Morgunblaðið - 23.03.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.03.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 5 Helgi Krist- jánsson bif- reiðastjóri látinn HRLGI Kristjánsson, bifreiðastjóri, Stórholti 26, Reykjavík, lést í Landa- kotsspítalanum 21. mars sl. 82 ára að aldri. Helgi fæddist á Högnastöð- um í Þverárhlíð í janúar 1903 og fluttist 1904 að Grísatungu í Staf- holtstungum ásamt foreldrum sín- um, Þuríði Helgadóttur og Kristjáni Kristjánssyni bónda. Þar bjó fjöl- skyldan til ársins 1915, en þá fluttist hún til Borgarness. Þau hjón eignuð- ust tólf börn. Helgi bjó í Reykjavík frá árinu 1926 og starfaði hjá Eimskipafé- lagi íslands í um fjörutíu ár. Hann var einn elsti og kunnasti vöru- bifreiðastjóri í Reykjavík og heið- ursfélagi Vörubifreiðastöðvarinn- ar Þróttar. Hann var í fimleika- og glímuflokki íþróttafélagsins Ármanns um árabil. Helgi var kvæntur Rögnu Ingi- mundardóttur og eignuðust þau hjón fjóra syni og lifa þrír föður sinn, ásamt móður þeirra. Helgi Kristjánsson Ferskur fiskur flugleiðis til Bandaríkjanna: Hundrað tonn send utan á einni viku „Á EINNI viku flytjum við rúmlega hundrað tonn af ferskum fiski flug- leiðis til Bandaríkjanna og ég veit ekki til að jafn mikið magn hafí fyrr verið flutt á þann hátt á jafn skömm- um tíma,“ sagði Sigtryggur Jónsson, fulltrúi íslensk-ameriska fíutninga- félagsins Cosmos, dótturfyrirtækis Hafskips, í samtali við blaðamann Mbl. „Á miðvikudaginn fóru rúm- lega 30 tonn með Cargolux-vél til San Francisco á vesturstönd Banda- ríkjanna, á mánudagsmorguninn verða væntanlega fíutt 43 tonn til Boston á austurströndinni og næsta miðvikudag fara önnur þrjátíu tonn til San Francisco.“ Cargolux hefur undanfarnar vikur farið vikulegar ferðir með ferskan, íslenskan fisk á markaði vestra en á mánudagsmorguninn kemur hingað til lands leiguflug- vél af gerðinni DC-8-63, sem mun flytja 43 tonn af ferskum fiskflök- um á markað í Boston. Uppistaðan í farminum er ýsa, að því er Sig- tryggur sagði. Seljendur fisksins eru þrír: Fiskafurðir, tslenska um- boðssalan og Triton. Þetta er í annað sinn frá ára- mótum, sem leiguflugvél er fengin frá Bandaríkjunum til að flytja ferskfisk frá íslandi. Reiknað er með að bandaríska vélin verði komin vestur á mánudagskvöld og að fiskflökin verði komin á fisk- markaði í Boston og nágrenni snemma á þriðjudagsmorguninn. „Ferðin til Ind- lands“ sýnd í Regnboganum Kvikmyndahúsið Regnboginn er nú að befja sýningar á stórmyndinni „A Passage to lndia“ eða „Ferðin til Indlands“. Myndin er ensk, gerð af John Bradbourne og Richard Good- win, en byggð á sögu eftir E.M. For- ster. Leikstjóri er David Lean. Með aðalhlutverk fara Peggy Ashcroft, Judy Davis, James Fox, Alec Guinness, Nigel Havers og Victor Banerjee. Söguþráðurinn hefst á því er ung ensk hefðarkona kaupir far- miða til Indlands og rekur þá aug- un í mynd af hinum frægu Marar- hellum. Hún ákveður að sjá þessa frægu hella á Indlandi, en sú ákvörðun á eftir að verða henni örlagarík. BHM-ráðstefna: Er þörf á stjórnkerfis- breytingu? „ER ÞÖRF á stjórnkerfisbreyt- ingu?“ er yfirskrift ráðstefnu, sem Bandalag háskólamanna gengst fyrir í dag, laugardag. Á ráðstefnunni verður leitast við að sýna fram á, að unnt sé að ná aukinni virkni með minni til- kostnaði með tilteknum breyting- um í stjórnkerfi og endurskoðun á verkaskiptingu milli rikis, ríkis- stofnana, sveitarfélaga og ann- arra aðila, að því er segir í frétta- tilkynningu frá BHM. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 í ráðstefnusal Hótels Loftleiða og henni lýkur um kl. 17. Málverkasýn- ing á Akureyri IÐUNN Ágústsdóttir listmálari heldur málverkaSyningu á Akur- eyri um helgina, þ.e. 23. og 24 marz í garðyrkjustöðinni Vín. Á sýningunni eru 29 verk unnin í olíu og pastel. ÖIl ern verkin til sölu. TÆKNILEGAR UPPLYSINGAR: Vél: 4 cyl, OHC, 12 ventla, þverstæö. Sprengirými: 1500 cc. Hestöfl: 85 DIN/6000 RPM. Gírar: 5. Snerpa 0—100 km/k. 9,7 sek. Sóllúga. Sport — Bólstruö sæti. Margstillanleg aftursæti. Veltistýri. Litaðar rúöur o.m. fleira. SERSTAKT MARSTILBOÐ VERÐ AÐEINS KR. 399.800. 2-door Hatchback SPORT OPIÐ LAUGARDAG 1—5 Á ÍSLANDI, VATNAGÖRDUM 24, SÍMI 38772, 39460 atrzn REYNSLU í FORMÚLU í KAPPAKSTRI OG ÚTFÆRIR SNERPU OG AKSTURSEIGINLEIKA í ÞENNAN FRÁBÆRA BÍL. SVONA EKUR ÞÚ H0NUM SVONA LÍTUR HANN ÚT HINN NÝI HONDA CIVIC BRÝTUR SVO SANNARLEGA HEFÐBUNDNAR LEIÐIR í HÖNNUN. HÉR NÝTIR HONDA FENGNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.