Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 50

Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 GARPQKA ] þvær ull, kasmírull, nylon, gerviefni og öll önnur viökvæm efni innan þriggja mínútna í köldu vatni. Gæti ekki verið auöveldara. DREIFING: Edda Scheving k SÍMI: 7 68 95 r ! 1 a&tt£3 3 spolur komnar. Einkaréttur á íslandi. Dreifíng itoinorhf Áskriftarshninn er 83033 HOLLANDSPISTILL /Eggert H. Kjartansson ísland í hollenskum dagblöðum Síðustu dagana hefur eitt og annað verið birt viðkomandi Is- landi í hollenskum dagblöðum. Þannig var 11. mars greinilegt að sú frétt Morgunblaðsins að sendiráð Sovétríkjanna á Islandi hefðu reynt að koma í veg fyrir að kvikmyndir Andrei Tarkovskí yrðu sýndar á kvikmyndahátíð í Reykjavík, hafði vakið athygli ritstjóra menningarsíðna dag- blaðanna hér. Af þeim fáu til- vitnunum sem voru birtar er ljóst að ritstjórarnir voru hlið- hollir okkur Islendingum. Annað efni sem öllu meiri at- hygli hollenskra hefur vakið og töluvert hefur verið í fréttunum hér er sú jákvæða afstaða sem utanríkisráðuneyti Islands hefur tekið til fyrirspurnar hollenskra yfirvalda um möguleikann á að fá aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir eftirlits- og leitarflugvélar af Orion gerð. Haft er eftir formanni hagsmunafélags hol- lenska sjóhersins að honum finnst um mjög gott mál að ræða. „Vegna þessa gefist kon- unglega sjóhernum tækifæri til að vinna með Orioninn við að- stæður sem annars væru ekki fyrir hendi." Það þriðja sem vakti athygli Hollendinganna þessa vikuna og viðkom íslandi var skákmótið sem var í febrúar í tilefni 60 ára afmælis Skáksambands íslands. I raun gefur það einnig góða mynd af hollenskum áhuga fyrir skákíþróttinni að það er hægt að lesa nokkuð regluíega um helstu skákatburðina heima í dagblöð- um svo sem Volkskrant. I einni greinni þar sem fjallað var um Island koma vel í ljos þær hlýju tilfinningar sem t.d. Gert Ligter- ink ber til þessa áhuga okkar ís- lendinga... „Ef Skáksamband Islands hefði verð 61 árs hefðu menn bara fundið aðra góða ástæðu til þess að halda mót, vegna þess að á íslandi er nú skákin einu sinni þjóðar- íþrótt... Allir þekkja skákregl- urnar, allir vita hvaða einstakl- ingar á íslandi eru sterkastir og ef haldið er mót verður sigurveg- arinn hetja. Það mun meira að segja vera hægt að skiptast á skoðunum við leigubílstjóra um það hvernig staðan er I Tartak- ower-afbrigðinu.“ Gert Ligterink hefur oftar en einu sinni skrifað snyrtilega um íslenska skákmenningu og oft á tíðum í léttum dúr. Um landa sinn Jhon van der Wiel sem varð fjórði á mótinu í febrúar, en hafði átt í töluverðum erfiðleik- um skömmu fyrir Islandsferðina á Hoogovens-mótinu, skrifaði hann. „Van der Wiel endur- heimti krafta sína í rólegu um- hverfi íslands. Kaffihúsin loka snemma, bjór er ekki hægt að kaupa og verðið á öðrum áfeng- um drykkjum býður ekki upp á að njóta þeirra daglega. Hol- landsmeistarinn okkar dró sig m.a. vegna þessa í hlé á kvöldin upp á hótelherbergi og tefldi besta mót sitt síðustu mánuð- ina.“ Kær kveðja, EggerL Úrslitin í hjólastóla- ralli Sjálfsbjargar HÉR fara á eftir úrslitin í hjólastóla- ralli Sjálfsbjargar, sem fram fór í Laugardalshöll 3. marz sl. (Skýringar H Hjólastólanotandi, S Stjórn- málamaóur, 1 Iþróttamaður). Fyrirtcki Krppandi Tlmi 1. SlS (Jón Ragnaraaoa 1:45,90 2. Plantprent hf. HSigþrúóur Pálnd. 151,97 3. Kriatjáa 6 Skagfj. SÞorateinn Páhn. 2*757 4. HlnáberU. HGnðný Gnðnad. 2*8,14 5. Sparinj. Vélatjóra fjónan Trjggras. 215,15 ( Veggfóórarinn hf SFriórik Soghaaa. 227,44 7. Sfld og fíakar H Baldrin iaaltaaon 8. B.M. VaJlá f Arni Óli Priórilu. 9. BDrangnr hf. H Arnór Pétnraaon 10. SláturféLSuóurl. f Guóm. Þorbjðrnaaon 11. Sápngcrðin Frigg S Karl Steinar Guónas. 12 Ford nmboóió S llalldór Aagrimaaon 12 Trrggingamióotoóin hf. örn Ömaraaon 14. Samrinnntrgggingar Baldur Guónaaon 12 Hreyfill Steindór Björnaaon 12 Toyota amboóió Kjartan Jóhannaaon 17. Fhgleiðir hf. Skáli Öakaraaon 12 Teikniatofan hf. Jónina Benediktad. 19. KRON Anna Geiredóttir 20. Heimilmtieki 21. Hagvaifir hf. 22. Kj. KjatrUnnoB hf. 23. (^rciimetHT.Iaodbá 24. SveinHbakarí 25. Fiskbádin Scbjörg 26. Eikin hf. Viðnr Guðnnaon Jóh. Vilhjálmanon ögm. Krwtinflson Hrafnh. Vnlbjtfrnfld. Agúata Gvómnndad. Bjarni Friórikaaon Þorh. Aðalateinxaon 27. Bnnannnnlnn af. Gnórúa Agnandóttir 22 Daihalan umboóió Bjarni Feliuon 29. Lnngarneaagétek Arni Johnaen 30. Geir G. Gnnnlaugaaon Klaa Stefánadóttir 31. HjálparUekjabaakiaa Kriatia Kraraa 32 Nióurauóurerkam.ORA Srarar Gealanon 32 lngrnr Helgaon Hannn Þorlákadóttir 34. Smjhrlfki hf. Ingib. Sólrún Gialnd. 35. Þrottnhúaió Fðnn hf. Jón Páll Sigmnraaon 30. Ghiggamniójan Gaórún llelgadóttir t frétt Sjálfsbjargar um úrslitin segir að Guðný Guðnadóttir, sem varð fjórða í úrslitakeppninni, hafi í milliriðli náð beztum brautartima allra keppenda, 1:44,47 að refsistigum meðtöldum. Samband dýravemdunarfélaga: Krefst rannsóknar á úti- gangi búfjár á Vestfjörðum SAMBAND dýraverndunarfélaga hefnr farið fram i opinbera rann- sókn i fjallskilum, fóðurgæzlu og útigangi búfjár á Vestfjörðum. Kannað verði hvort lög um dýra- verndun og búfjárrækt hafi verið brotin með því að láta búfénað ganga úti á vetrum. f bréfi til ríkis- saksóknara segja samtökin, að um árabil hafi sambandið barist fyrir því að fyrrgreindum lögum yrði framfylgt I vikunni sendu nokkrir bændur á Vestfjörðum ríkissaksóknara bréf með beiðni um rannsókn eftir að skyttur úr Reykjavík skutu eft- irlegukindur úr þyrlu. Um 20 kindur voru aflífaðar að beiðni sýslumannsins í Barðastrandar- sýslu, en þær urðu eftir þegar smalað var í haust til niðurskurð- ar vegna riðuveiki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.