Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Norðurljós Þegar ég lít yfir minnispunkt- ana frá RÚVAKS-þætti þeirra Hildu Torfadóttur og Ólafs Torfasonar: Milli stafs og hurðar, er sendur var út klukkan 22:35 á fimmtudagskveldið, þá sé ég að þeir gætu hæglega fyllt heila síðu í Morgunblaðinu. Kannski varð punktasafnið svo mikilfenglegt að þessu sinni, af þeirri ástæðu að sá er hér stýrir penna er mikill áhugamaður um skóla- og fræðslumál og stendur þar að auki á vissan hátt á tímamótum sem kennari. Nóg um það. f þátt þeirra Hildu og Ólafs voru ýmsir mættir til leiks, þar á meðal Þorsteinn Blöndal kennslustjóri í lækna- deild, er ræddi fjöldatakmarkanir. Þá voru og og mættir tveir nem- endur úr MA, einnig Jón Hjart- arson er reifaði þann vanda er iandsbyggðarnemendur standa gjarnan frammi fyrir er þeir koma einir og óstuddir og oft auralitlir til höfuðstaðarins í leit að framhaldsmenntun, einnig hringdu þáttarstjórar alla leið til Oxford í Hannes Hólmstein Giss- urarson er talaði svo hratt að ég náði eigi samhenginu, en bætti það upp með því að kíkja í Fried- man. Þá var hringt í Elínu Ólafs- dóttur kennara er áréttaði að ekki mætti taka hugmyndir Hannesar sem grín og vildi standa vörð um það velferðarkerfi er hér hefir verið byggt upp. Uggur í fólki: Mér fannst raunar mjög áber- andi í þessum umræðum öllum, hversu uggandi fólkið var um þá sókn er það taldi nú vera hafna, gegn því velferðarkerfi er vér höf- um byggt upp á undanförnum ára- tugum. Þannig kvað Þorsteinn Blöndal svo sterkt að orði, að sér virtist nánast um aðför að ræða að opinberri þjónustu, þannig væru hjúkrunarkonur er störfuðu á þyngstu deildunum ekki bara und- ir meira álagi en áður vegna sparnaðar í ríkiskerfinu og mann- eklu, heldur dygðu laun þeirra vart fyrir mat. Hannes Gissurar- son hefir væntanlega verið á ann- arri skoðun í þessu máli, en einsog ég sagði þá náði ég ekki að fylgja honum nægilega vel eftir. En hvað sem því líður er vitað að fylgjend- ur kenninga Friedmans vilja að skólakerfið verði á endanum al- farið háð markaðslögmálunum. Vissulega er nauðsynlegt að fá slíkar hugmyndir upp í sviðsljósið jafnvel þótt þær séu veiddar hráar úr bókum gyðinglegra heimspek- inga. Og persónulega er ég þeirrar skoðunar að hinn svokallaði „frjálsi markaður" eigi mætavel við á sviði verslunar og viðskipta, því þar stuðlar hann að betri þjón- ustu og væntanlega lækkuðu vöru- verði. En hæfir þetta lögmál ís- lenska skólakerfinu? Kennarmn: Þetta lögiftál ætti sennilega rétt á sér í hinu almenna skólakerfi ef tölvur tækju við kennslu, því þá væri alfarið um sölu á upplýsinga- einingum að ræða, og mætti opna slíkar „þekkingarsölubúðir" á hverju götuhorni. En slík tól geta aldrei komið í stað góðs kennara. Góður kennari miðlar ekki bara þekkingareiningum sem hægt er að verðmerkja, hann miðlar einnig ákveðnum lífsskilningi og síðast en ekki síst þá kveikir hann menntaþrána í brjósti nemand- ans. Slíkur maður verður á vissan hátt að vera fær um að hefja sig upp yfír markaðslögmálið, hann verður að kenna vegna fróðleiks- ástar sinnar og áhuga á velferð nemandans, en hann verður jafn- framt að eiga fyrir salti i graut- inn. Við breytum ekki kennaran- um í sjálfsala fremur en skáldinu, því þá slokknar sá funi, er kveikir loga af loga, og lýsir kynslóðunum leið í gegnum myrkur fáfræði, þröngsýni og ágirndar. Ólafur M. Jóhannesson ÚT VARP / S JÓN VARP Þriðji heimurinn ■■■■ Jón Ormur OO 35 Halldórsson er — með vikulegan þátt sinn Þriðji heimur- inn í útvarpi í kvöld kl. 22.35. Að þessu sinni fjallar Jón Ormur um stjórnar- far og stjórnmál í þriðja heiminum. Verða Afríka og Asía aðallega í brenni- depli en lítillega vikið að Suður-Ameríku. Sagði Jón Ormur í stuttu samtali við blm. að hann héldi að menn sæju mjög einhæfa mynd af öllu sem við kæmi stjórn- málum í þriðja heiminum. Einblíndu menn gjarnan eingöngu á einræðið og byltingarnar í þessum löndum. Kvaðst hann ætla að reyna að skyggnast að- eins á bak við stjórnmál í einræðislöndunum og reyna að gefa skýrari mynd af þeim en fréttir af þriðja heiminum hafa gert. Gregory Peck og Jane Gríffiths. Milljón punda seðillinn — bresk gamanmynd frá 1954 Fyrri sjón- O | 05 varpsmyndin er bresk gaman- mynd frá 1954, gerð eftir sögu Marks Twain og nefnist Milljón punda seð- illinn (The Million Pound Note). Kvikmyndahand- bókin okkar gefur henni tvær stjörnur. Myndin gerist í Lund- únum fyrir aldamót. Rod- erick og Oliver Montpelier eru aldnir og vellauðugir bræður. Þeir stofna til veðmáls um það hvort blásnauðum manni með milljón punda ávísun í höndunum tækist að lifa í vellystingum með því einu að sýna ávísunina eða hvort hún myndi reynast honum með öllu gagns- laus. Þeir velja Henry Adams, bláfátækan og vinalausan Bandaríkja- mann, sem verður á vegi þeirra. Þeir fá honum í hendur milljón punda ávísun og bíða átekta. Fljótlega fer að komast á kreik orðrómur um að amerískur milljónamær- ingur sé í borginni. Leikstjóri er Ronald Neame en með aðahlut- verk fara Gregory Peck, Jane Griffiths, Ronald Squire og Joyce Grenfell. Hér og nú ^■IMI Fréttaþáttur- \\ 00 inn Hér og nú er að venju á dagskrá útvarps í dag kl. 14. Umsjónarmenn þátt- arins að þessu sinni eru Albert Jónsson, Sigríður Árnadóttir og Helgi Pét- ursson. Spjallað verður við vegfarendur í borginni um afstöðu þeirra til ríkis- stjórnarinnar, hvort hún standi höllum fæti eða eigi bjarta framtíð fyrir sér. Þá verður fjallað um hinn nýkjörna leiðtoga Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, Mikhail Gorb- achev. Þeir eru margir sem binda miklar vonir við hann sem fulltrúa nýrrar kynslóðar sovéskra leiðtoga. Þá verður slegið á þráð- inn til fréttaritara Ríkis- útvarpsins í Rómaborg en þar mun eiga að vera komið vor, samkvæmt gömlu tímatali, þó að þar hafi snjóað í vikunni í annað skiptið í vetur. Annars er þátturinn í beinni útsendingu og aldr- ei að vita nema bryddað verði upp á einhverju fleiru í honum. Hliðarspor — svissnesk-frönsk mynd ■^■■1 Síðari laugar- 00 35 dagsmyndin er svissnesk- frönsk frá árinu 1973 og nefnist Hliðarspor (L’esc- apade). Paul er ungur, líffræð- ingur að mennt. Hann fer til smábæjar í Sviss þar sem hann hyggst sækja námskeið í tengslum við menntun sína. Fyrir mis- skilning mætir hann þá einni viku of snemma. Paul kynnist þar stúlku sem hvergi á höfði sínu að halla þar sem unnustinn hafði kastað henni á dyr. Paul kennir í brjósti um stúlkuna, fer með hana heim til sín og skýtur yfir hana skjólshúsi þótt eig- inkona hans taki það óstinnt upp í fyrstu. Leikstjóri er Michel Soutter en með aðalhlut- verk fara Jean-Louis Trintignant, Marie Dobo- is, Philippe Clevenot og Antoinette Moya. Tveir aðalleikaranna í myndinni. UTVARP LAUGARDAGUR 23. mars 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón- leikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorö, Astrlður Haraldsdóttlr talar. 8.15 Veöurtregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. &.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Öskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir). Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvaö fyrir alla. Sig- uröur Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynnlngar. Tón- leikar 13A0 Ipróttapóttur. Umsjón: Ragnar örn Pétursson. 14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur i vikulokin. 15.15 Listapopp — Gunnar Salvarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Islenskt mál. Guörún Kvaran flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njöröur P. Njarövlk. 17.10 A óperusviöinu. Umsjón: Leifur Þórarinsson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 A hvaö trúir hamingju- samasta pjóö l heimi? Um- sjón: Valdls Öskarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans" eftir Jufes Verne, Ragnheiður Arnardóttir les þýðingu Inga Sigurössonar (12). 20.20 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. 20.50 „Skylmingar viö skáldiö Svein". Auðunn Bragi Sveinsson ræöir viö Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi, sem rifjar upp viöskipti sln viö Svein Hannesson frá Elivog- um. (Aður útvarpað 1970.) 21.25 „Frásögnin um lestina" eftir Evu Moberg. Hanna Lára Gunnarsdóttir les þýð- ingu slna. 21.35 Kvöldtónleikar. Þættir úr slgildum tónverkum. 22.00 Lestur Passlusálma (42). SJÓNVARP 16.30 íþróttir. Umsjónarmaöur Ingólfur Hannesson. 18.30 Enska knattspyrnan. 19.25 Þytur I laufi. 3. A ferö og flugi. Breskur brúöumyndaflokkur I sex þáttum. Þýöandi Jóhanna Þráins- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 204)0 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Viö feöginin. Tlurtdi þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur i þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thor- oddsen. LAUGARDAGUR 23. mars 21.05 Milljón punda seöiliinn. (The Million Pound Note.) Bresk gamanmynd frá 1954, gerö eftir sögu Marks Twain. Leikstjóri Ronald Neame. Aöalhlutverk: Gregory Peck, Jane Griffiths, Ronald Squire og Joyce Grenfell. Myndin gerist I Lundúnum fyrir aldamót. Tveir aldnir og auðugir bræöur fá blá- snauöum Bandarlkjamanni milljón punda seöil til ráö- sföfunar til þess aö skera úr veðmáli. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldslns. 22.35 Þriöji heimurinn. Þáttur I umsjá Jóns Orms Halldórs- sonar. 23.15 Hljómskálamúsik. Guö- mundur Gilsson kynnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. 22 35 Hliðarspor. (L’escapade.) Svissnesk-frðnsk blómynd frá 1973. Leikstjóri Michel Soutter. Aöalhlutverk: Jean-Louis Trintingnant, Marie Dubois, Philippe Clevenot og Anton- inette Moya. Ungur llffræölngur sækir námskeiö I smábæ einum. Þar kynnist hann stúlku, sem á hvergi höfði slnu aö halla, og skýtur yfir hana skjólshúsi þótt eiginkona hans taki þaö óstinnt upp I fyrstu. Þýöandi Pálmi Jóhannes- son. 00.20 Dagskrárlok. 144)0—16.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandl: Asgeir Tómas- son. 164)0—184)0 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Baröa- 24.00—00.45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 00.45—03.00 Næturvaktin Stjórnandl: Margrét Blöndal. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.