Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 25 Hvað sparast og hvað tapast við niðurskurð framkvæmda — eftir Jóhann G. Bergþórsson Vegna fjárlagagats, fjár- magnsskorts almennt, auk ýmissa annarra ástæðna s.s. hámarks- hlutfalls erlendrar lántöku af þjóðarframleiðslu, er títt gripið til þess úrræðis að skera niður verk- legar framkvæmdir. Gildir það jafnt um ýmsar ríkis- stofnanir og bæjar- og sveitarfé- lög auk blandaðs samrekstrar- forms þessara aðila. Því er ekki úr vegi að skoða hvaða áhrif þessi niðurskurður framkvæmda í raun hefur. Vegna reynslu undirritaðs af jarðvinnuframkvæmdum und- anfarin ár er tekið til athugunar í hverju fólginn er kostnaður við slíkar framkvæmdir, hvernig sá kostnaður í raun dreifist og hver gætu verið áhrif niðurskurðar slíkra framkvæmda í ljósi al- mennrar stöðu atvinnutækifæra í landinu. Engin ein skipting kostn- aðar er rétt enda fer það í hverju verki eftir samsetningu mannafla og tækja, auk efnisþáttar sem get- ur verið mjög breytilegur, en ekki er fjarri lagi að unnt sé að reikna með að launakostnaður sé al- mennt 20—30%, vélar 30—50%, akstur 30—50% og efni 5—10%. Sé hér gengið útfrá að um sé að ræða stórverkefni í vegagerð, t.d. að upphæð kr. 300 milljónir, má áætla skiptinguna. 25% laun & launat. gjöld 75.000 35% vélar 105.000 30% akstur 90.000 10% efni 30.000 Með efni er hér átt við innflutt efni, t.d. stálrör, steypustyrktar- stál, timbur, dynamit, asfalt, veg- olíu og slíkt, en ekki efni unnið innanlands t.d. unna möl, steypu o.s.frv., enda er slíkt efni í raun blanda af launum, vélavinnu og akstri. Hlutdeild hins opinbera Af beinum launum starfsmanna hjá fyrirtæki mínu fara að jafnaði um 20% í útsvör og önnur gjöld til hins opinbera, og er þetta heildar- hlutfall ekki hærra vegna fjölda námsmanna í sumarvinnu. Þá eru launatengd gjöld að jafnaði milli 30 og 40%, og telst þar með lífeyr- issjóðsgjöld, launaskattur o.s.frv. Starfsmenn, sem við slíka vinnu hafa verið, vinna að jafnaði mjög mikið og hafa því í raun tekjur yfir meðallagi og þeir sem vinna allt árið greiða því hátt skatta- hlutfall. Auk þess er neysla þeirra vel yfir meðallagi, sem felst í kaupum á hátollavörum s.s. bílum og heimilistækjum ýmsum, auk eigin húsnæði. Því má reikna með að allt að helmingur ráðstöfunar- tekna renni í raun til ríkisins í formi söluskatts, tolla og annarra aðflutningsjalda og til sveitarfé- laga í útsvar og fasteignagjöld. Þannig má álykta að eigi minna en 13—15% af þeim 25% sem fara í laun og launatengd gjöld renni aftur til ríkis og sveitarfélaga. Verði starfsmenn hinsvegar at- vinnulausir og fái ekki aðra vinnu vegna skorts á atvinnutækifærum, greiðast verulegar upphæðir í at- vinnuleysisbætur eða ca. 14 þús- und per mánuð miðað við meðal- fjölskyldustærð. Til verkefnisins má áætla a.m.k. 150 manns og væru þeir allir á atvinnu- leysisbótum, kostaði það þjóðfé- lagið um 25,0 milljónir kr. á ári. Á sama hátt og áður má gera ráð fyrir að hluti atvinnuleysisbóta skili sér aftur, en þar er þó hlut- Jóhann G. Bergþórsson „Leiöin upp úr öldu- dalnum er því ekki ein- hliöa niðurskurður framkvæmda heldur hófsemi hins opinbera í skattlagningu atvinnu- lífsins og örvun þess framtaks, sem síðar er líklegt að skapi nýja at- vinnu og auð í þjóðar- bóið.“ fall mun lægra þar sem tæpast yrðu keyptar hátollavörur fyrir þær að marki. Þannig að raun- útgjöld eru áætluð 20 milljónir. Kostnaður við vélar felst í af- Fundur í Grikklands- vinafélaginu mánudag Mánudagskvöldið 25. marz kl. 20.30 efnir Hið nýstofnaða Grikk- landsvinafélag til fundar í tilefni þjóðhátíðar Grikkja. Fundurinn verður haldinn í veitingahúsinu Gauki á Stöng (uppi). Formaður féiagsins, Sigurður A. Magnússon rithöfundur, mun skýra frá aðdrag- anda gríska frelsisstriðsins og flytja svo fyrirlestur um elddans í Grikk- landi. Síðan munu þrír íslendingar, sem hafa náð valdi á hljóðferi Grikkja, búzúkí, leika grísk lög auk þess sem leiknar verða hljómplötur með helztu búzúkí-meisturum. Allir velunnarar eru velkomnir. Sýningum fækkar á Gertrude Stein SÝNINGUM fer nú fækkandi á leik- riti Marty Martins Gertrude Stein, Gertrude Stein, Gertrude Stein á Litla sviði Þjóðleikhússins, en næsta sýning á verkinu verður á sunnudag kl. 17.00 og er hér með vakin athygli á breyttum sýningartíma. Það er Helga Bachmann sem leikur tiltilhlutverkið. Leikstjóri sýningarinnar er Andrés Sigur- vinsson og leikmynd er eftir Guð- rúnu Erlu Geirsdóttur. Grikklandsvinafélagið var stofnað 22. febrúar og voru stofn- félagar um 170 talsins. Kynnt voru þá lög félagsins, og síðan gengið til stjórnarkjörs. Sigurður A. Magnússon var kosinn formað- ur og með honum þau Haraldur Böðvarsson háskólanemi, Helga Bachmann leikari, Kristján Árna- son menntaskólakennari og Mika- el Lyras Magnússon veitingamað- ur. I varastjórn voru kjörnir Árni Larsson rithöfundur og Friðrik Páll Jónsson fréttamaður. Að loknum fundarstörfum sagði Kristján Árnason frá Balkanvina- félaginu Bysantíon, Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona las upp, fluttir voru kaflar úr Lýsiströtu og sýndir voru grískir dansar. Á borðum var grískur matur. Ráðgert er að halda fundi í Grikklandsvinafélginu á tveggja mánaða fresti yfir veturinn og hafa ýmsir heitið fulltingi sinu og munu flytja fróðleik um Grikk- land fyrr og nú. í ráði er að fá öðru hverju til landsins gríska fræði- og listamenn og bjóða upp á fræðslumyndasýningar. skrift véla (en innkaupsverð þeirra er cif-verðið + tollur, vöru- gjald og söluskattur, auk annarra kostnaðarþátta, en almennt eru gjöldin til ríkisins um eða yfir 100% af cif-verði), fjármagns- kostnaði, eldsneytisnotkun, vara- hlutum og viðgerðum. Af eldsneyti tekur ríkið sinn skerf, misjafnlega mikinn eftir hvort um olíu eða bensín er að ræða, af varahlutun- um a.m.k. sama hlutfall og af vél- inni sjálfri. Eigi er því fjarri að hlutur ríkisins í vélahlutanum sé a.m.k. 50%, þ.e. ca. 18% af heild- arkostnaðinum við verkið. Kostnaður við akstur felst í sömu þáttum, nema hvað gjalda- hlutfall er ívið hærra á minni bif- reiðar en á vélar, en svipað á stærri bifreiðum. Þessu til viðbót- ar kemur síðan þungaskattur sem greiddur er af öllum bifreiðum, jafnvel þótt þær megi ekki aka á vegkerfi landsins. Hlutdeild ríkis í aksturshlutanum er því áætluð 60%, eða 18% af heildarkostnað- inum. Kostnaður við efni felst á sama hátt og við vélakaupin í cif- verði og opinberum gjöldum. Þau eru hér áætlaður helmingur verðs- ins, eða 5% af heildarupphæðinni. Við þessa skoðun hefur fengist að ca. 55% af heildarkostnaði eða 165 milljónir fari á einn eða annan hátt aftur í opinbera sjóði, auk þeirra gjalda sem skipafélög, inn- flytjendur og þjónustuaðilar greiða til hins opinbera af þeirra hlut í kostnaðinum og auk beinna gjalda verktakans til hins opin- bera, t.d. í formi aðstöðugjalda og annarra gjalda, sem ekki er óvar- legt að meta ca. 5% heildarkostn- aðar eða 15 milljónir kr. og fæst því heildarupphæð til hins opin- bera kr. 180 milljónir eða um 60%. Sé jafnframt tekið tillit til spar- aðra atvinnuleysisbóta er raun- kostnaður hins opinbera af fram- kvæmdum 300 — 180 — 20 = 100 milljónir kr. Til frekari skýringa er þetta uppsett í meðfylgjandi töflu. ÁeUaður Áetlað aflur heildar- til rfliia og kostnaður sreitarfélaga Laun og launat. gjöld 75.000 42.000 Vélar 105.000 54.000 Akstur 90.000 54.000 Efni 30.000 15.000 Samtals 300.000 165.000 af hlutdeild skipafélaga, innflytjenda, þjónustuaðila, verktaka 15.000 sparaðar atv.leysisbætur — tekjur af atvinnul.bótum Samtals 180.000 20.000 200.000 Leiðin upp úr öldudalnum Þýðingu niðurskurðar fram- kvæmda skyldi skoða í Ijósi þess- ara hugleiðinga, sem ekki eru neinn stóri sannleikur heldur til- raun til nálgunar stærðanna. Hér er ekki tekið neitt tillit til þeirra áhrifa á þjóðarbúið sem umrædd framkvæmd gæti haft t.d. í minni flutningskostnaði, sem á að leiða til ódýrara vöruverðs, og sparnaði í rekstri bifreiða landsmanna, jafnvel í beinum gjaldeyrissparn- aði, sem þá jafnframt hefði í för með sér tekjuskerðingu fyrir rík- issjóð, en kjarabætur fyrir al- menning. Á það skal bent að þegar arð- semi framkvæmdar er skoðuð er nauðsynlegt að vita raunkostnað framkvæmdar fyrir þjóðina. 1 dæminu hér á undan er raun- kostnaður 100.000.000. kr. Raun- tekjur af framkvæmd fyrir þjóð- ina geta verið fólgnar í gjaldeyris- spörun eða jafnvel gjaldeyrisöfl- un, þannig að sams lags greining tekna og hér var gerð á kostnaði kann að leiða í ljós að fram- kvæmdir séu það arðbærar að þær standi fyllilega undir erlendum lántökukostnaði sem ráðist er í vegna þeirra. Dæmið hér að ofan snéri að vegaframkvæmdum, en eigi verð- ur heldur undan því komist að hugleiða raunhæfni hinnar algildu „mills“-viðmiðunar þegar virkj- anakostnaður er metinn og semja á um sölu raforku til orkufreks iðnaðar, þó dæmið sé ekki alveg hið sama sökum endurgreiðslu ákveðinna gjalda vegna virkjana- framkvæmda. Allar aðrar tekjur þjóðarheild- arinnar vegna atvinnurekstrar og framkvæmda við orkufrekan iðn- að þarf að taka inní myndina og fráleitt að hrekja frá okkar landi allan orkufrekan iðnað vegna þess, að ríkið þurfi í raun að fá svo stóran hlut af frumframkvæmd- um sem raun ber vitni. Þannig væri athugandi að orkufyrirtækj- um væri gert kleift að selja orku á samkeppnisfæru verði þannig, að þjóðarheildin nyti góðs af. Sömu rök og hér hafa verið framsett gilda reyndar einnig á sviði nýsköpunar í atvinnulífinu eins og t.d. í fiskirækt, en núgild- andi reglur um gjaldtöku hins opinbera leiða að öllum líkindum til þess að sá atvinnurekstur á erf- itt uppdráttar í samkeppni við slíkan atvinnurekstur erlendis. Þar er atvinnureksturinn ekki skattpíndur frá upphafi eða gert að greiða óraunhæft hátt orku- verð, heldur er allt gert til þess að örva nýjungar í atvinnulífi. Leiðin upp úr öldudalnum er því ekki einhliða niðurskurður fram- kvæmda heldur hófsemi hins opinbera í skattlagningu atvinnu- lífsins og örvun þess framtaks, sem síðar er líklegt að skapi nýja atvinnu og auð í þjóðarbúið. Leið- in er því uppbygging atvinnulífs- ins, aukning framleiðni og aukin arðsemi. Þannig skapast grund- völlur fyrir bættum kjörum í landinu. Jóhann G. Bergþórsson er Torstjóri Hngrirkis bf. n/aunv MJÓLKURDAGSNEFND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.