Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Einsöngvarar ásamt stjórnanda Pólýfónkórsins. Talið frá vinstri: Jacqueline Fugelle, Bernadette Manca di Nissa, Renzo Casellato, Carlo de Bortoli og Ingólfur Guðbrandsson. afmæli Tónlist Jón Ásgeirsson Saga Jóhanns Sebastían Bach er eitt undarlegt ævintýr er sannar það hve erfitt er að segja til um gildi hlutanna. Það sem menn ætla mikils virði, reynist er fram líða stundir hjóm eitt en þaðan sem sist skyldi, berast tíðindi er verða þeim mun merkilegri sem tímar liða. Tónlist hans, eins gamaldags og hún var um hans daga, er enn uppspretta nýrrar tjáningar og hæf- ára ir manninum því betur sem hann nálgast það að vélvæða alla tilveru sína. Enginn getur sagt til um ástæðuna, því hvorki er það fyrir tækni hans og tilfinningu eða þau háleitu markmið trúar- legrar tilbeiðslu, sem verk hans eru gegnsýrð af, að hann er talið mikið tónskáld, heldur vegna þess að hann hefur öll þessi at- riði svo leikandi á valdi sínu að sköpunin nær því að verða nátt- úrulega frjáls, eða eins og ein- hver heimspekingur sagði, „list- sköpun mannsins nær hæst, er hann hefur fundið frummynd sína og uppruna, án þess að glata kunnáttu sinni“. Það er sem sé ekki tilviljun að afmæli þessa sveitaorganista skuli minnst um allan heim, það er vegna þess að hver sem hlýðir á tónlist hans hittir fyrir sjálfan sig, hafinn yfir öll mörk tíma og tækni. Þannig rennur tíminn saman í eitt og hér uppi á íslandi er haldin hátíð á afmælisdegi tón- skáldsins, 21. mars og sungin messa í h-moll. Það eru Pólýfón- kórinn, Sinfóníuhljómsveit ís- lands og fjórir einsöngvarar undir stórn Ingólfs Guðbrands- sonar sem halda þessa hátið. Ingólfur Guðbrandsson og Pólýfónkórinn flytja þessa risa- tónsmíð nú í þriðja sinn og af því tilefni mætti spyrja hvort við Is- lendingar hefðum haft uppburð í okkur til að halda upp á afmæli meistarans með þessum hætti án þátttöku Ingólfs og Pólýfón- kórsins. Nú eru á döfinni alls konar samtakahugmyndir og þá vaknar sú spurning, hvort það geti ekki heft vilja einstaklings- ins og jafnvel komið í veg fyrir að djarfhuga mönnum takist að klífa þrítugan hamarinn, ef ein- hver skipulögð samtök eiga að hugsa fyrir menn og hafa hald á þvi sem gera á hverju sinni. Þaö er svo með listina að hún verður ekki skipulögð, nema þá til þess eins að drepa hana í dróma, vegna þess að þeir sem hafa skipulag að markmiði vantar oftast hæfileikann til frjálsrar sköpunar. Ingólfur Guðbrandsson er skapandi sameiningartákn og hefur þrátt fyrir mótbyr klifið þrítugan hamarinn og trónir þar hærri öllum samtökum. Fáir íslenskir tónlistarmenn eiga sér glæsilegri fortíð og fáir hafa unnið íslenskri tónlist bet- ur. Söngur Pólýfónkórsins var mjög öruggur og mótun söngsins allur á fíngerðari nóturnar, þannig að í heild var flutningur- inn fallegur. Einsöngvararnir voru Jacquelyn Fugelle, sópran, sem trúlega er betur heima í stíl Bachs en hinir einsöngvararnir. Hún söng eina aríu, Lautamus te, mjög vel og auk þess dúetta með altsöngkonunni Bernadette Manca di Nissa, í Christe eleis- on, Et in unum Dominum og með tenórsöngvaranum Renzo Cas: ellato, í Dominus Deus. Alt- söngkonan átti tvö sérnúmer í Qui sedes ad dextram Patris og undir lokin Agnus Dei, sem er glitrandi „perlufesti" úr tónum og söng di Nissa þetta lag frá- bærlega vel. Tenórsöngvarinn Renzo Cas- ellato er góður söngvari en hefur ekki full tök á tónstíl Bachs. Trúlega væri það nær hans stíl að syngja óperutónlist og vafa- laust er hann góður þar. Bassa- söngvarinn Carlo de Bortoli hef- ur feikna fallega rödd og söng tvær aríur, Quoniam tu solus sanctus og Et in Spiritum sanct- um Dominum, sem hann flutti mjög fallega, þó trúlega hefði mátt flytja seinni þáttinn aðeins hægar. Sem dæmi um það hversu lítið var um óhöpp, var forspilið að síðastnefnda þættin- um það eina sem ekki heppnað- ist, en komst þó í lag áður en söngvarinn átti að koma inn. Léku óbóin þaðan af svo vel að unun var á að hlýða. Aðrir hljóðfæraleikarar áttu smá ein- leik á flautu, valdhorn, trompeta og fiðlu sem ásamt þeim er skip- uðu hljómsveitina skiluðu sínu með prýði. I heild voru þetta glæsilegir tónleikar og verðugir minningu Bachs og með þeim menningar- blæ er ávallt hefur mótað starf Ingólfs Guðbrandssonar og Pólý- fónkórsins. Til hamingju með af- mæli meistarans. MÁLNING - MÁLNINGARVÖRUR Áður en þú byrjar að mála er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvar best er að kaupa efni til verksins. JL-Byggingavörur hafa mikið úrval af málningarvörum og ráðleggingar starfsmanna okkar eru fyrsta skrefið í vali á besta og hagstæðasta efninu. Afsláttarkjörin okkar á málningu er hagstæðasta verðið í dag. 5% afsláttur af kaupum yfir kr. 2500,- 10% afsláttur af kaupum yfir kr. 3200,- 15% afsláttur af kaupum yfir kr. 4600,- 20% afsláttur af heimkeyrðum heilum tunnum. RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.