Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Jazzsöngkonan Beryl Bryden syngur í Naustinu: „Fórnaði aldrei söngn- um fyrir hjónaband“ BRESKA jazzsöngkonan Beryl Bryden er nú stödd hér á Jandi á vegum veitingahússins Nausts, en næstu 10 daga mun hún skemmta gestum bússins með söng sínum ásamt hljómsveit hússins en í henni eru Guðmundur Ingólfsson píanóleikari, Arthur Moon bassaleikari og Gunnar Ingólfsson trommuleikari. Guðmundur Ingólfsson tjáði blaðamanni Mbl. að Beryl væri stórkostleg söngkona. „Hún er sveiflukennd blússöngkona," sagði Guðmundur. „Samstarf hennar við allar þessar gömlu frægu jazzkempur, eins og Louis Armstrong, segir náttúrulega sína sögu um gæði hennar sem söng- konu. Hún er sérhæfð í eldri gerð jazzins, sem er í ætt við dixieland og blús, en það sem mér þykir áhugaverðast við hana er það líf sem hún gefur söngnum og hvern- ig hún Iifir sig inn í tónlistina." Þvottabrettadrottning Söngferill Beryl Bryden spann- ar yfir rösklega 30 ár og hefur hún sungið með þekktustu jazztónlist- armönnum heims í gegnum árin, Louis Armstrong, Lionel Hamp- ton, Biilie Holiday og Mary Lou Williams. Þá hefur hún sungið inn á um eitt hundrað hljómplötur með 36 mismunandi hljómsveit- um, auk þess sem hún hefur ferð- ast um heiminn þveran og endi- langan á söngferðalögum sínum. Hún leikur ávallt á þvottabretti um leið og hún syngur og hefur fyrir vikið hlotið viðnefnið „þvottabrettadrottningin". „Ég ferðast alltaf með þvotta- brettið mitt,“ sagði Beryl Bryden í samtali við blaðamann Mbl. sem hitti hana að máli á veitingahús- inu Naust, en í gærkvöldi kom hún fram í fyrsta sinn á íslandi. „Ég keypti þetta bretti í Englandi árið 1947 fyrir upphæð sem samsvarar um 12 krónum íslenskum og spila á það hvar sem ég kem fram.“ Geturðu sagt mér svolítið frá upp- hafi 30 ára söngferils þíns? „Ég safnaði hljómplötum sem barn, aðallega með jazztónlist,og byrjaði síðan að syngja, mest þó fyrir sjálfa mig til að byrja með. Ahuginn á tónlist jókst síðan með árunum og ég vann sem ritari hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem á einn hátt eða annan tengdust tón- list, auk þess sem ég rak jazzklúbb í hjáverkum. Ég ólst upp í Norfolk en fluttist til London árið 1945, þar sem ég kynntist síðan franska blásturshljóðfæraleikaranum Maxim Saury árið ’52. Hann bauð MhDBORG Nú eru aöeins örfáar 3ja, 4ra og 5 herb. íbúöir eftir á þessum frábæru kjörum. Eigum eftir 2 3ja herb. íbúöir á 1. hæö sem eru mjög hentugar fyrir bæklaö fólk. Opiö í dag kl. 12—18 m m n íbúöirnar skilast í jan.—marz nk. í eftirfarandi ástandi: • Húsiö fullbúiö aö utan. • Sameign fullfrágengin, án teppa. • Meö gleri og opnanlegum fögum. • Meö aöalhurö og svala- hurö. Meö hita, vatns- og skolplögnum og ofnum. Meö vélslipuöum gólfum. Meö grófjafnaöri lóö. Tólf bílskúrar eru meö húsinu. Möguleiki er aö festa sér skúr. IBUÐIRNAR ERU Á FÖSTU VERÐI 2 stk. 3ja herb., m. sérinng. stærö 86,47 fm..... Verö 1.640 þ. 3 stk. 3ja herb., stærö 79.93 fm............ Verö 1.575 þ. 1 stk. 4ra herb., stærö 107,69 fm.......... Verö 1.700 þ. 2 stk. 5 herb., endaíbúö, stærö 110,48 fm.......... Verö 1.880 þ. 3 stk. 3ja herb., m. risi, stærö 79.93 + 61,67 fm... Verö 1.845 þ. 1 stk. 4ra herb. m. risi, stærö 107,69 +71,90 fm .. Verö 2.050 þ. 2 stk. 5 herb., endaíb. m. risi, stærö 110,48 + 72,31 fm.. Verö 2.275 þ. Dæmi um greiðslukjör 3ja herb. meö sér inngangi 86,47 ferm. 1.640.- + Veðdeild 700,- Við samning 250.- eftir 2 mán 50.- eftirstöövar 14 mán. Til dæmis 45.714.- pr. mán. eöa skuldabréf. Á stærri íbúöum er möguleiki aö taka minni eign upp í. S: 25590 — 21682 — 18485 Sverrir Hermannason Magnús Fjeldsted MM>BORO Brynjólfur Eyvindsson hdl. Guöni Haraldsson hdl. Beryl Bryden ásamt Louis Armstrong, en þau vorn vinir og samstarfsfélagar. mér að syngja með hljómsveit sinni i Frakklandi sumarið '53. Mér fannst þetta svo spennandi því hljómsveitin var á ferðalagi um Frakkland i tvo mánuði og ég átti þess kost að vinna fyrir mér með söngnum! Ég sagði upp rit- arastarfi mínu hjá Esquire-rec- ords og hélt til Frakklands þar sem ég söng í tvo mánuði." Nú ferðast þú mikið og ert mikið að beiman, hefur það ekki áhrif í fjölskyldulífið? „Ég hef nú aldrei gift mig. Ég hef átt nokkra kærasta og oft hélt ég að ég væri á leið upp að altar- inu. En ég hélt alltaf áfram að 43307 Opið kl. 1-4 í dag Vesturgata Góö 2ja herb. ca. 60 fm ib. Mikiö endurnýjuö. Til afh. fljótl. Verö 1400J)ús. Langabrekka 3ja herb. 95 fm ib. á 2. hæö. Allt sér. Verö 1900 þús. Flúöasel Góö 4ra herb. íb. ásamt bilskýli. Verö 2200 þús. Fífuhvammsvegur Góö 3ja-4ra herb. efri sérhæö ásamt 40 fm bilsk. Skipt ióö. Verð 2200 þús. Borgarholtsbraut Góö 5 herb. 137 fm neöri sér- hæö ásamt 30 fm bilsk. Goðheimar 155 fm miöhæö ásamt 30 fm bílsk Mögul. aö taka minni eign uppi. Laufás Gb. Góö 138 fm neöri sérhæö ásamt 40 fm bílsk. Mögul. aö taka minni eign uppí. Til afh. fljótl. Kársnesbraut - Einbýli Gott 160 fm einbýli á tveimur hæöum ásamt 40 fm bilsk. Stór og fallegur garöur. Daltún 240 fm parhús i smíöum. Fæst í skiptum fyrir minni eign í vestur- bæ Kópavogs. Lóð - Garðabæ Til sölu lóö i rótgrónu hverfi. Byggingarhæf nú þegar. Atvinnuhúsnæði Kóp. Spölkorn frá Nýbýlavegi er tit sölu í smíöum ca. 500 fm hús- næði sem væri hentugt fyrir ýmsan rekstur s.s. verslunar- fyrirtæki o.fl. Teikn. á skrifst. KIÖRBÝLl FASTEIGNASALA Nýbýlavegi22 III hæð (Dalbrekkumegin) Sími 43307 Sólum.: Sveinbjorn Guómundsson. syngja og ferðast út um allan heim og þegar ég kom til baka voru kærastarntr yfirleitt komnir með nýjar dömur upp á arminn, þannig að draumurinn um hjóna- bandið var úti. En ég er þess full- viss að það var rétt hjá mér að fórna aldrei söngnum fyrir hjóna- bandið. Söngurinn er mitt lff og yndi. I gegnum sönginn hef ég kynnst svo mörgu áhugaverðu fólki og upplifað hluti sem ég hefði engan vegin viljað missa af. Margar æskuvinkonur mínar sem hafa gift sig, eiga nú uppkomin bðrn og eru margar hverjar frá- skildar og óhamingjusamar og þær öfunda mig ákaflega af því sem ég hef gert við líf mitt og því frjálsræði sem ég bý við.“ Hefurðu lært söng? Nei, og ég held að það sé ekki hægt að læra að syngja jazztón- list. Maður þarf að hafa gott tón- eyra og þarf að finna sig í tónlist- inni. Auðvitað er röddin mikilvæg, en jazz byggist svo mikið upp á tilfinningu og spuna að ég held að nám i söng sé ekki mikilvægt til að geta sungið eða flutt jazztónlist vel. Sjáðu til dæmis Louis Arm- strong. Hann er besti og stórkost- legasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Hann var yndislegur í einu orði sagt. Hann var svo að segja ómenntaður, en hann spilaði svo fallega og allt kom þetta ósjálfrátt hjá honum. Það er jazz! Ég hef alla tíð haft rnikinn áhuga á öilu því sem tengist listsköpun. Ég sauma til dæmis flest mín föt, teikna og mála, auk þess sem ég syng. Listin gefur líf- inu gildi og án listarinnar gæti ég alÍ8 ekki hugsað mér að lifa,“ sagöi Beryl Bryden jazzsöngkonan breska að endingu. Btom. Málverkasýning: „Ur mann- heimum“ SIGURÐUR Þórir Sigurðsson opnar málverkasýningu er nefnist „Úr mannheimum“ í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, laugardaginn 23. mars, Id. 14. Á sýningunni verða 35 olíumálverk unnin á árunum 1984-1985. í tilkynningu frá Listmunahús- inu segir, að Sigurður Þórir sé fæddur 1948 og hafi stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og við Akademíuna í Kaup- mannahöfn. Þetta er 15. einkasýning Sigurð- ar en hann hefur haldið sýningar bæði hér á landi og erlendis, einn- ig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er sölusýning og er opin virka daga frá kl. 10—18, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14—18. Lokað mánudaga. Sýningunni lýkur 8. april.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.