Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
Ávana- og fíkniefni:
Staðan í ávana-
og fíkniefnamálum
— eftir Þorkel
Jóhannesson
Hér fer i eftir þriðji kafli úr nýju
riti dr. forkels Jóhannessonar pró-
fessors, „Lyfjafreði miðtaugakerfis-
ins“:
Á eftir verður reynt að gera
nokkra grein fyrir stöðu þessara
mála hér á landi um mitt ár 1984
eins og þau horfa við höfundi.
Verður einkum stuðst við árs-
skýrslur Rannsóknastofu í lyfja-
fræði árin 1977—1983 (ársskýrslur
voru ekki birtar fyrr en 1977).
Varðandi dauðsföll af völdum
ávana- og fíknilyfja eða efna er
enn fremur stuðst við yfirlit yfir
árin 1977—1981, sem samstarfs-
maður höfundar, cand. pharm.
Jakob Kristinsson, deildarstjóri
réttarefnafræðideildar, hefur birt
(Um réttarefnafræði, Læknanem-
inn 1982, 35,10-15).
Sum ávana- og fíknilyf og efni
eru öðrum líklegri, annaðhvort ein
sér eða með öðrum, til þess að
valda dauða. Með þvi að telja verð-
ur, uns hið gagnstæða sannast, að
langsamlega flest slík dauðsföll
séu rannsökuð með viðhlítandi
hætti, eru upplýsingar um þau lyf
og efni að jafnaði meiri og betri en
hin, sem sjaldan eða ekki valda
dauða. Verður fyrst vikið að
ávana- og fíknilyfjum og efnum,
er til fyrri flokksins teljast.
Alkóhól (etanól). — Á hverju ári
eru tekin blóðsýni (eða þvagsýni)
úr rúmlega 1% landsmanna vegna
gruns um ölvun við akstur og á
þessu er ekkert lát. Á árunum
1977—1981 kom alkóhól við sögu
50% allra dauðsfalla (54 af 107),
er rannsökuð voru í Rannsókna-
stofu í lyfjafræði. Áfengisneysla
var talin hafa verið aðaldánaror-
sök í 10 tilfellum, en meðverkandi
dánarorsök í 44 tilfellum (þar af í
14 tilfellum með koloxíði). Tölur
áranna 1982, 1983 og það, sem af
er árinu 1984, breyta í engu þess-
ari mynd. Áður er á það bent, að
allt að því 10% þeirra, er nota
alkóhól á félagslegu stigi, en það
er mikili meiri hluti fullorðinna
einstaklinga, verði alkóhólistar i
áranna rás. Að dómi höfundar
falla þess vegna önnur vímugjafa-
vandamál, enn að minnsta kosti,
algjörlega i skugga áfengisvanda-
mála. Er þó neysla áfengis minni
hér en í flestum öðrum löndum, ef
treysta má tölum Áfengis- og tób-
aksverslunar ríkisins (salan óx
nánast ekki árið 1983).
Síðustu misseri hefur verið
hafður uppi áróður fyrir því að
innleiða áfengan bjór hér á landi.
Skyldi með þeim hætti mega bæta
drykkjusiði íslendinga og jafn-
framt draga úr neyslu annarra
áfengra drykkja. Höfundur telur
þetta þó vera óskhyggju. Áfengur
bjór er jafnskaðlegur (eða gagn-
legur) og aðrar áfengistegundir.
Ef lögleiða á neyslu áfengs bjórs
hér, verður þaö einungis gert vits-
munalega með því að hefta flæði
annars áfengis þannig, að „heildar-
flæði“ aukist ekki. Þetta er megin-
atriði, sem stjórnmálamenn, fjöl-
miðlamenn og aðrir, sem móta
vilja skoðanir fólksins í landinu,
skyldu síst gleyma.
Ónnur róandi lyf og svefnlyf. —
Elst lyfja í þessum flokki er klór-
al. Það er enn nokkuð notað og er
greinilega misnotað (notað um-
fram lækningalega nauðsyn) í ein-
hverjum mæli. Dauðsföll af völd-
um klórals eða þar, sem klóral á
hlut að máli, hafa undanfarin ár
orðið tæplega eitt á ári að meðal-
tali og helst svo enn óbreytt. Notk-
un barbitúrsýrusambanda (meb-
úmal, fenemal o.fl.) er hins vegar
á hröðu undanhaldi. Benzódíazep-
ínsambönd (díazepam o.fl.) hafa á
síðustu árum í vaxandi mæli leyst
þessi lyf af hólmi til róunar (og til
þess að stilla kvíða) eða til þess að
framkalla svefn. Fenemal hefur
einkum verið notað við meðferð á
flogaveiki, en víkur þar einnig
hratt fyrir öðrum lyfjum. Á árun-
um 1977—1981 var tæplega 20%
allra dauðsfalla, sem rannsökuð
voru, að rekja til töku barbitúr-
sýrusambanda með eða án ann-
arra lyfja. Síðan hefur þessum
dauðsföllum fækkað hlutfallslega.
Enda þótt benzódíazepínsam-
bönd valdi tæpast dauða ein sér,
er taka þeirra þó oft meðverkandi
dánarorsök. Á árunum 1977—1981
komu þessi lyf þannig við sögu í
alls rúmlega 20% dauðsfalla og
hefur þetta hlutfall síðan heldur
vaxið. Er öruggt, að taka díazep-
ams (eða einhvers annars benzó-
díazepínsambands) og neysla
áfengis, þótt hvorttveggja sé tekið
í fremur litlum skömmtum, veldur
a.m.k. stundum eitrunum, er geta
leitt til dauða. í næstum öllum
blóðsýnum, sem tekin eru úr öku-
mönnum vegna gruns um að aka
undir áhrifum róandi lyfja og
send eru til rannsóknar, er nú día-
zepam eða eitthvert annað benzó-
díazepínsamband. Bendir þetta
með öðru til þess að misnotkun
þessara lyfja sé umtalsverð. Þó er
enginn vafi á þvi, að þær hömlur,
sem lagðar voru fyrir nokkrum ár-
um á fett lækna til þess að ávísa
stórum díazepamtöflum (10 mg),
hafa mjög dregið úr óhæfilegri
notkun þess lyfs.
Sterk verkjadeyfandi lyf. — Til
þessa flokks teljast m.a. morfín og
heróín. Dauðsföll af völdum ólög-
legrar notkunar, einkum vegna
innspýtingar í æð í vímuskyni, af
völdum þessara lyfja eru velþekkt
erlendis. Slík dauðsföll hafa þó
ekki orðið hér á landi enn sem
komið er, svo að vitað sé. Vissu-
lega hefur ekki skort á fullyrð-
ingar um hið gagnstæða af hálfu
blaðamanna og jafnvel lögreglu-
manna (m.a. í sjónvarpi). Sýni af
þessum efnum, sem borist hafa til
rannsóknar á undanförnum árum,
eru og í heild fá. Þeirra á meðal er
einungis eitt heróínsýni (mjög
blandað sýni, er m.a. innihélt
heróín og barst árið 1983). Sam-
anlagt verður því að ætla, að mis-
notkun sterkra verkjadeyfandi lyfja
sé enn mjög lítil hér á landi.
Llfræn leysiefni. — Dauðsföll af
völdum sumra þessara efna og al-
varlegar heilaskemmdir hafa
komið fyrir hér á landi svo sem
rakið er í kafla XV. Þar er einnig
rakið, að notkun lífrænna leysi-
efna til vímu gangi mjög í sveifl-
um, en liggi niðri þess á milli.
Á haustmánuðum 1983 og fram
eftir vetri bar nokkuð á notkun
þynna og líms, er hafði Iffræn
leysiefni að geyma, i vímuskyni.
Vakti þetta mikið umtal og um-
ræðu í fjölmiðlum og manna á
meðal („fjöldi unglinga í hættu“,
„eitthvað verður að gera“, „yfir-
völd sofandi" o.s.frv.). Nú hefur
þessa öldu lægt og allt er dottið í
dúnalogn. Eftir stendur hins veg-
ar sú staðreynd, að lifræn leysi-
efni og varningur, sem hefur þau
að geyma, er í flestum tilvikum
öllum falur og er auk þess dýr.
Rétt til þess að fylla þessa mynd
má og nefna, að yfirvöld heykjast
enn á framkvæmd þeirra reglna,
er þó gilda um sölu lífrænna leysi-
efna.
Amfetamín (og skyld lyf) og kóka-
ín. — Dauðsföll af völdum amfeta-
míns eru mjög sjaldgæf. DauðsföU
af völdum kókains eru algengari
en af völdum amfetamins, en eru
þó fátíð. Slík dauðsföll hafa ekki
komið fyrir hér á landi, svo að vit-
að sé.
Fjöldi amfetaminsýna, er borist
höfðu til rannsóknar á árunum
1966—1982, varð mestur árið 1976.
Árið 1983 fjölgaði hins vegar am-
fetamínsýnum mjög og ekkert lát
virðist ætla að verða á þessu árið
1984. Athygli vekur, hve hrein og
„góð“ mörg þau amfetamínsýni
eru, sem nú berast til rannsóknar.
Vaxandi fjöldi sýna, mikil styrkt
amfetamíns i þeim, vaxandi fjöldi
líkamssýna (þvagsýni), sem am-
fetamín finnst í, og að viðbættu
því, að mun meira amfetamin var
gert upptækt árið 1983 en áður
(Heilbrigðismál, 1/1984, bls. 25),
bendir þannig til þess, að á þvi ári
hafi orðið til „sprautumarkaður"
hér á landi (þ.e.a.s. amfetamfnist-
ar, sem sprauta efninu í æð). Ef
þessi skoðun er rétt, má búast vió
Dr. Þorkell Jóhannesson
miklu alvarlegri tegund af amfeta-
mínistum hér en vitað var um, þegar
kafli IX A var ritaður.
Kókaínsýni urðu fleiri árið 1983
en nokkru sinni áður. Kókaínsýn-
um hefur þó fjölgað minna en
amfetamínsýnum á fyrra helm-
ingi ársins 1984. Amfetamín er að
jafnaði mun ódýrara en kókaín og
kann það að skýa hvers vegna
meira er sótt í amfetamin en
kókaín. Munur á lyfhrifum þess-
ara efna er i raun litill eins og
áður getur. Hvernig sem á málið er
litið, er það þó staðreynd og jafn-
framt hryggileg tíðindi, að i árinu
1983 virðist allt benda til þess, að
eftirspurn og ólögleg notkun amfeta-
míns og kókaíns í vímuskyni hafi
farið út fyrir fyrri mörk, svo að um
munar.
Bæði amfetamfn, og ekki síður
kókaín, eru að dómi höfundar
meðal hættulegustu vimugjafa
eins og margsinnis hefur verið
bent á í þessum texta. Þvi ber að
neyta allra bragða til þess að
stemma stigu við notkun þessara
efna. 1 þessu sambandi er rétt að
ítreka sem áður greinir, að lyfja-
ávísanir lækna á kókaín, amfeta-
mín og skyld lyf eru nú i lágmarki
og undir ströngu eftirliti.
Tetrahýdrókannabínól (kannab-
is). — Svo virðist sem dauðsföll af
völdum kannabis séu óþekkt hjá
mönnum. Kannabissýni, sem
rannsökuð hafa verið, urðu flest
árin 1972 og 1973. Á árunum
1980—1983 fjölgaði sýnum nokkuð
á ný og vera mætti, að á árinu
1984 yrðu þau fleiri en nokkru
sinni. Hitt skiptir þó miklu meira
máli, að á árinu 1983 var styrkt
Stórkostlegur endasprett-
ur Jóns færði honum sigur
Skák
Margeir Pétursson
MÖRG jafntefli voru eitt af því
sem einkenndi alþjóðlega skák-
mótið á Húsavík sem lauk á þriðju-
daginn. Jón L. Árnason var lengi
móts einn af jafntefliskóngunum
en seinni hluta mótsins tók hann
rækilega við sér, vann þrjár skákir
í röð, og bjargaði mótinu fyrir
okkur íslendinga með því að skjót-
ast upp fyrir bandarísku stórmeist-
arana Lein og Lombardy. Jafn-
framt því að hljóta fyrstu verðlaun
náði Jón sínum fyrsta áfanga að
stórmeistaratitli. Þessi frábæri
árangur Jóns kemur nokkuð á
óvart nú, því hann hefur lftið getað
sinnt skákinni upp á síðkastið og
var í öldudal á afmælismóti Skák-
sambandsins.
Árangur hinna íslensku kepp-
endanna var ekki nema rétt í
meðallagi, ef undan er skilin
frammistaða Áskels Arnar
Kárasonar, sem náði áfanga að
FIDE-meistaratitli, sem er
lægsta stig hinna alþjóðlegu
HÚSftv'lK wr STI& 1 2 3 H s ('0 7 8 9 10 11 11 VINfl. KÓÐ
■1 JÓN L. firt/VflSON zws (LyZl. /2 /z /z Zl /z 4 /2 1 4 1 S i.
2 L E/N (Zliir\eUr'ilcju.nUAn) o I4 ’/z /4 /z 1 4 /z 1 1 1 7/z 2.
3 L OMMKVY (fiarMr'.kj) 2S00 /z '/2 yy/. m /■ /z /z /z /z 4 Zz 4 4 7 3.
H HELG/ ÓLflESSON VB15 /z /2 % ’L Zz Zl /z 1 /z /z 4 é'Á. HS.
5 ZUC KERMflN (Gandar.) ZWO /z /z /z /z 1/- /z 4 Z. /z /z 1 6/z H'S.
to QUBM SlGUflTÓNSSON IHtS 'Jl /z /l /z /z á /z 'k /z 1 /z /z 6 K7.
7 7"/5 TOflL L (flancExnk ji/nuHj 21Z0 /2 0 /z /z Zz /z I /z. /z Yz 1 4 <6 6-7
8 KflflL flOfló TE/NJ 2HOO 0 0 /z /2 O /z /2 r//t 'Á /z 1 1 5’ 8.
9 'flSKEU OflN K'flflflSON 2200 /z /l a 0 /z /z /z Zl /z /z /z N/z
10 HELMEKS (Noreji) 2WS' 0 0 % /2 /z 0 /z /z ’Á É /z 4 H/z H'fO.
11 S fit Vfifl rS7fi#MfiS0N 23SS 0 0 Q /x /z /z 0 O /z ’Á. WA y/7/ 4 y/z ,11
12 PflLM! PÉ7URSS0N 23 70 0 0 O 0 0 /z 0 D. /z O 0 ZZÁ 4 12.
metorða. Áskell reið úr hlaði
með miklar hrakspár í nestið,
enda langstigalægstur, en barð-
ist eins og ljón og tapaði aðeins
tveimur skákum. Frammistaða
hans hlýtur að vera skák-
mönnum á landsbyggðinni mikil
hvatning, þeir eru ekki sjálf-
sagðir í fallbyssufóður á slíkum
mótum.
Árangur Helga verður að
skoðast í ljósi þess að hann fékk
engan tíma til að hvíla sig eftir
Kaupmannahafnarmótið. Guð-
mundur var allt of lítilþægur og
þeir Karl og Sævar hefðu báðir
átt að geta náð áfanga að alþjóð-
legum meistaratitli. Báðir börð-
ust eins og ljón, sem er mun
meira en sagt verður um ýmsa
aðra keppendur, en stríðsgæfan
var ekki með þeim. Reynsluleysi
háði Pálma og eftir slæma byrj-
un náði hann sér aldrei á strik.
Um gestina er það að segja að
Anatoly Lein er skákmaður sem
mikið má læra af, enda leiddi
hann mótið lengst af. Hinir eru
ekki sérlega litríkir skákmenn,
a.m.k. flíkuðu þeir ekki snilld
sinni. Lombardy getur t.d. teflt
af miklu meiri krafti.
Að sögn ólafs Ásgrímssonar,
skákstjóra, fór mótið vel og
Jón L. Árnason, sigur og stórmeist-
araáfangi.
snurðulaust fram og aðstæður á
Hótel Húsavík góðar og fram-
kvæmdin mótshöldurunum til
sóma. Það var Jóhann Þórir
Jónsson, ritstjóri Skákblaðsins,
sem gekk f lið með Taflfélagi
Húsavíkur og skipulagði mótið. 1
apríl og maí verða haldin tvö
önnur alþjóðleg skákmót, fyrst í
Borgarnesi og síðan í Vest-
mannaeyjum.
Það eina sem skyggði á vel
heppnað mót var hátt jafntefl-
ishlutfall, sem á aðeins sinn líka
á Balkanskaga. Af 66 skákum,
unnust aðeins 24, þar af 9 gegn
einum og sama þátttakandanum.
Á næstu mótum verður vonandi
meiri barátta, þó að þessu sinni
hafi Jón L. auðvitað bjargað
andliti þátttakenda með sinum
glæsilega endaspretti.
Crslit f tveimur sfðustu um-
ferðunum urðu þessi: