Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 23 fyrirtæki í eigu ríkisins yrðu seld og hlutabréf ríkisins f ákveðnum fyrirtækjum einnig. Ég undirbjó slíka sölu, ég auglýsti fyrirtækin og ég fékk tilboð í þau. En þá tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að hver fagráðherra skyldi sjá um sölu þeirra fyrirtækja sem heyrðu und- ir hans ráðuneyti, ef honum sýnd- ist svo.“ Vil ekki gefa það sem mér hefur verið trúað fyrir — Hvað með þau fyrirtæki sem heyra beint undir fjármálaráð- herra, Flugleiðir og Eimskip? Ekki hefur hlutur ríkisins í þeim enn verið seldur, enda segja gagn- rýnendur þínir að með sölu á þeim missir þú völd, sem þú ógjarnan viljir missa. Hverju svarar þú slikum fullyrðingum? „Það er vegna þess að ég vil ekki gefa það sem mér hefur verið trú- að fyrir. Ég vil selja hlut ríkisins á réttu verði, og þess vegna hefur farið fram mat á þeim hlutabréfa- eignum sem ég fer með, en það eru hlutabréf ríkisins í Rafha, Eim- skip og Flugleiðum. Þau hafa nú verið metin, og eru til sölu, en á réttu mati. Ég fékk tilboð í þau, sem voru aðeins um nafnverð. Ríkið á um 6% hlut i Eimskip og 6% eru verulega áhrifaríkur þátt- ur i aðalfundum, þannig að 5 milljóna króna verð, fyrir þau ítök sem 6% eignarhluti í Eimskip gef- ur, er minna en gjafverð. Það er ekki einu sinni verðið á einni hæð i Eimskipafélagshúsinu, hvað þá rneira." — Það sem þú sagðir nú, er það ekki einmitt staðfesting á því að þú sem fjármálaráðherra hefur völd og ítök inn í þessi fyrirtæki, á meðan ákveðinn hluti þeirra er i eigu ríkisins — völd og itök sem þú missir sjálfkrafa, þegar hluta- bréfin hafa verið seld, og vilt af þeim sökum ekki sleppa þessum ítökum? „Það er alls ekki rétt. Ég hef boðið þau til sölu, og þau eru til sölu. En á meðan að ég er fjár- málaráðherra tek ég við öllu því starfi sem honum tilheyrir. Ég vel ekki og hafna eftir geðþótta. Ég vil gjarnan losna við þessi bréf, en ég sætti mig einungis við það matsverð sem nú liggur fyrir frá hlutlausum aðilum, Fjárfestingar- félagi íslands, því það/Cr raun- verulega rétt verð.“ Einhver sjálfseyd- ingarhvöt í Sjálf- stæðisflokknum — Vísar þú þá þeirri gagnrýni á bug, að einkaframtaksmaðurinn Albert sé að breytast í forstokkað- an kerfiskarl? „Ég hef ekki einu sinni heyrt þá gagnrýni fyrr. En til eru þeir aðil- ar innan Sjálfstæðisflokksins, sem ekki átta sig á því, að stjórnmál eru valdabarátta, og það er yfir- leitt fyrsta gagnrýnin sem við heyrum, sem erum komnir til áhrifa, það er gagnrýni innan frá. Gagnrýni frá flokksbræðrum okkar. Það er einhver sjálfseyð- ingarhvöt i Sjálfstæðisflokknum, sem er dæmigerð fyrir það hvað sjálfstæðismenn taka mest og hæst undir gagnrýni á sína menn. Að sjálfsögðu nefni ég engin nöfn, en mér finnst það vera sterk vís- bending um sjálfseyðingarhvötina sem ég nefndi hér áðan, að flokksmenn geta ekki verið ánægðir og barist sem ein flokks heild, þegar Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta I Reykjavík og á 6 ráðherra af 10 í ríkisstjórn." — Ertu með þessu að segja að innanflokksmein Sjálfstæðis- flokksins sé það að of margir sjálfstæðismenn liti á sig sem sjálfkjörna leiðtoga flokksins? „Það getur vel verið að þar liggi hundurinn einmitt grafinn. Þó vil ég ekkert um það fullyrða. Hitt er alveg ljóst, að það eru að mínu mati fullmargir í Sjálfstæðis- flokknum sem lita á sig sem sjálfsagt ráðherraefni flokksins." — Þú hefur fengið orð í eyra fyrir skattapólitik þina, er hún réttlát? „Það sýnir sig við úttekt, að skattahlutfallið er lægra núna en það hefur verið þau 10 ár, sem út- tektin nær til.“ Viðurkennd staðreynd að hér er stolið undan skatti — Hvað með auglýsingaherferð ráðuneytisins, þar sem nánast er hrópað „þjófur, þjófur", — er svona lagað samboðið fjármála- ráðherra? „Það er samþykkt af Alþingi að það skuli gera ráðstafanir til þess að innheimta söluskatt og skatta almennt, vegna þess að tölfræði- legar upplýsingar sýna að það eru talsverð undanbrögð frá þvi að skattar innheimtist að fullu. Þeg- ar svo háttar til, er talað um að stolið sé undan skatti. Menn ein- faldlega viðurkenna það sem stað- reynd í okkar þjóðfélagi, að hér er stolið undan skatti. Þar af leið- andi kemur það fólki ekkert á óvart, þegar ráðuneytið er að taka vara við slíkum þjófnaði, þar sem verknaðurinn er þjófnaður í aug- um fólksins. Það er furðulegt að til skuli vera menn sem sjá ástæðu til þess að verja það að dregið sé undan skatti — stórfurðulegt að mínu mati. Hitt er svo annað mál, að þær auglýsingar sem mest hafa verið gagnrýndar eru gerðar hér af ungu fólki, með framtíðarsýn. Ég „Ég er og verð fyrirgreiðslu- pólitíkus“ „Ég er ábyrgur og enginn annar" vil gefa þessu fólki tækifæri til þess að starfa á þann hátt, sem það heldur að beri árangur, en vera ekki alltaf að stjórna. Þetta er ungt fólk, með nýjar og ferskar hugmyndir, sem fékk að vinna í friði fyrir mér.“ Ég er einn ábyrgur — Ertu þar með að frýja þig ábyrgð af þessum auglýsingum ráðuneytisins? „Alls ekki. Ég er ábyrgur, og enginn annar. Allt, sem þetta unga fólk vann, Iagði það fyrir mig, og ég samþykkti. Ég einfald- lega gaf þessu unga fólki frjálsari hendur en margur annar hefði þorað að gera, enda iðrast ég einskis í þeim efnum. Það þarf ekki annað en líta á árangurinn af starfi þessa unga fólks, svo menn megi sannfærast. Ég nefni sem dæmi um árangur, auglýsingarnar um ríkisskuldabréf. Aður en við byrjuðum að auglýsa á þann hátt sem við gerum, þá náðum við að halda í 30% af því fjármagni sem streymdi út úr ríkissjóði, I endur- greiðslur af þessum ríkisskulda- bréfum, en í dag höldum við eftir 74%, þannig að auglýsingamar hafa borið stórkostlegan árangur — mun betri en ég þorði að vona.“ — Enn um skattapólitík þína, Albert. Á sama tíma og hrópað er „þjófur, þjófur" á hinn almenna skattborgara, gerist það að þeim sem eiga hlut í fyrirtækjum, eða kaupa hlut í fyrirtæki, eru boðnar skattaívilnanir — getur þetta tal- ist forsvaranlegt? „Spyrja þeir sem eru að. gagn- rýna mig fyrir að vera ekki lengur málsvari einkaframtaksins, held- ur ríkisforsjárinnar? Það sem hef- ur ráðið ákvörðuninni um þessar skattaívilnanir er að það er verið að treysta atvinnureksturinn i landinu og auka atvinnutækifær- in. Því hefur almenningi verið gef- inn kostur á að leggja sparifé i hlutabréfakaup og fengið skattfrádrátt út á það, sem svarar 25 þúsund krónum á einstakling, eða 50 þúsund krónum á hjón.“ — En þarf nokkur á skatta- ívilnunum að halda, sem hefur efni á því að eiga hlut í fyrirtæki? Verður að gefa fólki tækifæri til þess að eyða minna „Hann hefði kannski ekki efni á því, ef hann fengi ekki skattaíviln- anir. Þessir peningar færu þá hugsanlega beint í skattana. Það verður að gefa fólki tækifæri til þess að eyða minna, en eignast hlut I fyrirtækjum og verða þar með beinir þátttakendur í at- vinnuuppbyggingunni í þjóðfélag- inu og þar með í uppbyggingu velmegunar þjóðfélagsins. Slíkt er að sjálfsögðu til þess að styrkja einkareksturinn og draga úr ríkis- rekstri." — Hefur þá að þínu mati vel tekist að minnka ríkishítina í tíð þessarar ríkisstjórnar? „Já, það hefur tekist mjög vel. Við fyrstu fjárlagagerð mína var dregið úr eyðslu, launagreiðslum og framkvæmdum þannig að fjár- lögin voru skorin niður um einn milljarð, og við endurskoðun fjár- laganna í maí 1984 voru fjárlögin skorin niður um annan milljarð. Þar að auki kom árið 1984 jákvætt út við uppgjör, þannig að 600 milljón krónum minna var tekið í erlendum lánum en ráðgert hafði verið í maf. Þessi niðurskurður, hvort sem er I framkvæmdum, mannahaldi eða rekstri er auðvit- að alltaf umdeildur, en fjármála- ráðherrar verða að vera harðir af sér, bæði gagnvart almenningi, stofnunum og ráðuneytum. Fólk verður hins vegar að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að gera allt á einu kjörtímabili. Það verður að líta til þess að vand- inn er uppsafnaður frá mörgum ríkisstjórnum og því getur tekið mörg ár að vinda ofan af keflinu." — Áttu von á því að þessi ríkis- stjórn sitji út kjörtímabilið? „Ég sé engan bilbug á þessari ríkisstjórn. Eg verð að valda þeim sem eru á móti henni, hvar sem þeir eru í flokki, vonbrigðum í þeim efnum. Hef alltaf verid umdeildur — Albert, ef við snúum okkur frá stjórnmálamanninum Albert að manninum Albert, af hverju ertu alltaf svona umdeild per- sóna? „Ég hef verið umdeildur frá því ég man eftir mér, eða allt að því. Ég var umdeildur sem unglingur, frá því ég var 10 eða 11 ára. Ég var umdeildur íþróttamaður hér heima og erlendis var ég umdeild- ur, þá sem hæst launaði atvinnu- maðurinn í knattspyrnu í veröld- inni um langan tíma, og síðan ég kom til baka, þá hef ég verið um- deildur stjórnmálamaður, kannski umdeildastur af öllum á þessu tímabili. Þetta heldur stöðugt áfram, en það er árangurinn sem talar fyrir sig. Þar sem ég hef komið nálægt, þar hefur árangur skilað sér. Það er sama á hvaða svið þú lítur, á feril minn frá því ég var keppnismaður, frá því ég var leiðtogi í íþróttahreyfingunni. Það standa eftir byggingar sem ég hef staðið að, það standa eftir samtök sem ég hef stofnað. Þú getur bara litið til þess hvernig Hafnarfjörður lifnaði við þegar ég var þar, eða hvernig Akranes byggðist upp íþróttalega þegar ég var þar, hvernig byggingar hafa þotið upp, þar sem ég hef lagt hönd á plóginn, t.d. hjá Knatt- spyrnusambandinu, að nú ekki sé talað um höfuðstöðvar Sjálfstæð- isflokksins, Valhöll, og hvernig staðið var að þjónustu við aldraða og fatlaða hjá Reykjavíkurborg, þegar ég hafði meiri afskipti af borgarmálum en ég hef í dag. Ég segi einfaldlega, þrátt fyrir það hversu umdeildur ég er — ég læt verkin tala fyrir mig. Ef ég ætti að fara eftir því hvort eitthvað sem ég geri er umdeilt eða ekki, þá væri persónan Albert ekki til.“ — Hefur það ekki nein áhrif á þig að vera svona umdeildur? „Það hefur engin áhrif á mig. Það er eins og verið sé að tala um allt annan mann.“ — Telur þú að það hafi háð þér, að þú kemur úr Samvinnuskólan- um, og hefur þar af leiðandi kannski ekki átt góða samleið með þeim sem af mörgum hafa verið nefndir „lögfræðingaklíka“ Sjálf- stæðisflokksins? „Nei, ég tel þetta alrangt. Mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég hef verið og alls ekki síður innan um vini mína sem eru lögfræð- ingar. í íþróttum eru ekki allir há- skólamenn og ég er alinn upp í íþróttahreyfingunni. Þessi manngreiningur er ekki til staðar þar, enda skiptir hann engu máli. Þetta hefur því ekki háð mér að einu eða neinu leyti, enda verða menn að átta sig á því að menntun er eitt og að vera víðlesinn er ann- að. Ég held að menntunin sem menn fá á langri lífsleið, í gegnum fjölbreytt störf og dvöl á ólíkum stöðum, sé miklu betri en nokkur háskóli. Þeir, sem éru I þessum lífsins skóla alla sína tíð, eru áreiðanlega ekki verr menntaðir en þeir sem eiga að byrja að vakna til vinnu á fertugsaldri, þótt auð- vitað viðurkenni ég að nám er vinna." — Albert, ertu hégómlegur í eðli þínu? Sækistu eftir metorðum og viðurkenningum? „Nei, það held ég ekki. En viður- kenningin hún kemur bara með vel unnu starfi." — Finnst þér gaman að fá orð- ur? „Það hefur engin áhrif á mig.“ — Hefur þú fengið margar orð- ur? „Já, ég hef fengið margar orður. Ég var fyrsti maðurinn sem fékk orður frá franska ríkinu fyrir íþróttir, og þær hafa orðið þrjár taisins. Ég hef fengið orðu frá ít- alska ríkinu líka, en það er fyrir mín störf, en ekki vegna þess að þeir hafi gefið mér orðu, bara til þess að gefa mér orðu. Þetta eru bara viðurkenningar fyrir vel unnin störf, og verða að skoðast í því ljósi. Til þess að sýna þér hversu lítil áhrif svona lagað hef- ur á mig, þá get ég sagt þér að ég hef ekki geymt einn einasta verð- launapening sem ég hef unnið á mínum keppnisferli. Ég hef aldrei haldið þeim til haga.“ Er að lesa Yes Minister — Er eitthvað til í því að þú lesir mjög lítið? „Nei, ég les mikið á nóttunni." — Hvað lestu? „Ég er að lesa Yes Minister núna í augnablikinu, sem allir þekkja frá hinum vinsælu sjón- varpsþáttum og hef mikið gaman af. Mér til mikillar furðu er allt satt, sem þarna stendur, því þetta er allt eftir dagbók ráðherrans og ráðuneytisstjórans. Ég vissi það ekki fyrr en mér var gefin bókin.“ — Ein að lokum Albert — hvað er framundan hjá þér að loknu þessu kjörtímabili? „Ég held áfram að taka þátt i stjórnmálum á meðan fólkið treystir mér og á meðan ég held að ég geti orðið að liði.“ Viðtal/ Agnes Bragadóttir Myndir/ ÓI.K.M. Sérhönnuö tölvuhúsgögn Facit tolvuhusgognm eru serstaklega honnud meö þægilega vinnuaðstoöu i huga, þ«u: skiptir ekki mtklu þott viðkomandi sé hávaxinn eða lágvax- inn, allt er stillanlegt þannig að það falli sem best að serkrofum hvers og Raflagnir þvælast ekki fyrir þvi allt er innfellt og þvt aöeins ein lina frá hverju borði. GÍSLI J. JOHNSEN ITlll TOLVUBUNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBUNAOUR SF SMiDJUVEGi 8 PO BOX 39’ 202 KOPAVOGl SiM' 'jm SUNNUHLÍÐ. AKUREVRI SlMl 96-25004 VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.