Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985
sem listamaðurinn hafði gert
þetta af áhuga, en ekki í hagnað-
arskyni, skemmtileg teikning í lit-
um og sannarlega óvenjuleg bók-
arkápa á þeim tíma. Og nú þegar
hann er farinn á fund feðranna á
undan okkur hinum, hlýt ég að
minnast þessa með sérstöku
þakklæti um leið og ég á með öðr-
um sameiginlega skuld að gjalda
honum fyrir merkiiegan skerf
hans til íslenskrar myndlistar.
Jón Óskar
Hann Sverrir er látinn! Þannig
hljóðaði röddin í símanum frá ein-
um til annars af nemendum hans í
Myndlistarklúbbi Mosfellssveitar,
svo kom þögn og öllum varð okkur
hugsað til iistamannsins, kennar-
ans og vinarins sem lagði jafnvel
heilsuna í sölurnar með því að
mæta í hverri viku, leiðbeina og
fylgjast með framförum okkar í
myndlistinni. Það var honum ekki
nóg, heldur var hann einstakur fé-
lagi sem heimsótti okkur, stappaði
í okkur stálinu og hvatti til að
halda áfram að mála.
Það var á miðju ári 1969 að
Sverrir fluttist með fjölskyldu
sína og móður að Hulduhólum í
Mosfellssveit og síðan hafa þau
átt hér heima. Hann málaði mikið
fyrstu árin í fallegu vinnustofunni
sinni að Hulduhólum, en svo fóru
veikindi að segja til sín og vinnu-
þrekið minnkaði en þó málaði
hann og teiknaði myndir sem eru
einhverjar hinar bestu sem eftir
hann liggja.
Það var um haustið 1978 að
Kvenfélag Lágafellssóknar ákvað
að koma á námskeiði í myndlist.
Þessari nýbreytni var svo vel tek-
ið, að um tuttugu nemendur létu
skrá sig. Kennari var ráðinn,
Sverrir Haraldsson listmálari.
Þetta var ekki líkt neinu nám-
skeiði heldur var þetta skóli, sem
endaði um vorið með málverka-
sýningu í Hlégarði. Sverrir var
potturinn og pannan í öllu sem við
gerðum. Hann annaðist uppsetn-
ingu sýningarinnar og hjáipaði
okkur á allan hátt svo sem hann
gat heilsunnar vegna.
Þessi námskeið héldu áfram á
vegum kvenfélagsins þar til upp
úr þeim skapaðist Myndlistar-
klúbburinn og Sverrir hefur fylgt
og leiðbeint fram á þennan dag.
Hann vildi aldrei taka nein laun
fyrir vinnuna sína og sagðist hafa
svo mikla ánægju af félagsskapn-
um að það væri sér fyrir öllu.
Nú þegar leiðir skilja þökkum
við honum handleiðsluna og allt
það umburðarlyndi sem hann
sýndi okkur öll þessi ár sem hann
fórnaði okkur af einstökum hæfi-
leikum, sem hann var gæddur.
Við biðjum Guð að varðveita
fjölskylduna að Hulduhólum og
færum Guðrúnu sambýliskonu
hans þakkir fyrir áhugann sem
hún hefur alltaf sýnt starfi okkar.
Guð veri með henni.
Nemendur Sverris
í Myndlistarklúbbi
Mosfellssveitar
Við vorum mjög ungir, varla
tvítugir, þegar við hittumst fyrst
af tilviljun, komum hvor úr sinni
áttinni en urðum vinir einhvern
veginn sjálfkrafa eða óvart og
hélst sú vinátta æ síðar jafnvel þó
langir tímar liðu svo við vissum
lítið hvor af öðrum og værum ár-
um saman hvor í sínu landi.
Þegar á þessum unglingsárum
hans, held ég flestum sem þekktu
Sverri nokkuð að ráði hafi verið
ljóst að þar fór mikið listamanns-
efni sem hann var. Það er að vísu
all-hæpið að segja um nokkurn
mann að hann sé listamaður
sjálfkrafa, eða fæddur listamaður,
en þvílíkt var næmi og listrænn
hagleikur Sverris þegar á unga
aldri að nærri var eðlilegt að
kunningjar hans leyfðu sér að
hugsa svo. Hann var þá auðvitað
ekki búinn að öðlast þann frum-
leik og hafði ekki náð tökum á
þeim þéttleika í listinni sem síðar
varð, en handbragðið og færnin og
raunar þá þegar persónuleg af-
staða hans til verkefna sinna
hlaut að benda til þess að mikils
mætti af honum vænta. Það fór
líka svo að Sverrir vann mikla
sigra í list sinni og varð hin stóra
yfirlitssýning á Kjarvalsstöðum
árið 1973 gleggstur vottur um af-
rek hans.
Afrek í list eru vanalega dæmd
út af fyrir sig, án hliðsjónar af
þeim aðstæðum sem skapendur
listaverka eiga við að búa, enda
má víst segja að annars konar
dómar séu ógildir. Og ekki mundi
Sverrir Haraldsson hafa kært sig
um neina vægðardóma um verk
sín. En sjálfur átti hann við langa
vanheilsu að stríða og var einkum
mörg hin síðari ár svo stórkost-
lega þjáður að mér ægir um að
tala. Raunar var hann vanheill á
unga aldri, um og innan við tví-
tugt, og veit ég að beitt var við
hann fráleitum lækningaraðferð-
um sem þá voru í tisku, og kunna
að hafa orðið honum örlagaríkar
síðar. En þó að hann gæti ekki
sigrast á sjúkdómum sínum barð-
ist hann lengi við þá af mikilli
hörku, og lauk fullu lífsverki þrátt
fyrir þá. Oft hlutu vinir hans að
undrast hver þróttur bjó með hon-
um þó hann væri sárþjáður.
Um mann eins og Sverri hlýtur
mörgum að verða hugsað til þess
hvaða efniviður gekk til að skapa
hann, en ekki er ætlun mín að fara
að grafast fyrir um það nú. En í
inngangi að myndabók sinni 1977
segir Sverrir meðal annars frá
paradís æsku sinnar, hjá afa sín-
um og ömmu í Vestmannaeyjum
og hlýtur sú lýsing að verða minn-
istæð hverjum sem les. Eftir orð-
um Sverris að dæma hefur hann
átt fullkomna bernsku hjá fólki
sem hann líkir við fiskimennina í
guðspjöllunum. „Afi átti engan
sinn líka og hann sá til þess, að
engan skugga bar á uppvaxtarár
mín.“ Hlýtur þessi kafli í bókinni
að verða þeim umhugsunarefni
sem þekktu Sverri. Gæti ekki
listamannssiðfræði Sverris, að
minnsta kosti, átt uppruna sinn
hér?
Annars er textinn í listaverka-
bók Sverris ekki síður athyglis-
verður fyrir það hve fullkomlega
bókmenntalegur og jafnvægisfull-
ur stíllinn er á löngum köflum. Ég
veit raunar ekki hvernig þeir
Sverrir og Matthías Johannessen
settu saman þennan texta, en ég
hygg þó að mark Sverris sé þar
auðgreint.
Sverrir var einmitt mjög fjöl-
hæfur maður. Hann hafði mikla
þekkingu á og yndi af tónlist og
spilaði sjálfur nokkuð á hljóðfæri,
að minnsta kosti meðan hann var
yngri. Músiknæmi hans var svo
fullkomið, heyrn hans svo ná-
kvæm að engu var líkara en hann
væri „professional" tónlistarmað-
ur. Og í myndlistinni virtist hann
nærri geta beitt hvaða tækni sem
var með jafnmiklum árangri.
En þeir sem þekktu hann lengi
hljóta að minnast hans fyrst fyrir
órjúfanlega tryggð hans og vin-
áttu.
Sigfús Daðason
Það er október 1%5 og Kjar-
valshátíð í Menntaskólanum í
Reykjavík á vegum Listafélagsins.
Sjávarmyndir Kjarvals hanga á
veggjum í kjallara Casa Nova og
nú á að flytja leikrit hans sem
heitir „Einn þáttur" þó að það sé
raunar í tveim þáttum. Meistarinn
sjálfur gengur að ræðupúlti og
flytur ávarp til prúðbúinna menn-
ingarvita bæjarins og það er
svona: „Frjálst er í fjallasal, fag-
urt í skógadal, heilnæmt er heið-
loftið tæra.“ Svo er leikið og Nátt-
úruandi lætur móðan mása yfir
skáldi og skáldið yfir skrifara. Þá
birtist skyndilea annar náttúru-
andi og í hlutverki hans er annar
meistari, listmálari af yngri
kynslóð, Sverrir Haraldsson. Eg
hafði skilið eftir miða til Sverris
þar sem stóð: „Víltu leika Nátt-
úruanda II í leikriti Kjarvals og
segja: Hvað ertu að gera við
manninn?" Og nú er Sverrir búinn
að læra replikuna sína og gengur
inn á sviðið. En þar stendur hann
eins og þvara og muldrar og getur
ómögulega munað eitt einasta orð.
Daginn eftir Kjarvalshátíðina
hóf Sverrir að leiðbeina á teikni-
námskeiði hjá okkur í Listafélag-
inu og sumarið eftir var hann til-
búinn til að sýna í Casa Nova
fyrstu olíumyndirnar eftir margra
ára hlé, eftir sprautumyndatíma-
bilið og eftir lægð og heilsuleysi.
Þær urðu margar ferðir mínar frá
Nökkvavoginum yfir í Sogamýrina
til Sverris og Steinunnar á þessum
árum. Þar sat ég fyrir, við hlust-
uðum á Bartók og Duke Ellington
(sem hann kenndi mér að meta),
skoðuðum listaverkabækur, flug-
um listilega gerðum flugdrekum
og borðuðum rúllutertu. Sverrir
opinberaði mér fjársjóði mynd-
listarinnar, sýndi mér hvar hon-
um fannst vinnubrögðin vönduð
og andagiftin ósvikin og hvað var
fúsk og sýndarmennska. Vermeer
var kannski mesti snillingurinn í
hans augum og í rauninni andlega
skyldur. Sama vandvirknin sem
leitaði fullkomnunar, sami tær-
leikinn og birtan sem opnaði glufu
inn í eilífðina.
Það spillti ekki vináttu okkar að
við vorum frændur, þó fjarskyldir
værum; foreldrar minir vinafólk
fjölskyldu hans í Vestmannaeyj-
um, faðir minn kenndi honum í
skóla. í öllu hafði hann verið
flinkastur, hvort sem það var að
teikna og mála, spila á orgel,
renna sér á skautum eða sjarmera
stelpurnar og í skólanum var hann
dúx. Það var bara í Kjarvalsleik-
ritinu sem hann kunni ekki replik-
una sína.
Á þessum árum sem ég kynntist
Sverri var hann eins og að stíga
inn í nýjan heim. Hann hafði yfir-
gefið abstraktið og fannst það
mikil frelsun. Nú opnaðist lands-
lagið i málverkunum með miklum
og stundum dularfullum víddum,
svo fullt af fegurð og lífi, jafnt í
því stóra sem því smæsta. Eftir-
prentun þarf að vera góð til að allt
komi fram enda sá hann að miklu
leyti sjálfur um bókina fallegu
með verkum hans sem kom út
1977.
Eftir þessi fyrstu ár urðu sam-
skipti okkar ekki eins tíð og áður.
Ég stofnaði fjölskyldu, var í út-
löndum mörg ár og þegar heim
kom hófust húsnæðisskuldimar
og aukavinnan. Aldrei rofnaði þó
vináttan og varla leið sá dagur að
ég hugsaði ekki til hans enda stóð
hann mér nær en flestir aðrir
menn.
Nú fóru veikindin að ágerast
hjá Sverri, hver sjúkrahúsvistin
rak aðra, uppskurður eftir upp-
skurð. Læknisfræðilegt fyrirbrigði
kallaði hann sig þegar hann bar
sig mannalega. Handtakið var feg-
insamlegt og hlýtt þegar ég vitjaði
hans og við töluðum um að hittast
nú almennilega þegar hann yrði
hressari og ég fengi meiri tíma.
En hann varð ekkert hressari og
ég fékk ekkert meiri tíma og nú er
hann allur.
Sverrir lifði sterkt og áorkaði
miklu. Hann gekk nærri sjálfum
sér og stundum öðrum líka. Hann
kynntist mörgu góðu fólki á lífs-
leiðinni sem mat hann umfram
aðra menn. Steinunn Marteins-
dóttir átti með honum mörg ár
bæði feit og mögur og Guðrún
Sverrisdóttir reyndist honum stoð
og stytta síðustu árin. Þeim og
önnu móður hans, börnunum
Önnu og Haraldi og öðrum að-
standendum sendum við hjónin
dýpstu samúðarkveðjur og þökk-
um viðkynningu við góðan dreng.
Þorsteinn Helgason
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2, SÍMI 24260.
Stórkostleg heimsókn
til
LANDSINS HELGA
Hrífandi myndasýning og fyrirlestrarferö um sögu-
ríkasta og umdeildasta land jaröarinnar og saga
mannsins sem gerir þaö frægt.
★ 3 tjöld, 9 sýningarvólar ★
Myndir frá: Betlehem, Hebram, Nablos, Nasaret,
Capernaum, Fjalli sæluboöanna, Galíleuvatni,
Megíddó, Haífa, Karmelfjalli, Sesareu o.fl.
í GAMLA BÍÓI í DAG KL. 17." OG 20."
JERUSALEM
ÁOKKAR
DÖGUM
Hrífandi myndsýning. Komiö snemma og sjáiö
valdar myndir frá brúðkaupi Díönu og Karls Breta-
prins sunnudaginn 3. mars kl. 20.00.
í GAMLA BÍÓI
Enginp aðgangseyrir. Aöeins samskof fyrir tostnaði.