Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 47 Sriorri Guðlaugur Árnason - Minning Fæddur 17. janúar 1943 Dáinn 7. mars 1985 Á björtum degi með hækkandi sól á lofti og fólk farið að búa sig undir vorkomuna og allt virtist leika í lyndi varð eins og eygló vorsins hefði gleymt sínu hlut- verki um stund og birta og tími stæði í stað þegar sú harmafregn barst um okkar litla byggðarlag að Snorri væri látinn. Manni fannst ótrúlegt að slíkt væri stað- reynd, það er erfitt að sætta sig við slíkt og átakanlegt að sjá á bak dugmiklum og góðum dreng sem Snorra svo snemma á lífsleiðinni. En það virðist vera lífsins saga í tímans rás að bæði sterkir og ósterkir mannlifsstofnar falli til foldar að eilifu. Þó svo að við vit- um slíkt erum við alltaf jafn óviðbúin þeirri staðreynd. Manni finnst jafnan erfitt að kyngja því og melta átölulaust og án gagn- rýni á tilveruna þegar menn i fullu fjöri og starfi eru slegnir út af þessu tilverustigi fyrirvara- laust án sýnilegra eða tilætlaðra orsaka. En það var staðreynd sem við hér í bæ stóðum frammi fyrir, að Snorri frændi minn var sviptur lífi af þessu einræðis eilífðar valdi sem engin mannleg hugsun eða hönd fær breytt og er hann annar af þremur systkinum sem svipt er af sjónarsviði þessa lifs. Þorleifur Kristinn bróðir hans féll í valinn i blóma lífsins einnig fyrirvaralaust 5. október 1974. Manndómsþrek þarf mikið, góða hugsun og vilja hjá eftirlifandi að- standendum, ekki sist börnum hins látna og öldruðum og lúnum foreldrum, til þess að standa af sér slík áföll og hvers á það fólk að gjalda er lífið færir slíkt í fang til þyngsla og þrautar? Þegar maður stendur frammi fyrir því að samband við vin og samferðamann er á enda leita minningar á hugann. Mér verður jafnan á er ég frétti um andlát samferðamanna er ég þekkti eitthvað til, að líta aftur yfir ævi viðkomandi og laða fram í hugann einkennin í fari þeirra meðan lífs voru. Snorri var snemma rismikill og stórbrotinn til geðs og gerðar. Innra með honum ólguðu margar hugmyndir og kröfðust útrásar. Hann var þrunginn atorku og vilja og meðalmennskan féll lengst af ekki að hans skaphöfn. Hann var sjálfstæður í hugsun og reyndi að haga sinni lífsgöngu þannig að vera ekki undir aðra gefinn. Þó ekki einrænn í hugsun. Hann var opinn fyrir nýjungum og tækni og kynnti sér slíkt vel hjá þeim er þeirra nutu. Hann var verkhagur og hygginn og vann flest þau verk er að höndum bar, t.d. bæði í timb- ur og járn, og þurfti ekki annarra Fædd 9. ágúst 1927 Dáin 27. janúar 1985 Það urðu mikil harmatíðindi, er okkur barst frétt um andlát Ingi- bjargar Guðmundsdóttur, en hún lést í Reykjavík 27. janúar síðast- liðinn. Inga, eins og við kölluðum hana alltaf, var fædd í Reykjavík 9. ágúst 1927, dóttir hjónanna Olgu Viktoríu Karlsdóttur og Guðmundar Kristáns Kristjáns- sonar. Auk Ingu eignuðust þau aðra dóttur, Kristínu, sem látin er fyrir allmörgum árum. Þegar Inga var fjögurra ára missti hún móður sína, en faðir hennar giftist aftur Aðalheiði Klemensdóttur og gekk hún Ingu í móður stað. Aðalheiður reyndist henni ávallt mjög vel og mat hún hana mikils. Við sem þekktum Ingu urðum oft varar við hve mikla virðingu hún bar fyrir þeirri konu. Aðalheiður og Guðmundur eign- uðust sex börn, en þau eru: Klem- ens, búsettur í Noregi, Aðalheiður, dó ung, aftur fæddist þeim dóttir sem þau skírðu Aðalheiði, hún er búsett á Skagaströnd, Hrefna, búsett í Reykjavík, Kristján, bú- settur í Reykjavík og yngst er Margrét, búsett í Englandi. Föður sinn missti Inga árið 1958. með. Einnig átti hann létt með að laða fram úr fylgsnum hugans Inga ólst upp í Reykjavík, stundaði nám í hárgreiðslu við Iðnskólann, en atvik höguðu því þannig til að hún lauk ekki námi. Árið 1948 giftist hún Sigurði Sig- fússyni frá Skálafelli í Suðursveit og fluttist með honum þangað. Á Skálafelli bjuggu þau til ársins 1965, en þá fluttu þau á Höfn. Þeg- ar eftir flutninginn hófu þau verslunarrekstur. Þau byrjuðu smátt en stöðugt óx fyrirtækið og vann fjölskyldan saman að rekstri þess. Ekki lét Inga sitt eftir liggja og starfaði þar alla tíð. Ingu og Sigurði varð sex barna auðið, sem eru í aldursröð: Guð- mundur, kvæntur Sigríði Jóhann- esdóttur, Guðbjörg, gift Sigurði Hannessyni, Olga, gift Þóri Matthíassyni, Svanhvít, gift Við- ari Þorbjörnssyni, María, sambýl- ismaður Stefán Sturla Sigurjóns- son, og Sigfús, sambýliskona Sig- rún Hauksdóttir. Barnabörnin eru tólf, eftirtekt- arvert var hve hænd þau voru að ömmu sinni. Frístundirnar voru ekki margar hjá þeim hjónum. En árið 1983 tóku þau sér frí frá störfum og heimsóttu systur Ingu til Eng- lands. Það var gaman að sjá ýmsar hugdettur ef tóm gafst til frá öðrum störfum og festi þær ýmist á léreft með litum eða penna á blað, bæði í bundnu og óbundnu máli. Listfengi hans birt- ist á margan hátt. Hann var unn- andi blóma og trjáa og má sjá vísi að því frá búsetu hans á Völlum. Snorri Guðlaugur Árnason fæddist á Karlsbraut 12, Dalvík, 17. janúar 1943, sonur eftirlifandi foreldra á Dalvík, Árna Jóhanns Guðlaugssonar, múrara, frá Mið- koti á Upsaströnd og Þórgunnar Emilíu Þorleifsdóttur frá Hóli á Upsaströnd. Snorri nam múrara- iðn ungur að árum og varð múr- arameistari og vann við þá iðn þar til hann hóf búskap í Laugahlíð, Svarfaðardal, 1967. Bjó hann þar til 1970, er hann keypti Velli í sama héraði og flutti þangað. 22. febrúar 1964 kvæntist hann Rósu Helgadóttur bónda á Másstöðum hér í sveit. Bðrn þeirra Rósu og Snorra eru Helga Ester, býr í hversu ánægð þau voru með ferð þess,a hún var þeim ógleymanleg. Nú er höggvið stórt skarð í hóp slysavarnarkvenna á Höfn, en Inga gegndi starfi formanns kvennadeildarinnar frá árinu 1968 til dauðadags. Starf sitt sem for- maður vann hún vel, full af atorku og starfsgleði. Slysavarnarmálin voru hennar aðaláhugamál, verk- efnin óþrjótandi við uppbyggingu björgunarstöðvar og eflingu deild- anna. Hún var góður stjórnandi og átti gott með að fá fólk til starfa með sér. Reykjavík, Árni Þór, bóndi á Völl- um, Árnar Már, nemi, og Atli örn, nemi. Rósa og Snorri slitu sam- vistum og býr nú á Völlum sonur þeirra, Árni Þór, og kona hans, Dagný Harðardóttir. Snorri setti saman bú á ný hér á Dalvík með Ásgerði Jónasdóttur ættaðri úr Reykjavík, syni hennar Ragnari, og sonum sínum Atla og Arnari. Þar á bæ ríkti mikil hamingja og bjartar framtíðarvonir sem byggja átti yfir og fjölskylduna íveruhúsnæði að sumri. Snorri var einn af stofnendum laxeldisstöðv- arinnar Öluns hér í bæ og vann við uppbyggingu þess mannvirkis og var ráðinn þar rekstrarstjóri þegar laxeldi hófst þar í haust. Hann var að verki þar þegar hann var skyndilega burtkallaður. Ég kveð frænda minn og þakka hon- um góð kynni. Innilegar samúðarkveðjur til eftirlifandi aðstandenda. Kristinn Guðlaugsson Við konurnar minnumst þess að þegar byrjað var á byggingu slysa- varnahúss hér á Höfn tók Inga að sér að passa barnahópinn okkar á meðan við hlóðum upp húsið með aðstoð góðra manna. Þegar húsið var fullbúið var þar oft glatt á hjalla, er við unnum af fjáröflun fyrir deildina. Inga lét sig aldrei vanta og var hrókur alls fagnaðar. Við sem átt- um því láni að fagna, að starfa með Ingu að þessum málum, höf- um margt lært og vonandi tekst okkur að starfa hér eftir sem fyrr. Inga gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir utan slysavarna- deildina, var í stjórn Sjálfstæðis- félags Austur-Skaftafellssýslu, í stjórn Félags aldraðra á Höfn og sat í nefndum fyrir Hafnarhrepp. Hún var í stjórn Slysavarnafélags íslands og þurfti þvi oft að sækja fundi til Reykjavíkur. Hún var einmitt í slíkri ferð er andlát hennar bar að. Þegar fjöl- skylda hennar og vinir fréttu að Inga væri dáin var söknuðurinn sár, enginn bjóst við þessu svo fljótt, þó að flestir vissu að hún gekk ekki heil til skógar. Við þökkum Ingu fyrir vel unnin störf i þágu slysavarnamála á Höfn, samfylgdina og góðar minn- ingar. Eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Félagar í Kvennadeild Slysavarnafélagsins á Höfn. Ingibjörg Guömunds- dóttir, Höfn — Minning VIÐ HOFUM stigið lyrsta skrefið Nú aukum við þjónustuna og bætum aðstöðuna, því auk þess að allar deildir okkar eru enn að Hringbraut 120 höfum við opnað afgreiðslu á grófari byggingavörum eins og timbri, steypustyrktarjámi, spónaplötum, harðviði, pípulagningarefni, hleðslugrjóti, gangstéttarhellum og fleiri vömm, á framtíðarathafnasvæði okkar við Stórhöfða í Reykjavík. Allir húsbyggjendur kannast við JL-kjörin og vita að þar sem JL-Byggingavörur em eiga þeir traustan viðsemjanda. Fffll BYGGlMBflVÖRPB BYGGINGAVÖRUDEILD, STÓRHÖFÐA, SÍMI 671100. RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.