Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 2

Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 Lánsfjáráætlun frá fjárhags- og viðskiptanefnd: Erlendar lán- tökur verða 6,9 milljarðar á árinu Voru í upphaflega frumvarpinu 7,3 milljarðar ERLENDAR lántökur snmkvæmt frumvarpi til lánsfjárlaga eftir niðurskurA ríkisstjórnar of fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis fyrir árið í ár standa nú í rúmum 6,9 milljörðum króna, samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins. Frumvarpið sem lagt var fram í haust, gerði ráð fyrir 7,3 milljörðum króna i erlendar lántökur, og við afgreiðslu fjárlaga hækkaði lánsfjárþörfin um rúmar 300 milljónir króna, en ríkisstjórnin gerði síðan tillögur um Uekkun svo og fjárhags- og A-hluti ríkissjóðs er skorinn niður um 750 milljónir króna, Landsvirkjun um rúmar 300 millj- ónir og atvinnufyrirtæki um 336 milljónir króna. Varðandi skuld- breytingar hjá Hitaveitu Akureyr- ar eru teknar inn 150 milljónir króna, og verður hluti þeirrar fjár- hæðar nýttur til framkvæmda. Þá fær Sjóefnavinnslan á Reykjanesi 50 milljónir króna, eins og greint er frá á öðrum stað í blaðinu. Lántök- ur vegna Steinullarverksmiðjunnar á Sauöárkróki hækka um 15 millj- ónir, vegna breyttra gengisfor- senda, fara úr 60 milljónum í 75 milljónir. Þá er tekið lán fyrir grænfóðurverksmiðju i Skagafirði upp á 12 milljónir. Erlendar lántökur vegna hús- næðislána eru hækkaðar um 403 milljónir, en samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu var aðeins gert ráð fyrir 150 milljónum erlendis frá til húsnæðislána. Það sem mun hafa gerst þarna, er að boginn mun hafa þótt of hátt spenntur, varðandi áætlun um innlenda fjáröflun. Heildarlántökur vegna húsbygg- ingarsjóðanna hækka því úr áætl- uðum 1558 milljónum króna í 1786 milljónir, þannig að aukningin nemur 228 milljónum króna. Páskalömbin komin PÁSKALÖMBIN frá Sigurði Pálmasyni hf. eru komin í verslanir Víðis í Reykjavík. Kom flutningabfll frá Hvammstanga með 60 skrokka af nýslátruðu í gær og verða þau seld í öllum verslunum Víðis núna fyrir páskana. Kjötið er selt 10% dýrara en frosið kjöt frá síðustu sláturtíð. Júlíus Ijósmyndari Mbl. tók þessa mynd af Sigurði Jóhannessyni kjötiðnaðarmanni hjá Víði í Mjóddinni með vænt páskalamb. Sigurður sagði að mikil eftirspurn væri eftir kjötinu og virtust margir kunna að meta þessa nýbreytni. Kópavogun Bfll í lækinn hestur á bfla BIFREIÐ lenti ofan í Kópavogs- lækinn milli brúnna í gærkvöldi og gjöreyðilagðist Taldi lögregl- an í Kópavogi, þegar rætt var við hana i gærkvöldi, að bílstjórinn hafl sloppið a.m.k. lítið meiddur, því hann var horflnn, þegar lög- reglan mætti á staðnum. En þar með er sagan ekki öll sögð, því á meðan lögreglan kannaði vettvang og aðstæður þar sem bíllinn fór út af kom hestur, með beizli og hnakk, skeiðandi aö brúnni, en knap- ann hafði hann losað sig við. Hesturinn hljóp utan í tvær bifreiðar skammt frá lögreglu- þjónunum og skemmdi þær lít- ilsháttar. Hann virtist þó sjálf- ur hafa sloppið með skrekkinn því eftir að knapinn náði á slysstað og hafði gengið frá formsatriðum, fóru þeir fetið en hjálparlaust á brott. Manneldisráð: Auglýsing Mjólkurdags- nefndar úrskurðuð ólögleg MANNELDISRAÐ hefur úrskurðað að auglýsingar Mjólkurdagsnefndar brjóti í bága við reglugerð sem kveður á um blekkingar gagnvart neytendum. Manneldisráð fjallaði um málið að beiðni Hollustuverndar ríkisins, þar sem talið var að ákveðin atriði í umræddum auglýsingum orkuðu tvímælis og væru umdeild meðal sérfræðinga. Dr. Jón Óttar Ragnarsson, sem sæti á í Manneldisráði, sagði í sam- tali við blm. Morgunblaðsins að ráðið hefði komist að þeirri niður- stöðu að auglýsingarnar brytu í bága við reglugerð númer 250 frá 1976, sem fjallar um sölu og dreif- ingu á matvælum, og þó einkum 7. grein þeirrar reglugerðar, þar sem kveðið er á um blekkingar gagnvart neytendum. Gunnar Steinn Pálsson fram- kvæmdastjóri Auglýsingaþjónust- unnar, sem gerði umræddar auglýs- ingar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að auglýsingastofunni hefði borist beiðni frá Verðlagsstofnun um að stöðva auglýsingarnar á meðan málið væri i athugun þar eð deildar meiningar væru um nokkur atriði sem þar kæmu fram. „Við lögðum mikla vinnu i þessar aug- lýsingar og þar koma fram miklar og merkilegar upplýsingar sem við sóttum í rit og bæklinga sérfræð- inga, bæði innlenda og erlenda. 1 auglýsingunum lögðum við megin- áherslu á mikilvægi kalks fyrir bein og tennur. Við fengum íslenska sér- fræðinga til að lesa yfir þessa texta áður en þeir fóru i birtingu. Hins vegar kom siðar í ljós, því miður, að deildar meiningar eru um ýmislegt sem þarna kemur fram og sérfræð- inga hér innanlands greinir á um einhver atriði. Við höfum því ákveðið að stoppa birtingar á þess- um auglýsingum, þangað til einhver niðurstaða liggur fyrir. Ég vil hins vegar leggja áherslu á að hér er ekki um að ræða beinar rangfærsl- ur af okkar hálfu heldur kynnum við niðurstöður rannsókna og kenn- ingar, sem sumar hafa ekki verið sannaðar. Við hjá Auglýsingaþjón- ustunni erum auðvitað afskaplega leiðir yfir því ef við höfum verið að senda frá okkur eitthvað sem orkar tvímælis og verðum fyrstir manna til að lagfæra slíkt ef þurfa þykir," sagði Gunnar Steinn. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hjá Hollustu- vernd ríkisins, hvort lögð verður fram kæra hjá Verðlagsstofnun vegna umræddra auglýsinga eða hvort einungis verður farið fram á breytingar. Ekki náðist í Þórhall Halldórsson, hjá Hollustuvernd ríkisins, í gærkvöldi eftir að niður- staöa Manneldisráös lá fyrir. Eyjólfur Konráð segir Alþingi ráða framtíð Sjóefnavinnslunnar Sverrir segir: „Ég fer með yfirstjórn þessa fyrirtækis. Ég er ekki bundinn af ákvörðunum fyrirrennara míns, nema síður sé“ í FRUMVARPI til lánsfjárlaga, sem verður rætt og afgreitt frá efri deild Alþingis nk. mánudag, er gert ráð fyrir 50 milljón krónum til Sjóefnavinnslunnar á Reykjanesi á þessu ári, og þar af fara 36,4 milljónir í afborganir af lánum og vaxtagreiðslur. 7 til 8 milljónir eru síðan ráðgerðar til þess að greiða laun, lausaskuldir, og kostnað við eftirlit og umhirðu. Samkomulag hefur síðan tekist með meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis, samkvæmt upplýsingum formanns nefndarinnar, Eyjólfs Konráðs Jónssonar, að bæta við þessa fjárhæð, þannig að samtals verði hér um 50 milljónir að ræða, og segir Eyjólfur Konráð að þessi ákvörðun sé tekin til þess að gefa Alþingi svigrúm til þess að taka ákvarðanir um framtíð verksmiðjunnar. „Bættum við 6 milljónum“ „Það varð að samkomulagi hjá meirihluta nefndarinnar að bæta við 6 milljónum, þannig að Sjóefnavinnslan yrði ekki stöðv- uð núna, heldur yrði hún rekin til hausts,” sagði Eyjólfur Kon- ráð í samtali við blm. Mbl. í gær. „Hún verður því rekin áfram a.m.k. til hausts að Alþingi kem- ur saman á nýjan leik, og hefur svigrúm til þess að taka ákvarð- anir um framtíðarstefnu máls- ins.“ Eyjólfur Konráð sagði að meiningin væri að í sumar færi fram heildarúttekt á öllum rekstri Sjóefnavinnslunnar. Eyj- ólfur Konráð sagði að enginn í nefndinni hefði hreyft andmæl- um við þessum hugmyndum, og að báðir ráðherrarnir, þeir Al- bert og Sverrir, væru sammála þessari tilhögun. „Á enga aðild að þeim ákvörðunum“ „Mér var kunnugt um þessa ráðagerð milli fjármálaráðherra og formanns fjárhags- og við- skiptanefndar efri deildar að ætla 50 milljónir króna í ráðstöf- un vegna Sjóefnavinnslunnar, en ég á enga aðild að þeim ákvörð- unum,“ sagði Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra í samtali við Mbl. í gær. Sverrir sagðist ekkert hafa á móti þvi að til væri fjármagn til þess að grípa til fyrir Sjóefnavinnsluna. Það þyrfti fjármagn til þess að stöðva fyrirtækið, og til þess að gæta eignanna þegar þar að kæmi. Sverrir sagði jafnframt: „Ég fer með yfirstjórn þessa fyrir- tækis og það heyrir undir iðnað- arráðuneytið. Ég minni á að um þetta fyrirtæki gilda heimildar- lög, eins og kom fram í Morgun- blaðinu i dag. Heimildarlög til handa framkvæmdavaldinu að notfæra sér, ef því svo sýnist. Ákvörðun um að nota þessa heimild tók fyrirrennari minn. Ég er auðvitað ekki bundinn af þeirri ákvörðun hans, nema síð- ur sé. Mér ber skylda til þess aö hverfa frá því að notfæra mér þessa heimild um að byggja og reka 8 þús. tonna saltverksmiðju sem ég hef sannfærst um að er hrein ósvinna. Það held ég fast við og allar bollaleggingar um rekstur fram á haust og síðan ákvarðanir Alþingis um framtið verksmiðjunnar kannast ég ekk- ert við og er sú ráðagerð uppi einhvers staðar ofan og utan við minn vettvang.“ „Töpum milljón á mánuði“ „Það hefur lengi verið álit okkar, að það beri að hætta þess- ari saltframleiðslu," sagði Guð- mundur Malmquist, stjórnarfor- maður Sjóefnavinnslunnar, í samtali við blm. Mbl. í gær. „Við teljum að það borgi sig ekki að ljúka framkvæmdum til þess að fara í 8 þúsund tonna fram- leiðslu, sem kostar um 40 millj- ónir. Við erum með taprekstur upp á milljón á mánuði, og ekk- ert sem bendir til að þar eigi eftir að verða breyting á. Þetta er skoðun iðnaðarráðherra og hluta stjórnar, þ.e. mfn og Ingj- alds Hannibalssonar, en fulltrúi fjármálaráðuneytisins, Árni Kolbeinsson, og fulltrúar heima- aðila eru því mótfallnir að rekstrinum verði hætt.“ Guðmundur var spurður hvert framhald þessa máls yrði að hans mati: „Þetta verður nátt- úrlega að takast fyrir í ríkis- stjórn. Það er verið að gera það vitlausasta sem hægt er að gera núna, þ.e. að halda áfram óbreyttum rekstri, þar sem um milljón á mánuði tapast. öll stjórnin er sammála um að slíkt gangi ekki lengur."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.