Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Mikil reiði í Suður- Afríku vegna morðanna Stjórnskipuð nefnd á að rannsaka atburðina Jóhjume«irborg, 22. marz. AP. MIKIL reiði og sorg ríkir nú í röðum stjórnarandstæðinga í Suður-Afríku í kjölfar ógnarat- burðanna á fimmtudag, en þá drápu lögreglumenn 18 and- ófsmenn úr hópi blökkumanna. Veður víða um heim Lœgat Haast Akureyri vantar Amslerdam 2 9 heiðskírt Aþena 8 15 akýjað Barcelona vantar Berlín 3 10 akýjað BrUssel 2 8 akýjað Chicago +3 10 rigning Dublín 3 7 rígning Feneyjar vantar Frankturt +1 8 akýjaó Genf +4 6 akýjað Helsinki ->4 2 heiðakírt Hong Kong 15 18 akýjað Jerúsalem 13 21 rigning Kaupm.höfn 0 2 akýjað Laa Palmas 20 akýjað Lissabon 13 17 rigning London 3 10 akýjað Loa Angelet 13 21 ekýjað Luxemborg 7 miatur Malaga 22 akýjað Mallorca 17 akýjað Miami 21 24 heiðakírt Montreal 4 12 heiðakírt Moakva +e 5 heiðakírt New York 0 9 rigning Oaló 0 1 akýjað Paría 3 9 akýjað Peking 3 13 akýjað Reykjavík 4 lóttak. Rio de Janeiro 21 38 heiðakírt Rómaborg 2 12 rigning Stokkhólmur vantar Sydney 21 26 heiðakírt Tókýó 5 14 akýjað Vinarborg 1 5 akýjað bórahðfn 4 akúrir „Ég er harmi slegin eftir þennan atburð. Svo virðist sem lögreglan hafi skotið af handahófi á óvopnaðan hóp manna," sagði frú Helen Suzman í dag, en hún er á meðal helstu forystumanna Framfarasinnaða sambands- flokksins, sem er flokkur hvítra manna í stjórnarand- stöðu landsins. Einn af ráðherrum suður- afrísku stjórnarinnar, Louis le Grange, sagði í dag, að P.W. Botha forseti hefði skipað nefnd, sem ætti að rannsaka allar þætti þessa máls og gefa stjórninni síðan skýrslu um þá hið bráðasta. Þennan sama dag fyrir 25 árum gerðust sams konar ógnaratburðir, en þá biðu 69 manns bana í skothríð lögreglumanna í Sharpeville. AP/Slmamynd Menten látinn laus Hollenski stríðsglæpamaðurinn Pieter Menten var látinn laus úr fangelsi í gær, en þar hafði hann setið í fimm ár af þeim tíu, sem hann fékk fyrir aðild að morði margra gyðinga í Póllandi. V erðhækkun í Banda- ríkjunum á matvælum Gengi dollarans 30 % of hátt, segir Stolten- berg, fjármálaráðherra Vestur-Þýzkalands Washington, 22. marz. AP. MKSTA verðhækkun á matvælum í Bandaríkjunum í sex mánuði varð í síðasta mánuði, en þá hækkaðu neyzluvörur þar um 0,3%. Var frá þessu skýrt af hálfu bandarískra stjórnvalda í dag. Er kuldunum í Florída kennt um þessa hækkun. Verð á bensíni lækkaði um 2,5% í febrúar og var þá 4,7% lægra en það var fyrir einu ári. Talið er þó, að sú verðþróun í lækkunarátt sé á enda og að bensínverð eigi eftir að hækka á næstu vikum. Almennt er talið, að verðbólga í Bandaríkjunum verði svipuð á þessu ári og undanfarin ár og að það verði þannig fjórða árið í röð, sem aðeins væg verðbólga verði þar í landi. Sumir japanskir efnahagsmála- sérfræðingar halda því hins vegar fram, að til stöðnunar kunni að koma í bandarísku efnahagslífi síðar á þessu ári, nema því aðeins að örari vöxtur komi í efnahagslíf í Evrópu og Japan. Gerhard Stoltenberg, fjármála- ráðherra Vestur-Þýzkalands sagði i dag, að 10—20% gengislækkun á Bandaríkjadollar væri „mjög æskileg" en 30% gengislækkun væri „hættuleg". Sagði Stolten- berg þetta í viðtali við franska viðskiptatímaritið „L’Expansion". Þar tók hann undir þá skoðun Helmuts Schmidt, fyrrum kansl- ara, að gengi dollarans væri 30% of hátt. Indland: Mikil leit að morðingj- um Sovétmannsins Morðið á íraska flóttamanninum í Svíþjóð: Gerðu stjórnvöld af- drifaríka skyssu? Stokkbóimi, 22. mara. AP. DAGBLÖÐ í Svíþjóð hafa borið fram þá spurningu, hvort sænskum stjórn- völdum hafi orðið á afdrifarík mistök þegar þau synjuðu beiðni manns frá írak, sem kvaðst vera starfsmaður leyniþjónustu írak, um pólitískt hæli. Lík mannsins, bútað í marga hluta, fannst í ferðatöskum á flugvellinum í Stokkhólmi um síðustu helgi. Nýju Delhí, 22. marz. INDVERSKA lögreglan reynir nú að leita uppi morðingja sovézks sendiráðsmanns, sem skotinn var til bana í Nýju Delhí á fimmtudag af tveimur óþekktum byssu- mönnum. Óku þeir á vélhjóli upp að bifreið mannsins, er hann var á heimleið úr búðarferð, og skutu á hann í gegnum glugga bifreiðarinn- ar. Maðurinn hét Victor Khitzich- enko og var hann 48 ára að aldri. Kona mannsins, Nina Ales- eevna og bilstjórinn hlutu sár af völdum glerbrota en urðu ekki fyrir byssukúlum.' Miklar yfirheyrslur hafa þegar farið fram yfir mörgum afgönsk- um flóttamönnum vegna morðs- ins. Þá hefur mikil leit einnig farið á gistihúsum, járnbraut- arstöðvum og flugvallarstöð borgarinnar, þar sem grunur lék á, að morðinginn kynni að leyn- ast þar. Maður, sem ekki vildi segja til nafns, hringdi í AP-fréttastof- una í New York og lýsti yfir ábyrgð á morðinu fyrir hönd út- lagahreyfingar Ukraínumanna. Maðurinn, sem hét Abdalkarim Majid Husein og var 33 ára að aldri, hafði dvalist í Svíþjóð sl. tvö ár á meðan beiðni hans um land- vist var til athugunar hjá yfir- völdum. Lánastofnanir í Ohio opnar á ný C'OhimbuH, Ohio, 21. marz. AP. KLESTAR þeirra 69 lánastofnana í Ohio-ríki í Bandaríkjunum, sem lokað var fyrir viku, opnuðu á ný að nokkru leyti á föstudagsmorg- un. Áður hafði bandaríski seðla- bankinn lýst því yfir, að hann myndi leggja fram nauðsynlegt reiðufé, ef óttaslegnir sparifjáreig- endur sttu eftir að þyrpast í þessar lánastofnanir til þess að taka út innstæður sínar. Richard Celeste, ríkisstjóri í Ohio, lokaði 69 sparisjóðum og bönkum í síðustu viku til þess að koma i veg fyrir, að óttaslegnir sparifjáreigendur tækju allar innstæður sínar út úr þessum lánastofnunum. Gerðist þetta eftir að stórbanki í Cincinnati hafði lokað eftir að hafa tapað milljónum dollara vegna rangra fjárfestinga hjá verðbréfastofn- un í Flórída. Að svo komnu geta sparifjár- eigendur í Ohio þó almennt ekki tekið meira út en 750 dollara á mánuði samkvæmt sérstökum lögum, sem tóku gildi á miðviku- dag. Talsmenn sænska innflytjenda- eftirlitsins segja, að þeim hafi ekki þótt frásögn Huseins trúverð- ug. Hann kvaðst hafa titil höfuðs- manns í írösku leyniþjónustunni og geta veitt sænskum stjórnvöld- um mikilsverðar upplýsingar um starfsemi íraskra njósnara í Svf- þjóð og Noregi. Þegar Husein hvarf frá heimili sínu í Stokkhólmi 8. janúar sl. hafði hann greint lögreglunni frá því, að hann óttaðist að sóst væri eftir lífi sínu. Ákvörðun um að synja landvist- arbeiðni Huseins var tekin af sænsku öryggislögreglunni (SAPO) og Anitu Gradin, ráð- herra innflytjendamála, eftir að innflytjendaeftirlitið hafði rann- sakað mál hans. Aftonbladet í Stokkhólmi full- yrðir, án þess að tilgreina heimild- armann sinn, að Husein hafi boð- ist til þess að bera vitni í réttar- höldunum yfir Arne Treholt, fyrr- um skrifstofustjóra í norska utan- ríkisráðuneytinu, sem ákærður er fyrir njósnir í þágu Sovétmanna og íraka. Segir blaðið að stjórn- völd í Noregi hafi hafnað þessu boði. fraski flóttamaðurinn, sem fannst myrtur á flugvellinum í Stokkhólmi. Hefði hann getað gefið veigamiklar upplýsingar í njósnamáli Arne Tre- holts?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.