Morgunblaðið - 28.03.1985, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
Opið bréf til
forsætisráðherra
—- eftir Pál V.
Dantelsson
Heill og sæll, Steingrímur!
Ég minnist þess, þegar þú varst
dómsmálaráðherra, að þú kallaðir
Áfengisvarnaráð á þinn fund og
kvaöst vilja hafa við það góða
samvinnu, fá upplýsingar og
ábendingar í sambandi við áfeng-
ismálin. Þetta var í fyrsta skipti,
sem dómsmálaráðherra hafði
kallað Áfengisvarnaráð á sinn
fund eftir að ég hafði tekið sæti í
því og sannarlega bjuggumst við
við betri tíð og aukinni stefnu-
festu í því að draga úr áfengisböl-
inu. Sú von brást.
Ný vonbrigði
Það voru ný vonbrigði, þegar
eftir þér var haft að ríkissjóður
gæti fengið miklar tekjur af fram-
leiðslu og sölu á sterkum bjór hér
á landi. Þið ríkisstjórnarmenn er-
uð þó að reyna að afneita því að
slíkt eigi að taka inn f efnahags-
ráðstafanir. En hvers vegna þá að
siá þessu fram? Var það til þess að
styrkja framkomið bjórfrumvarp
vímuáráttumanna, en Framsókn-
arþingmenn hafa blessunarlega
verið lausir við að árita það frum-
varp.
Þjóðhagsstofnunin
Og Þjóðhagsstofnunin er borin
fyrir útreikningnum um bjórgróð-
ann. Þar eru góðir og vel menntað-
ir starfsmenn. Þeir hefðu ekki, án
sérstakra óska, látið frá sér fara
útreikning eða áætlun um starf-
semi þar sem kostnaðarhliðin
væri ekki inni í myndinni. Það er
að minnsta kosti ekki hægt að
bera það á borð fyrir mig. Enda
væri það þvf líkast og vanda, t.d.
sjávarútvegsins, væri hægt að
leysa með því að áætla tekjurnar
en sleppa kostnaðinum. En þannig
er einfaldlega ekki hægt að vinna,
jafnvel þótt menn langi til þess aö
beita „bjór“-blekkingum til hins
ítrasta.
Bjórmarkaðurinn
En snúum okkur að ölinu sjálfu.
Það eina raunhæfa f gróðatölun-
um var að reiknað var með að
áfenga ölið mundi ekki draga úr
annarri áfengisneyslu. Enda er
það staðreynd, þannig hefur alls
staðar annars staöar farið. í áætl-
uninni var neyslan miðuð við 40
lítra á ári að meðaltali á mann
eldri en 15 ára. Forstjóri ölfyrir-
tækis lét hafa eftir sér að markað-
urinn hér á landi væri 12—15
milljónir lítra, sem er miklu meira
magn. Venjulega veit bisnesmað-
urinn hvað hann syngur í mark-
aðsmálum. En þá er eftir að lita á
kostnaðarhliðina.
Gífurlegt tjón
Reikningar áfengissölunnar
gefa falska mvnd. Ríkið tekjufær-
ir ágóða hjá ÁTVR en kostnaður-
inn við neysluna er færður á allt
aðra liði fjárlaga. Má þar nefna
heilbrigðismál, dómsmál, félags-
mál o.fl. Ætla má að allt að þriðj-
ungur kostnaðar við heilbrigðis-
mál sé afleiðing af neyslu áfengis
og tóbaks. Væri ekki úr vegi að
biðja Þjóðhagsstofnun að reikna
þann reikning til enda. Ég spurð-
ist fyrir um það f Fjárveitinga-
nefnd Alþingis, hvort reiknaður
hefði verið út kostnaðurinn í fjár-
lögum sem orsakaðist af áfengis-
neyslu. Svarið var nei. Alþingi ís-
lendinga hefur ekki gert sér grein
fyrir þessum útgjöldum. Og svo er
verið að telja okkur almúgafólk-
inu trú um það, að allir kostnað-
arliðir séu grannt skoðaðir til þess
að koma við ítrasta sparnaði. Ég
hefi ekki nægjanleg gögn til þess
að reikna út þann kostnað en eftir
að hafa litið yfir fjárlögin kæmi
mér ekki á óvart, þótt útgjöldin,
vegna áfengisneyslunnar, innan
fjárlaganna væru um hálfum
milljarði hærri en tekjurnar af
áfengissölunni. Að Alþingi þekki
ekki þennan kostnað, sem það er
ár eftir ár að áætla fyrir og
heimta skatt af borgurunum til
þess að greiða er hrikalegt. Léttu
þeirri dul af Steingrímur, það
gæti hjálpað mönnum til þess að
stoppa f fjárlagagöt, a.m.k. er
óvarlegt að hella f þau áfengum
bjór á meðan ekki er vitað nema
slfkt flóð stækki þau svo að óvið-
ráðanleg verði.
Hefurðu litið í
kringum þig?
Við þurfum ekki að opna mikið
augun til þess að sjá ýmsar afleið-
ingar áfengisneyslu. Þær eru vax-
andi. Þrátt fyrir það, að meðferð-
arstofnanir og fleiri hafa kippt
mörgum stórdrykkjumanninum
úr umferð, sumum um stundar-
sakir og öðrum sem betur fer var-
anlega og það ætti að draga úr
heildarneyslunni þá er það ekki.
Heildarneyslan eykst. Af því má
draga þá ályktun að aðrir komi f
staðinn. Við séum f vítahring þar
sem vandinn vex. Þú hlýtur að
hafa séð það mikla böl, sem af
áfengisneyslunni hlýst og ég trúi
ekki öðru en að þú viljir leita leiða
til úrbóta.
Reynslan er margþætt
Ég hefi horft á mannlífið nokkr-
um árum lengur en þú. Að vfsu
ekki gert eins víðreist en þá e.t.v.
haft betri tíma til þess að virða
fyrir mér það sem á heimavelli
gerist í þessum efnum. Ég fagna
því þegar fólki farnast vel en þeg-
ar verr fer veldur það mér sárs-
auka. En förum stutta sýnisferð
um áfengisslóðana. Veginn, þar
sem víman er viðurkennd og
margir ganga. Og krafan um fleiri
og fleiri vínþjónustustaði við þann
veg er hávær.
Hefjum gönguna
Eitt af því fyrsta sem við sjáum
er upplausn og sundrun heimila.
Þetta hefur farið mjög vaxandi og
vandi heimila er mikill, er t.d. tal-
ið að um 7.000 börn hér á landi 14
ára og yngri þurfi við þær hörm-
ungar að búa, að foreldrarnir,
annaðhvort eða bæði eigi við mik-
ið áfengisvandamál að strfða. Ég
veit að þú hefur áhuga á að leysa
vanda þessara barna en það verð-
ur ekki gert með áfengum bjór.
Við fylgjum til grafar fólki, sem
farist hefur f slysum þar sem
áfengi var orsakavaldurinn, enda
þótt-sumt af því hafi ekki neytt
áfengis. Við hittum á leið okkar
fatlað fólk og þaö má reikna með
að annar hver maður f þeim hópi
hafi hlotið fötlun vegna áfengis-
neyslunnar í þjóðfélaginu. Eru
þetta ekki of miklar fórnir?
Við sjáum fólk sem verður að
þola það að vera þroskaheft, en nú
sýna rannsóknir, að áfengisneysla
foreldra getur valdið slíku. Margt
fólk Iendir í þeirri ógæfu að þurfa
að gista fangelsin en talið er að
um 80—90% þeirra hafi fyrst
brotið af sér undir áhrifum áfeng-
is. Þurfum við ekki að sporna við
slíku?
Margt fólk byrjar áfengisneyslu
mjög ungt og allstaðar er reynslan
sú að sá aldur færist neðar þar
sem bjórinn er. Þá eru bjórlöndin
verst á vegi stödd varðandi neyslu
annarra vímuefna, m.ö.o. bjórinn
ryður hassi og heróíni braut. Eig-
um við ekki aö forðast slíkt?
Siðferðilegt niðurbrot, ofbeldi
og líkamsmeiðingar eru að mestu
tengdar áfengisneyslu, enda
áfengið verið notað um aldir til
þess að fá fólk til að gera hluti,
sem það gæti ekki verið þekkt
fyrir óölvað.
Ber okkur ekki að koma í veg
fyrir allt þetta böl, auk margs,
sem er ótalið og byrgja brunninn
svo að hann verði ekki til tjóns?
Út úr ógöngunum
Þetta er orðin alllöng ganga. Og
slóðar áfengisneyslunnar eru ekki
fagrir. Þar er mörg sóðaleg vilpan.
En höfum við séð þörf fyrir þessa
neyslu? Ekki ég en ég veit ekki um
Páll V. Daníelsson
„Margt fólk byrjar
áfengisneyslu mjög ungt
og allstaöar er reynslan
sú að sá aldur færist
neðar þar sem bjórinn
er. Þá eru bjórlöndin
verst á vegi stödd varð-
andi neyslu annarra
vímuefna... “
þig. Þú ert forsætisráðherra
stjórnar þessa lands. Min krafa er
að þú gerir þér fulla grein fyrir
því hvert þú leiðir þjóðina. íú
hlýtur að vilja, enda skylt, vita
hvað áfengisneyslan kostar þjóð
okkar. Viltu ekki láta kanna það?
Þú hefur aðgang að starfsliði til
þess. Að sjálfsögðu yrði bjór-
frumvarpið sett í bið á meðan upp-
lýsinga væri aflað.
Þú þarft að fá þjóðina til sam-
eiginlegra átaka til þess að vinna
sig út úr efnahagserfiðleikum. Það
verður ekki gert með því að inn-
leiða áfengan bjór, eða mundir þú
gefa knattspyrnuliði áfengan bjór
áður en þú sendir það til keppni?
Varla. Áfengisneysla þjóðarinnar
rýrir mjög lífskjör hennar I dag og
það er illt verk að auka þar á með
áfengum bjór.
Seljendur og neytendur
beri kostnaöinn
En getum við ekki verið sam-
mála um það, að þeir sem neyta og
selja áfengi beri allan kostnaðinn
viö afleiðingar neyslunnar. Ríkið
getur látið áfengisverslunina
greiða sinn kostnað og varla stæði
á vínveitingahúsunum að auka
sína góðu þjónustu, sem þeim er
svo tíðrætt um að þurfi að halda
uppi og ábyrgjast viðskiptavini
sína heilsufarslega, fjárhagslega
og siðferðilega þar til af þeim er
runnið og þeir geta ótimbraðir
mætt til vinnu sinnar aftur. M.a.
gætu vínveitingahúsin greitt
kostnað við eitt sjúkrarúm á
hverja 10—20 leyfðra gesta í hús-
um sínum. Þurfi seljendur og
neytendur að greiða allan kostn-
aðinn sjálfir mundi margt lagast í
skipulagi áfengismálanna.
Frelsiö og fíknin
Sumir vímuunnendur eru
haldnir þeirri skynvillu að tala um
frelsi í sambandi við áfengis-
neyslu. En áfengi er ekki aðeins
vímuefni heldur einnig fíkniefni.
Fólk ánetjast neyslu þess i stórum
stíl og er þá ekki lengur frjálst
fólk heldur þrælar gróðahringa
seljenda áfengis. Frelsistalið er
því bæði blekking og hræsni. Það
er áróðurstal seljenda. Þeir vilja
ekki hömlur á starfsemi sina, þeir
vilja vera frjálsir að því að ná sem
mestri sölu án tillits til afleið-
inganna. Þeir vilja engar varnir af
hálfu þess opinbera í þessum efn-
um. Enda hefur markvisst verið
unnið að því að brjóta allar höml-
ur með því að sniðganga og jafnvel
brjóta áfengislöggjöfina og má
nefna hraðvíngerðarefnin, bjór-
líkið og bjórinn á Keflavíkurflug-
velli í því sambandi. Og þetta er
gert með vitund og leyfi stjórn-
valda. Og hvað er hægt að kalla
það annað en spillingu stjórn-
valda, þegar þegnarnir sumir
hverjir fá að sniðganga lögin í
skjóli rikisvaldsins.
Nýtt stjórnmálaafl
E.t.v. eruð þið I stjórnmálafor-
ystunni hættir að sjá það sem af-
laga fer I þjóðfélaginu. Nýtt
stjórnmálaafl frjálshuga fólks
þarf e.t.v. til að koma. Fyrir
nokkrum árum stóð ég gegn því að
hér á landi yrði stofnaður bind-
indissinnaður, kristilegur stjórn-
málaflokkur. Ég treysti þvi að
hægt væri að sveigja stjórnmála-
flokkana til réttrar áttar í áfeng-
ismálunum, rannsóknir yrðu látn-
ar fara fram i þeim efnum og
áfengismálastefna yrði í fram-
kvæmd mótuð á faglegum grunni
og reynt yrði að fyrirbyggja aug-
ljósar hættur fyrir borgarana og
þjóðfélagið. Ég hefi orðið fyrir
miklum vonbrigðum, þótt nú taki
steininn úr á ári æskunnar, er
menn vilja hella áfengum bjór yfir
landsmenn. Ég hefi þvi breytt um
skoðun varðandi nýja flokks-
stofnun. Þar mun ég ekki standa
lengur i vegi. Slíkt stjórnmálaafl
mundi trúlega verða til þess að
koma núverandi stjórnmálaflokk-
um í skilning um það, aö ekki er
nóg að setja falleg orð á blað i
stefnuyfirlýsingum, eins og yfir-
leitt er gert í þessum efnum, ef svo
er ekkert eftir þeim farið í fram-
kvæmdinni. Það væri heldur ekki
úr vegi, að þið forystumenn
stjórnmálaflokkanna lituð til þess
tíma þegar forystumenn þjóðar-
innar hvöttu hana til baráttu fyrir
frelsi sínu, sjálfstæði og framför-
um en unnu jafnframt að
þvi að þjóðin hafnaði áfenginu.
Upp úr þessum jarðvegi eru
stjórnmálaflokkarnir vaxnir.
Hvaö skal gera?
Ég veit ekki hvað er til ráða.
Fégræðgi og miskunnarleysi
gagnvart samborgaranum virðist
vera að taka völdin. Ert þú, for-
sætisráðherra, með i þeim leik?
Eða hefur þú kraft til að risa á
móti? Hvert atkvæði með þvi sem
veldur aukinni áfengisneyslu er
um leið dómur yfir ótilteknum
borgurum þessa lands. Sumir yrðu
dæmdir til ánauðar fíkninnar,
sumir til þess að glata heimilum
sínum og fjölskyldum, sumir til
þess að verða örkumla fólk, sumir
til þess að fæðast þroskaheftir,
sumir til þess að gista fangelsin,
sumir til þess að þola sjúkdóma og
dauða fyrir aldur fram og þannig
mætti lengi telja. Hver vill greiða
atkvæði með slíku? Enginn ef
hann byggist við að slíkur dómur
lenti á eigin barni eða fjölskyldu-
fólki, en sumir munu greiða at-
kvæði með bjórnum í trausti þess
að þeir og þeirra fólk verði ekki
fyrir tjóni, sumir vegna þess að
þeir telja vímuna sér nauðsynlega
og fyrir það megi ýmsu fórna, aðr-
ir veita sinn stuðning af fjárhags-
legum hagsmunum, sumir af því
þeir hafa ekki kynnt sér málið og
sumir eru e.t.v. svo lausir við
mannlegar tilfinningar að þeir
kæra sig kollótta.
Aö lokum
Ég held að ég láti nú staðar
numið. Þótt bréfið sé stílað til þín,
Steingrímur, þá ert þú ekki ímynd
alls þess sem miður hefur farið i
þessum efnum, en embætti þitt
getur haft áhrif. Samþykki Al-
þingi bjórfrumvarpið verður tæp-
ast hjá þvi komist að veita póli-
tisku flokkunum aðhald bæði i
þessum málum og öðrum með þvi
að frjálst fólk í landinu og þá ekki
sist hið hógværa frjálsa fólk láti
af þolinmæði sinni og biðlund og
bjóði fram til Alþingis sér og þjóð-
inni til varnar.
Ég kveð þig, Steingrímur, og
óska þér og þjóðinni alls hins
besta, en hvorki þú né aðrir for-
ystumenn þessarar þjóðar ná
árangri í erfiðlcikum þeim sem við
er að fást án þess að sýna ein-
beitni, festu, dug, hreinskilni og
heiðarleika. Þar dugir ekkert pók-
erspil, hversu hátt sem er spilað,
eða gælur við bjór eða önnur
vímuefni, þegar átaka er þörf f
hinu efnahagslega mótviðri.
Bestu kveðjur.
Pill K Daníelsson er viðskipta-
fræðingur.
Eigendaskipti á Sólbaðsstofunni Sólveri
Eigendaskipti hafa
orðið á Sólbaðsstofunni
Sólveri Brautarholti 4,
Reykjavík. Hinir nýju
eigendur eru Jens
Sandholt og Elín Lára
Edvards.
Boðið er upp á full-
komna ljósabekki,
vatnsnuddpott og
sauna, sem er innifalið
í verði ljósatíma. Leit-
ast er við að koma til
móts við fólk sem vill
skjótast í Ijós og sturtu
og svo þá sem hafa
betri tíma, vilja slappa
af og fara í nuddpott og
sauna.
(f’rétutilkynninR