Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
Þriggja daga fundur prófasta á íslandi:
Fyrsti fundurinn í
nýja Kirkjuhúsinu
ÁRLEGUR fundur biskups íslands
með prófóstum landsins, 15 Ulsins,
hófst í þriðjudag klukkan 10.30 ár-
degis í Dómkirkjunni í Reykjavík
með athðfn, þar sem séra Bjartmar
Kristjinsson var settur inn í pró-
fastsembetti í Eyjafjarðarprófasts-
dæmi. Fundurinn stendur yfir í þrji
daga og lýkur því í dag.
Fundurinn var settur um kl. 14 i
nýjum fundarsal Kirkjuhússins að
Suðurgötu 22 í Reykjavík, en eins
og kunnugt er hefur biskupsemb-
ættið flutt aðsetur sitt þangað, en
var áður til húsa að Klapparstíg
27. Var á fundinum tekin í notkun
stór og falleg fundarbjalla, sem
hjónin Gyða Jónsdóttir og Ottó A.
Michaelsen gáfu embættinu í til-
efni flutninga þess.
Dr. Páll Sigurðsson dósent,
formaður Kirkjueignarnefndar,
flutti í gær erindi um álitsgerð
nefndarinnar, en fyrirhugað er að
prófastar haldi fund með prestum
prófastsdæmis sins um efni
skýrslunnar og semji álitsgerðir.
1 dag hófst fundurinn kl. 9.30
með morgunbænum séra Sigurðar
Guðmundssonar vígslubiskups og
umræðum Hallgríms Snorrasonar
hagstofustjóra um embættis-
skýrslur presta. Eftir hádegisverð
í boði prófastafélagsins var fund-
ur félagsins og síðan gáfu stofnan-
ir á vegum kirkjunnar yfirlit yfir
starfsemi sína.
í dag hefst fundurinn með
morgunbænum séra Ólafs Skúla-
sonar víglsubiskups kl. 9 og siðan
hefur séra Bragi Friðriksson pró-
fastur framsögu um umsjónar-
störf og verkstjórn prófasta.
Síðdegis kynnir séra Jón Ein-
arsson prófastur hugmynd um
leikmannaráðstefnu, sem felur í
sér að fulltrúar úr hverju pró-
fastsdæmi komi saman til ráð-
stefnu. Yrði hér um nýjung að
ræða, en starfsháttanefnd lagði á
sínum tíma fram hugmyndir um
slíka ráðstefnu.
Hinum árlega fundi íslenskra
prófasta lýkur í kvöld með altar-
isgöngu f Dómkirkjunni í Reykja-
vik og kvöldverðarboði biskups-
hjónanna í Biskupsgarði.
HorgunblaðiA/RAX
Þriggja daga fundur prófasta hófst i gærmorgun f Dómkirkjunni ( Reykjavfk. í fremri röð fri vinstri eru: Sr.
Þórarinn Þór, sr. Bjartmar Kristjinsson, herra Pétur Sigurgeirsson biskup íslands, sr. Siguróur Guðmundsson
vfgshibiskup og sr. Olafur Skúlason vígslubiskup. í aftari röð eru, talið fri vinstri: Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, sr.
Sveinbjörn Sveinbjörsson, sr. Kristinn Hóseasson, sr. Ingiberg Hannesson, sr. Sigmar Torfason, sr. Lirus Þ.
Guðmundsson, sr. Jón Einarsson, sr. Róbert Jack, sr. Hjilmar Jónsson og sr. Bragi Friðriksson. Á myndina vantar
sr. Fjalar Sigurjónsson sem var upptekinn við embættisstörf í prófastsdæmi sínu er myndin var tekin.
£
Wfy-
PORT SALUT á ser langa og merkilega sögu. eöa allt
frá 13. öld er munkar i samnefndu klaustri hófu
tilraunir meö hann. Osturinn er mjúkur meö sterkum
bragö- og lyktareinkennum auk mjúkrar skorpu sem
ýmsum þykir hiö mesta hnossgæti.
Bragögæöi ostsins njóta sín best sé hann látinn
standa utan kælis i 1—2 klst. fyrir neyslu.
v orAH Mr.lSTAK/\n^
Hlifar Karisson er ostamelstarl Mjólkursamlags K.Þ. á Húsavik og
hefur starfaö þar frá þvi aö hann lauk mjólkurfræölnámi
i Danmörku árlö 1977.
Stefnumörkun um
sveitarstjórnar-
lög fyrir landsfund
Stjórn Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi endurkjörin á aðalfundi
AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs
Sjilfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi var haldinn í Kópavogi
laugardaginn 16. mars. Formaður
setti fundinn, fundarstjóri var kos-
inn Richard Björgvinsson og fund-
arritarar Guðni Stefinsson og
Ásthildur Pétursdóttir.
í skýrslu formanns kom fram
að í kjördæminu störfuðu niu
fulltrúaráð og 25 sjálfstæðisfélög
með 4.513 félagsmenn og hafði
þeim fjölgað um 10,4% frá aðal-
fundi í apríl 1984. Þá gat formað-
ur þess, að á starfsárinu hefðu
verið haldnir tveir formanna-
fundir í kjördæminu, sem tókust
mjög vel. í skýrslu gjaldkera
kom fram að fjárhagur kjör-
dæmisráös væri góður.
Aðalmál fundarins voru sveit-
arstjórnarmál. Jón Gauti Jóns-
son bæjarstjóri f Garðabæ var
framsögumaður og ræddi m.a.
um framkomið frumvarp til
nýrra sveitarstjórnarlaga. Til
máls tóku auk frummælanda Al-
bert K. Sanders, Páll V. Daní-
elsson, Gísli Ólafsson, Sigurgeir
Sigurðsson, ólafur G. Einarsson,
Þorgeir Ibsen, Matthías Á.
Mathiesen, Árni Grétar Finns-
son og Salome Þorkelsdóttir.
Fundurinn samþykkti, að „full-
trúaráðin tilnefni 2—3 fulltrúa í
nefnd, sem vinni með formanni
og varaformanni sveitarstjórn-
ar- og byggðanefndar Sjálfstæð-
isflokksins til undirbúnings
stefnumörkunar i þessum mála-
flokki fyrir landsfund".
Stjórnin var öll endurkosin, en
hana skipa Gísli Ólafsson form.,
Erna Mathiesen varaform., Þor-
valdur Ó. Karlsson ritari, Bragi
Mikaelsson gjaldkeri, Jón Bjarni
Þorsteinsson, Guðjón Þorláksson
og Kristrún Helgadóttir.
{ varastjórn voru kosnir: Jón
Hákon Magnússon, Jón Sv.
Jónsson, Þórarinn J. Magnússon,
Kristján Einarsson, Guðni Stef-
ánsson, Sigurður Bjarnason og
Björn Pálsson. Endurskoðendur
Gísli Ólafsson formaður kjördæm-
isriðsins.
voru kosnir Þorgeir Ibsen og
Edvald Júlíusson.
1 flokksráð voru kosin: Stella
Baldvinsdóttir, Keflavík, Rich-
ard Björgvinsson, Kópavogi,
Björn Finnbogason, Garði, Jón
Ólafsson, Kjalarnesi, Halldór
Guðmundsson Njarðvík, Sævar
Óskarsson, Grindavík, Þór
Gunnarsson, Hafnarfirði, Björn
Pálsson, Garðabæ, Magnús Er-
lendsson, Seltjarnarnesi, Bragi
Micaelsson, Kópavogi, Ellert Ei-
ríksson, Garði, Erlingur Krist-
jánsson, Hafnarfirði og Þorvald-
ur Ó. Karlsson, Garðabæ. Vara-
menn í flokksráð voru kjörnir:
Sigurður Steindórsson, Keflavík,
Arnór Pálsson Kópavogi, Sigurð-
ur Bjarnason, Sandgerði, Krist-
ján Oddsson, Kjósarsýslu, Albert
K. Sanders, Njarðvík, Guðjón
Þorláksson, Grindavík, Haraldur
Sigurðsson, Hafnarfirði, Guðmar
Magnússon, Seltjarnarnesi,
Guðni Stefánsson, Kópavogi,
Benedikt Sveinsson, Garðabæ,
Sigurður Garðarsson, Keflavík,
Finnbogi F. Arndal, Hafnarfirði
og Ásgeir Þórðarson, Garðabæ.
Fundinn sátu um 100 fulltrúar.