Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 15

Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 15 Fágætur skjalafundur í París, með undir- skrift þekktra íslendinga á síðustu öld: Bókin kom úr dánarbúi fransks flotaforingja — Rætt við dr. Sigurð Jónsson, sem fann frumgerð myndasafns Gaimards „MÉR skildist á rombókasalanum að bókin hefði komið úr dánarbúi fransks flotaforingja, en nafn hans vildi hann ekki segja mér, oe hann var raunar mjög tregur til að gefa nokkuð upp varðandi fortíð bókarinnar. Eg verð að veiða það upp úr honum scinna," sagði dr. Sigurður Jónsson, líffræðingur, er Morgunblaðið hafði samband við hann í París. Sigurður hefur fundið frumgerð myndasafns, sem fylgdi íslandsferðabók franska vísindamannsins Pouls Gaimard, og á öftustu siðu eru undirskriftir 33 íslendinga, sem margir vora forystumenn í menningar- og stjórnmálalífí þjóðarinnar á síðustu öld. Islendingarnir hafa skrifað nöfn sín á skjalið í samsæti, sem haldið var til heiðurs Gaimard hinn 16. janúar 1839, en í samsæti þessu flutti Jónas Hallgrímsson lofkvæði um Paul Gaimard Til herra Pauls Gaimards: „Þú stóðst á tindi Heklu hám og horfðir yfir landið fríða ..." Gaimard skrifaði mikið verk í 12 bindum um Islandsferðir sinar, sem hann fór á árunum 1835 og 1836, og fylgdi verkinu myndasafn. Bendir allt til að Sigurður Jónsson hafi nú fundið frumgerð verksins, og að Gaimard hafi haft það með sér i áð- urnefnda veislu þar sem hann hefur látið alla viðstadda Islendinga rita nöfn sín, ásamt fæðingardegi og stað. Eru þar skráð nöfn Jóns Sig- urðssonar, Jónasar Hallgrfmssonar, Finns Magnússonar, Þorleifs Guð- mundssonar Repp, Grims Thomsen, Konráðs Gíslasonar, Hannesar Árnasonar, Jóns Hjaltalín, Páls Melsteð og fleiri. Neðst var svo áletrun Gaimards sjálfs. „Ég datt niður á þetta fyrir tilvilj- un,“ sagði dr. Sigurður. „Ég hef verið talsvert á fornbókasölum hér og meðal annars leitað mikið að bók Gaimards, sem er ákaflega fágæt orðin. Ég hafði einnig gefið þessum fornbókasala upp lista af bókum, einkum náttúrufræðibókum, sem ég hafði áhuga á að ná í. Þegar þessa bk rak á fjörur hans datt honum í hug að ég hefði áhuga og skrifaði mér bréf, þar sem hann lýsti bókinni og gat meðal annars nafnalistans á öft- ustu síðu. Þegar hann var að fara með bréfið i póst hitti hann konu mína á götu og afhenti henni bréfið. Eftir að hafa skoðað bókina sá ég strax að þetta var stórmerkilegur fundur, einkum þar sem undirskrift- irnar voru þarna, sem gefur bókinni auðvitað sérstakt tilfinningalegt gildi fyrir okkur Islendinga, því þarna voru gamlir kunningjar úr ís- landssögunni. Ég nefndi það auðvit- að ekki við fornbókasalann af viss- um ástæðum, en hann þekkti ekkert þessa náunga og ekki einu sinni nafn Gaimards. En það er nokkuð öruggt, að þetta var upphaflega i eigu Gaimards og um það vitna ýmsar athugasemdir, sem hann hefur skrifað inn á blöðin. Líklega er þetta frumútgfa mynda- safnsins eða eins konar handrit og þarna eru 48 koparstungur. Og undir nafnalistann aftast 1 bókinni er skrifað á frönsku: Á fundi íslend- inga í Kaupmannahöfn, 16. janúar 1839, undir stjórn herra prófessors Finns Magnússonar.“ Sigurður kvaðst ekki vilja gefa upp verðið sem hann gaf fyrir bók- ina að svo stöddu. „En hún var óhemjudýr fyrir svona venjulegan vísindamann. Ég get þó vel sagt þér að hún kostaði nokkur kýrverð og kýr kostar um 7.000 franka," sagði dr. Sigurður. Er hann var spurður hvað hann ætlaði sér að gera við bókina sagöi hann: „Ég er ekki búinn að gera það upp við mig. En á þessu stigi málsins finnst mér, að svona gripur eigi ekki að vera i einkaeign, og þá getur þú getið þér til um, hvert ég tel að hún eigi að fara.“ Dr. Sigurður sagðist ekki vilja myndatöku af siðunni með undir- skriftunum að svo stöddu, þar sem hann ætti eftir að láta rannsaka þær nánar. „Ég þarf að ræða við þjóð- skjalavörðinn heima og það þarf að kanna eiginhandaráritanirnar betur. Þeir hafa skrifað fæðingardaga og ár og í sumum tilfellum eru þau ár- töl ekki í samræmi við opinber ártöl, til dæmis ártal Jónasar Hallgríms- sonar. Það verður að finna ástæðuna fyrir því“, sagði dr. Sigurður. AP/Sfnuunjnd Dr. Sigurður Jónsson og kona hans sýna koparstungu úr bókinni, sem talin er frumeintak myndasafnsins, sem fylgdi íslandsbók Pauls Gaimard. ASEA rafmótorar Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraidssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík VESTFIRÐIR: Póilinn, ísafirði NORÐURLAND: Raftækni, Akureyri. Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. Jf RÖNNING Simi<8400Ó Sjö „smá"atriði sem stundum gleymast VÍðlŒJ á nýrri þvottavéi IÞvottavél sem á að nægja venju- legu heimili, þarf að taka a.m.k. 5 kflé af burrum þvotti. því það ér ótrúlega fljótt að koma í hvert kfló af handkiæðum, rúmfötum og bux- um. Það er lfka nauðsynlegt að hafa sérstakt þvottakerfi fyrir lftið magn af taui, s.s. þegar þarf að þvo við- kvæman þvott. 2Það er ekki nóg að hægt sé að troða 5 kílóum af þvotti inní vélina. Þvottavélin þarf að hafa mjög stóran þvottabelg og þvo í miklu vatni, til þess að þvotturinn verði skínandi hreinn. Stærstu hcimilis- vélar hafa 45 lítra bvottafvlo 3Vinduhraði er mjög mikilvægur. Sumar vélar vinda aðeins með 400-500 snúninga hraða á mfnútu, aðrar með allt að 800 snúninga hraða. Góð þeytivinda þýðir ekki aðeins að þvotturinn sé fljótur að þorna á snúrunni (sum efni er reynd- ar hægt að strauja beint úr vélinni), heldur sparar hún mikla orku ef notaður er þurrkari. 4Qrkusparnaður er mikilvægur. Auk verulegs sparnaðar af góðri þeytivindu, minnkar raforkunotkun- in við þvottinn um ca. 45% ef þvottavélin tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn. 5Verðið hefur sitt að segja. Það má aldrei gleymast að það er verðmætið sem skiptir öllu. Auð- vitað er lítil þvottavél sem þvær Iftinn þvott f litlum þvottabelg, tekur aðeins inn á sig kalt vatn og þeyti- vindur illa. ódýrari en stór vél sem er afkastamikil, þvær og vindur vel og sparar orku. A móti kemur að sú litla er miklu dýrari og óhentugri í rekstri og viðhaldsfrekari. r) 6Þjónustan er atriði sem enginn má gleyma. Sennilega þurfa eng- in heimilistæki að þola jafn mikið álag og þvottavélar og auðvitað bregðast þær helst þegar mest reynir á þær. Þær bestu geta líka brugðist. Þess vegna er traust og fljótvirk viðhaldsþjónusta og vel birgur vara- hlutalager algjör forsenda þegar ný þvottavél er valin. 7Philco er samt aðalatriðið. Ef þú sérð Philco merkið framan á þvottavélinni geturðu hætt að hugsa um hin „smáatriðin" sem reyndar eru ekki svo lftil þegar allt kemur til alls. Framleiðendur Philco og þjónustudeild Heimilistækja hafa séð fyrir þeim öllum: 5 kfló af þurrþvotti, 45 lítra belgur, 800 snúningar á mfnútu, heitt og kalt vatn, sanngjamt verð og örugg þjónusta. Við erum sveigianlegir í samningum! yertu oruseur veldu Pnilco HAFNARSTRÆTI3 - 20455 - SÆTÚNI8 -15655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.