Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 ALBERT GUÐMUNDSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA ENGINN ráöherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hef- ur veriö jafn umdeildur og Albert GuÖmundsson. Enginn hefur hlotiö jafnstööugt umtal manna á meöal, eöa jafnstööuga um- fjöllun fjölmiöla og Albert. Ekki lætur Albert slíkt á sig fá, því sannast sagna viröist hann njóta þess að vera í sviðsljósinu. ÞaÖ sannast kannski einna best á stjórnmálamanninum Albert GuÖ- mundssyni að betra er illt umtal en ekkert, því það virðist engu breyta í afstöðu hans til sviðsljóssins hvort hann fær illt umtal eöa gott. ÞaÖ sem hann getur alltaf gengið út frá að fá, á meðan hann hefur afskipti af stjórnmálum, er umtal. Ugglaust eiga þær skoðanir sem Albert viðrar hér í viötali við Morgunblaðið eftir að kynda undir umtali um hann — illu og góöu, enda ekki við ööru að búast, þar sem um svo umdeildan mann er að ræöa. Reyndar segir Albert sjálfur hér síðar, aö það væri enginn Albert, ef hann væri ekki umdeildur. Fullmargir í flokknum telja sig sjálfsögð ráðherrae fni Þeir sem eru að klifra upp stigann reyna að toga þá sem ofar eru komnir niður — Albert, af því að ég hef nú þetta viðtal á þeim orðum að þú sért bæði umdeildur og umtalað- ur, langar mig til þess að spyrja þig hverju þú svarir þeirri gagn- rýni að þið ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins, sem eruð jú allir af eldri kynslóðinni, hafið ekki fengist til þess að rýma eins og einn ráð- herrastól fyrir formanni flokks- ins, Þorsteini Pálssyni, sem mikið hefur verið rætt um að þyrfti að koma inn í þessa ríkisstjórn. „Það er náttúrlega lenska í stjórnmálaflokkunum almennt, að þeir, sem eru að klifra upp stig- ann, eru alltaf að toga þá, sem eru komnir ofar, niður. En það hlýtur að gilda sama regla hér og annars staðar — að reynslan kemur með tímanum og ef menn eiga að hætta, þegar þeir eru að öðlast hvað mestu reynsluna, þá er þjóð- félagið náttúrlega á villigótum. Það hættir enginn stjórnmála- maður, fyrr en fólkið segir honum að hætta, með því að kjósa hann ekki.“ — Telur þú þá að gagnrýni í þá veru að ráðherrastólarnir séu svo mjúk hægindi, að þið viljið ógjarnan hverfa úr þeim fyrr en þið megið til, sé óréttmæt? „Þetta er vissulega mjög órétt- mæt gagnrýni. En finnst þér réttmætt að það þyki sjálfsagður hlutur að fyrsti þingmaður Reyk- víkinga skuli víkja fyrir einhverj- um öðrum? Ég myndi segja að fyrstu þingmenn í kjördæmunum yfirleitt væru þeir sem nytu mests trausts kjósenda. Or þeirra hópi hlýtur því ráðherraliðið fyrst og fremst að koma, á hvaða tíma sem er.“ — Nú er Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, einmitt fyrsti þingmaður Suður- landskjördæmis. Uppfyllir hann ekki þar með þau skilyrði sem þarf til ráðherradóms að þínu mati? „Að sjálfsögðu tel ég eðlilegt að fyrsti þingmaður kjördæmis Sunnlendinga hafi alla möguleika á því að verða ráðherra, þó það sé ekki algild regla. Hitt er svo ann- að mál að það er sjálfsagt að formaður Sjálfstæðisflokksins sé ráðherra. Aðstæður höguðu því hins vegar svo til að Þorsteinn Pálsson kom inn sem formaður flokksins við afbrigðilegar að- stæður, þ.e.a.s. þar sem ríkis- stjórnin hafði verið kosin, sú rík- isstjórn sem enn situr við völd. Það er vandamá! okkar í flokknum í dag, og þess vegna situr hann ekki i þessari rikisstjórn. Hefði Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði haldinn áður en ríkisstjórn- in var mynduð, þá hefði formaður flokksins að sjálfsögðu myndað þá ríkisstjórn sem mynduð var, ásamt formanni Framsóknar- flokksins." Tel mig njóta sama trausts kjósenda og ég gerði — Heldur þú að þú njótir sama trausts kjósenda í Reykjavík og þú gerðir við síðasta prófkjör Sjálf- stæðisflokksins? „Miðað við aðsókn í viðtalstím- um mínum, og miðað við viðbrögð fólks sem ég hitti á götunni, þá tel ég mig njóta ekki minna trausts heldur en þá. Viðtalstímarnir sem hafa verið hér hjá forverum mín- um, hafa kannski byrjað einhvern tíma á milli kl. 10 og 11 og hafa staðið í klukkutíma. Hjá mér byrja þeir klukkan 7 á miðviku- dagsmorgnum og standa þar til Alþingi byrjar kl. 2. Þar fyrir utan er straumur til mín af fólki dag- lega, allt frá því snemma á morgn- ana og fram yfir þingfundi." Ég er og verð fyrir- greiðslupólitíkus — Ertu þá þessi dæmigerði fyrirgreiðslupólitíkus? „Alveg tvímælalaust. Ég er ekk- ert minni fyrirgreiðslupólitíkus hér í ráðuneytinu en ég var sem borgarfulltrúi, eða þingmaður. Ég verð alltaf fyrirgreiðslupólitíkus, á því verður engin breyting. Ég loka aldrei hurðinni á skrifstof- unni minni — hér getur starfsfólk sem fólk af götunni gengið inn, það skiptir engu fyrir mig hvort ég er ráðherra eða ekki ráðherra." — Ef þú eyðir svona miklu af tíma þínum í að sinna þörfum ein- staklinga — verður þá þjóðarbúið ekki útundan hjá fjármálaráð- herra? „Ekki hef ég orðið var við að svo væri. Ég er yfirleitt fljótur að átta mig á þeim erindum sem mér ber- ast, og fljótur að afgreiða þau frá mér. Eg afgreiði alltaf öll erindi sem ég á möguleika á með já- kvæðu svari — þér er óhætt að trúa því að ég segi ekki nei, nema ég megi til. En það er því miður nokkuð oft, sem ég má til með að segja nei.“ Flokkurinn verður að vera samstarfshæfur — Svo við snúum okkur örlítið að flokksmálum. Er eining í Sjálf- stæðisflokknum f dag, að þínu mati? „Ég held að sú sundrung, sem var, sé miklu minni í dag. Eg get ekki sagt að maður verði mikið var við hana, að öðru leyti en því að það eru ekki allir sjálfstæðis- menn sáttir við að vera í stjórnar- samstarfi með Framsóknar- flokknum. Það er ekki minni hóp- ur sem hefði ekki sætt sig við stjórnarsamstarf við aðra flokka, þannig að óánægja eða sundrung vegna stjórnarsamstarfs yrði allt- af fyrir hendi, alveg sama með hverjum við störfuðum í ríkis- stjórn. Sjálfst * ðisflokkurinn verður hins vegar að átta sig á því, að á meðan hann ekki hefur hrein- an meirihluta, verður hann að vera samstarfshæfur í stjórn." — Hvernig tekst að þínu mati til með framkvæmd sjálfstæðisst- efnunnar í þessari ríkisstjórn? „Ég held að hún takist vel. Við verðum að átta okkur á því að við getum ekki ætlast til þess í stjórn- arsamstarfi við aðra flokka, að okkar sjálfstæðisstefna nái í einu og öllu fram að ganga, án tillits til þeirra sem við störfum með. Sjálfstæðisstefnan nær að mörgu leyti fram að ganga, vegna þess að við erum í stjórnaraðstöðu, en hún myndi líða á öllum sviðum, ef við værum utan stjórnar. Við náum verulegum hluta af okkar stefnu fram, enda er það svo að við erum með 6 ráðherra af 10 og þar að auki erum við með öll útgjalda- ráðuneytin, sem eru ábyrgðar- mestu ráðuneytin. 80 til 86% út- gjalda ríkisins eru í höndum ráð- herra sjálfstæðismanna." — Ertu þá ánægður með stjórnarsamstarfið við Framsókn- arflokkinn? Ekkert yfir stjórnar- samstarfinu að kvarta „Já, samstarfið við Framsókn- arflokkinn hefur verið mjög gott, og ekkert yfir því að kvarta. Það verður að segjast eins og er að áróðurinn gegn stjórninni, sem hefur verið mjög neikvæður, hefur yfirgnæft störf stjórnarinnar og það sem vel hefur verið gert.“ — Albert, þú varst iðulega tal- inn einskonar tákn einkafram- taksins, áður en þú tókst sæti í ríkisstjórn. Gagnrýnendur þínir segja nú margir hverjir, að þú sért orðinn forstokkaður kerfiskarl, sem haldir stíft í rikisrekstur og viljir í engu sleppa tökum á þeim fyrirtækjum sem á einn eða annan hátt heyra undir fjármálaráðu- neytið og hafa þá hlutabréf ríkis- ins í stórfyrirtækjunum Flugleið- um og Eimskip helst verið nefnd sem dæmi. Hverju svarar þú svona gagnrýni? „Þetta er nú bara þveröfugt við raunveruleikann. Ég veit ekki bet- ur en það hafi verið mín tillaga að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.