Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 15 Fiskhátíð Vörumark aðarins á morgun efnahagurinn stóð ekki traustum fótum hefur ástandið versnað til muna. írakar geta ekki flutt olíu um Persaflóa og olíuleiðsla frá ír- ak yfir Sýrland hefur verið lokað, enda styðja Sýrlendingar Irani eins og alkunna er. Sagt er að Saudi-Arabia og Kuwait hafi með fjáraustri bjargað írak frá efna- hagslegu hruni þegar hér var komið sögu. Vegna stöðugs ágrein- ings meðal arabaríkja hefur ekki náðst nein samstaða um stuðning við íraka sem skipti einhverju máli. Þar munar að sjálfsögðu um Sýrlendinga sem styðja írani og sá stuðningur í orði sem ýmis önn- ur arabaríki hétu Irak hefur ekki orðið þungur á metunum. Mikil reiði er í Irak í garð Sýrlendinga. Raunar er það í sjálfu sér íhygli vert af hvaða ástæðu Sýrlend- ingar sjá sér hag í því að styðja írani, sem löngum hefur verið fjandsamlegt arabaþjóðum. Vitað er að margir virtir leiðtogar Saudi-Arabiu, Kuwait og nú upp á síðkastið þjóðhöfðingjar Jórdaníu og Egyptalands hafa reynt að miðla málum en án árangurs. Inn- anlandsástandið í Irak hefur ekki skánað og ástæða þess hve lítið fréttist út um ástand og gang mála er einfaldlega sú að landið er mjög lokað í fréttalegu tilliti. Hins vegar er það að líkindum rétt að nokkrum sinnum hefur Saddam Hussein átt í vök að verjast og orðrómur hefur að minnsta kosti tvívegis komið upp um að reynt hefði verið samsæri gegn honum. í desember 1983 var hálf milljón manna fallin I desember 1983 var talið að fimm hundruð þúsund manns hefðu fallið í stríðinu. Sameinuðu þjóðirnar gerðu ítarlegri sátta- tilraunir. Þjóðir utan hernaðar- bandlaga og fleiri reyndu að koma á samningum. Þá var talið að meginhindrunin væri krafa Irana um að skilyrði fyrir friði væri að Saddam Hussein færi frá. Þetta bar utanríkisráðherra landsins Ali Akbar Velayti til baka nokkru síðar. Það hefur svo ekki beint verið friðarsamningum til fram- dráttar að þá sjaldan Khomeini erkiklerkur í íran lætur í sér heyra, talar hann þvert á það sem aðrir ráðamenn landsins segja. íranir settu um þessar mundir fram kröfu á hendur Irökum varð- andi striðsskaðabætur og sögðust ekki sætta sig við minna en 160 milljarða dollara. Irakar visuðu kröfunni snarlega á bug. Á árinu 1983 hertu Irakar svo aftur sóknina og gerðu sérstaklega loftárásir á hernaðarmannvirki, olíuhreinsunarstöðvar og einnig hófu þeir að skjóta flugskeytum á íranska bæi í grennd við landa- mæri ríkjanna. Irakar reyndu með þessu að hefta olíuútflutning ír- ana frá Kharg-eyju, en íranir svöruðu aðgerðunum með því að gera loftárásir á skip á flóanum. Um einn sjötti allrar olíu sem er notuð á Vesturlöndum er fluttur um Hormuz-sundið. Þó svo að bardögunum væri haldið áfram — með hléum sem fyrr og fréttir enn af skornum skammti — varð æ ljósara að bæði Iranar og Irakar voru komnir í slíka sjálfheldu, að það varð loks alvarlegt umhugsunarefni leið- toga í ríkjunum tveimur, hvernig binda mætti endi á þetta heiftuga blóðbað. Hvorugur vildi vægja fremur en fyrri daginn og þótt fulltrúar Sameinuðu þjóðanna kæmu enn á vettvang höfðu þeir ekki erindi sem erfiði. Þráteflið stóð allt árið 1984 Allt árið 1984 héldu bardagarn- ir áfram, af offorsi á stundum en smátt og smátt hefur farið að gæta þreytu í liði beggja tveggja og skyldi engan undra. Á árinu 1984 virtist liggja í loftinu að meiri háttar hernaðaraðgerð ír- ana gegn Irak væri í aðsigi. Frétt- ir voru látnar síast út um þetta, íranir kepptust við að kaupa vopn og hergögn þrátt fyrir að skortur Rajiv Gandhi — reynir að stilla til friðar. Saddam Hussein — vill steypa Kho- meini. Khomeini — vill steypa Saddam Hussein. væri fyrir löngu farinn að gera vart við sig á nauðsynjavörum og stríðið kæmi þannig óþyrmilega við óbreytta borgara. írakar gripu til ýmissa ráðstafana tl að tryggja sér stuðning og byggja upp her- styrk sinn. Atlaga Irans hófst i april 1984 og voru bardagarnir harðastir i grennd við Majoun. Meira mann- fall varð í liðum beggja fyrstu daga aðgerðar írana en tvö undan- farin stríðsár. Samt sem áður tókst írökum að spyrna við og þeg- ar kom fram á sumar 1984 var af öllu sýnt, að stórsókn Irana hafði farið út um þúfur. Tóku þá bæði ríkin enn á ný að skjóta á oliuskip og gera dreifðar loftárásir, sem virtust þó ekki hafa nema tak- mörkuð áhrif. Sýrlendingar voru farnir að ókyrrast, enda fá þeir olíu sína frá fran. Að því er sagt er munu háttsettir menn innan sýrlensku ríkisstjórnarinnar hafa reynt að ræða við stjórnarmenn í Teheran en höfðu ekki erindi sem erfiði, enda voru íranir þeirrar skoðunar að Sýrlendingum væri meira umhugað um eigin hag og óttuðust að styrjöldin breiddist út og væru ekki lengur eins einlægir í stuðningi sínum við Iran og fyrr. Loftárásir og eldflaugaskothríð síðustu vikur Það má í rauninni heita nokkuð furðulegt, að stríðið skuli ekki hafa breiðst út, þar hefur ef til vill gætni Saudi-Araba og tregða Sýrlendinga að beita sér í alvöru með Irönum haft mest áhrif. En það sem hefur verið að gerast síð- ustu vikur í stríðinu gæti breytt allri þessari ömurlegu stöðu: loftskeytaárásir á Bagdad, loftár- ásir á Teheran og fleiri borgir í íran hefur leitt til þess að hinn almenni borgari hefur fengið stríðið nánast inn á heimilin í bókstaflegri merkingu. Mannfall í þessum árásum er enn ekki neitt í líkingu við það sem hefur orðið á vígvöllunum. En hefur þungbær sálræn áhrif, sem hvorugur aðili getur leitt hjá sér. Sumir spá því að forsvarsmenn landanna verði nú beinlinis neyddir að samninga- borðinu, og sumir binda vonir við þann atbeina sem Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, hefur sýnt nú hina síðustu daga. Um það verður ekki spáð að sinni. Stjórnmálamenn í Bagdad og Teheran átta sig án efa á því að þetta stríð vinnst ekki með vígvél- um. En «ú heift og sú takmarka- lausa grimmd, sem íranir og írak- ar hafa lengi borið til hvors ann- ars og hefur magnast upp úr öllu valdi síðustu árin, verður ekki upprætt í einu vetfangi, jafnvel þótt tækist að koma á einhverjum undirbúningsviðræðum. (HeimiMir Tke Middte E*st ud North ATrica 1984-1985, Middle E»st Reiiew 1984.) Vörumarkaðurinn gengst fyrir „Fiskhátíð" í verzlunarhúsi fyrirtæk- isins á Eiðistorgi 11, Seltjarnarnesi, sunnudaginn 24. marz kl. 13—18. Fiskhátíðin verður með svipuðu sniði og sú sem haldin var í haust en þá sóttu u.þ.b. 6000 manns hátíðina. I frétt frá Vörumarkaðnum seg- ir að kynntar verði allar helstu fiskafurðir íslendinga ásamt leið- beiningum um matreiðslu og fram- leiðslu. Tilgangur þessarar fiskhátíðar er að kynna fyrir fólki þá ótal möguleika sem bjóðast í matar- gerð með fisk sem hráefni. Einnig að sýna hversu ótrúlegt úrval af fiski og fiskafurðum er á markaðn- um og hvernig fiskur hentar til ýmiss konar tækifæra sem hvers- dags eða hátíðarmatur. Lögð er áhersla á úrval tilbúinna fiskrétta, sem kokkar Vörumarkaðarins út- búa og seldir eru tilbúnir í ofninn. I verzlun Vörumarkaðarins hf. hefur jafnan verið lögð sérstök áhersla á fiskúrval. Að lokum má geta þess að á sama tíma og „Fiskhátið" stendur er opinn Bókamarkaður félags ís- lenskra bókaútgefenda í kjallara verzlunarhússins við Eiðistorg. SUMIR VERSLA DÝRT- AÐRIR VÉRSLA HJÁ OKKUR Kynnum ídag I Mjóddinni: SPAR ekta ávaxtadjús: Epla — Appelsínu — Grape — Ananas MarokkoAppelsínur RauðB.C.epli Safarikar og sætar Ljúffeng Vorrúllur Napólikökur frá KÍNAeldhúsinu frá Kringlunni Kynnum í Starmýri: FRÓN KEX og OBOY Súkku'a6idrykk frá Marabou Fleiri tegundir. öiAÐEINS 29 .50 Stór dós Hamborgari ^7 "7 S& með brauði ° 'J stk. JL aðeins Eldhúsrúllur Jkkirtviienl 36stk.Bleiur 12^'u .00 pr.stk. meö plasti og teygju 299-00 97.50 opw tíi ki. i6 en til kl. 13 í AUSTURSTRÆTI STARMÝRI2 AUSTURSTRÆT117 MJÓDDINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.