Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
23
tetrahýdrókannabínóls í rannsök-
uðum sýnum að meðaltali mun
meiri en áður hafði verið. Verður
og ekki annað séð en sama þróun
haldi áfram árið 1984. Á árinu
1983 varð ennfremur vart við mun
skipulagðara og stórtækara smygl
á kannabis til landsins en áður
hefur verið. Að öllu samanlögðu
verður því að telja, að á árinu 1983
hafi neysla á kannabis á íslandi
sömuleiðis farið út fyrir fyrri mörk.
Aukið framboð á kannabissam-
setningum með mikilli styrkt tetra-
hýdrókannabínóls er að dómi höf-
undar örugg vísbending þess, að hér
sé kominn hópur manna, sem neytir
kannabis reglulega á félagslegu stigi
eða ávanastigi. — Þetta lá ekki
ljóst fyrir, þegar kafli XIII var rit-
aður.
Enda þótt kannabisneysla verði
ekki að öllu jöfnu sett á bekk með
neyslu kókaíns eða amfetamins og
fíkn í kannabis sé sjaldgæf (a.m.k.
á Vesturlöndum), ber þess fast-
lega að minnast, hve lítið er enn í
raun vitað um skaðsemi þess. Af
þessum sökum ber að spyrna við
kannabisneyslu svo sem við verður
komið. Allt hjal um að lögleiða
kannabisnotkun er þvi hreinlega
óráðshjal.
Með tilliti til þeirra breyttu að-
stæðna, er að framan greinir, var í
árslok 1983 hafist handa í Rann-
sóknastofu í lyfjafræði um
ákvarðanir á kannabínóíðum í
blóðsýnum og þvagsýnum frá spit-
ölum, hliðstæðum stofnunum og
heilsugæslustöðvum. Til þessa
hafa nokkrir tugir sýna verið
rannsakaðir og voru kannabínóíð-
ar í talsverðum hluta þeirra.
Styrkir þetta enn framangreindar
ályktanir um kannabisneyslu.
Lýsergíd (LSD). — Dauðsföll af
völdum lýsergíðs eru að öllum lík-
indum óþekkt. Lýsergíð er annað
tveggja sárlega lítið eða alls ekki
notað hér á landi, þegar þetta er
ritað. Sama gildir enn fremur um
fencýklídín.
Nikótín (tóbak). — Nikótin verð-
ur ekki með réttu talið vimugjafi.
Það er hins vegar kröftuglega
vanabindandi og mætti því kalla
hið dæmigerða ávanaefni. Tóbaks-
reykingar eru og venjulega stund-
aðar fremur á ávanastigi en fé-
lagslegu stigi (sbr. mynd 20).
Menn hafa þvi hér á landi sem
viðar leitast við að setja skorður
við tóbaksreykingum engu síður
en notkun vímugjafa. Tóbaksreyk-
ingar hafa enn fremur þá sér-
stöðu, að þær geta beinlinis skað-
að aðra en þá, sem sjálfir reykja,
en eru vinnu sinnar vegna eða af
öðrum sökum óhjákvæmilega
samvistum við reykingamenn.
Verulegt skref til tóbaksvarna eru
lög að þessu lútandi, sem sett voru
á síðasta þingi.
Koffein (kaffi o.fl). — Koffein
verður að teljast ávanaefni, enda
þótt skaðsemi þess sé vafalaust
lítil. Á það var þó bent að mikil
koffeinneysla (kaffidrykkja)
kunni að vera viðurhlutamilýð
mál fyrir þungaðar konur. Þessu
þyrfti að halda mun meira á loft
og koma betur til skila en gert
hefur verið hingað til.
Friðarhreyfing Þingeyinga:
Skipst á skeytum
við George Shultz
ÞEGAR George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom hingað til
lands 14. mars síðastliðinn fékk hann eftirfarandi skeyti frá Húsavík:
„Við viljum vekja athygli yðar á
því að íslenska þjóðin kærir sig
ekki um kjarnorkuvopn á sínu
landi né neinn vígbúnað sem teng-
ist slíkum striðsrekstri. Fyrir
hönd Friðarhreyfingar Þingey-
inga, Sveinn Rúnar Hauksson,
formaður."
Utanríkisráðherrann svaraði
orðsendingunni degi síðar með
svohljóðandi skeyti:
„Þakka yður fyrir skeyti yðar,
þar sem þér lýsið skoðunum yðar
varðandi kjarnorkuvopn á íslandi.
Ekkert okkar vill kjarnorkuvopn
nokkurs staðar. Að ná því ánægju-
lega takmarki er, hins vegar,
vandamál okkar allra. Bestu
kveðjur, George Schultz."
10. umferð:
Sævar — Tisdall 0—1
Helgi — Helmers 'k — \k
Pálmi — Zuckerman 0—1
Lein — Lombardy ‘k — ‘k
Karl - Jón 0-1
Áskeil — Guðmundur 'k — ‘k
11. umferð:
Guðmundur — Sævar 'k — 'k
Tisdall — Helgi ‘k — ‘k
Helmers — Pálmi 1—0
Zuckerman — Lein ‘k — ‘k
Lombardy — Karl ‘k — ‘k
Jón — Áskell ‘k — 'k
Tíunda umferðin var æsi-
spennandi, en í þeirri síðustu
virtist svo sem keppendur hefðu
sætt sig við orðinn hlut.
í 10. umferðinni beindust augu
allra að viðureign þeirra Karls
og Jóns, en báðir þurftu sárlega
á vinningi að halda. Skákin ein-
kenndist lika af vinningsvilja
beggja, Karl blés til sóknar full-
snemma, Jóni tókst að stöðva at-
löguna og ná síðan gagnsókn.
Karl reyndi mannsfórn til að
blíðka goðin, en allt kom fyrir
ekki. I síðustu umferðinni
tryggði Jón síðan sigurinn og
áfangann með jafntefli við Ás-
kel.
Hvítt: Karl Þorsteins
Svart: Jón L Árnason
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6,
6. Be3 — Dc7, 7. Dd2 — e6, 8. f3
- b5, 9. g4
Þessi peðaframrás er hálfgert
vindhögg, því svartur hefur ekki
veikt peðastöðu sína á kóngs-
væng með g6 eða h6.
9. — Bb7, 10. 0-0-0 — Rfd7, 11.
Kbl — Re5, 12. Bd3 — Rbd7, 13.
Df2 — Be7. 14. g5 — b4, 15. Rce2
- Rc5, 16. h4 — d5!
Svartur hefur náð frumkvæð-
inu.
17. Bf4 — 00
17. — dxe4, 18. fxe4 — Rxe4?,
19. De3 var auðvitað ótímabært.
18. Dg3 — Bd6, 19. exd5 — Bxd5
20. h5 — Rcxd3, 21. Hxd3 —
Had8, 22. H3dl — Rc4, 23. Bxd6
- Hxd6, 24. Hhgl — Hc8, 25. f4
- Hb6, 26. (5?
Hvíta staðan var ekki glæsi-
leg, en þetta gerir illt verra. 26.
Dd3 var sennilega skást.
26. — e5, 27. g6 — fxg6, 28. hxg6
- h6!
Það var ástæðulaust að taka
riddarann, því eftir t.d. 28. —
exd4, 29. Dxc7 — Hxc7, 30. Hxd4
hefur hvítur dágóð færi fyrir
manninn.
29. Rb3 — Be4, 30. Red4
Þetta ber keim örvæntingar,
en svartur var að ná óstöðvandi
sókn, auk þess sem hann hótaði
30. - Bxf5.
30. — exd4, 31. Dxc7 — Hxc7, 32.
Hxd4 — Rd6, 33. Hel — Bxc2+,
34. Kal - Kf8!, 35. He6 - Bxb3,
36. axb3 — Hcl+, 37. Ka2 — Hb5
og hvítur gafst upp.
Vorlitir
mcð
hækkandi
KARNABÆR
BARNA- OG UNGLINGADEILD — AUSTURSTRÆTI22.
Sími frá skiptiborði 45800.