Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 33 Frá vinstri: Dr. Pehr G. Gyllenhammar, forstjóri Volvo-samsteypunnar, Ponl J. Svanholm, forstjórí De Forenede Bryggerier, Danmörku, Georg Poulsen, formaður Félags danskra járniðnaðarmanna, Danmörku, Kari Kairamo, forstjóri NOKIA, Finnlandi, Ulf Sundqvist, bankastjórí Finnlands Arbetarsparbank, Erlendur Einarsson, forstjóri, íslandi, Percy Barnevik, forstjórí ASEA AB, Svíþjóó, Sören Mannheimer, lögfræðingur, borgarráósfulltrúi, Gautaborg, Tor Moursund, bankastjórí Kreditkassen, Noregi, og Torvild Aakvaag, aóalforstjórí Norsk Hydro AS, Noregi. Gyllenhammer-nefndin: Samstarfsnefnd um aukna efnahagssamvinnu Norðurlanda Dr. Pehr. G. Gyllenhammar, forstjóri Volvo, er væntanlegur hingað til lands og flytur ræóu á Viðskiptaþingi Verslunarráðs íslands næstkomandi þriðjudag. Hann hefur haft forgöngu um skipan sam- starfsnefndar um aukna efnahagssamvinnu Norðurlanda. Morgun- blaðið birtir hér í íslenskri þýðingu efni úr kynningarbæklingi um nefndina, sem lýsir verkefni hennar og skipan með Ijósum hætti. Norræn efnahags- samvinna Norðurlönd bæta hvert annað upp með tilliti til náttúruauðlinda, atvinnuvega, landfræðilegrar stöðu, vísinda og tækni. Af þeim sökum ætti að vera grundvöllur fyrir sameiginlegar framfarir á sviði efnahagsmála í löndunum fimm; framfarir, sem felast í mun betri árangri hvað varðar skipu- lagningu iðnaðar, þróun fram- leiðslu og samkeppnisaðstöðu á al- pjooiegum veuvangi. í ljósi þessara staðreynda hefur dr. Pehr. G. Gyllenhammar haft forgöngu um skipan samstarfs- nefndar um aukna efnahagssam- vinnu Norðurlanda. Nefndin er skipuð að tilhlutan forsætisráðherra Norðurland- anna, sem hafa lýst yfir eftirfar- andi: „Samstarfsnefnd, sem fulltrúar atvinnulífsins í viðtækum skiln- ingi eiga sæti i og starfar sjálf- stætt og óháð opinberum stofnun- um á sviði norrænnar samvinnu, gæti eflt núverandi samvinnu Norðurlanda í efnahagsmálum að mikilvægri reynslu og nýjum hugmyndum. Forsætisráðherrarn- ir munu fylgjast af áhuga með storfum nefndarinnar og færa sér í nyt þann árangur sem hún nær* Markmið og leiðir 1 desembermánuði árið 1981 samþykktu forsætisráðherrar Norðurlanda og Norræna ráð- herranefndin stefnuyfirlýsingu um norrænt efnahagssamstarf, og á henni mun Samstarfsnefndin um aukna efnahagssamvinnu Norðurlanda byggja störf sín að verulegu leyti: 1. Sameiginleg verkefni eru mik- ilvæg fyrir norræna samvinnu, livun seni pau vuiva ítuiou* löndin öll eða aðeins hluta þeirra. 2. Norðurlönd ættu að geta gegnt hlutverki heimamarkaðar fyrir framleiðsluvörur allra land- anna. Leggja ber áherslu á að setja sams konar lög i því skyni, vinna að samræmingu á sem flestum sviðum og jafna samkeppnisaðstöðu. 3. Varðandi samræmda efna- hagsstefnu á sviði atvinnu-, iðnaðar- og byggðamála ber að hafa fulla atvinnu fyrir alla og jafna byggðaþróun að leiðar- ljósi. 4. Samvinnu á sviði tækni og rannsókna ber að hafa í háveg- um. 5. Norðurlandaráði ber að efla samstarf sitt við atvinnulíf og verkalýðshreyfingu á Norður- löndum. Með þessi markmið í huga hefur Samstarfsnefndin meðal annars hrundið af stað verkefnum, sem bera eftirfarandi heiti: — Samnorræn eignaraðild að stórfyrirtækjum — Jafnar framfarir á Norður- löndunum öllum — Staða og þróun samnorrænnar verslunar — Er hægt að framkvæma jap- önsku fyrirmyndina á Norður- löndum? Auk þess kannar Samstarfs- nefndin möguleika á að hrinda i framkvæmd vegaáætluninni Scandinavian Link, og ennfremur liggja fyrir ótal frumdrög að raunhæfum verkefnum og áætlun- um. Starfshættir og niðurstödur Samstarfsnefndin um aukna efnahagssamvinnu Norðurlanda skal semja starfsáætlun og eiga frumkvæði að framkvæmdiim, sem kynna skal fyrir forsætis- ráðherrum Norðurlanda. Bæði forsætisráðherrarnir og Norræna ráðherranefndin hafa lýst sig fús til að styðja Sam- starfsnefndina. Auk þess verða fengnir til starfa ráðgjafar bæði frá Norðurlöndum og öðrum þjóð- um og haft samband við margs konar samtök áhugamanna og stofnanir — allt i því skyni að hvetja til nýrra hugmynda og hefja framkvæmdir, sem geta haldið áfram að þróast af eigin i - -1- « A ^*mat nrfa- nefndin hefur gegnt hlutverki sínu. Samstarfsnefndin mun gefa út skýrslur um hinar ýmsu hliðar starfsemi sinnar á árinu 1985. I þessum skýrslum mun nefndin reyna að gera grein fyrir: — hve umfangsmikil norræn samvinna er — grundvallarhugmyndum og viðhorfum Norðurlandabúa til aukinnar norrænnar samvinnu — hvaða vandamál standa í vegi fyrir aukinni efnahagssam- vinnu Norðurlanda — hvaða samstarfsmöguleikar eru fyrir hendi og hvaða nor- ræn verkefni eru framkvæm- anleg. — nýjum framkvæmdum og áætl- unum, sem Samstarfsnefndin hefur átt frumkvæði að. í tengslum viö skrifstofuna, sem er ábyrg fyrir skipulagningu á starfsemi Samstarfsnefndarinnar, verður komið á fót sérstökum stjórnarnefndum fyrir ákveðin verkefni á vegum nefndarinnar. Samið hefur verið við Efnahags- stofnun iðnaðarins (Industriökon- omisk Institutt) í Bergen um ráðgjöf og þjónustu á sviði efna- hagsmála. Scandinavian Link nefnast frumdrög að hugmynd um sam- göngur, sem munu minnka fjar- lægðir milli norrænna iðnaðar- svæða og markaða á meginland- inu. Með því móti fær atvinnulíf á Norðurlöndum betri samkeppnis- aðstöðu í allri Evrópu. Skipulag Samstarfsnefndin Stjórn I I Skrifstofa 1 ▼ □ 2 ◄ □ í-o*« Imfiisttiokonomlsk Institutt (101) Scandinsvlsn Llnk Stjórnarnefnd □ □ □ 5érstök erkefni ▲ ▲▲ AB Ssmballsrftdet > Slæmar gæftir sunnanlands Menn létn ekki vel af gæftum þegar Mbl. hafði samband vió fjórar verstöóvar, i Höfn í Hornafírði, f Sandgeröi, Grindavík og Þorláks- höfn og spurðist fyrir um aflabrögó undanfarinna daga. Á Höfn lönduðu 16 bátar 200 tonnum sl. miðvikudag, allt þorski. Var það sagður reytings- afli og heldur dauft hljóðið i sjó- mönnum. Frá Þorlákshöfn eru nú 40 bátar á sjó, rúmlega 30 á netum og hinir á trolli og hefur aflinn farið minnkandi síðustu vikuna. Á miðvikudaginn komu 287 tonn að landi. Freyja RE, sem er á trolli, landaði 41 tonni eftir viku túr, en skásti aflinn hjá einum netabáti var um 12 tonn. Von var á togaranum Þorláki í land á fimmtudeginum, en hinn togarinn, Jón Vídalín, landaði 153 tonnum í vikunni. í Grindavík landa nú 50 til 60 bátar að jafnaði, sex á trolli, fimm á línu og hinir á netum. Aflinn hefur að undanförnu verið 400 til 500 tonn á dag, mestmegnis þorsk- ur. Góður fiskur að sögn Grindvík- inga, þó að meira mætti vera af honum. Algengt er að netabátarn- ir fái sex til tólf tonn yfir nóttina. Eftir löndun á miðvikudaginn var Sighvatur aflahæsti bátur frá ára- mótum með 391,3 tonn og fast á eftir fylgdi Kópur með 386 tonn. 1 Sandgerði voru svðrin á þá lund, að aflinn væri nánast ekki neinn þessa dagana, eða alveg niður í nokkur hundruð kíló og virtist fara minnkandi dag frá degi. Sl. miðvikudag komu 47 bát- ar að landi með allt frá 280 kílóum upp í tæp 30 tonn. Það var Sæ- borgin, sem mestan fenginn færði að landi, þó að mest af því væri reyndar ufsi og tveir aðrir bátar, Arney og Sandgerðingur, voru með 26 tonn hvor. Togararnir tveir eru nýfarnir út aftur, en þeir lönduðu báðir I vik- unni, Sveinn Jónsson, 112 tonnum og Haukur 115 tonnum. Langflest- ir bátar í Sandgerði eru á netum en fimm veiða á línu og nokkrir eru að fara á troll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.