Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 39 Hverjir eru ábyrgir? eftir Högna Kristjánsson Nú hafa framhaldsskólar í land- inu verið lokaðir í rúman hálfan mánuð og horfur á að svo verði áfram. Þetta ástand er nú orðið slíkt að öllu menntakerfi landsins er stefnt í voða ef ekkert verður að gert á næstu dögum. En hverjir bera ábyrgðina? Eru það stjórn- völd ein? Mitt svar er nei. í fyrsta lagi eru það jú stjórn- völd sem bera ábyrgðina. Þau hafa neitað að ganga að sanngjörnum kröfum kennara um að menntun þeirra verði metin að verðleikum. Og nú hafa stjórnvöld vísað mál- inu í kjaradóm og þar með frestað lausn deilunnar um að minnsta kosti hálfan mánuð. Þessi fram- koma stjórnvalda er þeim ekki til mikils sóma, svo ekki sé meira sagt, því augljóst er að samninga- leiðin hafði ekki verið reynd til þrautar. Reyndar var það alla tíð ljóst að Indriði og félagar ætluðu sér alla „Með þessum aðgerð- um sínum hafa kennar- ar tekid sér sæti á bekk óbilgirninnar viö hlið Indriða og félaga og bera því orðið jafn mikla ábyrgð á ástand- inu og stjórnvöld.“ tíð að láta málið fyrir kjaradóm. Það sést best á því smánartilboði sem lagt var fyrir kennara. Það er reyndar alveg óskiljanlegt að menn skuli ekki reyna fyrir alvöru að semja. Deiluaðilar sátu á þriggja til fjögurra tíma „snakk- fundum" annan hvern dag síðasta hálfa mánuðinn. Slíkir fundir eru augljóslega engir samningafundir og ekki von á að árangur náist á slíkum fundum. Svona til saman- burðar getur fólk borið saman samningafundi í öðrum kjaradeil- um sem háðar hafa verið undan- farið. Á þeim fundum sitja menn sólarhringinn út og ná að lokum samkomulagi. Nei, augljóst er að algjört viljaleysi hefur ríkt og því ekki að furða þó árangur sé eng- inn. Þegar ljóst var að stjórnvöld ætluðu sér að láta málið fyrir kjaradóm sendu þau kennurum áskorun um að snúa aftur til starfa þar sem augljóst var að áframhaldandi aðgerðir hefðu engin áhrif á störf dómsins og hétu því jafnframt að fullt tillit yrði tekið til aukinna krafna sam- félagsins á hendur kennurum. Og loksins vaknaði von í brjósti nemenda um að þessari deilu væri nú lokið, í bili að minnsta kosti, og kennarar tækju fram skynsemis- viðhorfið og samþykktu að snúa aftur til starfa. Og reyndar bjóst maður við því og miðaði þá við kynni sín af kennurum. „En svo bregðast krosstré sem önnur tré.“ Kennarar samþykktu að halda að- gerðum sínum áfram í stað þess að láta skynsemina ráða og berj- ast friðsamlega fyrir máli sínu 1 kjaradómi. Þetta vekur upp þá spurningu hvort rök kennara séu Högni Kristjánsson ekki eins góð og þeir vilja vera láta. Með þessum aðgerðum slá kennarar á sáttahönd ríkisstjórn- arinnar. Og þar sem augljóst er að áframhaldandi aðgerðir flýta eng- an veginn störfum kjaradóms er þetta óskiljanleg afstaða. Reyndar sækir það ósjálfrátt á huga manns að eitthvað annað en kjarabarátta vaki nú fyrir kennurum. Er kannski gamla góða pólitikin í spilinu? Með þessum aðgerðum sínum hafa kennarar tekið sér _ sæti á bekk óbilgirninnar við hlið Indriða og félaga og bera því orðið jafn mikla ábyrgð á ástandinu og stjórnvöld. Ég vil taka það fram hér í lokin að ég hef stutt kennara í þessu máli, en eftir síðustu aðgerðir þeirra hef ég enga samúð með þeim. Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hyggjast nú beita sér fyrir því að nemendur i skólum landsins gangi út úr þeim og hætti þar með störfum. Þetta er nú ekki - góðs viti. Nær væri fyrir þá að ... skora á kennara að snúa aftur til þeirra starfa heldur en að gripa til aðgerða sem engin áhrif hafa. Að minnsta kosti tek ég ekki þátt i neinum slikum skrípaleik heldur vil ég hvetja kennara til að snúa aftur til starfa og láta kjaradóm kveða upp sinn úrskurð. Og að lok- um. Nemendur, látið í ykkur heyra og hvetjið kennara til að koma á ný til starfa. Högni Kristjánsson er nemandi í Fjölbraulaskólanum á Akranesi. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar smáauglýsingar Bólstrum — Klœöum Haukur bólstrari s. 686070. VEROBWÉ FAM AWK AOUR MU8I VERflUJNAfttNNAft 8 M«f> KMJPOSSAIA VfOStUlDABatf* KL.10-12 OG 1B-T7 Dyrasímar — raflagnir Gestur ratvirkjam., s. 19637. □ Gimli Edda Mimir Glltnir 59853232-1. Heimatrúboóiö Hverfisgötu 90 Aimenn samkoma á morgun sunnudag kl. 20.30. Allir velkomnir. Ármenningar skíðafólk Fjölskylduskemmtun veröur haldin sunnud. 24. mars í Hreyf- ilshusinu kl. 20.00. Fjðlmenniö. Bláfjallasveltln KROSSINN ALFHÓLSVEGI 32 - KÓPAVOGI Samkomur á sunnudögum ki. 16.30. Samkomur á laugar- dögum kl. 20.30. Bibliulestur á þriöjudögum kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11796 og 19533. Dagsferðir sunnudag 24. marz 1. Kl. 10.30. Gengiö á Hengll (803 m). Skíöaganga i Innstadal Verö kr. 350,- 2. Kl. 13. Kolviöarhóll — Hús- múli. Létt ganga viö allra hsfi. Verö kr. 350.- Brottför frá Umferöarmiöstöö- inni, austanmegln. Farmiöar vlö bil. Fritt fyrir börn i fylgd fullorö- inna. Feröaféiag islands UTIVISTARFERÐIR Sunnud. 24. mars kl. 14 Útivist 10 ára: Afmælisganga Útivistar Gengiö frá BSi um Öskjuhliö (skógargötu), Nauthólsvik, Foss- vog (Fossvogslögin skoöuö) i Skógræktarstööina Fossvogi. Þar veröur kaffistopp í skógar- lundi og leiösögn frá startsmanni stöövarinnar. Hægt aö samein- ast göngunni þar kl. 15.30 og viö heita lækinn kl. 14.30. Siöan gengiö um Fossvogsdal í Elliöa- árdal og endaö viö Elliðaárstöö. Fríar rútuferöir þaöan tll baka kl. 17. Ekkert þátttökugjald. Brott- för frá BSI, bentinsölu kl. 14.00. Þátttakandur fá afmælisferöa- bök o.fl. Létt ganga fyrir unga sem aldna um gönguleiöir sem koma örugglega mörgum ó óvart. Komiö meö og kynntst bæöi Útivist og skemmtllegum útivlstarsvæöum. Sjáumst! Ferðafélagiö Útivlst. Wterkurog hagkvæmur auglýsingamióiU! jHorgunblabíb raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar ^ÉEélaamlmf Selfoss - Selfoss Sunnudaginn 24. mars nk. kl. 10.30 árdegls veröur haldlnn almennur fundur um bæjarmálefni aö Tryggvagötu 8, Selfossl. Málefnl Hltaveltu Selfoss veröur sérstaklega til umfjöllunar. Allt sjálfstæölsfólk er hvatt til aö mæta og fá sér I lelöinni morgunkaffl. Gestir velkomnir. Siálfslæóistólagiö Óólnn, Selfossi. Akranes Fundur um bæjarmáletni veröur haldinn i Sjálfstæölshúsinu vlö Höföabraut sunnudaginn 24. mars kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálfstæö- isflokksins mæta á fundlnn. Sjálfstæðlsfélögln Akranesl. Ungir Seltirningar Baldur, félag ungra sjálfstæöismanna á Seltjarnarnesi, boöar til al- menns félagsfundar mánudaginn 25. mars nk. aö Austurströnd 3, 3. hæö. Dagskrá fundarins: 1. Slarfiö framundan. 2. Kosning tulltrúa á landsfund. 3. ðnnur mál. Baldur FUS Sjálfstæðisfélag Seltirninga Fundur veröur haldinn mánudaginn 25. mars kl. 18.001 Sjálfstæöishús- inu Austurströnd 3, 3.hasð. Fundarefni: Kosning fulltrúa á landsfund. Stiórnin. Sjálfstæðisfélag Blönduóss heldur télagsfund á Hótel Blönduósl mánudaginn 25. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Erindl um heilbrigölsmál, Arnl S. Gunnarsson heilsugæslulæknir. 3. önnur mál. Stjómln. Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna í Kópavogi heldur fund mánudaginn 25. mars nk. kl. 20.30 i Sjálfstæöishúsinu I Kópavogi aö Hamraborg 1, 3. hæö. Dagskrá: 1. Kosnlng 31 fulltma á 26. landsfund Sjálfstæölsflokksins. 2. Eyjólfur Konráö Jónsson alþm. ftytur rasöu um efnahagsmálin og stööu ríkisstjórnarlnnar. St/ómlri Sauðárkrókur Bæjarmálaráð Fundur i bæjarmálaráöi Sjálfstæöisflokkslns veröur I Sæborg mánudaginn 25. mars nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Almenn bæjarmál. 2. önnur mál. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Stjórnin. Vestur-Skaftfellingar Sjálfstæöisféiag Vestur-Skaftafellssýslu heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30 aö Leikskálum. Eggert Haukdal alþingismaöur mætir á fundinn. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. önnur mál. Stfómin A - Húnavatnssýsla Aöalfundur fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna i A.-Hún. veröur haldinn aö Hótel Blönduósi fimmtudaginn 28. mars nk. og hefst kl. 21.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál. Stlómin. Sauðárkrókur Aöalfundur sjálfstæölsfélags Sauöárkróks veröur haldinn föstudaglnn 29. mars nk. kl. 20.30. i Sæborg. Dagskrá: 1. Venjuleg aóalfundarstörf. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. I 3. önnur mál. Stlómln. I •»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.