Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 5 Nálægð flugvélanna við Keflavíkurflugvöll: „Lítum þetta mjög alvarlegum augum“ — segir Sigurður Helgason forstjóri ATVIK þad sem greint er frá á baksíðu Morgunbladsins í gær, þar sem Dagfinnur Stefánsson lýsir aðflugi sínu að Keflavík á þotu Flugleiða sl. föstudag, þegar lítil flugvél flaug þvert á stefnu þotunnar aðeins fyrir neðan hana, er þriðja vafasama atvikið sem átt hefur sér stað á tiltölulega skömm- um tíma í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Eins og fram hefur komið flugu vél Arnarflugs og þota frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli mjög nálægt hvor annarri um miðjan marsmánuð 1983. Síðan gerðist það aftur síðastliðið haust að tvær farþegavélar Flugleiða nánast snertust, og var talið í báðum tilvikum að við árekstri hefði legið. Blaðamaður Morgunblaðsins snéri sér til Péturs Einarssonar flugmálastjóra í gær og spurði hann hvort hann væri ekki uggandi yfir tíðni þessara vafasömu atvika: „Við erum í sjálfu sér ekki uggandi, því að þegar við berum okkur saman við aðrar þjóðir, þá er útkoman góð. Hins vegar þá getum við verið betri, og eigum að vera betri," sagði Pétur, „enda erum við að endurskipuleggja flugumferðarþjónustuna í landinu þessa dagana. Markmiðið er að flug- umferðarstjórar verði betur þjálf- aðir og að flugumferðarþjónustan verði öruggari." Pétur sagði að starfandi væri á vegum samgönguráðuneytisins þriggja manna nefnd, þar sem hann gegndi formennsku, en með honum í nefndinni væru þeir Agnar Frið- riksson framkvæmdastjóri Arnar- flugs og Erling Aspelund fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða. Þessi nefnd væri að vinna að tillögum um það hvernig bæta mætti þátt flugliðanna í þessu máli. Blaðamaður snéri sér einnig til Sigurðar Helgasonar forstjóra Flugleiða í gær, og spurði hann álits á þeim atburði sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær: „Að sjálf- sögðu lítum við þetta mjög alvarleg- um augurn," sagði Sigurður. „Við höfum vakið athygli á þessu máli við samgönguráðuneytið, við gerð- um það strax eftir það atvik sem átti sér stað sl. haust. Við höfum óskað eftir skýringum á því að svona lagað skuli geta gerst, og við höfum óskað eftir því að sérstök at- hugun fari fram á þessum málum.“ Kommúnista- samtökin lögð niður Kommúnistasamtökin voru lögð niður samkvæmt samþykkt með meirihluta atkvæða á aðalfundi þeirra 9. mars sl. Kommúnistasam- tökin voru stofnuð 1980 við samein- ingu Einingarsamtaka kommúnista og Kommúnistaflokks íslands. Síð- an hefur félögum fækkað og starf dregist saman, samkvæmt fréttatil- kynningu sem Ómar Harðarson undirritar fyrir hönd samtakanna. í fréttatilkynningunni segir ennfremur m.a., að það hafi verið mat þess meirihluta sem ákvað að slíta samtökunum, að þau gætu ekki sem slík fylgt verkefnum sín- um eftir. Þá var ákveðið, að eigur samtakanna skyldu vera stofnfé sjóðs, sem hefði það hlutverk að styrkja þá pólitísku starfsemi sem telst sósíalísk eða tengist baráttu alþýðu á íslandi. Iðnlánavextir hækka 15. aprfl: Byggingarlán í 8 % og vélalán í 7,5 % VEXTIR iðnlána úr Iðnlánasjóði hækka 15. aprfl nk. Byggingarlána- vextir hækka úr 6% í 8% og véla- lánavextir úr 5,5% í 7,5%. Að sögn Jóns Magnússonar formanns stjórnar Iðnlánasjóðs er hækkanaheimild notuð til fulls. Um ástæður hækkananna sagði hann: „Sjóðurinn var rekinn með halla árið 1982, örlitlum hagnaði árið 1983 og hann sveiflaðist illa niður á við undir áramótin 1984. Það eru mjög háir vextir á þeim lánsfjármarkaði sem við höfum úr að spila og miðað við greiðslustöðu er þetta nauðsynleg ráðstöfun til þess að ekki verði gengið á höfuð- stól sjóðsins." Sáttafundur í dag SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu sjó- manna og útvegsmanna á Vestfjörð- um verður haldinn eftir hádegi í dag. Lítið hefur miðað í samkomulagsátt að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Verkfall sjó- manna á landróðrabátum á ísaflrði hefur verið boðað 1. aprfl nk. Sjómenn í Alþýðusambandi Vestfjarða, þ.e. sjómenn utan ísa- fjarðar, hafa ekki boðað til verk- falla. Sjómenn á skuttogurum og á úthafsrækjubátum í Sjómannafé- lagi fsafjarðar hafa verið í verk- falli frá 21. marz, en sjómenn á landróðrabátum hafa boðað verk- fall frá nk. sunnudegi 1. apríl. Kísiliðjan við Mývatn: Átta sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Mývatnssveit, 27. marz. EFTIRTALDIR átta menn sóttu um framkvæmdastjórastarf við Kísiliðjuna h.f. í Mývatnssveit, en umsóknarfrestur rann út 18. marz. Hákon Björnsson, scm verið hefur framkvæmdastjóri við Kísiliðjuna undanfarin ár, hefur verið ráðinn forstjóri Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi. Þeir eru: Einar Haraldsson, Furulundi 15b, Akureyri; Gunnar Gunnarsson, Langholtsvegi 14, Reykjavík; Ingvar Ásgeirsson, Miðleiti 10, Reykjavík; Jón Illuga- son, Helluhrauni 15, Reykjahlíð; Ólaífur Sverrisson, Lynghrauni 4, Reykjahlíð, Reynir Z. Santos, Austurvegi 14, ísafirði, Róbert Birgir Agnarsson, Lynghrauni 3, Reykjahlíð, Stefán G. Jónsson, Kringlumýri 4, Akureyri. Fréttaritari Frá tölvubankanum við Vörumarkaðinn. Fyrsti tölvubankinn utan afgreiðslna og útibúa FYR.STI tölvubankinn, sem staðsettur er utan af- greiðslna banka, var tekinn í notkun við Vörumarkað- inn við Eiðistorg í fyrradag. Er þarna um að ræða sjötta tölvubanka Iðnaðarbankans en hinir flmm eru allir staðsettir við afgreiðslur bankans. Bankaeftirlitið bað forráðamenn Iðnaðarbank- ans fyrir um þremur vikum að bíða með uppsetn- ingu þessa banka þar til viðskiptaráðuneytið hefði kannað málið og sagt álit sitt. Afgreiðsla málsins lá ekki fyrir, þegar tölvubankinn var settur upp við Vörumarkaðinn. Valur Valsson bankastjóri Iðnað- arbankans sagði aðspurður, að bankaeftirlitið og viðskiptaráðuneytið hefðu haft rúman tíma til að athuga málið og að forráðamenn Iðnaðarbankans teldu að sú athugun myndi ekki leiða annað í ljós en að þessi staðsetning væri í lagi. Hin stórkostlega skemmtun meö hin- um frábæru félögum í RÍÓ ásamt stórhljómsveit Gunnars Þóröarsonar veröur í Broadway 3. apríl, skírdag 4. apríl og II í páskum. Páskaskemmtun í Broadway er kjör- in skemmtun fyrir alla. Ljúffengur þríréttaður kvöldveröur framreiddur og dansað aö lokinni skemmtun. Ath.: skírdag veröur húsiö opnaö kl. 18.00 fyrir matargesti. Tryggid ykk- ur miöa og borö tímanlega í síma 77500 daglega því síöustu páska seldíst upp. Stórhljómsveit Gunnars ásamt Björgvin, Sverri og Þuríöi leika fyrir dansi. Ein allra besta danshljómsveit sem fram hefur komiö í mörg ár. Veriö velkomin vel klædd í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.