Morgunblaðið - 23.03.1985, Page 6

Morgunblaðið - 23.03.1985, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Norðurljós Þegar ég lít yfir minnispunkt- ana frá RÚVAKS-þætti þeirra Hildu Torfadóttur og Ólafs Torfasonar: Milli stafs og hurðar, er sendur var út klukkan 22:35 á fimmtudagskveldið, þá sé ég að þeir gætu hæglega fyllt heila síðu í Morgunblaðinu. Kannski varð punktasafnið svo mikilfenglegt að þessu sinni, af þeirri ástæðu að sá er hér stýrir penna er mikill áhugamaður um skóla- og fræðslumál og stendur þar að auki á vissan hátt á tímamótum sem kennari. Nóg um það. f þátt þeirra Hildu og Ólafs voru ýmsir mættir til leiks, þar á meðal Þorsteinn Blöndal kennslustjóri í lækna- deild, er ræddi fjöldatakmarkanir. Þá voru og og mættir tveir nem- endur úr MA, einnig Jón Hjart- arson er reifaði þann vanda er iandsbyggðarnemendur standa gjarnan frammi fyrir er þeir koma einir og óstuddir og oft auralitlir til höfuðstaðarins í leit að framhaldsmenntun, einnig hringdu þáttarstjórar alla leið til Oxford í Hannes Hólmstein Giss- urarson er talaði svo hratt að ég náði eigi samhenginu, en bætti það upp með því að kíkja í Fried- man. Þá var hringt í Elínu Ólafs- dóttur kennara er áréttaði að ekki mætti taka hugmyndir Hannesar sem grín og vildi standa vörð um það velferðarkerfi er hér hefir verið byggt upp. Uggur í fólki: Mér fannst raunar mjög áber- andi í þessum umræðum öllum, hversu uggandi fólkið var um þá sókn er það taldi nú vera hafna, gegn því velferðarkerfi er vér höf- um byggt upp á undanförnum ára- tugum. Þannig kvað Þorsteinn Blöndal svo sterkt að orði, að sér virtist nánast um aðför að ræða að opinberri þjónustu, þannig væru hjúkrunarkonur er störfuðu á þyngstu deildunum ekki bara und- ir meira álagi en áður vegna sparnaðar í ríkiskerfinu og mann- eklu, heldur dygðu laun þeirra vart fyrir mat. Hannes Gissurar- son hefir væntanlega verið á ann- arri skoðun í þessu máli, en einsog ég sagði þá náði ég ekki að fylgja honum nægilega vel eftir. En hvað sem því líður er vitað að fylgjend- ur kenninga Friedmans vilja að skólakerfið verði á endanum al- farið háð markaðslögmálunum. Vissulega er nauðsynlegt að fá slíkar hugmyndir upp í sviðsljósið jafnvel þótt þær séu veiddar hráar úr bókum gyðinglegra heimspek- inga. Og persónulega er ég þeirrar skoðunar að hinn svokallaði „frjálsi markaður" eigi mætavel við á sviði verslunar og viðskipta, því þar stuðlar hann að betri þjón- ustu og væntanlega lækkuðu vöru- verði. En hæfir þetta lögmál ís- lenska skólakerfinu? Kennarmn: Þetta lögiftál ætti sennilega rétt á sér í hinu almenna skólakerfi ef tölvur tækju við kennslu, því þá væri alfarið um sölu á upplýsinga- einingum að ræða, og mætti opna slíkar „þekkingarsölubúðir" á hverju götuhorni. En slík tól geta aldrei komið í stað góðs kennara. Góður kennari miðlar ekki bara þekkingareiningum sem hægt er að verðmerkja, hann miðlar einnig ákveðnum lífsskilningi og síðast en ekki síst þá kveikir hann menntaþrána í brjósti nemand- ans. Slíkur maður verður á vissan hátt að vera fær um að hefja sig upp yfír markaðslögmálið, hann verður að kenna vegna fróðleiks- ástar sinnar og áhuga á velferð nemandans, en hann verður jafn- framt að eiga fyrir salti i graut- inn. Við breytum ekki kennaran- um í sjálfsala fremur en skáldinu, því þá slokknar sá funi, er kveikir loga af loga, og lýsir kynslóðunum leið í gegnum myrkur fáfræði, þröngsýni og ágirndar. Ólafur M. Jóhannesson ÚT VARP / S JÓN VARP Þriðji heimurinn ■■■■ Jón Ormur OO 35 Halldórsson er — með vikulegan þátt sinn Þriðji heimur- inn í útvarpi í kvöld kl. 22.35. Að þessu sinni fjallar Jón Ormur um stjórnar- far og stjórnmál í þriðja heiminum. Verða Afríka og Asía aðallega í brenni- depli en lítillega vikið að Suður-Ameríku. Sagði Jón Ormur í stuttu samtali við blm. að hann héldi að menn sæju mjög einhæfa mynd af öllu sem við kæmi stjórn- málum í þriðja heiminum. Einblíndu menn gjarnan eingöngu á einræðið og byltingarnar í þessum löndum. Kvaðst hann ætla að reyna að skyggnast að- eins á bak við stjórnmál í einræðislöndunum og reyna að gefa skýrari mynd af þeim en fréttir af þriðja heiminum hafa gert. Gregory Peck og Jane Gríffiths. Milljón punda seðillinn — bresk gamanmynd frá 1954 Fyrri sjón- O | 05 varpsmyndin er bresk gaman- mynd frá 1954, gerð eftir sögu Marks Twain og nefnist Milljón punda seð- illinn (The Million Pound Note). Kvikmyndahand- bókin okkar gefur henni tvær stjörnur. Myndin gerist í Lund- únum fyrir aldamót. Rod- erick og Oliver Montpelier eru aldnir og vellauðugir bræður. Þeir stofna til veðmáls um það hvort blásnauðum manni með milljón punda ávísun í höndunum tækist að lifa í vellystingum með því einu að sýna ávísunina eða hvort hún myndi reynast honum með öllu gagns- laus. Þeir velja Henry Adams, bláfátækan og vinalausan Bandaríkja- mann, sem verður á vegi þeirra. Þeir fá honum í hendur milljón punda ávísun og bíða átekta. Fljótlega fer að komast á kreik orðrómur um að amerískur milljónamær- ingur sé í borginni. Leikstjóri er Ronald Neame en með aðahlut- verk fara Gregory Peck, Jane Griffiths, Ronald Squire og Joyce Grenfell. Hér og nú ^■IMI Fréttaþáttur- \\ 00 inn Hér og nú er að venju á dagskrá útvarps í dag kl. 14. Umsjónarmenn þátt- arins að þessu sinni eru Albert Jónsson, Sigríður Árnadóttir og Helgi Pét- ursson. Spjallað verður við vegfarendur í borginni um afstöðu þeirra til ríkis- stjórnarinnar, hvort hún standi höllum fæti eða eigi bjarta framtíð fyrir sér. Þá verður fjallað um hinn nýkjörna leiðtoga Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, Mikhail Gorb- achev. Þeir eru margir sem binda miklar vonir við hann sem fulltrúa nýrrar kynslóðar sovéskra leiðtoga. Þá verður slegið á þráð- inn til fréttaritara Ríkis- útvarpsins í Rómaborg en þar mun eiga að vera komið vor, samkvæmt gömlu tímatali, þó að þar hafi snjóað í vikunni í annað skiptið í vetur. Annars er þátturinn í beinni útsendingu og aldr- ei að vita nema bryddað verði upp á einhverju fleiru í honum. Hliðarspor — svissnesk-frönsk mynd ■^■■1 Síðari laugar- 00 35 dagsmyndin er svissnesk- frönsk frá árinu 1973 og nefnist Hliðarspor (L’esc- apade). Paul er ungur, líffræð- ingur að mennt. Hann fer til smábæjar í Sviss þar sem hann hyggst sækja námskeið í tengslum við menntun sína. Fyrir mis- skilning mætir hann þá einni viku of snemma. Paul kynnist þar stúlku sem hvergi á höfði sínu að halla þar sem unnustinn hafði kastað henni á dyr. Paul kennir í brjósti um stúlkuna, fer með hana heim til sín og skýtur yfir hana skjólshúsi þótt eig- inkona hans taki það óstinnt upp í fyrstu. Leikstjóri er Michel Soutter en með aðalhlut- verk fara Jean-Louis Trintignant, Marie Dobo- is, Philippe Clevenot og Antoinette Moya. Tveir aðalleikaranna í myndinni. UTVARP LAUGARDAGUR 23. mars 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón- leikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorö, Astrlður Haraldsdóttlr talar. 8.15 Veöurtregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. &.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Öskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir). Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvaö fyrir alla. Sig- uröur Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynnlngar. Tón- leikar 13A0 Ipróttapóttur. Umsjón: Ragnar örn Pétursson. 14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur i vikulokin. 15.15 Listapopp — Gunnar Salvarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Islenskt mál. Guörún Kvaran flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njöröur P. Njarövlk. 17.10 A óperusviöinu. Umsjón: Leifur Þórarinsson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 A hvaö trúir hamingju- samasta pjóö l heimi? Um- sjón: Valdls Öskarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans" eftir Jufes Verne, Ragnheiður Arnardóttir les þýðingu Inga Sigurössonar (12). 20.20 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. 20.50 „Skylmingar viö skáldiö Svein". Auðunn Bragi Sveinsson ræöir viö Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi, sem rifjar upp viöskipti sln viö Svein Hannesson frá Elivog- um. (Aður útvarpað 1970.) 21.25 „Frásögnin um lestina" eftir Evu Moberg. Hanna Lára Gunnarsdóttir les þýð- ingu slna. 21.35 Kvöldtónleikar. Þættir úr slgildum tónverkum. 22.00 Lestur Passlusálma (42). SJÓNVARP 16.30 íþróttir. Umsjónarmaöur Ingólfur Hannesson. 18.30 Enska knattspyrnan. 19.25 Þytur I laufi. 3. A ferö og flugi. Breskur brúöumyndaflokkur I sex þáttum. Þýöandi Jóhanna Þráins- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 204)0 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Viö feöginin. Tlurtdi þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur i þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thor- oddsen. LAUGARDAGUR 23. mars 21.05 Milljón punda seöiliinn. (The Million Pound Note.) Bresk gamanmynd frá 1954, gerö eftir sögu Marks Twain. Leikstjóri Ronald Neame. Aöalhlutverk: Gregory Peck, Jane Griffiths, Ronald Squire og Joyce Grenfell. Myndin gerist I Lundúnum fyrir aldamót. Tveir aldnir og auðugir bræöur fá blá- snauöum Bandarlkjamanni milljón punda seöil til ráö- sföfunar til þess aö skera úr veðmáli. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldslns. 22.35 Þriöji heimurinn. Þáttur I umsjá Jóns Orms Halldórs- sonar. 23.15 Hljómskálamúsik. Guö- mundur Gilsson kynnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. 22 35 Hliðarspor. (L’escapade.) Svissnesk-frðnsk blómynd frá 1973. Leikstjóri Michel Soutter. Aöalhlutverk: Jean-Louis Trintingnant, Marie Dubois, Philippe Clevenot og Anton- inette Moya. Ungur llffræölngur sækir námskeiö I smábæ einum. Þar kynnist hann stúlku, sem á hvergi höfði slnu aö halla, og skýtur yfir hana skjólshúsi þótt eiginkona hans taki þaö óstinnt upp I fyrstu. Þýöandi Pálmi Jóhannes- son. 00.20 Dagskrárlok. 144)0—16.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandl: Asgeir Tómas- son. 164)0—184)0 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Baröa- 24.00—00.45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 00.45—03.00 Næturvaktin Stjórnandl: Margrét Blöndal. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.