Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Ratsjárstöðvar: Nauðsynlegt eftirlit í íslenzkri lögsögu — sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra SUAa ratsjárNtöðva í eftirlitskerfum er viðurkennd favar sem er í heimin- um og í samræmi við Salt-samkomulagið og Helsinkisáttmálann, sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í Sameinuðu þingi í gær. Endurnýjun rat- sjárkerfa hér er hluti af þátttöku okkar í varnarsamtökum vestrænna ríkja, en fyrst og fremst eðlileg tækniframvinda í nauðsyniegu eftirliti með umferð, okkar eigin og annarra, f lofti og á legi innan efnahagslögsögu okkar. Ratsjáretöðvarnar styrkja alhliða öryggisgæzlu hérlendis. í ratsjá liðins tíma Hernaðarleg þýðing landsins, vegna hnattstöðu þess, var nefnd í umræð- um á Alþingi í gær um ratsjárstöðvar. Myndin sýnir kunnuglegt hús í ókunnuglegu umhverfi — Þjóðleikhúsið á þeim árum þegar ísland var hernumið, þrátt fyrir hlutleysi, í síðari heimsstyrjöldinni. „Hernaðarrat- sjárstöðvar" STEINGRÍMUR J. SIGFÚS- SON (Abl.) mælti í gær fyrir til- lögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt Kolbrúnu Jónsdóttur (BJ) um „að fallið skuli frá öllum hugmyndum um að heimila að reisa nýjar hernaðarratsjárstöðv- ar á íslandi". Tillagan felur ríkis- stjórninni, verði hún samþykkt, „að synja öllum óskum sem kunna að berast um leyfi til að reisa slík mannvirki á íslenzkri grundu". Steingrímur taldi áform um byggingu ratsjárstöðva á Vest- fjörðum og Norðurlandi eystra stuðla að aukningu hernaðarum- svifa hér á landi, verá hluta af stigmögnun vígbúnaðarkapp- hlaupsins og jafnvel kalla á við- brögð austurblokkarinnar. Stöðv- arnar festu okkur í vígbúnaðar- netinu í stað þess að bægja víg- væðingu frá og ykju á hernaðar- legt mikilvægi landsins, sem ekki væri eftirsóknarvert markmið. Þá flæktu þessi áform ýmsar íslenzk- ar, borgaralegar stofnanir, eins og Póst og síma og Landhelgisgæzlu, í starfsemi erlends herliðs hér og gerðu þær efnahagslega háðar slíkri starfsemi. Ríkismat sjávarafurða: Tillögu um lokun vísað frá Tillaga Stefáns Benediktsson- ar (BJ) um að leggja niður Ríkis- mat sjávarafurða var vísað til ríkisstjórnarinnar með rök- studdri dagskrá á Alþingi sl. fimmtudag. Meirihluti atvinnu- málanefndar Sameinaðs þings, sem skipaður var sjö fulltrúum úr fjórum þingflokkum, tók fram í nefndaráliti, að lög um ríkismat sjávarafurða, sem nú giltu, hefðu verið samþykkt á síðasta þingi og aðeins gilt í sjö mánuði. Deila megi um hvern veg slíku mati sé bezt fyrir komið. Nægileg reynsla sé hinsvegar ekki komin af framkvæmd hinna nýju laga. Bandalag jafnaðarmanna studdi setn- ingu laganna á sl. ári. Frávísunartillagan sem samþykkt var, var svohljóð- andi: Rökstuddri dagskrá „Þar sem síðasta löggjafar- þing samþykkti lög um Ríkis- mat sjávarafurða sem tóku gildi 1. ágúst 1984 og Alþingi hefur því svo nýlega lýst vilja sínum um það hvernig málum þessum skuli háttað sér Al- þingi ekki ástæðu til sérstakr- ar ályktunar um mál þetta nú og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Varnaröryggi og sjálfstæði landsins GEIR HALLGRÍMSSON utan- ríkisráðherra kvað Ísland hafa kosið að tryggja varnaröryggi sitt og sjálfstæði með aðild að At- lantshafsbandalaginu, varnar- samtökum vestrænna lýðræðis- ríkja, sem hafi tryggt frið í okkar heimshluta frá stofnun sinni, eða í tæp 40 ár. í raun væri Atlants- hafsbandalagið mikilvirkustu friðarsamtök heims. Hernaðarlegt gildi landsins felst í hnattstöðu þess, sagði utan- ríkisráðherra, sem berlega kom í ljós í síðari heimsstyrjöldinni. Komi til hernaðarátaka milli austurs og vesturs, sem vonandi aldrei verður, verður lögð megin- áherzla á að rjúfa siglingaleiðir frá N-Ameríku til V-Evrópu. Þetta er auðskiljanleg staðreynd. Tilgangur ratsjárstöðva, bæði þeirra sem fyrir eru og fyrirhug- aðar eru, að fylgjast með umferð í loft- og landhelgi íslands, bæði okkar eigin umferð og annarra; bæði farartækjum sem leið eiga um lögsögu okkar með vitund okkar — og öðrum, sem hingað leggja leið sína án vitundar okkar. Ráðherra lagði áherzlu á að við hefðum tekið að okkur flugum- ferðarstjórn á stórum hluta N-Atlantshafs, sem meir en tíu þúsund flugfarþegar færu um á degi hverjum, sumarmánuði, þó aðeins lítill hluti þeirra millilenti hér. Framhald þessa eftirlits í okkar höndum byggðist ekki sízt á því að framkvæmd þess í næstu framtíð styddist við fullkomnustu tækni. Fullkomnar ratsjárstöðvar kæmu þar mjög við sögu. Auk framangreinds hefðu full- komnar ratsjárstöðvar mikla þýð- ingu fyrir eftirlit með innanlands- flugi, skipaumferð umhverfis landið, fyrir veðurspár og eftirlit með ísstreymi oil. Fyrri hluti árs 1984 einkenndist af verulegum hallarekstri ríkis- sjóðs. Meginorsök var þríþætt: 1) útgjaldaauki kjarasamninga í febrúar það ár, 2) vanáætluð út- gjöld vegna almannatrygginga, ríkisábyrgðar og ýmissa embætta, 3) efnahagsaðgerðir í tengslum við sjávarútveg, 4) kjarasamningar ríkisstarfsmanna frá í nóvember Ratsjárstöðvar eru bæði í Sví- þjóð og Finnlandi, sem ná til Sov- étríkjanna, án þess að mikið veður sé úr gert. Ratsjárstöðvar hér, svo fjarri Sovétríkjunum, geta engan veginn talist ögrun, eins og tals- menn Alþýðubandalagsins halda fram, enda ná þær ekki út fyrir okkar lögsögu. Þeir einir sjást í þessum ratsjárstöðvum sem leggja leið sína inn í lögsögu okkar, hverjir svo sem eru á ferð. Stuðningur við tillögu Steingríms Sigfússonar SIGRlÐUR DÚNA KRIST- MUNDSDÓTTIR (Kvl.) las upp ályktun Samtaka um kvennalista um öryggismál, sem hún sagði þess eðlis, að Kvennalistinn myndi greiða atkvæði með þessari tillögu um að hverfa frá öllum hugmynd- um um að reisa hér nýjar ratsjár- stöðvar. Hún vitnaði til skýrslu öryggismálanefndar þar sem ótvírætt væri talað um „hernað- arstöðvar eins og ratsjárstöðvar". Ekki væri að marka þó fáir skrif- uðu undir bænaskrá Vestfirðinga, enda væru undirskrifendur full- trúar sinna byggðarlaga. Við viljum halda uppi vörnum, sagði Sigríður Dúna, en við höfum aðrar skoðanir á því, hvernig skuli að vörnunum staðið. Við leggjum áherzlu á afvopnun en ekki aukin hernaðarumsvif. Það er hin fem- iníska lífsskoðun. PÁLL PÉTURSSON (F) kvað næsta nágrenni ekki stafa hætta af mannvirkjum af þessari gerð. Hér væri hinsvegar um mannvirki að ræða sem kostuð væru af hern- aðarfé. Við yrðum að búa við óbreytt ástand í varnarmálum, en hann vildi ekki auka á hernaðar- umsvif. Ég vil ekki standa að því að reisa slík mannvirki í óþökk heimaaðila. Þess vegna myndi hann heldur ekki styðja byggingu álvers í Eyjafirði. Páll tók fram að þetta væri sín persónulega af- staða, hann talaði ekki fyrir fram- sóknarmenn í heild. KOLBRUN JÓNSDÓTTIR (BJ) kvaðst samþykk aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hún væri hinsvegar andvíg því að færa út kvíar ratsjárstöðva. Ef slíkar stöðvar eru nauðsynlegar vegna 1983. I skýrslu fjármálaráðherra kom m.a. eftirfarandi fram: • 1) Innheimtar tekjur.ríkissjóðs 1984 námu rúmlega 20,7 milljörð- um króna, sem er 37% hækkun frá 1983. Almennar verðlagsbreyt- ingar innanlands milli áranna 1983—1984 námu 26%. Beinir skattar hækka um 21% milli ára okkar eign öryggis í flug- og sjó- umferð eigum við að reisa slíkar stöðvar á eigin kostnað. Ég hlýt einnig að meta skoðanir heima- manna til þessa máls. Stuðnungur við endur- nýjun ratsjárkerfisins EIÐUR GUÐNASON (A) kvað hvorki afstöðu Alþýðubandalags- ins né bergmáls þess, Kvennalist- ans, koma sér á óvart. Afstaða Bandalags jafnaðarmanna kæmi sér hinsvegar í opna skjöldu, ef Kolbrún talaði fyrir munn sam- þingmanna sinna. Hér er verið að tala um að vera eða vera ekki í varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Þeir sem vilja ís- en óbeinir (eyðsluskattar) um 39%. • 2) Samkvæmt bráðabrigðatölum námu útgjöld ríkissjóðs rúmum 19,9 milljörðum króna, sem er 23% hækkun frá 1983, en almenn- ar verðlagsbreytingar milli ára vóru 26%. • 3) Útgjöld ríkissjóð vóru 30,7% sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu 1983 en 29,7% 1984, þrátt fyrir samdrátt þjóðarfram- leiðslu. • 4) Heildarlántökur hins opin- bera, þ.m.t. opinberir sjóðir og byggingarlánasjóðir, 8.746 m.kr. 1984, þar af rúmlega 1,3 milljarð- ur erlendis en eftirstöðvar erlend- is. Innlend lánsfjáröflun brást verulega á árinu. land úr því varnaröryggi, sem að- ildin veitir, verða að kunngera, hvað þeir vilji að við taki til að tryggja öryggishagsmuni lands og þjóðar. Það hafi hvorki Alþýðu- bandalagið né Kvennalistinn gert. BJÖRN DAGBJARTSSON (S) kvað enga vissu liggja fyrir um meirihlutaandstöðu á Langanesi gegn ratsjárstöð þar. Stofnun samtaka áhugamanna um vest- ræna samvinnu á Norðausturlandi bæri vitni um sjónarmið, sem kæmu heim og saman við mikinn og ótvíræðan meirihlutavilja þjóð- arinnar. Hann vitanði til orða Stefáns Valgeirssonar (F) á Þórs- hafnarfundi um öryggisþýðingu ratsjárstöðva. Hinsvegar bæri af- staða Páls Péturssonar vitni um vaxandi andstöðu hjá framsóknar- þingmönnum við mál, sem ráð- herrar Sjálfstæðisflokks hafi með höndum. KARL STEINAR GUÐNASON (A) kvað þessa tillögu, þegar grannt væri gáð, snúast um aðild okkar eða ekki aðild að Atlants- hafsbandalaginu, hvort við værum heil í aðild okkar og sýndum það í verki, hvort við vildum stuðla að sem beztum öryggis- og varnar- viðbúnaði. Búnaður ratsjárstöðvar á Keflavíkurflugvelli væri orðin 30 ára og tímabært að endurnýja ratsjárkerfið í heild. MAGNÚS REYNIR GUÐ- MUNDSSON (F) sagði að kjarni málsins væri að meirihluti þjóðar- innar teldi varnarhagsmunum sínum bezt borgið með aðildi að Nató. Við ættum að vera fullgildir þátttakendur í þessu varnarsam- starfi, ekki aðeins þiggjendur. Ég lýsi trausti á utandríkisráðherra, sagði Magnús Reynir, og styð markaða stefnu rikisstjórnarinn- ar í utanríkis- og öryggismálum. Ef tilvist þessara ratsjárstöðva styrkir, auk þess að vera hluti af varnareftirliti, öryggi flugs til Vestfjarða og sjómanna fyrir Vestfjörðum hvetur slíkt mig en ekki letur til stuðnings við þær, ef ég sit hér þegar þetta mál kemur til atkvæða. Fleiri tóku til máls þó ekki verði frekar rakið nú. Ríkissjóður 1984: Áætluðum halla snú- ið í jákvæða afkomu Rekstrarafgangur 783 m.kr., greiðsluafgangur 641 m.kr. Samkvæmt endurskoðaöri tekjuáætlun ríkissjóðs 1984, sem gerð var í maí það ár, vóru ríkisútgjöld si. ár áætluð 1.045 m.kr. umfram tekjur. En betur tókst til en á horfðizt. Afkoma ríkissjóðs batnaði verulega seinni hluta ársins, vegna aðhalds í ríkisbúskapnum og mikillar eftirspurnar innanlands, sem kom fram í auknum tekjum hans. Þannig aukast tekjur ársins um rúmar 2.200 m.kr. umfram maíáætlun en gjöld aðeins um 400 m.kr. Afkoma ríkissjóðs var því jákvæð 1984, rekstrarafgangur nam 783 m.kr. og greiðslu- afgangur 641 m.kr. Þessi er meginniðurstaða skýrslu fjármálaráðherra um ríkisfjármál 1984.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.