Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Meira barnaefni Jói hringdi: Hvernig væri nú að sýna meira barnaefni í sjónvarpinu? Til dæm- is veit ég að Steinaldarmannanna er sárt saknað en þeir eru nú sýndir við miklar vinsældir f danska sjónvarpinu. Gamla dýra- lífsþætti Móðir telur það félagslega þroskandi fyrir börn að dvelja hluta dagsins á leikskólum innan um önnur börn. Einn utan af landi hringdi: Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir dýralífsmyndir og þættina Lifandi heimur. Mætti sýna meira af slíku efni og þá jafnvel eitthvað um ferskvatnsfiska. Hvernig væri svo að sýna gamla dýralífsþætti, þeir standa alltaf fyrir sínu. Strákur mslir með því að sýndir verði fleiri dýralífsþsttir í sjónvarp- inu, Ld. um ferskvatnsfiska. Öll mál hafa tvær hliðar Ásdís, Hafnarfirði, skrifar: Þriðjudaginn 26. febrúar skrif- ar Rannveig í Garðabæ í Velvak- anda greinarkorn um ferða- skrifstofur. Fannst mér hún ósanngjörn. Við hjónin höfum oftar en einu sinni notið góðrar þjónustu hjá Samvinnuferðum- Landsýn, síðast í fyrrasumar. Fórum við þá til Júgóslavíu í sumarfrí og millilentum í Amst- erdam en vegna breytinga á flugi til Júgóslaviu varð biðin í Amst- erdam lengri en gert hafði verið ráð fyrir. Þá kom fararstjóri S-L, Geir- þrúður að nafni, og bauð öllum hópnum í mat á hóteli og sigl- ingu um síkin á eftir. Síðan skil- aði hún okkur aftur í tæka tíð fyrir flugið og var allt þetta á kostnað ferðaskrifstofunnar. Fyrsta sunndaginn sem sumaráætlun S-L var kynnt var örtröð í Austurstræti. Skemmt- unina veit ég ekkert um því þangað fór ég ekki. Ég hef ekkert út á Útsýn að setja en öll mál hafa tvær hliðar og sitt sýnist hverjum. Svo langar mig að benda á mjög lipra og góða þjón- ustu hjá skrifstofu Samvinnu- ferða-Landsýnar sem opnuð var hér í Hafnarfirði í fyrrasumar. ■ Leikskólar ekki geymslupláss Þriggja barna móðir skrifar: í þættinum Setið fyrir svörum með Davíð Oddssyni fyrir skömmu var borgarstjóri spurður að því hvort ekki væri þjóðhags- lega hagkvæmt að byggja fleiri dagheimili og færri leikskóla, þar sem mæður barna á leikskólum væru hvor eð er heimavinnandi og gætu fullvel pássað börnin sín sjálfar. Ég er heimavinnandi húsmóðir með eitt barna minna á leikskóla. Ég er algerlega á móti því að litið sé á leikskóla sem geymslupláss til að losna við krakkana i nokkra tíma á dag, heldur er það félags- lega þroskandi fyrir þau að vera innan um önnur börn. Við erum fimm í rúmlega 60 fermetra íbúð og ekki er mikið leikplássið auk þess sem við höfum ekki garð fyrir utan húsið þar sem hægt væri að leika sér. Þátturinn verði endurfluttur Elín Sigurðardóttir hringdi: Mig langar að spyrja forráða- menn ríkisútvarpsins, rás 2, hvort ekki sé hægt að endurflytja þátt- inn um stríðsárin sem var á dagskránni fimmtudaginn 14. marz sl. Hann var þá kl. 23 og finnst mér það fullseint, sérstak- lega þar sem eldra fólk vill fara snemma í háttinn. Éf ósk min verður tekin til greina væri þvi jafn áskjósanlegt ef þátturinn væri hafður fyrr um kvöldið en síðast. Saga lífsins Eftirfarandi bréf hefur verið stytt nokkuð, þar sem sumar setn- ingar í því voru ekki prenthæfar: Tómas Davíð Björnsson, Bakkakoti, Reykjavík 109, svar- ar Jóni V. Jenssyni: „Þegar vitur maður á í þrætumáli við afglapa, þá reiðist hann eða hlær, en hvíld fæst engin. Blóðvargarnir hata hinn ráðvanda, en réttvísir menn láta sér annt um líf hans. Reiðigjarn maður vekur deilur en bráðlyndur maður drýgir marga synd. Réttlátur meður kynnir sér málefni hinna lítil- mótlegu, en óguðlegur maður hirðir ekkert um að kynna sér það.“ Orðskv. En nú langar mig að spyrja íslensku þjóðina: Hversu lengi viljið þið sem lesið dagblöðin horfa á aðgerðalaus að þessi maður, sem nefnir sig guðfræð- ing, ofsæki það fólk sem reynir að koma þessum ólánsömu mæðrum til hjálpar og vernda þær frá grjótkasti og árásum. Orðskv. 15,28. Eins og JVJ túlkar kenningu Biblíunnar á Jesús að hafa sagt: „Látið öll fóstur koma til mín og hindrið þau ekki í að hlusta á mig! (Því að hver, sem ekki tekur á móti guðsriki eins og fóstur, mun alls eigi inn í það kornast.)" Og Jakob á að hafa skrifað: „Hrein og flekklaus guð- rækni fyrir Guði og Föður er þetta, að vitja ekki munaðar- lausra og ekkna í þrengingum þeirra, og hirða ekki (aldrei) um velferð og líf móðurinnar, aðeins um fóstrið og bara um fóstrið. Ég heimta samúð með fóstrinu, hinni fullkomnu lífveru." JVJ virðist það vera mikið kappsmál að endurskrifa sjálfa Biblíuna — Guðs orð — eftir sínu eigin höfði, eins og margir aðrir á undan honum hafa verið að rembast við. Eða er þetta kannski byrjunin á ofsóknum á hendur kristinna manna í þessu landi? Gáið að því í Markús, 13,3—13. Því Jesús varaði okkur við: „Hafi þeir ofsótt mig fyrir kenningar mín- ar, þá munu þeir líka ofsækja yður. Vei yður, fræðimenn og Farísear, þér hræsnarar! Þér gjaldið tíund af launum yðar en skeytið eigi um það, sem mikil- vægara er í lögmálinu: Réttvís- ina og miskunnsemi og trú- mennskuna. Vei yður, fræði- menn og Farísear, blindir leið- togar! Þér lokið himnaríki fyrir mönnum, því að þér gangið þar eigi inn og leyfið eigi heldur þeim inn að komast, er ætla inn að ganga. Þér höggormar, þér nöðru-afkvæmi, hvernig ættuð þér að geta umflúið dóm helvít- is?“ Matteus, 23,1—36. „Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir; því að með þeim dómi, sem þér dæmið, verð- ið þér dæmdur,“ Matteus, 7,1—5. P.S. Þann 18. febrúar horfði ég á fræðsluþátt í sjónvarpinu þar sem milljónir lifandi sæðis- fruma voru þegar „deydd" í kviði konunnar og var það nefnt fjöldamorð. Með hvaða lögum ætlar JVJ nú að koma í veg fyrir þennan óhugnað (konunnar)? Ég er þess fullviss að hann mun ekki deyja ráðalaus. Eins og kom greinilega fram í lokaorðum í þættinum hófst nýja lífið ekki fyrr en barnið hafði fæðst. Þetta er saga lífsins. Nýr heimurklnverskra kræsinga ÁShanghai framreiðum við fleira en steikt hrísgrjón og vorrúllur. Shanghai veitingastaðurinn í kjallaranum á Laugavegi 28. TILBOÐSVERD KR. 250, Opið kl. 10—16 TILBOÐ BÓKAMARKAÐUR FÉL. ÍSL. BÓKAÚTGEFENDA í VÖRUMARKAÐNUM EIÐISTORGI Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.