Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 Andrew prins nauðlenti þyrlu London, 28. febrúar. AF. JL Bensínstödin þar sem sprengjan sprakk, skemmdir bflar sjáanlegir fyrir framan stöðina. AP/Símamynd Norður-írland: INLA sprengdi við knattspyrnuyöllinn ANDREW prins nauölenti þyrlu brezka sjóhersins á Falklandseyjum vegna vélarbilunar, að því er tals- maður varnarmálaráðuneytisins staðfesti. Atburðurinn átti sér stað 15. febrúar sl., en ekki var skýrt frá því fyrr en í dag, daginn eftir að ensk blöð höfðu sagt prinsinn ýmist hafa brotlent, nauðlent á sjó eða lif- að af dramatíska nauðlendingu. Prinsinn, sem er 25 ára, stýrði Lynx-kafbátaleitarþyrlu í eftir- litsferð við Falklandseyjar þegar hún bilaði skyndilega. í stað þess að reyna að ná til móðurskips síns, freigátunnar HMS Brazen, ákvað hann að freista lendingar á landi vegna þess að styttra var þangað. Eftir giftusamlega lendingu voru flugvirkjar sendir með ann- arri þyrlu til lands. Að lokinni bráðabirgðaviðgerð flaug Andrew þyrlunni til skips. Bornar voru til baka fregnir um að prinsins hafi verið saknað í tvær stundir er at- vikið átti sér stað. Andrew prins er nú í eftirlits- leiðangri við Falklandseyjar með skipi sínu, Brazen, en leiðangrin- um lýkur í júní. Hann tók virkan þátt í bardögum í Falklandseyja- Andrew prins stríði Breta og Argentínumanna 1982. GENGI GJALDMIÐLA Dollar hækkar London, 28. febrúar. AP. Bandaríkjadollar hækkaói í verði á gjaldeyrismörkuðum í Evr- ópu seinni part dagsins þrátt fyrir íhlutun vestur-þýzka seðlabankans, sem var þó óveruleg. Verð á gulli lækkaði. Evrópskir seðlabankar sam- ræmdu aðgerðir í gær og losuðu sig við 1,5 milljarða dollara, sem leiddi til verðlækkunar á dollar. Þýzki seðlabankinn seldi 170 milljónir dollara í dag sem olli verðlækkun um stundarsakir, en er í ljós kom að ekki var um sam- ræmdar aðgerðir fleiri banka að ræða hækkaði verðið á dollar á ný. Spáð er áframhaldandi verð- hækkun á dollar ef bankarnir haida ekki áfram samræmdum aðgerðum. Verðbréf lækkuðu í New York í dag í kjölfar verðlækkunar doll- ars í gær og ótta við vaxtabreyt- ingar. Verðbréf hækkuðu í Lond- on í dag af sömu ástæðu. Gengi gjaldmiðla var þannig í kvöld að sterlingspundið kostaði 1,0842 dollara miðað við 1,0885 í gær. Fyrir einn dollar fengust 3,3450 þýzk mörk (3,3285), 2,8575 svissneskir frankar (2,8375), 10,2300 Frakklandsfrankar (10,1850), 3,7850 hollenzk gyllini (3,7650), 2.073,50 lírur (2.062,50), 1,3865 Kanadadollarar (1,3835) og 259,00 jen (261,10). Gullúnsan kostaði 288,25 dollara í London í kvöld, miðað við 290 dollara í gær._______________ Belfast, 28. febrúar. AP. ÖFLUG sprengja sprakk í bílskúr aðeins 180 metra frá Windsor- knattspyrnuvellinum í Belfast í gærkvöldi, aðeins tæpri klukku- stund eftir að Norður-írar og Engl- endingar höfðu leikið þar landsleik í knattspyrnu með 28.000 áhorfendur. Skúrinn og nokkrar bifreiðir skemmdust í sprengingunni, sem var mjög kröftug, en manntjón varð ekkert. írski þjóðfrelsisherinn, INLA, lýsti ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. INLA er marxískur klofnings- armur frá írska lýðveldishernum og fremur hryðjuverk öðru hvoru. Það var fréttastofa BBC sem greindi frá því að INLA hefði staðið að sprengingunni, en greindi ekki frá því hvar þær upp- lýsingar hefðu fengist. Sagði í fréttatilkynningu BBC að auki, að INLA hefði hótað því, að öll íþróttalið sem ættu erindi til Norður-írlands á næstunni og í náinni framtíð skyldu vara sig, því næst „yrði sprengt til að drepa". Þetta kom nokkuð á óvart, því INLA er mjög herskár hópur hryðjuverkamanna, flokkur sem yfirleitt hvorki varar við hryðju- verkum, né fremur slík verk í varnaðarskyni. Henry Cabot Lodge látinn Litríkur og haröfylginn samningamað- ur, sem setti mikinn svip á alþjóðamál Beverly, Maasachunetta, 28. febrúar. AP. HENRY Cabot Lodge, einn kunnasti og áhrifamesti fulltrúi Bandaríkjanna á vettvangi utanríkismála á þessari öld, lézt í dag 82 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun. Hann lézt á heimili sínu í Beverly í Massachusetts. Lodge var þingmaður þrjú kjör- tímabil í öldungadeild bandaríska þingsins. Hann var varaforseta- efni Repúblikanaflokksins í for- setakosningunum 1960. Áður hafði hann verið sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum í tæp 8 ár, eða lengur en nokkur annar maður hefur gegnt því emb- ætti. Eftir forsetakosningarnar 1960 hugðist Lodge hætta afskiptum af stjórnmálum, en það leið ekki á löngu áður en John F. Kennedy, forseti, sem borið hafi sigurorð af Richard Nixon og Lodge í forseta- kosningunum, fól þeim síðar- nefnda að taka við embætti sendi- herra Bandaríkjanna í Suður- Víetnam, einmitt á þeim tíma, er árásir Norður-Víetnama tóku mjög að aukast og sömuleiðis and- staðan við Ngo Dinh Diem, forseta Suður-V íetnams. Lodge var í Víetnam er stuðn- ingur við framboð hans sem for- setaefni repúblikana fór mjög vaxandi, en svo fór að lokum, að Barry Goldwater varð fyrir valinu sem forsetaefni flokksins. Er Lyndon B. Johnson hafði verið kjörinn forseti skipaði hann Lodge að nýju sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Víetnam í júlí 1965. Árið 1969, eftir að Lodge hafði verið sendiherra Bandaríkjanna í Vestur-Þýzkalandi í 7 mánuði, skipaði Nixon forseti hann sem formann bandarísku sendinefnd- arinnar í friðarviðræðunum um Víetnam í París, en eftir 10 mán- aða árangurslaust samningaþóf lét Lodge af því embætti. í júni 1970 tók Lodge enn við mikilvægu embætti, er Nixon skipaði hann sendimann sinn í Páfagarði. Því embætti gegndi Henry Cabot Lodge. Mynd þessi var tekin 1%9 skömmu eftir að Richard Nixon forseti hafði skipað hann formann bandarísku samninganefndarinnar í friðarviðræðunum um Víetnam í París. Lodge til ársins 1977, er hann dró sig í hlé og settist í helgan stein í Beverly í Massachusetts, heima- borg konu sinnar. Friðarhorfur í Miðausturlöndum: Góður árangur sagður af fundum Egypta og ísraela Kairó, 28. febrúar. AP. SENDINEFNDIR Egyptalands og ísrael sátu á fundum í dag og í gær í leit að lausn á deilumálum þjóðanna og friðarmálum fyrir botni Miðjarðarhafs. Talsmenn stjórnvalda beggja landa lýstu ánægju sinni og bjartsýni með viðræðurnar. Esmat Abdel Meguid, utanrík- isráðherra Egypta, las upp grein- argerð í útvarpi í dag þar sem hann lýsti yfir bjartsýni á að Bandaríkjamenn, Egyptar og sameiginleg sendinefnd Jórdaníu- manna og Palestínumanna myndu hefja nýjar viðræður um friðar- möguleika á þessu óróasvæði í ná- inni framtíð og gætu þær viðræð- ur orðið fyrsta skrefið í átt að var- anlegum friði á þessum slóðum. Þessi greinargerð var lesin upp í kjölfarið á fundi Avraham Tamir, skrifstofustjóra forsætisráðu- neytis fsraels, og Kamals Hassan, forsætisráðherra Egyptalands, í Kaíró í dag. Það kom einnig fram í viðræðunum, eftir því sem fregn- ir herma, að ísraelar kunni að taka þátt í umræddum viðræðum, svo og „fleiri aðilar sem kunna að hafa hagsmuna að gæta, eða hafa áhuga á því“, eins og það var orðað og er ekki talið ólíklegt að hér sé átt við Sovétmenn sem hafa hreiðrað um sig í þessum heims- hluta í skjóli Sýrlendinga, sem einnig kynnu að krefjast setu og þátttöku í slíkum friðarviðræðum. Mubarak Egyptalandsforseti vill beinar viðræður landanna áður en boðað verði til ráðstefnu, slíkt sé vænlegra til árangurs. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 10 skýjaö Amsterdam 0 4 skýjaö Aþena 3 11 skýjaö Barcelona 13 alskýjað Berlín +1 5 þoka BrOasel +2 10 skýjað Chicago -6 0 skýjað Oublin 6 9 heiðskírt Feneyjar 8 þokum. Frankfurt 0 11 skýjað Genf -í-1 8 skýjað Helsinki -3 0 skýjað Hong Kong 14 19 skýjað Jerúsalem 0 6 skýjað Kaupm.höfn +1 1 skýjað Las Palmas 22 mistur Lissabon 12 17 rigning London 5 10 skýjað Los Angeles 11 21 heiöskírt Lúxemborg 8 mistur Malaga 17 alskýjað Mallorka 16 lóttsk. Miami 22 25 skýjað Montreal +13 +4 heiðskirt Moskva +20 +3 heiðskírt New York 4 13 heiöskírt Osló +2 1 skýjað Paría 2 11 heiðskirt Peking +0 0 skýjað Reykjavík 8 súld Rio de Janeiro 22 34 skýjað Rómaborg 4 16 skýjað Stokkhólmur +4 1 skýjað Sydney 17 27 skýjað Tókýó 2 5 rigning Vínarborg 0 5 skýjað Þórshöfn 7 skýjað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.