Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Frá fundi Bsjarstjórnar Hafnarfjarðar og starfsfólks BÚH sl. fímmtudag. Einar Ingi Halldórsson bæjarstjóri er í ræðustól. Morgunbiaðift/Friðþjófur Heíldarskuldir BÚH nema tæpum hálfum milljarði BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hélt fund með starfsfólki Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar sl. fímmtudag. Árni Grétar Finns- son, forseti bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar, sagði rið upphaf fund- arins að til hans hefði verið boð- að til að gera grein fyrir stöðu mála BÚH, eftir að endanlegar niðurstöður lægju fyrir. 112,6 millj. kr. tap Einar Ingi Halldórsson, bæjar- stjóri, fór síðan í gegnum reikn- ingana með fundarmönnum. í máli hans kom m.a. fram að tekj- ur milli áranna 1983 og 1984 hafa hækkað um 7,8 milljónir eða um 4,4%. Rekstrargjöld án afskrifta hafa hins vegar hækkað um 22,4 milljónir eða um 13,7%. Afskriftir hækka um 18 milljónir króna, eða 62%. Tap á rekstri fyrirtækisins án fjármagnskostnaðar er 45,3 millj- ónir. Þarna hefur orðið mikil breyting á, því árið 1983 var tapið 12,7 milljónir en árið 1982 var 9,8 milljón króna hagnaður. Þegar til- lit hefur verið tekið til fjarmagns- kostnaðar er heildartapið 112,6 milljónir, hátt í 10.000 kr. á hvern bæjarbúa. Einar Ingi sagði að i reikning- unum kæmi fram að veltufjár- munir eru aðeins 43% af skamm- tímaskuldum og vantar þá um 146 milljónir til þess að viðunandi greiðsluhæfi náist. Hann sagði að þessi tala segði þó ekki alla sög- una, þar sem skuldbindingar fyrirtækisins fyrir 1985 eru um 185 milljónir króna með vanskil- um o.fl. Þessi upphæð er svipuð og heildartekjur fyrirtækisins voru árið 1984, en þá vantar allt fjár- magn til þess að greiða laun og annan rekstrarkostnað. Skuldir nema tæpum hálfum milljarði Heildarskuldir fyrirtækisins eru 477,7 milljónir, sem nemur um 36.000 kr. á hvern bæjarbúa, og þar af eru langtímalán 288,6 millj- ónir sem lítið hefur verið borgað af á síðasta ári. Vanskil á lang- tímaskuldum einum eru 60,4 millj- ónir. Vextir af þeirri fjárhæð eru um 2,5 milljónir í hverjum mán- uði. Skuldir við viðskiptaaðila um áramót voru a.m.k. 40 milljónir. Þessum miklu upphæðum fylgir gifurlegur fjármagnskostnaður eða 67,3 milljónir nettó, sem er um 14,1% af heildarskuldum um sið- ustu áramót. Eignir fyrirtækisins eru sam- tals 377,7 milljónir eða um 100 milljónum minni en skuldir. Tog- ararnir eru bókfærðir á fram- reiknuðu upphaflegu kaupverði að frádregnum afskriftum. Bókfært virði þeirra eru 130,6 milljónir. Húftryggingarverð Júní er 116,6 milljónir, Apríl %,6 milljónir og Maí 83,3 milljónir kr. Þetta mat er miðað við gott ástand togaranna, en fyrir liggur að framkvæma þarf kostnaðarsamar viðgerðir á skipunum. Mismunur þarna á milli er 165,9 milljónir. Þarna verður að hafa í huga að húftrygg- ingarverðið virðist hærra en verð það sem fengist hefur við sölur togara að undanförnu. Framreiknað framlag Hafnar- fjarðarbæjar frá 1973—1984 er 97,6 milljónir króna. Framlag bæjarins árið 1984 var 14,3 millj- ónir. Útgerðarfélag Hafn- fírðinga hf. Síðan sagði bæjarstjóri að stefnt hefði verið að því að hefja starfsemi Útgerðarfélags Hafn- firðinga hf. þann 15. mars sl. en ýmislegt hafi komið upp sem rask- að hefði þessari ákvörðun stjórn- arinnar. í fyrsta lagi kom í ljós þegar ársreikningar voru lagðir fram í síðustu viku að tap á rekstrinum var mun meira og rekstrarstaða fyrirtækjanna verri en áætlað hafði verið fyrir jól, þegar undir- búningur að stofnun UH stóð yfir. Þá var reiknað með að tap BÚH væri um 58,8 millj. Eins hafa vanskil fyrirtækisins reynst meiri. Það er talið að ekki sé endanlega hægt að ganga frá kaupsamningum og yfirtöku fyrr en árangur af tilraunum til skuldbreytinga á langtímalánum og samningar við viðskiptaaðila liggja fyrir. „Það er borin von að þetta nýja fyrirtæki geti risið undir þessum skuldum og er því nauðsynlegt að samningar fari fram um fram- lengingar lána og er verið að vinna að því núna. En stórir við- skiptaaðilar og viðskiptabanki eru ekki reiðubúin að veita frekari fyrirgreiðslu að sinni. Þann 20. mars sl. var lögð fram úttekt á ástandi skipanna. í Ijós hefur komið að ástand þeirra er mun verra en talið hafði verið. Kostnaður við viðgerðir og endur- bætur á skipunum er áætlaður um 40 millj. kr. Greiðslur fyrir afurðir BÚH sem afskipað hefur verið undan- farna mánuði, hafa gengið upp í veðsetningar og ekki skilað út- gerðinni rekstrarfé svo nokkru nemi.“ Rekstur ÚH hefst ekki á næstunni Að lokum sagði Einar Ingi Hall- dórsson: „Þeir sem um þessi mál hafa fjallað telja að það sé borin von að rekstur geti hafist hjá ÚH hf. fyrr en árangur af tilraunum til skuldbreytinga á iangtímalán- um liggur fyrir. Það verður að semja við banka og viðskiptaaðila, útvega rekstrarfé og gera við skip- in. Nýráðinn framkvæmdastjóri ÚH hf. og stjórn þess telja að þessi atriði þurfi að liggja fyrir áður en hann tekur við rekstrin- um. Því var ekki talið tímabært að ganga frá samningum um ráðn- ingu starfsfólks í síðustu viku. Ekki er hægt á þessu stigi að nefna neina tímasetningu á þvi hvenær rekstur hefst, en það tek- ur ekki skemmri tíma en 2—3 mánuði. En það er von okkar að það taki sem allra skemmstan tírna." „Illa rekin bæjarút- gerð eða alls engin“ Sigurður T. Sigurðsson, varafor- maður Verkamannafélagsins Hlíf- ar, tók næstur til máls. Hann gerði að umtalsefni Bæjarútgerð Reykjavíkur og að þar sé nú talað um að fjárhagur fari batnandi. „Á sama tíma er hér talað um tvennt," sagði Sigurður, „og það er illa rekin bæjarútgerð eða alls engin bæjarútgerð. Það gefur augaleið að fyrirtæki sem aðeins er starfrækt 7 mánuði á ári getur ekki skilað hagnaði." Sigurður bar fram þá spurningu hve mikill kostnaður það væri á dag að láta togara liggja aðgerðarlausan í höfn. Sigurður sagði að það hefði ver- ið ákveðið í mars á síðasta ári að athuga fjárhag BÚH, en engin gögn um' málið hafi borist fyrr en í október. Sigurður lagði fram ýmsar spurningar í lokin. Hann vildi fá svör við því hvers vegna BÚH þyrfti að hætta, þegar hægt væri að halda uppi bæjarútgerð í Reykjavík. Hann sagði að fólkið sem misst hafi atvinnu sína virtist gleymt. Því var vísað frá störfum vegna hráefnisskorts í október. Síðan var unnið í 20 daga í byrjun ársins og miðuðust tekjur fólksins við þetta. Þessu fólki hafi alltaf verið gefin von um atvinnu. í framhaldi af þessu spurði Sigurð- ur hvað myndi gerast ef ekki seld- ust hlutabréf í nýja fyrirtækinu og ef þau myndu ekki seljast, hvort togararnir færu þá úr bæn- um. Umframfjárfesting Sigurður Þórðarson, fyrrver- andi formaður Útgerðarráðs Hafnarfjarðar, steig næstur í ræðustól. Hann gerði að umræðu- efni að fyrir áramót hafi verið lagt fram yfirlit frá 3. des. sl. þar sem kom fram að heildarskuldir hafi verið 495,6 millj. Síðan var sent til samþykktar í bæjarstjórn plagg þar sem kom fram að skuld- irnar væru 523 milljónir, en nú væru þær 477,7 millj. Svo segðu menn nú að þeir hafi ekki séð fyrir þann fjárhagsvanda sem fyrir- tækið á við að etja. Sigurður las síðan upp bréf sem hann fékk að eigin ósk frá banka- stjóra Útvegsbankans svohljóð- andi: „Samkvæmt beiðni yðar skal það staðfest að afurðalán Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar við bank- ann eru nú sem næst í eðlilegu hlutfalli af verðmæti birgða." „Þessu birgðamáli er því lokið," sagði Sigurður að lokum og sagð- ist vera tilbúinn að ræða þetta mál við bæjarráð Hafnarfjarðar, þó ekki þarna á fundinum. Eftir þetta yfirgaf hann fundinn. Góðvilji dugar ekki til Árni Grétar Finnsson, forseti bæjarstjórnar, sagði að bæjar- stjórnin hafi alltaf verið reiðubúin að láta verulega fjárhæð af hendi til reksturs BÚH, en nú hefði hún ekki bolmagn til þess að koma fyrirtækinu aftur af stað. Hann sagði að góðvilji einn dygði ekki til og væri nú ljóst að nýja fyrirtæk- inu yrði ekki ýtt úr vör fyrr en samningar hefðu tekist um van- skil. Einnig kom fram hjá Árna að áform um að leita eftir hlutafé hjá bæjarbúum væru óbreytt. Það væri ljóst að ÚH gæti ekki farið af stað án þess að fá nýtt fjármagn og eignastaða þess verði rétt af. Árni Grétar sagði að ekkert sæi enn fram úr vandanum. Vegna ummæla Sigurðar Þórð- arsonar um umframveðsetningu á birgðum sagði Árni að komið hefði ófullkomið svar frá Útvegsbank- anum og hefði verið farið fram á ítarlegri útskýringar. Að síðustu sagði Árni Grétar að gífurlegt átak þyrfti til þess að rekstur nýja fyrirtækisins gæti hafist og vildi hann ekki gefa fólki neinar tál- vonir. Vilhjálmur G. Skúlason stjórn- armaður í Útgerðarfélagi Hafn- firðinga svaraði spurningu Sig- urðar T. Sigurðssonar um hvað kostaði að láta togara standa að- gerðarlausan í höfn. Hann taldi að sá kostnaður næmi milljónum króna á mánuði. Vilhjálmur sagði að sér fyndist einkennilegt að sumir verkalýðs- foringjar hefðu barist gegn því að bæjarbúar keyptu hlutabréf í Út- gerðarfélagi Hafnfirðinga. Að lok- um sagði hann að ekkert gagn yrði í að fá skuldbreytingar nema þær væru til 10—15 ára. örn ólafsson vélstjóri hvatti menn til þess að flýta útreikning- um svo hægt yrði að hefja störf sem fyrst. Verkafólki gefnar gyllivonir Guðríður Eliasdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar, sagði að nú væri svo komið að margt fólk hefði ekki lengur fyrir mat. Hún sagði að fólki hefðu verið gefnar gyllivonir m.a. með því að segja að það yrði ráðið til vinnu 10. mars sl. og húsið opnað um miðjan mánuðinn. Guð- ríður sagði að vissulega væru erf- iðleikar hjá mörgum fyrirtækjum, en þau reyndu að halda höfði og hafa vinnu fyrir sitt fólk. Síðan lagði hún fram fyrirspurn um það hvort bærinn myndi gefa fólki frest á greiðslu gjalda, þar til ástandið batnaði hjá því. Markús Á. Einarsson, bæjar- fulltrúi, harmaði að verkalýðsfor- ystan kæmi aðeins fram með gagnrýni en engar hugmyndir um úrbætur. Hann sagði að nýja fyrirtækið yrði að byrja frá byrj- un, á heilbrigðum grunni. Hann sagði að ef verkalýðsfélögin legðu þessu máli lið myndu ýmis fyrir- tæki leggja fram sinn skerf til ÚH. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, tók til máls. Hann sagði að svo virtist sem bæj- arstjórnin vildi koma sökinni á verkalýðsforystuna, en spurði jafnframt hvort það væri fólkinu að kenna að svona hafi farið. Hann hvatti menn til að reyna að koma skipunum á flot og sagði jafnframt að þeir sem hefðu tekið þá ákvörðun að stöðva rekstur BÚH bæru ábyrgðina gagnvart þeim sem eru atvinnulausir. Hörður Zóphaníasson, stjórnar- maður í ÚH, sagði að ekki mætti missa þetta tækifæri, sem nýja fyrirtækið er. Hann sagði að það yrði að tryggja því framtíðar- stöðu. Að vísu væri greiðslustaðan erfið, en það væru örugglega til einhverjar leiðir til úrbóta og kvaðst hann myndi leggja sig all- an fram til að leita þeirra. Árni Grétar Finnsson svaraði Guðríði og sagði að bæjarsjóður hefði veitt fólki greiðslufrest m.a. vegna tekjutaps. Hann sagði að mestu mistökin hefðu verið að reka BÚH svo lengi í svo slæmu ástandi. En hann sagði að alltaf hafi verið haldið í vonina að hlutirnir brygðust til hins betra. Einar Þ. Mathiesen, bæjarfull- trúi, sagði að á síðasta kjörtima- bili hafi menn talið sig sjá að stefndi í ógöngur, en þá hafi verið blásið upp miklu moldviðri. Að lokum tók Sigurður T. Sig- urðsson til máls og sagði að þrátt fyrir þennan fund væri ýmislegt á huldu um málefni verkafólksins. Hann sagði að fólk velti vöngum yfir hvaða atvinnumöguleikar byðust þegar búið væri að leggja niður BÚH og ef Útgerðarfélag Hafnfirðinga yrði einnig lagt niður. Togarar BÚH bundnir við bryggju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.