Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 28

Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 Hvíldar- og hressingarheimiliö að Varmalandi Borgarfirði veröur starfrækt 1985 frá 22. júní — 17. ágúst. Upplýsingar í síma 96-24274. Tekiö veröur á móti pöntunum 24. — 31. mars. Jón Sigurgeirsson, Klapparstíg 1, Akureyri. Beggja hagur Innflutningsfyrirtæki getur vegna breyttra aö- stæðna tekið að sér aö annast innflutning og fjármögnun á hvaða vöru sem er gegn eðlilegri heildsöluálagningu. Þetta gæti e.t.v. hentað fyrir verzlanir, stofnanir og fyrirtæki. Þeir sem áhuga hafa vinsamlega sendið línu á augl.deild blaösins merkt: „Beggja hagur — 3295“. Skrifstofa Félags fasteignasala Laufásvegi 46 er opin þriðjudaga og föstudaga kl. 13.30—15.30. Sími 25570. Félag fasteignasala. Betri fasteignaviðskipti. Vökvaknúnir fallhamrar Margar stæröir. Einnig fyrirliggjandi loft- og vökvaknúnir borar. Höfum vökvaknúnar tennur til aö festa á gröfur. Óskum einn- ig eftir sölumanni á íslandi. ) SCHJERVEN & KONGSGAAPOEN stre Aker vei 203, J75 Oslo 9, sími (02) 25 93 10, oregi. Enska eða danska/ norska/sænska — eftir Björn S. Stefánsson Eftirfarandi grein mína sendi t8 hinn 22. febrúar til birtingar í fréttabréfi íslenzkrar málnefnd- ar. Þar sem mál það, sem ég bar þar fyrir brjósti, hefur komið til almennrar umræðu síðustu daga, vildi ég biðja Morgunblaðið að taka hana til birtingr, enda mun næsta fréttabréf ekki koma út fyrr en í vor og kemur fyrir fárra »ugu- BSt. í 2. tbl. fréttabréfsins 1984 eru hugleiðingar ritstjóra að lokinni Færeyjaför. Þar sem fjallað er um stjórnarfund norrænnar mál- stóðvar, segir um hlutskipti ís- lendinga í því samstarfi (s. 8): „Þeir hafa meiri ástæðu að spyrja, hvaða erindi þeir eiga inn í sam- starf, sem hefir það aðalmarkmið að efla dönsku, norsku og sænsku um öll Norðurlönd, þ. á m. á fs- landi.“ fslendingar þurfa margt að sækja til annarra þjóða, en annað kemur óbeðið og þarf samt ekki að spilla, ef samskiptin eru ekki ein- hliða, heldur fjölbreytt. Meðan áhrifavald Dana var mikið hér á landi, var þjóðinni hagur að sem mestum samskiptum við aðrar þjóðir en Dani, enda áttu Jón Sig- urðsson og samherjar hans nyt- samleg samskipti við Englendinga um verzlunarmál og við Norð- menn um fiskveiðar. Þannig styrktu íslendingar stóðu sína gagnvart Dönum og stækkuðu heim sinn. Enn er það svo, að okkur fslend- ingum líkar misvel það sem kemur frá Norðurlöndum, og ekkert er eðlilegra en menn finni að því sem illa líkar. Engin rök eru samt fyrir því, að þar gæti áhrifa sem þjóðin geti ekki staðizt. Öðru máli gegnir um hin þjóðlausu menningaráhrif sem hingað koma á ensku máli. Þau áhrif sýnast ætla að verða eins rík á mál almennings og dönsk áhrif voru á mál heldra fólks á 18. öld. Lítil vísbending um það er, að unglingar tjá helzt til- finningar sínar á ensku i óska- lagaþáttum útvarpsins og í kroti á biðskýlum, hæ og bæ eru að verða algengustu samskiptatákn fslend- inga og ók-ei helzta ályktunarorð- ið. Ekkert þótti mér brýnna sagt um síðastliðin áramót en orð síð- asta Reykjavíkurbréfs Morgun- blaðsins (30. desember), sem blað- ið setti sérstaklega með stóru letri: „Holskefla engilsaxneskra menningaráhirfa hefur riðið yfir okkur eins og aðrar þjóðir í okkar heimshluta í krafti nútímafjöl- miðlunar og á þessari stundu get- ur enginn sagt með nokkurri vissu, hvort við, sem þjóð, stönd- um af okkur þessa holskeflu. Þetta er mesta vandamál þjóðar okkar um þessar mundir." Með þetta í huga eiga fslend- ingar brýnt erindi „inn í samstarf, sem hefir það aðalmarkmið að efla dönsku, norsku og sænsku um öll Norðurlönd, þ. á m. á fslandi", eins og vitnað var til hér að fram- an. Með því að hafa tök á þessum þremur þjóðtungum draga fslend- ingar úr þörf sinni á að leita þekk- ingar og samskipta erlendis á ensku. Eins og nú standa sakir getur efling þessara þjóðtungna ekki orðið svo mikil að íslenzk tunga spillist af. Orð Reykjavík- urbréfs minna á, að afstaða manna til þessara mála er góðu heilli óháð afstöðu þeirra til sam- starfs við erlend ríki. En ef saltiö dofnar, með hverju á þá aÖ selta það? Enn vitna ég til hugleiðinga rit- stjórans, þar sem hann segir í kafla um Færeyjar og ísland (s. 9): „Unglingar, sem alast upp á ís- landi, eiga bágt með að skilja, hvers vegna þeir eru látnir læra dönsku i skólum, enda nota þeir ensku í samskiptum við Dani (og Norðmenn og Svía) eins og aðra útlendinga, sem hingað koma.“ En það er ekki aðeins danska sem vík- ur fyrir ensku í samskiptum við útlendinga, heldur einnig íslenzka. fslendingar, jafnt fullorðnir sem ungmenni, tala helzt ekki íslenzku við útlendinga, þótt þeir séu hér langdvölum og ætli að læra ís- lenzku, heldur tala ensku. Þykir mörgum útlendingi illt við að una. Nýleg athugun á viðhorfum ís- lendinga leiddi m.a. i ljós að þeir þykjast allstoltir af því hlutskipti sínu að vera fslendingar. Samt sýna þeir ekki það stolt eða sjálfsvirðingu i samskiptum við útlendinga að þeir kynni íslenzka menningu eins og auðveldast er, nefnilega með því að tala við þá íslenzku, þegar kostur er. Margir fslendingar nota ekki heldur tæki- færið, þegar það býðst, til þess að þjálfa sig í dönsku/norsku/- sænsku, þeim tungumálum sem eru skyldust móðurmáli þeirra. Vanmetakennd Norðmenn, Svíar og Danir sýna eigin þjóðtungum ræktarleysi ekki síður en fslendingar. Það kemur m.a. fram í því, aö þeir grípa til ensku að óþörfu. Þegar ég kynnt- ist Norðmönnum fyrst fyrir ald- arfjórðungi, var það oft, þegar norskir stúdentar voru við skál, að þeir slógu um sig með ensku, en það gerðu íslenzkir stúdentar ekki þá. Stundum talar Svíi heldur ensku en sænsku við fslending af ímyndaðri tillitssemi. Svíar eru margir hallir undir bandaríska menningu og sænskir mennta- menn dýrka margir bandarískt þjóðfélag eða vissa þætti þess. í haust voru fluttir viðtalspistlar fréttamanns útvarpsins við ýmsa forystumenn í Svíþjóð og Noregi. Að mestu voru þeir endursögn fréttamannsins, en stundum mátti heyra sýnishorn af máli viðmæl- anda. í viðtali við formann sænska alþýðuflokksins (Folkpartiet) tal- aði Svíinn ensku. Áður hafði kom- ið fram, að fréttamaðurinn var fær um að eiga viðtal á skandinav- ísku. Ég spurði hann hvers vegna Svíinn hefði talað ensku. Hann skýrði það svo, að þannig þóttust þeir standa jafnt að vígi. íslendingar geta ekki vænzt þess af öðrum en Færeyingum að verða skildir á eigin máli. Alltaf tapast eitthvað við þýðingu, hversu fær sem maður er í málinu. Hálfu meira brenglast, þegar báð- ir þýða úr móðurmáli sínu, eins og gerist, þegar norrænir menn tala saman á ensku. Reynsla mín er sú að ekki tekst að fjalla um íslenzk þjóðfélagsmál á ensku, þótt leitað sé aðstoðar færra enskumanna. Hin ýmsu blæbrigði málsins og hugtök varð- andi stjórnskipun, félagsskap og hugmyndaheim fslendinga eru að svo miklu leyti komin frá Dönum og Norðmönnum og enskt mál nær þeim illa. Sem dæmi um það má nefna, að á sínum tíma fékk menntamálaráðuneytið Jóhann S. Ferðamálasamtök Vesturlands: Vesturlandskvöld á Akranesi og Stykkishólmi um helgina Bornrnesi, 25. m»r». STJÓRN Feröamálasamtaka Vesturlands hefur ákveöið að halda Vestur- landskvöld á nokkrum stööum, innan og utan starfssvæöisins í vetur. Þar veröa kynntir þeir fjölmörgu möguleikar sem Vesturland býður ferðafólki upp á. Fyrsta Vesturlandskvöldiö verður á Hótel Akranesi nk. föstudag, 29. mars. Síðan verða Vesturlandskvöldin haldin á eftirtöldum stöðum: Hót- el Stykkishólmur 30/3, Hótel Borgarnes 13/4, Sjallinn, Akur- eyri 10/5, Hótel Húsavík 11/5 og Broadway Reykjavik 12/5. Tvö síðastliðin sumur hafa Ferðamálasamtökin gengist fyrir sérstókum afsláttarkjörum fyrir ferðafólk, undir heitinu „vildar- kjör á Vesturlandi", við vaxandi vinsældir. „Vildarkjörin“ verða nú til boða frá 1. maí til 1. júní og frá 11. ágúst til 9. september. Sigurður Skúli Bárðarson, hót- elstjóri í Stykkishólmi, var endur- kosinn formaður samtakanna á aðalfundi þeirra sem haldinn var fyrir nokkru. Aðrir í stjórn eru: Jóhannes Ellertsson, Georg Her- mannsson, Jóhannes Finnur Hall- dórsson, Kristleifur Þorsteinsson, óskar Baldursson og Guðjón Ingvi Stefánsson. Stjórnin hefur ráðið óla J. ólason ferðamálafulltrúa fram til vors „og ef til vill að ein- hverju leyti lengur ef fjárhagur samtakanna leyfir", eins og segir í fréttabréfi samtakanna. Á fundinum kom fram, að slæmt ástand vega á Vesturlandi væri stærsti þröskuldurinn í upp- byggingu ferðamála í landshlut- anum, eftir því sem segir í frétta- bréfinu. Samþykkt var ályktun til samgönguráðherra, vegamála- stjóra og þingmanna kjördæmis- ins, þar sem átalið er „hið bága ástand þjóðvega á Vesturlandi" og bent á „að víða eru þjóðvegir nær óbreyttir frá því að vegagerð fyrir bifreiðir hófst fyrir 50 árum.“ Að lokum er skorað á Alþingi að sjá til þess að Vesturland dragist ekki aftur úr við gerð varanlegra vega á íslandi. — HBj. Framsóknarfélag Reykjavíkur: Halldór E. ráð- inn starfsmaður HALLDÓR E. Sigurösson, fyrrum ráöberra, hefur verið ráðinn starfs- maöur Framsóknarfélags Reykjavfk- ur. Halldór hefur aösetur á skrif- stofu félagsins á Rauðarárstíg 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.