Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 24
24________________MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985_ Ber að kappkosta að gera góð innkaup og lækka með því yöruverð iUPMflf"’'"'; ÍSLANDS MIFUNOUR 1985 Sigurdur E. Haraidsson flytur ræóu sína á aðalfundi Kaupmannasamtak- anna. — eftir Sigurð E. Haraldsson Hér fer á eftir ræéa Sigurðar E. Haraldssonar, _ formanns Kaup- mannasamtaka íslands, á aðalfundi samtakanna í fyrradag. Á aðalfundi okkar fyrir ári gætti bjartsýni á grundvelli stöð- ugleika, sem þá ríkti i íslensku efnahagslífi. Gengi gjaldmiðils okkar var stöðugt, skynsamlegir samningar við launþega voru ný- afstaðnir og ástæða virtist til bjartsýni. Ekkert er verslun óhagstæðara en valt gengi gjald- miðils með tilheyrandi afleiðing- um. Við þekkjum það ástand af biturri reynslu, allt frá árinu 1971 eða á annan áratug. Má kveða svo að orði, að vandi sé að skýra hvernig fyrirtækjum í verslun tókst að halda sjó i ölduróti verð- bólgu og óstjórnar, sem stóð á annan áratug. En bjartsýni á fyrstu mánuðum sl. árs átti fyrir sér að líta nýja öldufaida á haustdögum. Og þegar litast er um nú, engist þjóðfélagið í harðvítugum hjaðningavígum, þar sem hvorki er skeytt um starfsskyldur né þjóðarhag. Að þessu sinni eru ungmenin blóra- bögglamir, á nálægum tíma jafn- vel sjúklinga. Til eru þeir sem halda því fram, að darraðardans- inum ljúki þá fyrst, þegar erlendir lánadrottnar herði tökin á lands- mönnum og taki í taumana. Vissu- lega bætir ekki úr skák að mála dökka mynd og ala á bölsýni. En víst er að menn þekkja orðið mjög vel, hvernig stöðug verðbólga skrumskælir allt i þjóðfélaginu, útilokar rétt mat á skynsamlegri þróun í atvinnulífi og skerðir þannig möguleika landsmanna til að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er því engin afsökun til, ef ætlunin er að láta hendur fallast nú og berast á ný eins og viljalaus reköld í hringiðu sneypulegra ófara við stjórnun eigin málefna. Þetta á fyrst og fremst við stjórn- völd i landinu. En óbilgjarnir þrýstihópar eiga vissulega sína sök. Frá síðasta aðalfundi hafa orðið mikil tíðindi sem varða mjög alla, sem starfa við verslun. Verðlags- ákvæði, sem verið hafa í gildi um langa hríð, hafa að mestu verið afnumin. fyrir forgöngu viðskipta- ráðherra, Matthíasar Á. Mathie- sen, hefur þetta skref loks verið stigið. En því má bæta við að emb- ættismenn, sem helst fjalla um þessi mál og best þekkja til, munu hafa stutt eindregið við bakið á ráðherranum. Kaupmannasam- tökin hafa ítrekað látið þá skoðun í ljósi, að samkeppni um verð, þjónustu og vörugæði verði rétta lausnin og sá hvati sem tryggði neytendum bestu kjör. Skylt er því að viðurkenna að fagnaðarefni er, að loks hefur þetta mikilsverða skref verið stigið. Um verðlagsákvæði sem í gildi voru hefur svo oft verið fjallað, að ekki er ástæða hér og nú að endur- taka það, sem mælti á móti þeim. En auðvelt er að rökstyðja, að þau voru ekki einasta gagnslaus held- ur bókstaflega skaðleg í því augnamiði að tryggja hagstætt verð vöru og þjónustu. Sú skipan, sem nú hefur verið tekin upp, kallar fram harða sam- keppni og hennar gætir nú þegar mjög t.a.m. milli matvöruversl- ana. Því er ekki að leyna að slík samkeppni getur leitt til ófarnað- ar. Öllum er Ijóst að kostnaður við rekstur verslana er mikill, ekki sist matvöruverslana. Verðstríð, sem gengur út í öfgar, getur orðið fjármagnslitlum fyrirtækjum myllusteinn um háls. Menn þekkja dæmi um slíkt frá nálægum lönd- um. Það sem nú ber að kappkosta er að gera góð kaup af framleiðend- um og heildverslunum, hér heima og erlendis, og lækka með þvi vöruverð. Kaupmenn hafa bundist samtökum í þessu skyni sem hafa gefið góða raun. Alla samstöðu í þessa átt ber að efla. Kaupmenn eru vel meðvitaðir um skyldur sín- ar við neytendur. Sú harða sam- keppni, sem ríkja mun í kjölfar afnáms hinna svæfandi verðlags- ákvæða, kallar á ný viðhorf. Það þurfum við að gera okkur ljóst. Því má ekki gleyma að með sí- vaxandi ferðalögum manna landa milli á verulegur hluti verslana í beinni samkeppni við markað ann- arra landa. Þegar þetta er rætt verður að benda á, að stjórnvöld koma mjög við sögu. Þótt meta beri úrbætur, sem gengið hafa í þá átt að draga úr skattlagningu á vörum í formi tolla og skyldra að- flutningsgjalda, eru fjölmargar vörur óhæfilega hátt skattlagðar. Fjármálaráðherra núverandi skil- ur vel þessi mál og hefur vilja til úrbóta. Þess er að vænta að starf að endurskoðun tollskrár, sem nú fer fram, taki röggsamlega á ofsköttun margskonar varnings. Það er til sanninda um sam- keppni verslana hérlendis og er- lendis að í nýlegri könnun Verð- lagsráðs á verði bílavarahluta var borið saman verð hér heima og í nálægu landi. Svo er að skilja að á nálægum tíma gætu þau tíðindi gerst, að unnt verði að fá lánsfé erlendis til fjármögnunar í verslun, jafnvel að þess séu dæmi nú þegar. Hér gefst ekki ráðrúm til að fjalla um þessi nýju viðhorf. Kaupmenn þurfa að skoða vel, hvaða afleiðingar myndu af hljótast og sú umræða er þega hafin innan vébanda Kaupmannasamtakanna. Tals- menn Kaupmannasamtakanna hafa á undanförnum misserum látið í ljós, að óarðbær fjárfesting, sem mörg dæmi eru um i landinu vegna þess að menn vildu stíga langan veg í einu skrefi, bætir ekki hag i okkar atvinnugrein. Menn mega ekki gleyma því að fámennt þjóðfélag verður að sníða sér stakk eftir vexti. Svo er að sjá sem iðnrekendur hafi öðrum betur skilið þetta lögmál. Dæmi um ófarir blasa við í öðrum atvinnu- greinum. Vonandi siglir smásölu- verslunin ekki að þeim svörtu hömrum, þar sem menn brjóta skip sin engum til gagns. Enda þótt kaupmenn, sem standa að Kaupmannasamtökum íslands og spanna landið allt, hafi við margvísleg viðfangsefni og vandamál að fást sem bundin eru sveitfesti og tegund verslunar, eiga þeir þó flest sameiginlegt. Eins og drepið var á í upphafi þessa máls skiptir mestu, að menn átti sig á þeirri sýkingu sem stjórnvöld hafa til þessa haft takmarkað þrek til að takast á við. En að sjálfsögðu er svo sá vandi, sem einskorðast við landssvæði og einstakar greinar verslunar. Að slíkum málum er sífellt unnið af stjórn og starfsliði Kaupmanna- samtakanna. Freistandi væri að gera mörg slík mál að umræðu- efni. Ræðutími minn leyfir slíkt þó ekki. En skylt er að beina þökk- um til fjölmargra, vegna þess að málefni kaupmannastéttarinnar eiga meiri skilningi að mæta en margur hyggur. í haust eru 35 ár liðin frá því framsýnir kaupmenn bundust samtökum um stofnun Sambands smásöluverslana, sem síðar hlutu nafnið Kaupmannasamtök ís- lands. Margt hefur á dagana drifið þessi 35 ár og vísast hefur sú sam- staða, sem tókst siðla árs 1950 ekki ætið og á allan máta skilað þeim árangri sem menn vilja sjá, til hagsbóta og framþróunar i okkar atvinnugrein. Sjálfur hef ég um nokkurt skeið átt nána sam- fylgd með samtökum kaupmanna og borið nokkra ábyrgð á starfi þeirra. Ég hef oft látið þau orð falla, að án Kaupmannasamtak- anna skorti kaupmenn brjóstvörn. Ég vil gjarnan endurtaka þau orð hér. Eitt af því sem slævir störf okkar, sem nær daglega fjöllum um málefni á vegum Kaupmanna- samtakanna er, að nokkur hluti kaupmanna víkur sér undan því að axla skinnin með okkur. Eg öf- unda ekki þá sem taka hjásetu- afstöðuna. Sú afstaða er ekki stórmannleg. Það er sú afstaða að njóta óeigingjarnra starfa og framtaks annarra. Ein af starfsskyldum okkar, sem erum í stjórn samtakanna, er að leitast við að mæta á fundum kaupmannafélaga um landið. Þetta er ljúf skylda. Og nú er frá því að segja að sl. haust, í tengsl- um við aðalfund Kaupmannafé- lags Austfjarða, var vígt hús kaupmanna á Austurlandi. Þetta hús, sem kaupmenn eystra hafa reist af miklum dugnaði, er í fögru umhverfi í grennd við Egilsstaði. Húsið er fallegt og vandað. Þökk sé Gunnari Hjaltasyni formanni „Kaupmenn eru vel meðvitaðir um skyldur sínar við neytendur. Sú harða samkeppni, sem ríkja mun í kjölfar af- náms hinna svæfandi verðlagsákvæða, kallar á ný viðhorf. Það þurf- um við að gera okkur ljóst.“ og félögum. Sumarhús Félags matvörukaupmanna er svotil full- búið austur í Grímsnesi. Kaup- menn á Akureyri og í Vestmanna- eyjum eiga einnig eigið húsnæði. Allt er þetta til marks um, hverju félagsleg samstaða kemur til leið- ar. Eg skora á þá kaupmenn um land allt, sem ekki hafa nú þegar komið til liðs við Kaupmanna- samtökin að endurskoða afstöðu sína. „Eining er afl“ eru einkunnar- orð Kaupmannasamtakanna. Verkefni eru óþrjótandi um alla framtíð. Til að ná árangri þannig að verslun í landinu færist ekki á eina hendi, hins stórvaxna Sam- bandsrisa, fram yfir það sem nú er þarf að styðja við bakið á einkaað- ilum við verslunarrekstur, hverj- um einasta. Samtök okkar hafa alla burði til þess, sé rétt á málum haldið. Til þess þarf fjármagn, dugandi starfsmenn, framfarahug og þjónustulund okkar sjálfra. Rektor Háskólans lét svo um- mælt í útvarpsviðtali fyrir stuttu, þegar rætt var við hann um tengsl Háskólans við atvinnulíf í land- inu: „Atvinnurekstur hefur ekki mætt nógu jákvæðum viðhorfum." Þetta eru athyglisverð orð. Sú var tíð að brautryðjendum í útgerð voru valin hrakyrði, þeir voru kallaðir Grimsbylýður og annað í þeim dúr. Nú viðurkenna allir í orði nauðsyn útgerðar. Hið sama á við um ýmsa aðra atvinnustarf- rækslu. Menn látast í orðum vilja stuðla að framleiðslu í landinu. En þegar að því kemur að slík starf- semi þarfnast vaxtarskilyrða og þróunar, sem byggist á ágóða í fyrirtækjunum, þá gætir víða efa- semda svo ekki sterkara sé að orði kveðið. Þá skortir mjög hin já- kvæðu viðhorf sem rektor Háskól- ans drap á. Ég las nú um áramótin nýút- komna bók. Þar segir frá því að í lok heimsstyrjaldarinnar síðari keyptu þrír ungir menn litla flugvél vestanhafs, fluttu hana til landsins og hugðust hafa lífs- framfæri af að fljúga henni. En litla flugvélin varð vísir að stór- fyrirtæki, sem veitti á annað þús- und manns atvinnu aldarfjórðungi síðar. Líklega er saga Loftleiða einstæð í atvinnusögu landsins og því langt til jafnað, þegar til hennar er seilst. En framtak Loft- leiðamanna er engu að síður áþreifanlegt dæmi þess, hvaða afl býr í einkaframtakinu. Að það er þess umkomið að lyfta Grettistök- um. En hvers vegna gátu atorku- samir menn breytt litlu flugvél- inni í stórfyrirtæki? Við því er ekki eitt svar og verður ekki rakið hér frekar. Aðeins á það bent að forsenda öllu öðru fremur var sú, að reksturinn skilaði hagnaði. Án hans hefði áræði og útsjónarsemi dugað skammt. Þessi einföldu sannindi þurfa menn að skilja. Ég hlýddi fyrir skömmu á snjalla ræðu áhrifamanns, þar sem fram komu áhyggjur af versnandi lífskjörum í landinu. Afleiðingar gætu orðið þær að fólk flýði landið. Þessi ótti er auðvitað ekki ástæðulaus. Spúrningin sem svara þarf í þessu sambandi er auðvitað sú, hvaða ráð séu til úr- bóta. Þau ráð hljóta að vera fóigin í eflingu atvinnurekstrar lands- manna. En þá verða núll- og skuldahalasjónarmið að víkja. Atvinnurekstur þarfnast ágóða- hlutar, sem ekki hverfur í hít óða- verðbólgu og óstjórnar. Þá verða umskipti frá því sem nú er. Þá munu lífskjör fara batnandi. Þá munu gerast fleiri Loftleiðaævin- týri. Hr. fundarstjóri. Ég fer nú að stytta mál mitt. Ég býð aðalfundarfulltrúa velkomna til starfa. Með þessum aðalfundi verður sú breyting á, að tvö ár líða til næsta aðalfundar í stað eins áður. Gert er ráð fyrir að í stað aðalfundar verði efnt til ráðtefnu að ári. Þar gefst tækifæri til skoð- anaskipta um málefni, sem varða hag okkar atvinnugreinar. Til þess er gott að hugsa. Ég endurtek hvatningar til kaupmanna að treysta raðir sfnar. A því er full þörf. Góðir fundarmenn. í desember sl. skýrði ég for- manni kjörnefndar samtakanna frá því, að ég myndi ekki gefa kost á mér til endurkjörs formanns Kaupmannasamtakanna. Viðræð- ur við kjörnefnd nú í þessari viku hafa leitt til þess, að ég hef breytt fyrri ákvörðun. Við lok þessa starfsárs þakka ég samfylgdina á liðnu ári. Mér hefur þótt einstak- lega ánægjulegt að starfa með kaupmönnum. Ég hef hitt þá við ótal tækifæri, á fjölmörgum fund- um, á gleðimótum, alls þessa er gott að minnast. Ég þakka öllum þeim, sem gegnt hafa trúnaðar- störfum fyrir Kaupmannasamtök- in. Stjórnarmönnum f kaup- mannafélögum eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Sérstakar þakkir til þess samhelda hóps úr- vals manna, sem setið hafa með mér í framkvæmdastjórn samtak- anna í tvö ár. Starfsliði á skrif- stofu þakka ég einnig. Ég vænti þess að störf þessa aðalfundar verði samtökum okkar til heilla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.