Morgunblaðið - 23.03.1985, Side 51

Morgunblaðið - 23.03.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 51 „Best að hætta á toppnum" segir Egill Þorsteins Karl Þorsteins skákmaður er kunnur þeim er fylgjast með f skákheiminum, en hitt vita færri að hann á bróður, sem einnig er liðtækur við skákina, eða svo virtist að minnsta kosti þegar hann tefldi á skákmóti á Akranesi fyrir nokkru. Þar tefldu nokkrir af færustu skák- mönnum landsins og vann Egill þá alla. „Ég hef lítið teflt frá þvf ég var 15 ára, en þá tók ég þátt f taflmótum og tefldi hjá Taflfé- laginu," segir Egill. „Tafl- mennskan er þannig að hún á ekki samleið með skólanámi og hef ég því snúið mér að öðrum fþróttum, en ég stunda nám í hyggingaverkfræði við Háskóla íslands." „Þú ert ekki að hugsa um að snúa þér að taflmennskunni eft- ir skákmótið á Akranesi?“ „Nei, ætli það sé ekki best að hætta á toppnum," segir Egill og brosir. „Þetta var einstök heppni á þessu móti og naut ég þess að enginn þekkti mig sem skák- mann.“ „En þú Karl, ertu stöðugt að tefla og kynna þér skák? „Það er allur gangur á því, fyrir skákmót fer mikill tími í undirbúning, annars vinn ég meira í skorpum. En tafl- mennska er skemmtileg, hún verður að ástríðu og maður get- ur ekki hugsað um neitt annað.“ „Nú veit ég ekkert um skák, en það hefur stundum hvarflað að mér hvort ekki væri hægt að koma aftan að þessum skáksnill- ingum og leika einhvern óvænt- an leik, sem komið gæti þeim úr jafnvægi? „Nei, þannig er ekki skák, eng- inn leikur kemur á óvart. Það eru margir sem halda að þetta sé hægt, en þó skák sé sálarstríð þá þekkja menn oftast andstæðinga sína á skákmótum og vita hvers er að vænta af þeim.“ „Teflið þið mikið hér heima bræðurnir?“ „Það er svona upp og ofan, en þegar við teflum þá eru það stuttar 5 mín. skákir. Því er hinsvegar ekki að neita að þetta verður allt annað líf að hafa „þjálfarann" svona heima,“ segir Karl, „og auðvitað þigg ég af honum góð ráð.“ Bræðurnir Karl og Egill Þorsteins taka eina 5 mfnútna skák. „WHAM“-bræður fórn arlömb slúðurmeistara George Michael, sá þeirra Wham-félaga sem meira ber á að öllu jöfnu, er heldur óhress með eitt og annað sem sagt er um hann og Andrew Ridgeley bæði þessa dagana og einnig áður en þeir slógu svo rækilega f gegn í tónlist sinni. Ýmsir hafa nefnilega orðið til þess að brigsla þeim um kynvillu. Hvers vegna? Jú, kven- þjóðin sýpur hveljur af hrifningu yfir þeim, sem samt sjást þeir varla nokkrum tfma f fylgd kvenna, þess oftar saman. George segir um þetta: „Þetta er auðvitað eins og hvert annað hjal öfundarfólks sem þrffst á því að koma gróusögum á kreik og gleðst f hjarta sfnu ef þvi tekst vel upp. Hvílík hjörtu það. Hið sanna er, að við Andrew erum vissulega miklir vinir, við höfum þekkst síð- an við vorum 12 ára gamlir. Ástæðan fyrir því að við erum ekki með dömur upp á arminn dag hvern er sú að við erum vandfýsn- ir og erum ekki með stúlkum bara upp á grín. Við erum ekki lausir í rásinni. Og þess vegna fara ein- hverjir hálfvitar að tala um kyn- villu! Hvílíkt og annað eins,“ segir George mæðulega. Félagi hans, Andrew Ridgeley, jánkar öllu saman, en hann er þó talinn held- ur léttlyndari en George. Þeir félagarnir hittust fyrst 12 ára gamlir í Bushey Meeds-skól- anum fyrir norðan Lundúnaborg. George kom inn í kennslustofuna nýfluttur í hverfið og Andrew, sem var gosinn f bekknum, sagði umsvifalaust: „Hæ“. Þeir smullu saman eins og bræður og hafa ver- ið óaðskiljanlegir að kalla siðan. Þeir eru nú 21 árs gamlir... George Michael Komið með í afmælisgöngu Útivistar ÚTIVIST 10 Á R A Hiö síunga feröafélag, Útivist, er 10 ára og af því tilefni er öllum sem vilja boöiö í afmælisgöngu á morgun, sunnudaginn 24. mars. Mæting og brott- för frá BSÍ, bensínsölu kl. 14.00. Þátttakendur fá afhenta afmælisferðabók o.fl. Ekkert þátttöku- gjald. Gönguleiöir sem koma mörgum á óvart: Öskjuhlíö — Nauthólsvík — Fossvogsdalur — Elliðaárdalur. Fríar rútuferöir kl. 17.00 frá Elliöaárstöö. Hægt aö sameinast göngunni viö heita lækinn kl. 14.30 og í Skógræktarstööinni Fossvogi kl. 15.30. Létt ganga fyrir unga sem aldna. Komiö meö og kynnist Útivistargöngu og skemmtilegum útivistarsvæöum. SJÁUMST ISUZU TROOPER isuzu TROOPER - lúxusvagn í bæjarakstri, ósvikið hörkutól á fjallvegunum og allt þar á milli. Þetta er einstakur bíll, búinn þægindum fólksbílanna, krafti og styrk jeppanna og farþegarými fyrir allt að 9 manns án þess að nokkurs staðar þrengi að! isuzu TROOPER á fáa sína líka! Kynntu þér verð og greiðslukjör f -viðtökum flestar gerðir notaðra bíla upp í og það bjóða fáir betur í góðum greiðslukjörum. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.