Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985
5
Helgi Krist-
jánsson bif-
reiðastjóri
látinn
HRLGI Kristjánsson, bifreiðastjóri,
Stórholti 26, Reykjavík, lést í Landa-
kotsspítalanum 21. mars sl. 82 ára
að aldri. Helgi fæddist á Högnastöð-
um í Þverárhlíð í janúar 1903 og
fluttist 1904 að Grísatungu í Staf-
holtstungum ásamt foreldrum sín-
um, Þuríði Helgadóttur og Kristjáni
Kristjánssyni bónda. Þar bjó fjöl-
skyldan til ársins 1915, en þá fluttist
hún til Borgarness. Þau hjón eignuð-
ust tólf börn.
Helgi bjó í Reykjavík frá árinu
1926 og starfaði hjá Eimskipafé-
lagi íslands í um fjörutíu ár. Hann
var einn elsti og kunnasti vöru-
bifreiðastjóri í Reykjavík og heið-
ursfélagi Vörubifreiðastöðvarinn-
ar Þróttar. Hann var í fimleika-
og glímuflokki íþróttafélagsins
Ármanns um árabil.
Helgi var kvæntur Rögnu Ingi-
mundardóttur og eignuðust þau
hjón fjóra syni og lifa þrír föður
sinn, ásamt móður þeirra.
Helgi Kristjánsson
Ferskur fiskur flugleiðis til Bandaríkjanna:
Hundrað tonn send
utan á einni viku
„Á EINNI viku flytjum við rúmlega
hundrað tonn af ferskum fiski flug-
leiðis til Bandaríkjanna og ég veit
ekki til að jafn mikið magn hafí fyrr
verið flutt á þann hátt á jafn skömm-
um tíma,“ sagði Sigtryggur Jónsson,
fulltrúi íslensk-ameriska fíutninga-
félagsins Cosmos, dótturfyrirtækis
Hafskips, í samtali við blaðamann
Mbl. „Á miðvikudaginn fóru rúm-
lega 30 tonn með Cargolux-vél til
San Francisco á vesturstönd Banda-
ríkjanna, á mánudagsmorguninn
verða væntanlega fíutt 43 tonn til
Boston á austurströndinni og næsta
miðvikudag fara önnur þrjátíu tonn
til San Francisco.“
Cargolux hefur undanfarnar
vikur farið vikulegar ferðir með
ferskan, íslenskan fisk á markaði
vestra en á mánudagsmorguninn
kemur hingað til lands leiguflug-
vél af gerðinni DC-8-63, sem mun
flytja 43 tonn af ferskum fiskflök-
um á markað í Boston. Uppistaðan
í farminum er ýsa, að því er Sig-
tryggur sagði. Seljendur fisksins
eru þrír: Fiskafurðir, tslenska um-
boðssalan og Triton.
Þetta er í annað sinn frá ára-
mótum, sem leiguflugvél er fengin
frá Bandaríkjunum til að flytja
ferskfisk frá íslandi. Reiknað er
með að bandaríska vélin verði
komin vestur á mánudagskvöld og
að fiskflökin verði komin á fisk-
markaði í Boston og nágrenni
snemma á þriðjudagsmorguninn.
„Ferðin til Ind-
lands“ sýnd í
Regnboganum
Kvikmyndahúsið Regnboginn er
nú að befja sýningar á stórmyndinni
„A Passage to lndia“ eða „Ferðin til
Indlands“. Myndin er ensk, gerð af
John Bradbourne og Richard Good-
win, en byggð á sögu eftir E.M. For-
ster. Leikstjóri er David Lean.
Með aðalhlutverk fara Peggy
Ashcroft, Judy Davis, James Fox,
Alec Guinness, Nigel Havers og
Victor Banerjee.
Söguþráðurinn hefst á því er
ung ensk hefðarkona kaupir far-
miða til Indlands og rekur þá aug-
un í mynd af hinum frægu Marar-
hellum. Hún ákveður að sjá þessa
frægu hella á Indlandi, en sú
ákvörðun á eftir að verða henni
örlagarík.
BHM-ráðstefna:
Er þörf á
stjórnkerfis-
breytingu?
„ER ÞÖRF á stjórnkerfisbreyt-
ingu?“ er yfirskrift ráðstefnu, sem
Bandalag háskólamanna gengst
fyrir í dag, laugardag.
Á ráðstefnunni verður leitast
við að sýna fram á, að unnt sé að
ná aukinni virkni með minni til-
kostnaði með tilteknum breyting-
um í stjórnkerfi og endurskoðun á
verkaskiptingu milli rikis, ríkis-
stofnana, sveitarfélaga og ann-
arra aðila, að því er segir í frétta-
tilkynningu frá BHM.
Ráðstefnan hefst kl. 10.00 í
ráðstefnusal Hótels Loftleiða og
henni lýkur um kl. 17.
Málverkasýn-
ing á Akureyri
IÐUNN Ágústsdóttir listmálari
heldur málverkaSyningu á Akur-
eyri um helgina, þ.e. 23. og 24
marz í garðyrkjustöðinni Vín.
Á sýningunni eru 29 verk unnin
í olíu og pastel. ÖIl ern verkin til
sölu.
TÆKNILEGAR UPPLYSINGAR:
Vél: 4 cyl, OHC, 12 ventla, þverstæö.
Sprengirými: 1500 cc.
Hestöfl: 85 DIN/6000 RPM.
Gírar: 5.
Snerpa 0—100 km/k. 9,7 sek.
Sóllúga.
Sport — Bólstruö sæti.
Margstillanleg aftursæti.
Veltistýri.
Litaðar rúöur o.m. fleira.
SERSTAKT MARSTILBOÐ
VERÐ AÐEINS
KR. 399.800.
2-door Hatchback
SPORT
OPIÐ LAUGARDAG 1—5
Á ÍSLANDI, VATNAGÖRDUM 24, SÍMI 38772, 39460
atrzn
REYNSLU í FORMÚLU í KAPPAKSTRI OG ÚTFÆRIR SNERPU OG AKSTURSEIGINLEIKA í ÞENNAN FRÁBÆRA BÍL.
SVONA EKUR ÞÚ H0NUM
SVONA LÍTUR HANN ÚT
HINN NÝI HONDA CIVIC BRÝTUR SVO SANNARLEGA HEFÐBUNDNAR LEIÐIR í HÖNNUN. HÉR NÝTIR HONDA FENGNA