Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 41 Jósep L. Sigurðs- son - Minning Fæddur 14. nóvember 1955. Dáinn 14. mars 1985. „Ég veit eitt hljóð svo heljarþungt sem hugans orku lamar. Með helstaf lýstur hjartað ungt og hrædd það tungan stamar. Það dauðaklukku geynir glym og gnýr sem margra hafa brim. Þau dómsorð sár með sorgarym Þið sjáist aldrei framar." (Steingrímur Thorsteinsson) Ungur maður fallinn. Þegar slíkar fréttir berast, stöðvast allt. Þvílíkt tilgangsleysi, tilviljun, ör- lög. Af hverju Jósep, þessi blíð- lyndi góði drengur? Af hverju hann? Var hann ef til vill of góður fyrir þennan heim? Þegar Jósep kom úr sveitinni sinni fyrir norðan, fyrir þremur árum, kynntumst við honum fyrst, bjartri og heiðarlegri sál, sem þekkti lítið til illsku mannanna. Allar hans gerðir stjórnuðust af hjálpsemi og óbilgirni, alltaf var hann búinn að lagfæra það sem aflaga fór á sinn hljóða hátt án þess að vera beðinn, eða bjóðast til að gera öðrum greiða, fannst allir jafn hrekklausir og hann sjálfur. Það varð honum að falli. Jósep talaði aldrei margt um til- finningar sínar eða sársauka, en þegar drengirnir hans bárust í tal, ljómuðu augu hans af væntum- þykju og elsku. Þeirra missir er mikill, en sorgin sefast ef minn- ingarnar eru góðar, og það hljóta þær að vera því Jósep reyndi að gera þær stundir sem hann átti með þeim eftirminnilegar. Við stöndum ráðþrota þegar slík helfregn skellur á, og engu verður breytt um örlög hans. Við óskum þess og biðjum að allir þeir sem eiga um sárt að binda vegna vo- veiflegra atburða af manna völd- um taki höndum saman um að stórt átak verði gert um fyrir- byggjandi aðgerðir, svo að slíkum hryðjuverkum linni. Jósep hefur verið tekinn frá ástvinum sínum og öðrum vinum, en minningin um hann verður óafmáanleg. Ef við sem eftir stöndum tökum hans lífssýn til fyrirmyndar getum við sameigin- lega skapað betri heim. Við vottum sonum Jóseps, for- eldrum hans, systkinum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum þess að tíminn megi græða sárin. Megi sál hans hvíla í friði og sátt. Anna Jóna Jónsdóttir, Guðrún Birna Hannesdóttir. „Hann Lilli litli er dáinn, Drott- inn minn hann tók,“ var sungið í útvarpinu þann 14. marz sl., hálf- um sólarhring eftir að Drottinn hafði tekið hann Lilla okkar til sín. Það var eins og huggun harmi gegn að heyra þessi orð, því hvar er betra að vita vini sína en hjá Drottni allsherjar. Við mannanna börn erum yfirleitt ákaflega eig- ingjörn og viljum hafa vini okkar hjá okkur hér á jörðinni, sérstak- lega unga og efnilega fólkið og þá sem eru eins og hann Lilli, fullir af hlýleika og góðvild. En Drott- inn gaf og Drottinn tók og því verðum við að hlíta og eitt er víst að vel verður tekið á móti honum Lilla. Einn af mestu andans mörinum heimsins sagði: „Skuggar eru gjafir Kærleikans eins sann- arlega og ljósið er það.“ Það er erfitt að trúa því í þessu tilfelli. En getur það verið. Við sjáum svo stutt og skiljum svo lítið. Við systurnar vorum svo lán- samar að fá að taka þátt í lifi, störfum og leik fjölskyldunnar í Torfufelli, þegar við vorum að al- ast upp. Það var okkar gæfa og minningarnar eigum við eftir þótt Lilli hafi verið tekinn frá okkur. Eru þær aðeins á einn veg, gleði og ánægju, að hafa átt þess kost að eiga heima í Torfufelli og dveljast þar löngum sem börn og ungl- ingar. I litla húsinu í Torfufelli var oft þröngt og marga munna að fæða, en þar var ætíð hjarta- og húsrúm fyrir alla og ólst Lilli þar upp um- vafinn ást foreldra sinna og systk- inanna sjö, sem öll eru vel gerð hvert á sinn hátt. Strax og þau höfðu getu til tóku þau þátt í búskapnum með foreldrum sínum og var það gert af þeim dugnaði sem þeim er eiginlegur, þess á milli voru óþrjótandi leikir, dag- arnir fljótir að líða og lífið dá- samlegt. Við fylgdumst með Lilla, þess- um athafnsama og glaðlynda dreng, á bernskuárunum heima. Hann var skjótráður og iðinn eins og fiðrildi á vori með ljósu hrokknu lokkana sem engu voru líkir. Hann var umburðarlyndur og góður við yngri systkini sin, og voru systkinin alla tið bundin sterkum vináttuböndum og afar samrýnd. Við litum á hann sem bróður þegar við vorum að alast upp, en söknum þess nú óumræði- lega hve sjaldan við hittum hann í seinni tíð. Sérhver mynd er nú dregin fram úr hugskotinu, en við eigum fáeinar dýrmætar minn- ingar, hver um sig, fáeinar perlur sem við getum bætt í sameiginleg- an minningasjóð bernskuáranna. Fyrir ári varð Lilli veðurtepptur hjá einni okkar á leið til Reykja- víkur, ásamt drengjunum sínum. Upp í hugann kemur tregablandin tilfinnirig, blönduð þakklæti og gleði yfir að hafa fengið að vera samvistum við hann þá daga, sem stórhríðin hefti för hans. Um miðjan dag leit hann inn og lét vita af sér á leið suður. Seint um kvöldið kom hann aftur gegn- blautur og hrakinn, vettlingalaus og skjálfandi inn úr sortanum. Hann fór ekki vanbúinn af stað, nei — en á vegi hans varð fólk sem var illa statt og illa klætt og greiddi hann götu þess, hjálpaði til við að losa bíla úr snjó, lánaði kaðal og vettlingana sína, þetta var honum sjálfsagður og eðli- legur hlutur. Þessi mynd af Lilla er líklega býsna sönn. Hann lið- sinnti og gaf án þess að ætlast til nokkurs í staðinn. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hann, en þó var hanri sami einlægi, góð- viljaði og hlýi drengurinn til hinzta dags. Slíkar eru perlurnar í minningasjóðnum og erum við þakklátar fyrir þær. Elsku Svava, Siggi og aðrir ástvinir, Guð styrki ykkur í sorg- inni og leiði Lilla ykkar á æðri svið. Fríða, Inga og Ella í dag 23. marz fylgjum við Lilla frá Torfufelli síðustu förina hér á jörð. Æskuheimili hans var að Torfufelli í Saurbæjarhreppi, í Eyjafirði fram. Sveit þessi er fög- ur, með Eyjafjarðardal, sem skerst í suður, Sölvadal að austan og Villingadal að vestan. Upphaf og norður af Torfufelli er skógi vaxin fjallshlíð, er nefnist Leyn- ingshólar, eitt af dýrgripum sveit- arinnar. Með sanni má segja að Torfufell er í mjög fögru um- hverfi, en þar ólst Lilli upp í hópi margra systkina, við leiki og fjör bernskuáranna. Snemma urðu systkinin liðtæk við búskapinn, en dugnaður og ósérhlífni einkenndi þetta fólk allt. Er barna og unglingaskóla lauk, hóf Lilli nám í trésmíðum þann 1. marz 1973, hjá trésmíðaverkstæð- inu Ýr á Akureyri. Eins og gengur vann hann alla algenga smíða- vinnu bæði á verkstæði, sem við nýbyggingar. „Hann var einstak- lega ljúfur í viðmóti, vakti vernd- andi föðurtilfinningar hjá eldri vinnufélögum, hrekklaus, sér- staklega bóngóður, svo mörgum þótti nóg um. Fór þar mikið af frítíma hans í hjálpsemi við vini sína og kunningja. Kappsamur var hann við verk og ósérhlífinn.“ Þetta voru orð vinnuveitenda og. vinnufélaga hans á Ýr, en við þá hélt hann sambandi og fékk ráð, eftir að hann flutti burt. Trésmíðanáminu lauk hann í marz 1977 og á næstu árum vildi hann kynnast verkmenntun annarra þjóða og vann við smíðar í Noregi, Danmörku og á Grænlandi. Eftir að til íslands kom, starfaði hann að ýmsum verkefnum m.a. í Mý- vatnssveit, en fyrir stuttu stofnaði hann ásamt félaga sínum, Hauki Sigvaldasyni frá Dalvík, trésmíða- verkstæði í Kópavogi. Verkefnin hrönnuðust upp og voru þeir fé- lagar bjartsýnir á framtíðina. Andlegri reynslu Lilla var lokið — sumarið að byrja — en þá lauk skóla lífsins á þessari jörð og fyrir þá sem trúa vilja, þá er þessi vist aðeins áfangi á leið okkar. Kahlil Gibran hefir sagt: „Þjáningin er fæðingarhríð skilningsins. Eins og kjarni verður að sprengja utan af sér skelina, til þess að blóm hans vaxi upp í ljósið, eins hljótið þið að kynnast þjáningunni. Og ef þið sæjuð hin daglegu kraftaverk líf- sins, yrði þjáningin ykkur undur- samleg engu síður en gleðin. Og árstíðaskipti sálarinnar yrðu ykk- ur eðlileg eins og sáning og upp- skera, og þolgóð munduð þið þreyja vetur þjáninganna." Foreldrar Jósefs Liljendals eru: Svava Friðjónsdóttir og Sigurður Jósefsson bóndi Torfufelli, en systkinin eru: Guðrún, Árni, Jón Hlynur, Bjarney, Sigrún, Hóift- fríður og Sigurður Torfi. Árið 1974 kvongaðist Lilli, Soffíu Árnadóttur frá Akureyri og áttu þau tvo syni, þá Sigurð Árna f. 1975 og Jón Svavar f. 1977, en þau Soffía slitu samvistum. Fyrir hjónaband eignaðist hann soninn Ólaf Þór f. 1971. Drengirnir voru mjög hændir að föður sínum, en hann var ætíð barngóður og til þess tekið hve vænt honum þótti um syni sína og systkin. Nú þegar Lilli er kvaddur, þá minnast hans margir og vitnað í framangreind orð vinnuveitenda hans og vinnufélaga hjá Ýr, og báðu þeir fyrir þakkir fyrir skemmtilegar stundir og hafa eignast fágætan félaga og trúnað- arvin. Undirritaður kynntist Lilla fyrir rúmum tíu árum og komst strax á gott samband, því hann vann hug og hjörtu þeirra sem hann kynntist, og rofnaði það samband ekki þó hann flytti í burt. Tvíbýli var um tíma í Torfu- felli, en þar bjuggu, ásamt Sigurði og Svövu, tengdaforeldrar mínir, þau Angantýr H. Hjálmarsson og Torfhildur systir Sigurðar, ásamt dætrum sínum Sigfríði, Ingi- björgu og Elínborgu. Því varð sérlega kært með þeim frænd- systkinum og er því sonar og bróð- urmissir í báðum fjölskyldum. Við þökkum honum samfylgdina og ánægjulegar stundir. Torfufells- fólki, sonum og öðrum aðstand- endum óskum við blessunar. Haraldur E. Ingimarsson, Sólbakka, Akureyri. Una Lilja Páls- dóttir - Minning Fædd 2. febrúar 1906 Dáin 13. mars 1985 13. mars andaðist að Reykja- lundi Una Lilja Pálsdóttir og verð- ur til moldar borin í dag að Lága- felli. Mér er mjög ljúft að minnast i örfáum orðum þessarar heið- urskonu. Frá Breiðafirði var hún ættuð, dóttir hjónanna Helgu Jónasdótt- ur og Páls Guðmundssonar í Höskuldsey. Þar ólst hún upp i stórum systkinahóp. 12 komust þau til fullorðinsára og af þeim eru 6 á lífi. Það segir sig sjálft að mikið hef- ur þurft til að fæða og klæða, svo stóran bamahóp og koma til manns, en eins og Una sagði oft sjálf, þá var Breiðafjörðurinn mikið matarbúr. Heimilisfaðir duglegur að sækja sjóinn, hús- móðirin nýtin og mikilvirk og allir hjálpuðust að, þá hlaut það að tak- ast. Það er af þessu kjarnmikla al- þýðufólki sem Una er komin. Þetta fólk vann störf sín í kyrrþey en var og er eftir sem áður horn- steinn íslenskrar þjóðar og tilvera hennar byggist á því. Árið 1934 giftist Una eftirlif- andi eiginmanni sínum Sigurjóni Eiríkssyni, eftirlistsmanni vit- anna. Hann er ættaður úr Skaft- ártungum. Þau áttu því gullbrúð- kaup á síðastliðnu sumri. Lengst af bjuggu þau hjón í Blönduhlíð 11 og þar áttu þau myndarlegt og falleg heimili sem þau i sameiningu hlúðu vel að. Una eignaðist einn son áður en hún giftist, Pál Guðmundsson, ókvæntur og býr í Vestmannaeyj- um. Tvo syni eignuðust þau Sigur- jón og hún. Eirík Gretar, kvæntan undirritaðri og Helga, kvæntan Maríu Jónsdóttur. Síðustu árin hafa þau dvalið í sambýli með Helgu og Maríu að Helgalandi 1 í Mosfellssveit og þar hafa þau notið samvistar og um- önnunar þeirra. Það er mikil gæfa fyrir mig að hafa tengst þessum góðu hjónum og notið samfylgdar þeirra i nær 30 ár og það er notaleg tilfinning að aldrei hefur fallið skuggi á okkar kynni. Fyrir hönd barna minna vil ég þakka fyrir svo margt og reyndar veit ég að ég mæli fyrir mun allra þeirra barnabarna. Þau minnast heimsóknanna til Unu ömmu og afa í Blönduhiíð og þegar hún kom svo oft færandi hendi í heimsókn til okkar. Síðustu mánuði dvaldi Una á Reykjalundi þar sem hún naut frábærrar umönnunar hjúkrun- arliðs í erfiðum veikindum. Við ættingjar hennar færum læknum og öðru starfsliði bestu þakkir fyrir. Ég bið góðan Guð að styrkja aldraðan tengdaföður minn í sorg hans og vona að hann eigi rólegt og bjart ævikvöld og að við eigum eftir að njóta langra samvista við hann. Unu felum við Guði í hendur og biðjum þess að hún megi hvíla í friði. Blessuð sé minning hennar. Jóna Þorvaldsdóttir. Una Lilja Pálsdóttir lést á hjúkrunardeild Reykjalundar þann 13. mars. Þar naut hún góðr- ar aðhlynningar starfsfólks síð- ustu vikurnar svo og fjölskyldu sinnar, eiginmanns, sona sinna og eiginkvenna þeirra, sem léttu Unu sjúkdómsleguna, heimsóttu hana daglega og slepptu aldrei hendi af hinni góðu konu og móður. Una var Breiðfirðingur að ætt. Hún sleit barnsskónum í Hösk- uldsey þar sem hún var ein af 12 börnum hjónanna Helgu Jónas- dóttur og Páls Guðmundssonar, vitavarðar. Það sem einkenndi Höskuldseyjarheimilið var glað- lyndið, söngurinn og fjörið og trúmennskan var ávallt í fyrir- rúmi. Una dvaldi hjá foreldrum sínum til fullorðinsára. f Höskuldsey kynntist Una ástinni sinni, öðl- ingsmanninum Sigurjóni Eiríks- syni, sem var eftirlitsmaður vit- anna. Þau giftust árið 1934 og settu saman heimili í Reykjavík. Lengst af bjuggu þau í Blönduhlíð 11, á því myndarheimili sem Una bjó manni sínum og þremur son- um. Þar var yndislegt að koma, alltaf sama glaðlyndið, myndar- skapurinn og hjartahlýjan. Ég er þakklát Unu fyrir öll ferðalögin sem við áttum saman um landið, bíltúrana í Mosfells- sveit að heimsækja ættingja og vini. Það eru ógleymanlegar stundir sem ég geymi í huga mér. Ég votta vini mínum, Sigurjóni, sonum og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð mína. Jarðarförin fer fram frá Lága- fellskirkju í dag, 23. mars, kl. 13.30. Ragna Benediktsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. 1 minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.