Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 43 verður ekki gerð tilraun til að lýsa búskap og kjörum þessara ágætu hjóna, en svo mikið er víst að þau fóru ekki varhluta af þeim bágu kjörum, sem almúgafólk mátti þola og þrauka á þeim árum. ótrúlegt verður að telja hversu vel þeim tókst að koma börnum sinum á legg við þessar aðstæður, en þau urðu alls ellefu talsins. Þrjú þeirra óiust upp á nágranna- bænum, Brekku. Um þetta skrifar Ólafur heitinn ólafsson kristniboði, eitt systkina Jórunnar, i minningargrein um Elínu Kristínu systur sina, svo: „Foreldrar okkar hafa tiltölulega snemma verið orðin örþrota að kröftum. — Blessuð sé minning þeirra. — Jafnmikið og var um barnadauða i landinu, er þvi meira undur að börnin þeirra öll voru hraust. Þeim hefur farnast vel og flestöll náð háum aldri.“ En hann segir ennfremur undir lok grein- arinnar: „Börnin voru alin upp í guðsótta og góðum siðum. Þannig var öruggur grundvöllur lagður fyrir framtíðarheill okkar Deseyj- arsystkina.“ Kynnu ekki að vera tengsl þarna á milli? Elst þeirra systkina var Elin Kristin f. 1879, en síðan komu i aldursröð: Þorbjörn, Þórður, Þorbergur, Jórunn, tvíburarnir Ástriður og ólafur, siðan Halldór og þá Kristin, en hún var sú eina barnanna sem dó i æsku, fimm ára að aldri. Tvö af þeim Deseyjar- systkinum eru enn á lifi, þau Helga á 85. aldursári og Albert á hinu 83., en þau eru yngst. Jórunn dvaldi í foreldrahúsum til 17 ára aldurs, en fór þá i vist til Rögnu Eyjólfsdóttur i Reykjavík. Stuttu siðar lá leið hennar til Neskaupstaðar, þar sem hún kynntist Jóni Guðmundssyni frá Sveinskoti, Skarðshreppi i Skaga- firði. Felldu þau hugi saman og giftust hinn 16. júní árið 1916. Þeim voru þó ekki hugaðar langar samvistir. Jórunn gerðist kaupa- kona i Skarði í Landsveit um sumarið, en Jón fór háseti á togar- ann „Ingólf Arnarson" við síld- veiðar frá Akureyri. Þá um haust- ið strandaði togarinn við Oddeyr- artanga. Drukknaði Jón þar við björgunaraðgerðir hinn 3. sept- ember og enduðu þar með búskap- aráform þessara ungu hjóna. Árið 1918 gerðist Jórunn ráðs- kona hjá Tómasi Kristni Þórðar- syni á Hamrahóli i Ásahreppi i Rangárvallasýslu. Hann var þá nýbúinn að missa konu sina, Guð- riði Ingimundardóttur, frá sjö ungum börnum. Er óhætt að segja að Jórunn hafi gengið þeim i móð- ur stað. Með þeim Tómasi þróaðist samband, sem leiddi til þess að þau voru gefin saman i hjónaband hinn 4. júni 1927. Þeim varð tveggja barna auðið, þeirra Guð- jóns, f. 5. september 1927, bifreið- arstjóra hjá Olíufélaginu Skelj- ungi, kvæntur Margréti Einars- dóttur frá Húsum, Ásahreppi, og Guðrúnar ólafiu, f. 4. aprii 1936 sem býr ásamt eiginmanni sinum Magnúsi Sæmundssyni og börnum að Eyjum i Kjós, en Jórunn bjó þar hjá þeim alla tíð. Þær mæðgur fluttust frá Hamrahóli hinn 26. október 1958, rúmu ári eftir að Tómas lést, en það var hinn 13. október 1957 og var hann þá tæpra 80 ára að aldri, en hann fæddist 18. október 1877. Við búsforráðum á Hamrahóli tók dóttursonur Tómasar Kristins frá fyrra hjón- abandi, Tómas Steindórsson, kvæntur Sigurbirnu Guðjónsdótt- ur, en hann ólst að mestu leyti upp hjá þeim Jórunni og afa sínum. Það mun hafa verið snemma árs 1950, sem kom til tals að ég, kaup- staðarstrákurinn, þá nýorðinn 10 ára, fengi að fara í sveit til þeirra Jórunnar og Tómasar. Faðir minn var samstarfsmaður Guðjóns hjá Skeljungi, og er enn, og mun ég hafa borist i tal, enda fýsti mig ætíð í sveitalífið. Mér er ákaflega minnisstætt þegar ég sá Jórunni fyrst, en það var í áætlunarbíl á brottfararstað austur, Steindórsplaninu í Reykjavík. Vildi svo til að þær mæðgur Jórunn og Guðrún, hún Rúna, sem þá var nýlega fermd, höfðu verið að erinda í höfuðborg- inni og var þá sætt lagi að koma drengnum með. Einkum er mér í minni hversu vel mér leið strax í návist Jórunnar og hve hennar at- hvarf var traust og gott alla tíð. Segja má að slíkur hafi verið heimilisbragur allur á Hamrahóli og ætla ég að Jórunn hafi átt drýgri þátt í að skapa hann en ég hugði, ungur og óharðnaður. Jórunn og Tómas voru ákaflega samhent i öllum sínum gerðum, þar var hver hlutur á sínum stað og hver hafði sitt verk að vinna, þá og þegar til var ætlast, og þurfti ekki mörg orð um. Ég er sannfærður um að slík framkoma, hvers i annars garð og við börn sin og hjú, verður seint metin. Sjálfur bý ég að samverunni við þau Tóm- as og Jórunni á meðan ævin end- ist. Svo mikið er vist að áhrif þeirra hafa haft meira uppeldis- gildi fyrir ungan dreng í bráð og lengd, en þótt allar formúlur og sérfræðigreinar heimsins væru lagðar á móti. Enn eitt dæmi þess hversu menntun er afstætt hugtak og hvaðan menningin er i raun upp runnin. Þegar ég held því fram með sanni að Jórun hafi verið mér óumræðilega góð, er ekki þar með sagt að mér hafi verið allir hlutir leyfilegir — allt látið eftir mér. Þvert á móti hef ég kannske sjald- an lifað tíma, þar sem jafnfátt var látið eftir mér. Kannske var i raun ekkert látið eftir mér. Réttara væri að segja að sumt var leyft og annað ekki og þar varð engu um þokað. Þrátt fyrir þetta var víðsfjarri mér að líta á Jórunni sem stranga húsmóður. Hygg ég að það stafi m.a. af því, hversu samkvæm hún var sjálfri sér i þessum efnum. Því minnist ég á þetta að andstæður í nútímauppeldi virðast gjarna i mikilli mótsögn við þetta með til- svarandi afleiðingum, sem ég hirði ekki um að tíunda hér. Væri ég spurður hvort Jórunn hafi verið trúuð kona myndi ég hiklaust svara því játandi. Væri ég hinsvegar spurður, hvað væri til marks um það, ætti ég erfiðara með svar annað en það, að ég skynjaði það og fann alla tið. Þetta myndi sumum þykja litið svar og miður áþreifanlegt sann- indamerki, svo sem á borð við að hún læsi faðirvorið hástöfum og væri kirkjurækin í meira lagi. Ekki rekur mig minni til að þetta hafi verið tilfellið — hinu man ég t.d. vel eftir að aldrei skildu svo fundir okkar að hún kveddi mig ekki með þeim orðum að við sæj- umst aftur að tilteknum tíma liðn- um „ef Guð lofar og við lifum bæði“. Jórunn lifði i trú sinni af hóg- værð og lítillæti og af því hugar- fari sem enginn gat misskilið eða komist hjá að skynja í gegnum einlægni hennar. Slíkt fólk flíkar ekki trú sinni, til þess er hún of sönn. Jórunn var glaðlynd að eðlisfari og átti auðvelt með að bregða á glens og sjá hinar björtu hliðar tilverunnar, enda hefur henni ekki veitt af því á stundum, eins og þegar hún missti menn sína báða. Það leyndi sér ekki að Jórunn var ágætlega eðlisgreind kona og skapfestu átti hún nóga. Hún leyndi ekki skoðunum sinum, þeg- ar henni þótti til hlýða, og var þá ekki á margra færi að etja við rökfestu hennar. Yfir öllum mannlegum viðskiptum hennar var ætíð ákveðin reisn og hún var vönd að virðingu sinni og síns fólks. Enginn vandalaus fagnaði mér á við Jórunni og sakna ég þess ætíð að láta tækifæri ónotað að heimsækja hana, voru þau þó færri en skyldi vegna fjarlægðar. Jórunn gekk ekki heil til skógar hin síðari ár, og því þótti mér vænt um að hitta hana með betra móti síðast er fundum okkar bar saman, þar sem við gátum rifjað ögn upp frá liðinni tið. Ekki verður svo lokið þessum fátæklegu kveðjuorðum að ekki verði minnst á hlut Guðrúnar, dóttur Jórunnar, og fjölskyldu hennar í umönnun móður sinnar og ömmu og þá sérstaklega nú seinni árin í veikindum gömlu konunnar. Þótt ljóst hafi verið að hverju stefndi og lausnin hafi í sjálfu sér verið kærkomin, veit ég að sökn- uður barna hennar og annarra ættingja og vina er mikill, en Guð- rúnar þó mestur, enda vék hún aldrei frá henni þegar því varð við komið, en þær voru alla tíð sér- staklega samrýmdar. Votta ég og fjölskylda mín þeim Guðrúnu og Guðjóni og fjölskyld- um þeirra og öðrum ættingjum og vinum dýpstu samúð. Jórunn verður að eigin ósk jarð- sett við hlið bónda síns í garði Kálfholtskirkju, í þeirri sókn, þar sem þau bjuggu saman langa ævi. Megi hún hvíla I friði og vegir okkar liggja saman „ef Guð lofar“. Blessuð sé minning hennar. Þórarinn Lánisson Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Legsteinar granít — marmari OpM «Ua fifjf, •innlg kvMd og holgar., flanii xf Unnarbraut 19, Salt)amamaai, símar 920809 og 72818. Kransar, kisluskreytingar BORGARBLOMiÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMÍ: 32213 Minning: Sigríður Þorgríms- dóttir frá Vaðli Að morgni 8. mars hringdi mamma mín til mín og lét mig vita að Sigga væri dáin. Hvers vegna? spyr maður sjálf- an sig, hvers vegna? Þurfti það að ske að þessi yndislega kona skyldi mæta þessum hræðilega óvini sem sigrar alltaf að lokum. Ég fluttist vorið ’63 að Krossi sem er næsti bær við Vaðal, þá rúmlega eins árs að aldri. Strax tókst vinskapur á milli bæja eins og tíðkast. Og höfðu þau hjón Jón og Sigga reynst okkur mjög vel á okkar samleið. Árið 1970 missti Sigga mann sinn. Ég og yngsta dóttir þeirra, Eygló, urðum vinkonur og heimagangar hjá hvor annarri. Um leið og ég skrifa þessar fá- tæklegu línur langar mig til að þakka Siggu fyrir allt. Fyrir að hafa fylgst með mér þegar ég fór yfir brúna á Vaðalsá, þegar ég þriggja ára gömul var að stelast labbandi á milli bæja. Og hve vænt mér þótti um þegar mamma sagði mér að kvöldið sem ég átti dóttur mína, kom Sigga út- að Krossi um miðnætti til að færa pabba og mömmu blóm, sem blómstraði einni stjörnu til merkis um fyrsta barnabarnið þeirra. Með Siggu er horfin yndisleg kona og komið stórt skarð sem ekki verður fyllt. En nú eru hjónin aftur saman og er það dálítið huggun í þessari sorg. Eg kveð Siggu. Ég er stolt af því að hafa þekkt hana og eiga allar þessar góðu minningar um hana. Börnum hennar og ættingjum vottum ég og dóttir mín okkar dýpstu samúð. Far í friði, friður guðs þig blessi. Anna Guðrún og Guðrún Anna. Þann 16. mars, var jarðsungin frá Hagakirkju á Barðaströnd, elskuleg vinkona mín, Sigríður Þorgrímsdóttir frá Vaðli. Hún fæddist að Ytri-Miðhlíð, 5. nóvember 1921 og lést á sjúkra- húsi Patreksfjarðar 8. mars sl. Aðeins örfá kveðjuorð til að þakka henni þá góðu samleið sem við áttum. Þegar við fjölskylda mín komum hér fyrst, fyrir rúm- lega tuttugu árum í þessa sveit, áttum við þvi láni að fagna að eignast hana og fjölskyldu hennar að nágrönnum og vinum. Sem er og verður okkur alltaf ómetanlegt. Hún var alltaf boðin og búin til að gera allt, mér og mínum til hjálpar, sem og öllum öðrum. Ef eitthvað þurfti að skreppa frá, þá áttu bömin mín alltaf athvarf þar, hvernig sem á stóð. Og vil ég sér- staklega þakka fyrir það. Svo þegar í ljós kom að hann var ekki umflúinn þessi válegi sjúkdómur, sem herjaði á hana elskulegu vinkonu mina, þá átti maður svo erfitt að sætta sig við það, því hún gerði alltaf allt til þess að öllum liði vel, og um- hyggja hennar fyrir öðrum var einstök. Sigríður missti mann sinn árið 1970 fyrir aldur fram. Það fór saman, hann var einstakur sem hún, þau áttu sjö börn, sem öll eru komin með sínar fjölskyldur allt prýðisgott fólk. Mig skortir allt til þess að geta skrifað eins og helst yrði á kosið. En ég vona að einhver annar verði til þess. En minninguna um hana eigum við svo hægláta og ljúfa, og hún mun veita okkur öllum styrk. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum, vottum ég og fjölskylda ihin okkar dýpstu samúð. Far þú í friði friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt (V.Br.) GHF. + Innilegar þakklr til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug vlö fráfall fööur, tengdafööur og afa, EINARS J. HELGASONAR, Hoftakotum. Sérstakar þakkir tll starfsfólks á hjúkrunarheimillnu Ljósheimum fyrir frábæra umönnun. Helgi Kr. Einarsaon, Lovlaa Sigtryggadóttir, Ragnhildur Einarsdóttir, Ragnar Þóróarson, Ingigeróur Einarsdóttir, Hlíf Einarsdóttir, Dóróthea 8. Einarsdóttir, Höróur Bergmann, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúö og hlýhug viö fráfall og jaröarför LÁRUSAR FJELDSTED forstjóra, Laufásvegi 35, Rsykjavlk. Sérstaka þökk færum vlö læknum og hjúkrunarfólki Landspitalans fyrir frábæra umönnun. Jórunn Vióar, Katrln Viöar, Lórua Fjaldatad, Bára Halldóradóttir. Katrin Fjaldsted, Valgaróur Egilsson, Lovlsa Fjaldatad, Magnús Böóvarsson, Jórunn, Lárus, Jórunn, Véstainn, Einar Steinn, Viöar, Lérus, Ágústa, Halga Lilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.