Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Kristbergur Jóns son bóndi - Laug Feddur 28. nóvember 1908 Dáinn 15.marz 1985 í dag verður til moldar borinn í Haukadalskirkju Kristbergur Jónsson, Laug, Biskupstungum. Þegar sest er niður til að minn- ast góðs granna, leitar hugurinn ósjálfrátt fyrst til bernskuáranna, þar sem léttstígur bóndi af næsta bæ kemur í heimsókn til foreldra minna. Var oft setið lengi yfir kaffibollum og rætt um heimsmál- in jafnt sem heimamálin. Var sjaldan komið að tómum kofanum þar sem Bergur var, því hann fylgdist vel með öllu sem var að gerast á hverjum tíma og var fljótur að mynda sér skoðun á mönnum og málefnum. Annað er mér ekki síður minnisstætt, en það er sá mikli áhugi sem hann hafði á íþróttum og sú mikla rækt sem hann lagði sjálfur á íþrótta- iðkanir. Hefur sjálfsagt margur, sem leið hefur átt að Geysi, séð stæltan mann úti á bæjarhól á Laug að kasta kringlu eða kúlu. Var hann ólatur við að hvetja ungt fólk til að stunda íþróttir hvar og hvenær sem er. Eftir því sem árin liðu urðu samskiptin meiri og fleiri ekki síst á meðan Jón sonur hans bjó með föður sínum á Laug og ég var að hefja minn búskap sjálfur. Kom þar til sameiginlegur áhugi okkar Bergs á garðrækt. Var oft rætt um ræktun á hinum ýmsu matjurtum, allt frá því hvaða millibil hentaði best fyrir hverja tegund fyrir sig, til djúpra hugleiðinga um áburð og efnainnihald jarðvegs. Þegar fréttist um andlát Bergs setti okkur hjónin hljóð enda þótt -við vissum hvert stefndi. Það verð- ur tómlegt að horfa heim að Laug og vita að Bergur kemur ekki aft- ur og munum við sakna þessa líf- lega nágranna og minnast hans. Við hjónin vottum Nonna og öðrum aðstandendum Bergs inni- lega samúð okkar. Björn B. Jónsson Að lokum birti. Fríður dáöa-dagur í dólum Ijómar, nýtt er hafið starf. Til rerka búast ungir íslendingar, sem auka vilja og bæta fornan arf. Á ættleifð Teits er aftur saman komið úr ýmsum sveitum röskra drengja val. Megi andi Ara klerks hins fróða enn þá lifa og ríkja í Haukadal. (Gils Guðmundsson) Kristbergur á Laug lést 14. mars á sjúkrahúsinu á Selfossi eftir nokkra vikna legu þar. Kristbergur var fæddur að laug í Haukadal 28. nóvember 1908. Var hann yngstur barna foreldra sinna, þeirra Jóns Guðmanns Sig- urðssonar og Vilborgar Jónsdótt- ur. Var Jón sonur Sigurðar Páls- sonar er fluttist að Haukadal árið 1856. Annar sonur Sigurðar var Greipur Sigurðsson er byrjaði búskap í Haukada! 1885. Hafa af- komendur Sigurðar Pálssonar síð- an búið óslitið á Haukadalsjörð- inni. Vilborg móðir Kristbergs var fædd á Bryggju í Haukadal 1863. Jón og Vilborg eignuðust 15 börn. Þau byrjuðu búskap í Haukadal en er Sigurður faðir Jóns lét af bú- skap á Laug fluttu þau sig þangað. Af þessum stóra barnahópi er nú aðeins eitt eftir á lífi, Guðmundur Jónsson bóndi á Kjaransstöðum. Kristbergur ólst upp við venju- leg sveitastörf á Laug. Föður sinn missti hann aðeins 2 ára. Hélt móðir hans áfram búskap með að- stoð eldri bama sinna næstu 13 árin. Jón bróðir Kristbergs tók síðan við búsforráðum á Laug ásamt systur sinni Kristínu. Stóð það óbreytt til 1959 er Jón lést. Um þær mundir er Kristbergur var að verða fulltíða maður var fændi hans Sigurður Greipsson að byggja íþróttaskálann í Haukadal. Hreifst hann af atorku þessa frænda síns og er skólinn tók til síarfa 1927 var Kristbergur í fyrsta nemendahópnum. Það kom fljótt í Ijóo að Bergur, eins og hann var jafnan kallaður af vinum og sveitungum, hafði mikla hæfi- leika til líkamsræktar og fyllti hug hans allan að mennta sig á þeirri braut. Með hvatningu frænda síns í vegarnesti hélt Bergur til náms á hinum kunna íþróttaskóla á Ollerup í Dan- mörku, en þar hafði Sigurður numið nokkrum árum áður. Að námi loknu kom Bergur aftur að Laug. Sýndi hann oft leikfimi með skólasveinum Haukadalsskólans á árlegri skemmtun skólans. Hrif- ust menn þá af leikni hans og hin- um íturvaxna líkama sem hann hafði náð svo góðum tökum á. Gekk Bergur jafnt á höndum sem á fótum og i leikfimisskrokk hans var fegurð og mýkt. Á þessum árum stundaði Berg- ur þá lausavinnu er til féll, var ýmist í kaupavinnu eða vegavinnu hér í sveit á sumrin. Árið 1942 hóf Bergur búskap í húsi því sem reist hafði verið norðan við túnið á Laug á lítilli flöt er var nefnd Konungsflöt. Fluttist þangað eig- inkona hans, Guðdís Sigurðardótt- ir. Nokkru áður hafði Bergur keypt eina af hjáleigum Hauka- dals, Tortu. Hóf Bergur fjárbú- skap en allt land Haukadalstorf- unnar var nytjað sameiginlega til beitar en slægjum skipt. Þeim Guðdísi varð 3 barna auð- ið. Fyrst fæddust tvíburarnir Jón og Hrefna og ári síðar Guðmann. Síðla árs 1943 fluttu þau suður og bjuggu að Silfurtúni 6 i Garðabæ (þá Garðahreppi). 1945 slitu þau sambúðinni og Bergur flutti til systkina sinna að Laug með Jón son sinn. Einnigdvaldi Hrefna hjá þeim frá átta ára aldri og fram yfir fermingu. Voru þau sólarg- eislar eldri systkinna og allt sner- ist um að búa þau sem best undir framtíðina. Við fráfall Jóns á Laug tók Bergur við öllum búsforráðum. Stundaði hann bæði venjulega kvikfjárrækt og garðrækt jöfnum höndum en sneri sér nær eingöngu að garðrækt hin síðari ár. Kristbergur á Laug fór ekki troðnar slóðir, hann fylgdi fjöld- anum ekki í lífsgæðakapphlaup- inu. En hann glímdi við lífsgátuna miklu sem fólgin er í því að ná hinu fullkomna valdi á mannslík- amanum. Til þess notaði hann kringluna líkt og Hellenar forðum. Er dagsins önn var á enda gekk hann flötina fyrir austan bæinn og tók nokkur köst. Þangað kom- um við stundum til hans nágrann- arnir ekki síst við sem höfðum verið á Haukadalsskólanum og tókum þátt í þeirri fullkomnun sem hinn fullkomni snúningur kringlukastarans er. Engu má þar skeika og endalaust er hægt að ræða um hvort öxlin hafi verið of há eða of lág. Á eftir er sest niður og þjóðmálaumræðan hafin. Berg- ur hafði fastmótaðar skoðanir á hinu pólitíska taflboði. Hann fylgdist vel með og lét þar sinn hlut hvergi. Pétur Guðfinnsson bifreiða- stjóri var til moldar borinn sl. mánudag. Pétur var einn þeirra, sem hóf atvinnuakstur vörubíla hér á landi á árunum milli 1920-1930. Pétur fluttist til Reykjavíkur árið 1922 og starfaði fyrst á Víf- ilsstöðum, hann tók bílpróf 1925 og ók tvö fyrstu árin vörubíl fyrir Kveldúlf hf. Hann eignaðist eigin bíl 1927 og hafði akstur vörubíla að aðalstarfi upp frá því, til ár- anna milli 1960—1970. Það má því segja að langur starfstími Péturs hafi tengst örri framþróun í vega- og samgöngumálum ásamt tækni- byltingu hvað allri gerð vörubíla viðkemur. Segja má að Pétur hafi ekki far- ið varhluta af trúnaöarstörfum Hin síðustu ár var Bergur mikið einn. Kom sér þá vel að eiga vini til allra átta og sem litu við og styttu stundir. Til frænda sinna á Haukadalsbæjunum labbaði Berg- ur oft, þó stundum væri deilt um menn og málefni. Fann Bergur þar hlýju ættmenna sinna, Hauk- dæli hina nýju sem voru tilbúnir að létta honum lið í lífsbarátt- unni. Kristbergur er lagður til hinstu hvíldar meðal ættmenna sinna í Haukadalskirkjugarði. Komið er á aðra öld síðan þeir byrjuðu að erja þar jörðina. Þó margt hafi breyst á þeim tíma er staðurinn sem fyrr búinn töfrum sögunnar um marga frækna einstaklinga sem eyddu ævinni í faðmi þessarar góðu jarð- ar. Ég bið þessum vini mínum blessun Guðs og votta ástvinum hans samúð mína. Björn Sigurðsson, Úthlíð, Biskupstungum. Hinn 14. mars sl. féll í valinn vinur minn, dáðadrengurinn Kristbergur Jónsson, bóndi að Laug í Biskupstungum. Þar fædd- ist hann 28. nóvember 1908, sonur hjónanna Jóns Guðmanns Sig- urðssonar, bónda, sem fæddur var í Haukadal 12. nóvember 1862 og dáinn 27. desember 1910 og konu hans Vilborgar Jónsdóttur frá Bryggju í Biskupstungum og fædd var 2. desember 1863 og dáin 21. júlí 1943. Kristbergur var yngstur 15 systkina og var hann aðeins tveggja ára þegar faðir hans lést 1910. Systkinin voru öll á lífi á aldrinum tveggja til tuttugu og sex ára, þar af sjö innan við ferm- ingu og fimm yngri en tíu ára. Af þessum stóra systkinahóp er nú aðeins einn bróðir á lífi, Guð- mundur bóndi á Kjaransstöðum í Biskupstungum, fæddur 1905. Má nærri geta þvílík þolraun það hefur verið húsfreyjunni á Laug að missa bónda sinn fjörutfu og átta ára gamlan frá fimmtán bornum, en heyrt hef ég rómaðan kjark hennar og sköruleik, og er ég átti nýlega tal við Þóru Björnsdóttur, frá Brekku í Bisk- upstungum, sem í bernsku sinni kynntist heimilinu á Laug, notaði hún orðið kvenhetja um Vilborgu húsfreyju. Kvað hún hana hafa verið með eindæmum trygglynda og hennar fólk. Á árunum 1925—1928 sótti Kristbergur íþróttaskóla Sigurður Greipssonar á Geysi, en þeir voru bræðrasynir og skólinn skamma bæjarleið frá Laug. fyrir stétt sína, því á hann hlóðust flest þau störf, sem er að finna í rekstri eins félags. Hann gegndi gjaldkerastarfi í Þrótti um ára- raðir. hann gegndi einnig for- mennsku í félaginu og fram- kvæmdastjórn um skeið. Auk þess sá hann meira en flestir um stór- byggingu félagsins við Borgartún. Hann stóð einnig ( forsvari fyrir byggingu félagsins við Rauðar- árstíg á sínum tíma. Það má því segja að Pétur hafi verið tengdur öllum meiriháttar framkvæmdum í félaginu frá upphafi. öll voru þessi störf af hendi leyst af stakri samviskusemi. Auk alls þess gegndi Pétur ritarastarfi í stjórn Landssambands vörubifreiða- stjóra um langt árabil. Fyrir hin margþættu störf var hann á sln- Pétur Guðfinns- son bifreiðastjóri Hafa margir ungir menn, sem kunnugt er, sótt þangað þroska og hreysti. Að lokinni skólavist á Geysi hleypti Kristbergur heim- draganum og stundaði nám i íþróttaskólanum fræga í Ollerup hjá Niels Bukh veturinn 1929—1930, hlýtur það að hafa verið mikið átak fyrir ungan sveitamann á þeim tíma og sjó- ðurinn varla gildur. Var Krist- bergi jafnan hlýtt til skólanna sinna og taldi sig eiga þeim mikið upp að unna. Eftir að Kristbergur kom frá námi í Danmörku eignaðist hann og nytjaði jörðina Tortu í Hauka- dal. Hann byggði íbúðarhús i landi Laugar, á Konungsflöt, skammt frá Geysi. Árið 1942 kvæntist Kristbergur Guðdísi Sigurðardóttur og varð þeim þriggja barna auðið. Þau eru tvíburarnir Jón Sigurður og Hrefna, sem fædd eru 27. sept- ember 1942. Hrefna er gift Jörgen Þór Halldórssyni og eiga þau þrjú börn. Yngstur er Guðmann fædd- ur 27. september 1943, kvæntur Helgu Einarsdóttur og eiga þau 2 börn. Guðdís og Kristbergur fluttust til Reykjavíkur 1943. Þau slitu samvistir 1945 og fór þá Krist- bergur fljótlega aftur að Laug og fylgdi Jón sonur hans honum. Þeg- ar Kristbergur kom að Laug var móðir hans látin fyrir tveimur ár- um, en Jón eldri og Kristín systir þeirra bjuggu þar. Þau bjuggu öll á Laug til dauðadags. Jón eldri lést 1959 og Kristín 1960. Vesturinn 1963—1964 dvaldist Kristbergur í Noregi við landbún- aðarstörf hjá norskum vini sínum. Kristbergi var ákaflega annt um börn sín og barnabörn og bar velferð þeirra mjög fyrir brjósti. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og hvers kyns heilsu- rækt. „Löngu áður en það orð komst í tísku,“ eins og Hrefna dóttir hans orðaði það, m.a. kast- aði hann kringlu daglega fram á síðustu ár. Þá var honum mjög annt um menntun og þroska ungs fólks. Ferðalög voru honum mjög hugleikin og var mér kunnugt um, að margir, sem með honum ferð- uðust, innlendir og útlendir, dáðu hann og bundu við hann tryggð og vináttu. Ég kynntist Kristbergi fyrir röskum þrjátíu árum. Varð sú kynning að einlægri vináttu með árunum, sem jafnframt náði til konu minnar og barna okkar. Alltaf var ánægjulegt og hressi- legt að fá hann í heimsókn og var jafnan kátt á fundum okkar, en Kristbergur kunni þó fullvel skil gamans og alvöru. Var þá margt spaklega sagt, sem freistandi væri að rekja gerr, en ég mun þó stilla mig um það að sinni. Osjaldan hringdi hann og spurði hvort ég nennti ekki að skreppa út á Umferðamiðstöð, því að þar ætti að liggja pinkill með kartöflum ellegar gulrótum, nema hvort tveggja væri. Og þetta reyndust engar hversdags afurðir, enda leyfi ég mér að fullyrða að sá, sem aldrei hefur smakkað kartöflur frá Kristbergi á Laug, hann á ým- um tíma kjörinn heiðurfélagi í Þrótti og naut hann þeirrar viður- kenningar. Allir, sem störfuðu með Pétri að félagsmálum, kveðja nú Ijúfan félaga, þakka að leiðar- lokum samstarfið og flytja að- standendum samúðarkveðjur. Einar Ogmundsson. islegt ólært um gæði jarðávaxta. Kristbergur var rammur að afli og ekki var hann alltaf sérlega strokinn eða fægður og sinnti lítt tildri, en innra bjó göfgi, þar sem engin svik urðu fundin. Eg tel mér og mínum mikið lán að hafa borið gæfu til þess að eiga slíkan dánumann að vini. í dag verður hann jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju, „dýrlegum stað á íslandi" og greftraður í Haukadalskirkjugarði meðal ætt- ingja og sveitunga. Um leið og ég og fjölskylda mín kveðjum góðan vin vottum við vandamönnum hans innilega sam- úð. Guðmundur Benediktsson í dag verður til moldar borinn I Haukadal, tengdafaðir minn Kristbergur Jónsson á Laug. Hann var fæddur 28. nóvember 1908 á Laug í Biskupstungum, son- ur hjónanna Jóns Guðmanns Sig- urðssonar, bónda á Laug, og konu hans Vilborgar Jónsdóttur. Hann var yngstur 15 barna þeirra hjóna. Af þessum stóra barnahópi lifir nú eitt, Guðmundur Jónsson, bóndi á Kjaransstöðum í Biskups- tungum. Kynni mín af Kristbergi hófust fyrir um 16 árum er ég kom fyrst að Laug með eiginmanni mínum. Sú heimsókn er mér nú dýrmæt minning um mætan og góðan mann. Hann var sérstæður per- sónuleiki, skemmtilegur, hlýr og fordómalaus. Víðlesinn var hann og vel heima um marga hluti, en íþróttir skip- uðu sérstakan sess í lífi hans, og fylgdist hann vel með því sem þar var að gerast. Hann lærði við íþróttaskólann í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni, frænda sínum, og fór síðan til frekar náms í íþróttaskólanum í Ollerup i Danmörku, hjá Niels Buhk. Við áttum oft góðar stundir saman, bæði austur á Laug og einnig er hann heimsótti okkur til Reykjavíkur. Þá var hugarfluginu óspart beitt og víða komið við, því Kristbergur átti ennþá barnið í sjálfum sér, og gat látið sig dreyma. Mér kom hann fyrir sjón- ir sem skemmtileg blanda af sveitamanni og heimsmanni. Hann hafði yndi af ferðalögum, dreymdi um þau, jafnvel fram á hinstu stund. Kristbergur var félagslyndur maður, lá gott orð til annara manna og varð vel til vina. Það kom best í ljós í veikindum hans, hvað vinir hans sýndu honum mikla tryggð. Þegar ég heimsótti Kristberg á Landspítalann, ræddi hann oft um ferðalög, hvað Stokkhólmur væri falleg borg og brá jafnvel fyrir sig dönsku á gamansaman hátt, þvi léttleikinn var honum eiginlegur. Ég fann hjá honum útþrána, þó hjarta hans byggi á Laug. Það snart mig, því ég vissi að af frek- ari ferðalögum gæti ekki orðið i þessu lífi. Hann var hraustur maður og vel af guði gerður og sjúkdómurinn var lengi að vinna á honum. Trú- lega hafa Mullers-æfingarnar og önnur líkamsrækt átt sinn þátt í því. í veikindum sínum sýndi Kristbergur einstakt æðruleysi og karlmennsku. Ég hef margt að þakka fyrir í okkar kynnum, ekki síst þá hlýju sem hann sýndi mér alla tíð. Son- ur okkar dvaldi hjá afa sinum nokkrum sinnum, og sýndi Krist- bergur þá að hann hafði sérstakt Iga á börnum, talaði alltaf við þau eins og jafningja og af fullri virð- ingu. Nú er lausnin frá þjáningunni komin, og fyrir hana þökkum við, þó hún svifti okkur um leið mögu- leikum til frekari samvista í bili, en dauðinn er líknsamur. Sérstakar þakkir langar okkur til að færa starfsfólki Sjúkrahúss Selfoss, fyrir góða umönnun og einnig starfsfólki á deld 12A á Landspítalanum. Frænda hans, Greipi Ketilssyni á Selfossi, þökkum við trygglyndi hans og umhyggju á erfiðri stund. Góður vinur er gulli betri. Ég þakka Bergi fyrir allt og megi hann hvíla í friði. Helgn Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.