Morgunblaðið - 28.03.1985, Qupperneq 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
Opið bréf til Jóns Magnús-
sonar lögmanns í Reykjavík
— eftir Jens í
Kaldalóni
Það er nú í fyrsta lagi af því að
við eigum ættir okkar að rekja
sinn hvoru megin við Kaldalónið,
langt aftur i aldir, og þá ekki síður
af þvi þú ert okkur bændum svo
innanhandar að visa okkar rétta
veginn i sölumálum afurða okkar
— og ný-búgreinavali, að ég hripa
þér nokkrar linur, sem og hitt, að
jafn vel gerður drengur og þú þá
hlýtur að vera, eftir málflutningi
þinum að gera í garð bænda og
eðli þínu að dæma, sem réttsýnum
og sanngjörnum manni.
Nú, það er þá einnig grein þin i;
Morgunblaðinu 30. jan. sl. sem
gefur mér tilefni nokkuð að
spjalla við þig — af þvi þessar
búskaparhugleiðingar eru svona
alltaf i brennidepli hjá ykkur
þessum velviljuðu bændavinum —
en hitt er svo annað mál, að ekki
er alveg vist að skoðanir okkar
falli þar alveg í sama farveg, sem
ekki væri nú kannski að undra,
þar sem þú munt nú lítið hafa til-
einkað þér þá starfsemi, sem þar
að lýtur, en ég búinn að vera þar
nokkuð viðloðandi frá að segja
fyrstu tilveru minni.
„Þá gall við í framsóknarmann-
inum,“ segir þú, „að lýgi er lýgi,
jafnvel þótt hún sé á ljósmynd",
en þó nú raunar þessi ágæti fram-
sóknarmaður segði nú reyndar að
lýgin yrði ekki sannleikur þó hún
sé á ljósmynd, breytir svo sem
ekki miklu, og það verður aldrei af
framsókn dregið, að þar eru marg-
ir snjallir kallar, og það er nærri
því að maður trúi því að þessi
snjallyrði hafi stundum elt ykkur
suma sjálfstæöismennina líka
þegar þið af allri ykkar hjarta-
hiýju og kærleika ræðið um búsk-
aparmálin, að jafnvel þótt þið sé-
uð ljósmyndaðir í bak og fyrir þá
er eins og lýgin eða þekkingar-
skorturinn á málefninu skjóti svo
rótum á myndblaðið, að lýgin
verði þar að engum sannleika þó á
mynd sé.
Þegar þú talar um verð búvara,
að þær hafi hækkað meira en sem
svarar launaþróun f landinu — þá
er strax kominn fram sá þekk-
ingarskortur hjá þér — og öðrum
þínum líkum — að þarna spila inn
í verðhækkanir á aðföngum bún-
aðarins, oft langt umfram kaup-
gjaldsverðhækkanir, og ef ekki á
að lækka kaup til bænda, getur sú
hækkun ekki komið annarsstaðar
fram en að varan hækki. Á þess-
um lið kostnaðarins hafa bændur
ekkert vald til að ráða verði á —
heldur verða að hlíta því verði sem
þaö kostar, og þetta gildir hjá öll-
um sem reka atvinnutæki. Kaupið
er því bara afgangurinn af því sem
rekstrarkostnaðurinn gleypir
ekki.
Þetta hlutfall hefur svo ger-
samlega úr skorðum gengið síð-
ustu áratugi sem áður var þetta
um 30% en er nú orðið full
70—75% í kostnaði. Sko, bara einn
dilkskrokkur getur hækkað um
helming á nokkrum árum, þótt
bóndinn fengi ekki einn einasta
aur í kaup fyrir að framleiða
hann, og jafnvel gæti kjötið orðið
alltof dýrt á ykkar mælikvarða
þótt bóndinn sjálfur gæfi alla sína
vinnu við framleiðsluna, og gott
betur.
Niðurgreiðslur
og markaður
Þá kemur þessi klausa hjá þér:
„Landbúnaðarráðherra ákveður
að skatturinn (fóðurbætisskattur-
inn) leggist með auknum þunga á
þær greinar, sem lúta markaðnum
— þar sem framleiðendur bera
fulla ábyrgð á framleiðslu sinni og
verða að taka afleiðingum af
offramleiðslu. Þetta eru framleið-
endur eggja, fugla og svínakjöts
sem njóta þess ekki að vörur
þeirra séu niðurgreiddar eða flutt-
ar út og greiddar með þeim upp-
bætur af almannafé."
Hvað ertu nú að segja vinurinn?
Ertu bara ekki að segja, að lýgi sé
lýgi þó hún sé á mynd? Lúta ekki
allar framleiðslugreinar landbún-
aðarins markaðslögmálinu, eins
og allt það milli himins og jarðar
sem framleitt er og selt, eða af
hverju heldurðu að þurfi að takm-
arka framleiðslu mjólkur og kjöts,
heldurðu að það þyrfti ef nægur
markaður væri, og veistu það ekki,
góði maöur, líka, að það fara tugir
tonna af méli í súginn á hverju
einasta ári, af því það eru ótalin
tonnin af eggjum og alidýrakjöti
sem er líka hent, af því enginn
markaður er fyrir það, og ekkert
fullnægjandi skipulag á fram-
leiðslunni. Sko, minn kæri, þarna
eru komnir þó nokkrir peningar af
dýrmætum gjaldeyri okkar fá-
tæku þjóðar beint í jörðina, með
stórum jarðarförum af eggjum,
kjúklinga- og hænukjöti, og svo
einn og einn grísakægill með.
Um niðurgreiðslurnar vil ég
segja við þig þetta: Trúir þú því,
minn kæri Jón, að niðurgreiðsl-
urnar, sem þið Reykvíkingar seg-
ist einvörðungu gjalda okkur
bændum, séu eitthvert náðar-
brauð til okkar bænda? Heldurðu
að nokkur maður trúi einu orði
sem þú segir, og ekki þá síst eftir
að hafa margþrammað um alla
lagakróka Háskóla íslands, ef ekki
má svo ætlast til þess, að þú vitir
það að niðurgreiðslur á landbún-
aðarvörum eru pólitískar skrípa-
gerðir af stjórnvöldum gerðar,
þegar allt var í óefni komið æ ofan
í æ í stjórnleysi öllu og dýrtíðar-
vitfirringu. Þeir eru að prakkast
við að borga niður kaupið — taka
skatt af kaupinu okkar allra til að
borga með þeim sama skatti niður
söluverð á mjólk og kjöti, og þetta
þótti ykkur þá gott og blessað. En
það var líka allur soðmatur lands-
manna greiddur niður langan
tíma, en þótti bara ótrygg aðferð í
framkvæmd, og ræði ég ekki
meira um það. Líka var allur tog-
arafiskur greiddur niður af ríkinu,
eða réttara sagt ykkur Reyk-
víkingum, sem allt segist borga, og
heldur þú að bændum sé ekki
fjandans sama hvort ríkið borgar
þennan hluta af verði landbún-
aðarvaranna, eða kaupið til ykkar
hefði verið nokkrum krónum
hærra til ykkar borgað beint frá
frystihúsunum eða öðrum at-
vinnurekendum, jú aldeilis
nákvæmlega sama.
Hitt er svo annað mál, að þegar
niðurgreiðslurnar eru lækkaðar,
eða afnumdar, þá er líka verið að
svíkja, bæði ykkur neytendurna,
en svo ekki síður framleiðendurna.
En að þessum niðurgreiðslum öll-
um var raðað á framleiðsluvörur
bænda, var af engu öðru sprottið
en því, að sölukerfi þeirra var svo
þróað, að pottþétt var að þar yrðu
þær ekki misnotaðar, svo sem
annars vildi við brenna í öllu öðru
formi. Það var mergur málsins,
þótt að þið höfðingjarnir viljið
undir öllum kringumstæðum núa
okkur bændum því um nasir, að
við séum einhver undirmálsþý, og
sníkjandi af ykkar náðarborði ein-
hverjar ölmusugjafir. Þessi túlkun
ykkar verður ykkur til hinnar
mestu vansæmdar og smánar, og á
aldrei minnsta skyldleika við
mannlega reisn, eða grundvallast
á mannlegu hugarfari eða siðgæði.
Útflutningsuppbæturnar
Nú, allar þessar útflutningsbæt-
ur sem ykkur er svo ljúft að jórtra
á — það er ekkert okkar mál
bænda. Það er í raun allur útflutn-
ingur landsmanna á einhvern hátt
niðurgreiddur, því þú hlýtur að
vera það skynsamur maður, eða ég
vildi mega trúa því, ef þvú vilt á
annað borð standa fótum þfnum á
fastri jörð, og þá ekki sist fóstur-
jörð þinni, að þú hlýtur að gera
þér grein fyrir því að þegar búið er
að hifa allan framleiðslukostnað
langt upp fyrir allt raunhæft verð
á erlendum mörkuðum, þá selst
hann ekki á kostnaðarverði, eða
hvað heldurðu að mikið meira
þyrfti að fá fyrir sjávarafurðirnar
til að nægja fyrir kostnaðarút-
haldinu. Allt hefur þetta verið
togað og teygt i pólitískum
hráskinnaleik og öslandi verð-
bólgubrjálæði undangenginna
tuga ára, að nálgast óstjórnlegt
brjálæði á öllum sviðum. Mætti
um það langt mál hafa.
Þá mætti ekki siður ætlast til
þess, að þú gerðir þér grein fyrir
því, að offramleiðsla er ekkert sér-
einkenni hér á landi. Hún er við-
loðandi í öllum okkar stóra heimi.
Það væri ekkert atvinnuleysi til í
þessum heimi ef hægt væri að
selja á kostnaðarverði allar þær
vörur sem hægt væri að framleiða.
Það er sölutregðan á framleiðsl-
unni sem skapar atvinnuleysið
hvarvetna, en framleiðsluna er
hægt að auka allsstaðar, og tækn-
in hefur þann eiginleika f hendi
sér, að hver framleiðslueining get-
ur margfaldast á skömmum tíma.
En við skulum bara skifta. Hættið
þið alveg að borga okkur útflutn-
ingsbætur, en við bændur hirðum
þá skatta og tolla af því sem við
flytjum út fyrir, og það ættu að
vera góð býtti fyrir ykkur, því ekki
fær ríkið tekjur af því sem ekki er
flutt út hvort sem er, en athugið
bara hitt um leið, að það eru
„Hamborgararass-
ar“ og „konuskegg“
— eftir Gunnar
Bjarnason
Stjórn hins nýstofnaða „Sam-
bands eggjaframleiðenda" sendir
frá sér þ. 13. marz sl. skætings-
grein til „Félags alifuglabænda",
þeirra sem vilja hafa meira frelsi
á eggjamarkaðinum á Reykjavík-
ursvæðinu, og þar getur að lesa
þessi furðulegu ummæli, svo ekki
sé meira sagt:
„Þeir vilja halda lífinu í bless-
uðum púddunum með lyfjum,
þenja kjúklingana með hormónum
til þess að tslendingar líkist sem
mest Amerikönum, fái tilheyrandi
hamborgararassa, og helst að kon-
um spretti grön.“
Ekki get ég dæmt um, hvort hér
ræður ferðinni ósvífni, vanþekk-
ing eða heimska, nema allt sé. Það
er verið að gefa í skyn, að í Amer-
íku, og þá sjálfsagt einnig í vís-
indalega þróuðum alifuglabúskap
Evrópu, noti menn kynvaka
(sexual-hormóna) í fóðurblönd-
urnar til að hvetja vöxt kjúklinga
og þá sjálfsagt einnig nautgripa
og svina. Þetta er svo fjarstætt, að
eina rétta samlíkingin, sem hér
hæfir, er að kalla þetta „andlegt
fúlegg^ Ég held ég geti fullyrt, að
hvergi sé eins strangt og vísinda-
lega framkvæmt eftirlit með mat-
væla- og fóðurframleiðslu og i
Bandaríkjunum. Hafi það sýnt sig
við tilraunir með vaxtar-hormóna
þar og i öðrum löndum, að þessi
efni hafi áhrif á nevtendur afurð-
anna (tilraunadýrin), þá er efna-
notkunin stranglega bönnuð. í
Bandarikjunum fer enginn hlutur
leynt, og fréttir af svona tilraun-
um komast fljótt á forsiður blað-
anna, og þá fer hugmyndaflug al-
mennings i gang og alls konar
sögusagnir myndast. En það bend-
ir ekki til að vel sé vandað val
manna í stjórn þessa nýja „kerf-
iskarla-fyrirtækis" (Sambands
eggjaframl.), þegar hún lætur sér
sæma að senda frá sér svona „fúl-
egíC'
Ég hefði ekki tekið mér penna i
hönd frekar um þetta fuglafóðrun-
armál ef „hæstvirt Búnaðarþing"
hefði ekki gert ályktun til styrktar
og meðmæla með þeim furðufugl-
um landbúnaðarkerfisins, sem
telja sig hafa meira vit á fóður-
samsetningu og fóðrun alifugla en
hávísindaiegar tilrauna- og rann-
sóknastöðvar hjá best menntuðu
þjóðum á Vesturlöndum. Þar á ég
við fóðureftirlitsmenn og dýra-
lækna hérlendis, sem tiunda skil-
merkilega mikla skólagöngu sína
og tileinka sér svo „hreppstjóra-
mentalitet“ og ábúðarmikinn
„kerfiskarla-svip“.
Ég var ráðunautur landsins í
alifugla- og svinaframleiðslu árin
1963—1978 og lagði höfuðáherzlu
á að bæta fóðurframleiðslu og
fóðrun þessara húsdýra. Én annar
kerfiskarl (ég er það líka, þótt illa
hafi ég rekizt í 45 ár) réð meiru
um það, sem miklu máli skiptir, að
leyfa iblöndun fóðurefna og lyfja í
sumum tilvikum, sem leyfð eru þó
og talin nauðsynleg í áðurnefnd-
um þjóðlöndum. Yfirdýralæknir-
inn hafði eftirgreinda lagagrein
frá árinu 1968 sér til fulltingis:
„Óheimilt er að selja fóður, sem
blandað er þvagefni (urea), fúkka-
lyfjum (antibiotika), erlendu blóó-,
kjöt- og beinamjöli, sem og öóru því
erlendu mjöli, sem unniö er úr úr-
gangi frá sláturhúsum eða öörum
búfjárafuröum, svo sem þurrmjólk-
urdufti, sbr. lög nr. 11 23. aprfl 1928,
um varnir gegn gin- og klaufaveiki.“
Hér er á ferðinni eitt hið bezta
skólabókardæmi um það, þegar
„hreppstjóra-mentalitet" verður
fóðurfræði og umhyggju fyrir fram-
leiöendum og neytendum yfirsterk-
ara. Engum fóðurfræðingi dettur í
hug að nota þvagefni i fóðurblönd-
ur handa jórturdýrum, þar sem
grasfóður-prótín eru eins gerð og í
íslenzkum gróðri. íslenzkir aðilar
hafa ekki haft neina möguleika til
að meta vísindalega notkun lyfja í
fóðri, og því er aðeins til ein rök-
rétt ályktun og aðferð í þeim efn-
um: að fylgja dæmi menntaðra
þjóöa, t.d. Dana, í þessum efnum.
Að banna erlent kjötmjöl og
mjólkurduft í innfluttum fóður-
blöndum er svo fáránlegt, að
fræðilegt „fúlegg“ má slíkt helzt
kallast, því að kjötmjöl erlendis er
dauðhreinsað með yfirhitun, og
innflutt undanrennuduft í fóðri er
ekki skaðlegra heilsu dýra og
manna en í innfluttu súkkulaði og
barna-mjólkurdufti.
Efnahagsbandalag Evrópu hef-
ur sameiginlegar reglur um notk-
Gunnar Bjarnason
„Finnst ykkur þaö ekki
heldur broslegt, Islend-
ingar góöir, þegar ís-
lenskur fóöureftirlits-
maður og dýralæknir
vilja taka einskonar
fóður-siöferðislega for-
ystu í vestrænum lönd-
um?“
un fóðurefna og lyfja í fóðri slát-
urfugla: Zinkbacitracin, spiramycin,
nitrovin, flavofosfolipol, avoparcin
og virginamycin. Það síðastnefnda
er nú notað í vaxandi mæli og er
að leysa nitrovin af hólmi. Kjúkl-
ingafóður er gefið i þremur þrep-
um, og í lokafóðrinu eru engin sér-
verkandi efni eða lyf. Fyrsta fóðr-
ið er dýrast. Enginn getur stundað
þessa vandasömu framleiðslu
nema hann fylgi hinum fræðilegu
reglum um fóðrun. Eftirlits er
varla þörf, þvi að vankunnátta i
þessum búgreinum dæmir menn
strax úr leik. Norðmenn, sem tald-
ir eru gamaldags i búskap, þó
skárri en við íslendingar, leyfa að
blanda eftirtöldum efnum i kjúkl-
ingafóður: zinkbacitracin og nitro-
vin. í Efnahagsbandalaginu er
leyft að blanda í varpmjölið zink-
bacitracini og flavofosfolipoli. t Svi-
þjóð er nú mest notað virginamycin
í kjúkiingafóöur.
Finnst ykkur það nú ekki heldur
broslegt, tslendingar góðir, þegar
islenzkur fóðureftirlitsmaður og
dýralæknir vilja taka eins konar
fóður-siðferðislega forystu í vest-
rænum löndum?
Svo kem ég til sögunnar árið
1972 í þessum málum og var þá
falið að gera reglugerð við lögin
frá 1968 með yfirdýralækni. Hún
var svo loks staðfest 1974. Ég fór
strax að undirbúa setningu nýrra
laga um fóðureftirlit, og aðstoðar-
maður minn vann að því með fleiri
mönnum árin 1976—78, en þá voru
ný lög samþykkt og fyrri ákvæöi
felld úr gildi. t nýju lögunum segir
um þessi mál:
„Óheimilt er að flytja til lands-
ins eða bjóða til sölu fóðurvörur
sem óhollar geta talist fyrir búfé.
Skal við sölu ætíð ábyrgst af hálfu
seljanda ákveöið fóðurgildi, prótein-
og steinefnainnihald o.fl. sem FR
krefst. Einnig er óheimilt aö flytja
inn eöa selja fóöur sem blandað er
ákveðnum efnum, sem nánar skal
kveðið á um í reglugerö."
Reglugerð sú, sem á að semja
samkvæmt þessum lögum, hefur
ekki enn séð dagsins ljós, þótt
nefnd sé búin aö vinna að henni í
ein 7 ár. Gömlu bannákvæðin eru
því úr gildi, en þeir, sem málum
ráöa, segjast hafa löggilda heimild
til að skipta sér af þessum málum
samkvæmt gömlu reglugerðinni,
sem var felld úr gildi meö lögum
fyrir 8 árum. Hverjir brjóta lög í