Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 29 TREHOLT-RÉTTARHÖLDIN Fundirnir með Titov voru svo spennandi Osló, 28. febrúar. AP. ARNE Treholt viðurkenndi í dag í fyrsta sinn, að hann hefði látið tvo Sovétmenn, sem hann vissi, að voru KGB-njósnarar, fá í hendurnar skjöl, sem voni merkt sem trúnaöarmál. „Ég vissi, að ég var kominn út á hKttulega braut, sem varð að taka enda,“ sagði Treholt en bætti því við, að forvitnin hefði rekið sig áfram auk þess, sem hann hefði haft mikinn áhuga á persónu Titovs, sovéska njósnarans, sem var helsti tengiliður hans. Kvaðst Treholt einnig hafa viljað koma á framfæri sínum eigin pólitísku skoðunum við Sovétmenn í þeirri von, að þær kynnu að verða til að bæta samskipti austurs og vesturs. nÉg viðurkenni, að fundir mín- ir með Gennady Titov og Vlad- imir Zjizjin voru óviðeigandi. Það var bara eitthvað svo spenn- andi við fundina með Titov, ég leit á þá sem áskorun, viðfangs- efni, sem ég vildi takast á við,“ sagði Treholt við réttarhöldin í dag. Vladimir Zjizjin er sagður hafa verið tengiliður Treholts þegar hann var í norsku sendi- nefndinni hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York. „Varstu ekkert hræddur við að hitta Titov þar sem þú vissir, að hann var háttsettur hjá KGB?“ spurði Astri S. Rynning, dóms- formaður. „Mér þótti það að vísu uggvænlegt en um leið spenn- andi,“ svaraði Treholt. Treholt hefur viðurkennt, að hann hafi átt fundi með Titov í Ósló, Vín og Helsinki og einnig, að hann hafi oft hitt Zjiziin í New York að beiðni Titovs. I dag viðurkenndi hann svo, að hann hefði látið Zjizjin fá skjöl um viðræður norskra og banda- rískra embættismanna, sem flokkuð voru sem „algert trúnað- armál". Reyndi hann þó að gera lítið úr mikilvægi þeirra. Astri S. Rynning, dómsfor- maður, og einn dómaranna, Haa- kon Wiker, spurðu Treholt að því hvers vegna hann hefði ekki lát- ið yfirboðara sína vita af þeim rúmlega 20 fundum, sem hann hefði átt með Titov erlendis, og svaraði hann spurningunni þannig, að vissulega hefði hann átt að gera það. Treholt viðurkenndi auk þess, að hann hefði látið Titov fá afrit af norskum skjölum, sem merkt voru „trúnaðarmál" og snerust um samninga Norðmanna og Sovétmanna um skiptingu land- grunnsins. Það kvaðst hann hafa gert af því hann taldi skjölin ekki geta skaðað norska hags- muni. Það vakti mikla athygli við réttarhöldin í dag hve Treholt var taugaóstyrkur og alls ólíkur sjálfum sér fyrstu dagana. Þá var hann mjög öruggur í fari og virtist staðráðinn í að játa hvorki eitt né neitt. Þrátt fyrir það, sem fram hef- ur komið, verður ekki farið að spyrja Treholt spjörunum úr fyrr en seinna og í dag hafði norska blaðið Verdens Gang það eftir Lars Quigstad, saksóknara, að „við erum ekki byrjaðir enn“. Þrír fagdómarar og fjórir leikdómarar dæma í málinu Osló, 28. rebrúar. Frá fréttariUra MorgunhlaANÍnN, Klísabetu Jónaadóttur. ÞAÐ ER lögmannsréttur Eiðsifa- þings, sem nú tekur fyrir mál Arne Treholts. Lögmannsréttur er ven- julega samsettur á þann hátt, að hann skipa þrír dómarar auk tíu kviðdómenda, sem svara annað hvort játandi eða neitandi spurn- ingum um sekt ákærða. Þessu er ekki þannig farið nú. Samsetning dómsins er önnur, þegar um er að ræða mál, er varða öryggi ríkisins. Þá er kviðdómur felldur niður og þess í stað valdir fjórir svokallaðir Íeikdómarar úr þjóðskrá til að starfa með fagdómurunum. Formaður dómsins er Astri S. Rynning, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir í júní nk. Hún á að baki langan feril sem dóm- ari og hefur samhliða tekið mik- inn þátt í stjórnmálum. Hún átti m.a. sæti í borgarstjórn Óslóar frá 1955 til 1967 og var varamað- ur K&re Willochs á Stórþinginu frá 1965 til 1969. Við hlið hennar sitja dómararnir Haakon Vike, 57 ára, og Ture Schei, 39 ára. Meðdómendurnir fjórir úr röð- um leikmanna eru þau Anders Henrik Aspelin sölustjóri, Jan Bingen verkfræðingur, Anna- Maria Lindstad húsmæðrakenn- ari og Björg Brandt húsmóðir. Sérfræðingar réttarins eru þeir Finn Sey'ersted lagaprófess- or, Thore Boye sendiherra, Frithjof Jakopsen sendiherra og Björn Egge höfuðsmaður. Þeir voru útnefndir I marz á síðasta ári og hafa síðan lagt fram hver sína greinargerð um þau skjöl, sem Arne Treholt kann að hafa haft aðgang að og hugsanlega afhent KGB eða leyniþjónustu íraka. Þessi mynd var tekin af Treholt með KGB-foringjunum Titov og Lopatin í Vín 1983. Við þennan símaklefa 1 Ósló fékk Treholt aftur í hendurnar skjöl, sem hann hafði látið KGB-manninn Gennady Titov fá og hann Ijósritað. Stakk Titov þeim í handarkrikann á Treholt þegar þeir mættust eins og fyrir tilviljun. í baksýn er húsið, sem Treholt bjó í á þessum tíma. Var orðinn ugg- andi um sinn hag Ósló, 28. febrúmr. Frá Elfsibetu Jónasdóttur, fréturitara Mbl. ARNE Treholt sagði í varnarræðu sinni í dag, að honum hefði smám saman verið farið að finnast, að sambandið við Titov væri að leiða sig í ógöngur. Treholt kvaðst sérstaklega hafa orðið smeykur þegar Titov kom með þá hugmynd á fundi þeirra í Vín í ágúst 1983, að æskilegt væri að taka í notkun sérstaka tækni. „Hann átti við örmyndatökur af skjölum," sagði Treholt en bætti því við, að hann hefði aldrei fengið að vita við hvaða skjöl Titov átti þegar hann varpaði þessu fram. „Svo langt komumst við aldrei. Ég gaf það sterklega til kynna, að það væri mér á móti skapi," sagði Treholt. Treholt sagði í framhaldi af þessu, að hann hefði verið ákveð- inn í að slíta þessu sambandi og hefði verið á leiðinni til þess þegar hann var handtekinn. Einnig sagðist hann hafa íhugað í alvöru að segja sig úr utanrík- isþjónustunni á árunum 1980—81 vegna þess, að hann taldi sig vera kominn í slæma stöðu sökum sambands síns við sovésku og írösku leyniþjónust- una. s nvni/iHHH .vöruverö í lágmarki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.