bæjarfógeta á Akureyri og sýslumanns Eyfirðinga og Guð- mundur Eggerz er var sýslumaður Suður-Múlasýslu og síðar sýslu- maður Árnessýslu. Páll fæddist i Þingmúla á Skriðdal, þar sem faðir hans hóf prestskap, en síðan fluttu þau hjónin í Vallanes, þar sem séra Magnús var prestur í fjölda ára. Páll var á öðru ári er þau fluttu í Vallanes. Þau hjónin eignuðust átta börn, en fullorðinsaldri náðu Ragnhildur, Páll og séra Pétur í Vallanesi. Séra Magnús missti konu sína 15. ágúst 1898 frá ungum börnum, og var Páll þá aðeins 6 ára. Síðari kona séra Magnúsar í Vallanesi var frú Guðríður Ólafsdóttir Hjaltesteð er áður var gift Þorvarði Kjerúlf lækni og al- þingismanni. Séra Magnús og frú Guðríður eignuðust fjögur böm, en aðeins Þorgerður náði fullorð- insaldri. Móðir íhin, Sigríður Þorvarð- ardóttir Kjerúlf, flutti með móður sinni, er þá var ekkja, í Vallanes, en hún var jafn gömul Páli, fædd 1891. Þau ólust því upp saman í góð- um og glöðum systkinahópi á fjöl- mennu heimili. Leið Páls lá í hinn lærða skóla. Brautskráðist stúdent 1919 og lagaprófi lauk hann 14. febrúar 1924 eða fyrir 61 ári. Eftir lagapróf fluttist Páll til Eskifjarðar með konu sinni, frú Sigríði Pétursdóttur, prests í Ey- dölum Þorsteinssonar. En þau gengu að eigast 12. október 1924. Á Eskifirði stundaði Páll mál- flutning jafnframt því sem hann var oddviti Eskifjarðar til 1930. Þá rak hann þar togaraútgerð, þá fyrstu á Austurlandi. Hann var lögfræðingur Lands- bankans þar, allt til þess tíma að hann fluttist til Reykjavíkur 1935. Eftir þetta var hann um skeið settur sýslumaður Rangárvalla- sýslu, en lengst af vann hann á vegum ríkisendurskoðunar að endurskoðun hjá sýslumönnum og bæjarfógetum allt til ársins 1943. Þá var hann um tima lögfræð- ingur Búnaðarbankans. Hann var forstjóri fyrir olíufélaginu Nafta frá 1945 og þar til félagið hætti störfum 1954. Eftir þetta var Páll við mál- flutningsstörf og er kunnur af andófi og gagnrýni á lög um stór- eignaskatt er sett voru 1957 og olli miklum deilum sem kunnugt er. Árið 1974 var Páll skipaður í gerðardóm Laxármálsins, sem al- þjóð þekkir. Þetta var stutt yfirlit yfir hið fjölbreytta starf Páls á langri ævi, en ég tel rétt að minnast á fleira er ekki kemur fram í þessari upp- talningu. Á fullorðinsaldri mótaði Páll líkan af bæ og kirkju í Vallanesi eins og það var um síðastliðin aldamót, og er það nú varðveitt í Þjóðminjasafninu. Sem barn kynntist ég Páli, konu hans og börnum á Eskifirði, en vinskapur var milli heimilis míns á Reyðarfirði og þeirra, er hélst alla tíð. Nokkru áður en Páll kvaddi kom ég á heimili þeirra hjóna, var hann þá orðinn máttvana, hafði þó fótavist og hugsunin var enn skýr. kynntar nýjungar á þessu sviði. Síðan verður starfað í vinnuhóp- um að því að búa til skyggnur og glærur en góð aðstaða er til slíks í Kennslumiðstöðinni. Efni verður selt þar. Fundurinn er öllum opinn. Hann spurði frétta að austan, en hugur hans stóð ætíð nærri æskustöðvum hans í Vallanesi, enda kenndi hann sig við þann stað. Hann gladdist yfir að að fylgjast með framförum á Héraði og að frétta af sveitungum sínum. Hann hafði mikla ánægju af þjóðlegum fræðum, ættfræði og auk þess hafði hann mikinn áhuga á málara- og húsagerðarlist. Hjónaband Páls og frú Sigríðar var gæfuríkt. Frú Sigríður er vel gerð og mikilhæf kona er bjó manni sínum gott og menningar- legt heimili. Viðmót hennar ætíð fágað og ástúðlegt. Páll var góður heimilisfaðir, dagfarsprúður og umgengni hans við konu og börn, sem vini, prúðmannleg og elsku- leg. Hann var vinmargur. Börn þeirra hjóna eru: Pétur, efnaverkfræðingur, kvæntur Birnu Björnsdóttur, Ingibjörg inn- anhússhönnuður, ekkja Þorgríms Tómassonar kaupmanns, og Magnús listamaður og kennari, kvæntur önnu Sigríðir Gunnars- dóttur kennara. Genginn er góður og gegn mað- ur. Ég votta eftirlifandi konu Páls, frú Sigríði, og börnum, tengda- börnum og ættingjum dýpstu samúð, og bið þeim Guðs blessun- ar. Margrét Þorsteinsdóttir í dag er gerð frá Dómkirkjunni útför Páls Magnússonar lögfræð- ings, er andaðist eftir skamma legu í Borgarspítala hinn 19. þessa mánaðar á 94. aldursári. Páll fæddist að Þingmúla í Skriðdal, Suður-Múlasýslu 27. september 1891. Faðir hans var Magnús Blöndal Jónsson prestur, sonur séra Jóns Bjarnasonar í Mið-Mörk undir Eyjafjöllum, síð- ar að Vogi á Fellsströnd, og konu hans Helgu Árnadóttur Þorvarðs- sonar, bónda á Hofi í Öræfum. Móðir Páls var Ingibjörg Pét- ursdóttir Eggerz kaupmanns og útvegsbónda í Akureyjum á Breiðafirði og fyrri konu hans, Jakobínu Pálsdóttur Melsteð amt- manns. Var Páll heitinn skírður í höfuðið á móðurbróður sínum, Páli Eggerz. Séra Magnúsi Blöndal Jónssyni hafði verið veittur Hallormsstað- ur og Þingmúli hinn 2. júní 1891. Flutti hann þá þegar austur og settist að í Þingmúla. En hinn 27. febrúar 1892 fékk hann einnig veitingu fyrir Vallanesi og sat hann þann stað alla tið sfðan, eða þar til hann lét af preststörfum á árinu 1925. Þótt Páll væri því fæddur í Þingmúla, fluttist hann þegar þaðan á 1. ári að Vallanesi og við þann stað kenndi hann sig jafnan siðan. Á því leikur enginn vafi, að séra Magnús Blöndal Jónsson hefur verið búhöldur hinn mesti, enda gerði hann Vallanesið að höfuð- bóli og kom því í það að verða eitt af þrem fjárflestu búunum f Norð- ur- og Austuramtinu. Hinn ungi prestssonur hefir því á bernsku- og æskuárum sínum jafnan haft fyrir augum fyrir- myndar búrekstur á uppgangsbúi og hefir það mjög senniíega vakið áhuga hans á búskap, enda vann hann á þessum árum mikið að bústörfunum. Það fór því svo, að Páll hóf nám f búfræði, talsvert til hvattur af föður sínum, og lauk hann prófi í þeirri grein liðlega tvítugur að aldri. Hugur hans stóð þó til æðri mennta og eftir að búfræðináminu lauk, hóf hann nám i Menntaskól- anum í Reykjavík, varð stúdent árið 1919, en settist þá í Háskóla íslands og lauk þaðan prófi í lög- fræði í ársbyrjun 1924. Sama ár fluttist Páll til Eski- fjarðar og setti þar á stofn mál- flutningsskrifstofu, er hann rak til ársins 1935. Jafnframt var hann oddviti Eskifjarðarhrepps á árunum 1924—30, stofnaði togar- aútgerðarfélag, sem hann veitti forstöðu nokkur ár og einnig var hann lögfræðingur útibús Lands- banka íslands á Eskifirði sfðustu árin sem hann dvaldi þar. Eftir ellefu ára dvöl á Eskifirði snéri Páll aftur til Reykjavíkur. Hann hafði hinn 12. október 1924 gengið að eiga Sigríði Pétursdótt- ur prests að Eydölum í Breiðdal Þorsteinssonar og könu hans, Hlífar Bogadóttur. Eignuðust þau þrjú börn, Pétur verkfræðing, Ingibjörgu hýbýlafræðing og Magnús listmálara. Mun búferla- flutningur fjölskyldunnar hafa ráðist mikið af því að börnin voru þá að nálgast aldur til langskóla- náms og mun hægara var að koma þeim til mennta hér í Reykjavík en fyrir austan. Það var eiginlega undarlegt, að Páll skyldi ekki halda áfram rekstri málflutningsstofu sinnar hér fyrir sunnan, því hann var bú- inn flestum þeim kostum, sem góðan lögmann mega prýða. Hann var laginn og lipur samningamað- ur en gat að sjálfsögðu verið fast- ur fyrir ef því var að skipta. Hann var hugmyndaríkur og snjall við að koma auga á þær röksemdir er málum gátu þokað fram og fór oft furðu létt með að snúa mönnum til fylgis við þann málstað er hann barðist fyrir. Þá hafði hann og alla tíð gott fjármálavit og gat ráðið mörgum heilt í þeim efnum. Auk þessa var hann svo fylginn sér og kappsfullur í því er hann tók sér fyrir hendur, að hann fór oftar en ekki með sigur af hólmi. En Páll hafði raunar allt of mörg og margvisleg áhugamál til þess að einskorða sig við lög- mannsstörf. Hann starfaði að endurskoðun hjá sýslumönnum og bæjarfógetum á árunum 1935—1943, var einnig lögfræðing- ur Búnaðarbanka íslands og um áratuga skeið forstjóri Olíufélags- ins Nafta hf. Má segja að öll þessi störf hafi leikið í höndunum á honum. Auk þessa hafði Páll nokkur af- skipti af ýmsum stórmálum. Hann stofnaði t.d. í ársbyrjun 1959 Fé- lag stóreignaskattsgjaldenda. Gjaldendur skatts þessa höfðu flestir hverjir misst móðinn eftir að ríkissjóður hafði farið með sig- ur af hólmi í málaferlum hér á landi út af gjöldum þessum. Páll safnaði í skyndi mörgum gjald- endum í félagið, stappaði í þá stál- inu, snéri vörn í sókn og skaut málinu til Mannréttindanefndar Evrópu í Strassborg. Mun þetta hafa verið í fyrsta sinn sem héðan var leitað til nefndarinnar og þótti dirfskufullt af Páli. Málskotið varð til þess að innheimta skatts- ins tafðist um margra ára bil og, er yfir lauk, máttu þeir er hlýtt höfðu forsjá Páls, sannarlega vel við sitt hlutskipti una. Páll kom og talsvért við sögu í svonefndri Laxárdeilu, er hat- rammur ágreiningur hafði risið vegna fyrirhugaðra virkjana í Laxá í Aðaldal. Barðist Páll þar fyrir hagsmunum landeigenda í ræðu og riti og var af þeirra hálfu skipaður í gerðardóm, er settur var á stofn með samningi milli deiluaðila, að frumkvæði ríkis- stjórnarinnar, er gerðist aðili að samningnum. Lét formaður land- eigenda svo um mælt síðar, að hin harða og ósveigjanlega afstaða Páls í því máli hefði verið þeim landeigendum mikilvæg á örlaga- stundu. Þrátt fyrir öll hin margvíslegu störf Páls varð aldrei djúpt á bú- fræðingnum. Þegar á námsárum sínum hér í Reykjavik festi hann kaup á jörðinni Syðri-Reykjum í Mosfellssveit, en þá jörð seldi hann fljótlega aftur. En nokkru síðar keypti hann jörðina Syðri- Brú í Grímsnesi, átti hana um langan tíma og rak þar um skeið búskap. Ekki blandaðist þeim hugur um, er sóttu hann heim þangað, að hann hefði, hvenær sem hann vildi, getað orðið gildur bóndi, ef hann hefði kosið sér það hlutskiptið. Þau Sigríður og Páll voru alla tíð mjög samhent hjón. Höfðu þau verið rúmlega 60 ár í hjónabandi, er Páll féll frá. Páll var mjög heimakær og traustur og góður heimilisfaðir. Hann var margfróður, ræðinn og skemmtilegur, hafði góða kímni- gáfu og var oft meinlega hnyttinn í svörum. Söngrödd hafði hann ágæta, var óspar á hana í góðra vina hópi og lék þá sjálfur undir á píanó. Um áratugi hefir verið mik- ill samgangur milli okkar og eig- um við hjónin mjög ánægjulegar minningar um samvistir með hon- um og þeim hjónum báðum. Eins og fyrr greinir kenndi Páll sig jafnan við Vallanes, enda átti það ríkan þátt í huga hans. Fyrir nokkrum árum tók hann sig til og vann að gerð Hkans af Vallanesi. Naut hann við það góðs stuðnings sonar síns, Magnúsar. Þótti líkan- ið slík listasmíð hjá þeim feðgum, að það var valið af ríkisstjórninni sem gjöf til Vestur-íslendinga árið 1975, er haldið var hátíðlegt 100 ára afmæli byggðar þeirra í Kan- ada. Á efri árum hneigðist hugur Páls talsvert til ættfræði. Tók hann þá m.a. saman helstu ævi- atriði föðurömmu sinnar, Helgu Árnadóttur, en hún hafði lengst af dvalið á heimili sonar síns í Valla- nesi og var Páll mjög hændur að henni. Einnig hafði hann umsjón með útgáfu æviminninga föður síns, er út komu árið 1980. Segja má, að Páll hafi verið heilsuhraustur alla ævi og þrátt fyrir háan aldur var hann furðu ern allt til hins síðasta. Við hjónin kveðjum nú aldinn heiðursmann með þakklæti og söknuði og sendum fjölskyldu hans innilegar kveðjur. Jón Bjarnason Kirkjur á landsbyggðinni: Messur á Æskulýðsdaginn EGILSSTAÐAKIRKJA: Æsku- lýðsguðsþjónusta á sunnudaginn kl. 10. (Áth. breyttan messu- tíma.) Sóknarprestur. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Sunnudagaskóii í Hábæjar- kirkju kl. 14. Fjölskylduguðs- þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14. Sigríður Jónasdóttir og börn úr söfnuðinum annast guðsþjónust- una með kirkjufólki. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sóknarprestur. SIGLUFJ ARÐARKIRKJA: Æsku- lýðs- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Æskulýðskór syngur und- ir stjórn Anthonys Raleyes. Fermingarbörn flytja hugleið- ingu og texta. Lesið úr bókinni Ekkert mál.“ Sr. Vigfús Þór Árna- son. VÍKURPRESTAKALL: Kirkju- skólinn í Vík, á morgun kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta í Víkur- kirkju kl. 14. Börn og unglingar aðstoða við guðsþjónustu. Sókn- arprestur. Áhugafólk um sögukennslu með vinnufund í Kennslumiðstöðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.