Morgunblaðið - 28.03.1985, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
67
VELVAKANDI
SVARAR j SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MANUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
WlttMfflPL,
Dulrænir hæfileikar
Undirritaður er viss um að ís-
lendingar séu frekar jákvæðir
gagnvart dulrænum öflum.
Frá alda öðli hefur áhugi okkar
íslendinga verið mikill hvað dul-
ræn öfl viðvíkur. Sést þetta best á
því hve sumir af okkar fyrri tíðar
galdramönnum hafa átt miklum
vinsældum að fagna, sbr. Sæ-
mundur fróði. Nú á dögum hefur
yfirsýn manna á þessum efnum
aukist til muna, ef frá eru skildir
vissir sértrúarsöfnuðir er ríghalda
í úreltar kennisetningar.
í þessum efnum hefur Sálar-
rannsóknafélagið unnið mikið og
þarft verk og hvet ég alla þá sem
áhuga hafa á þessum efnum að
styðja félagið af öllum mætti. All-
ir þeir sem gæddir eru einhverjum
dulrænum hæfileikum ættu að
snúa sér til félagsins til að þjálfa
þessa hæfileika.
Nú er það svo, að til er fólk og
þá einkum það fólk sem tilheyrir
hinum ýmsu sértrúarsöfnuðum,
sem heldur því fram að allur
máttur dulræns eðlis sé kominn
frá hinu illa, því skuli forðast slíkt
sem heitan eldinn. Minnir þetta
svolítið á afstöðu kirkjunnar fyrr
á öldum, þar sem aliar nýjar
kenningar er ekki samrýmdust
skoðunum hennar voru stimplaðar
sem „villutrú" og menn ofsóttir
vegna þeirra. Á þessum tímum
þurfti til sterka menn eins og t.d.
Galileó eða Bruno til að standa á
móti straumnum.
Er þá með öllu hættulaust að
þjálfa með sér þessa hæfileika?
Alls ekki, sá sem finnur með sér
dulræna hæfileika ætti að snúa
sér til einhvers leiðbeinanda. Sá,
sem ætlar að þjálfa upp með sér
hinn dulræna mátt á eigin spýtur
og án allrar þekkingar, getur sett
sig í vissa hættu þar sem engin
trygging er fyrir því hverskonar
verur hann kann að laða að sér.
Síðan Hafsteinn miðill lést höf-
um við orðið að fá hingað erlenda
miðla við og við, þetta er þó engan
veginn nóg, þar sem færri komast
að en vilja. En hvers vegna er
þessi skortur á íslenskum miðlum
eða þá fólki með einhverja
skyggnihæfileika almennt? Ég er
ansi hræddur um að svarið liggi
að hluta til í því að hinir „rétttrú-
uðu“ hafi fælt fólk almennt frá
Sálarrannsóknafélaginu. t þeirra
augum er spíritisminn nátengdur
myrkravöldunum og er eiginlega
það sama og svartigaldur. Hér er
þó um alls óskylt fyrirbæri að
ræða og er það mjög sorglegt að
þið hinir „trúuðu" skulið blanda
þessu saman. Þið ættuð að reyna
að komast á fund hjá reyndum
miðli. Einnig hvet ég fólk til að
kynna sér spíritismann almennt
og nota eigin dómgreind.
Að síðustu vil ég minnast aðeins
á Guðspekifélagið, en það hefur
unnið mikið að því að kynna okkur
hina austrænu — og þá einkum
indverska — heimspeki í réttu
ljósi. Heimspeki þessi hefur oft á
tíðum verið hörmulega misskilin
af okkur Vesturlandabúum, t.d.
hefur því oft verið haldið á lofti að
nirvana Buddista merki tilveru-
leysi sem er hin mesta firra. Er ég
viss um að sé heimspeki þessi
skoðuð í réttu ljósi, muni hún
vekja áhuga margra.
Við Islendingar erum frjálslynd
þjóð og því munum við halda fram
á veginn í stað þess að festa okkur
í steinrunnum kennisetningum.
Þórður.
Ásmundarsafn
Stjórn Ásmundarsafns hefur látiö steypa í brons 5
tölusett eintök af verkinu KONA MEÐ DRAGSPIL
eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1933.
Myndirnar eru til sýnis og sölu í Ásmundarsafni viö
Sigtún.
Allar upplýsingar eru gefnar í síma 32155.
Stjórn Ásmundarsatns
Komum verðbólgunni
niður í eins stafs tölu
Ríkisstjórn og bæjarstjórn
verða að standa sig og forða
okkur frá óðaverðbólgu á ný. Ég
get ekki stillt mig um að láta
vita að ég spáði óförum þegar
samningsrétturinn var settur í
gildi aftur.
Ég haf samstarfsfólk mitt til
vitnis um það, það var mér
ósammála.
Stjórnin fór skakkt að í byrj-
un, þegar hún tók launavisitöl-
una úr sambandi. Þá átti einnig
að taka landbúnaðarvísitöluna,
sjávarútvegsvísitöluna og
lánskjaravísitöluna úr sam-
bandi. Og alveg undir drep að
halda verðlaginu niðri.
Hver hefur gagn af fleiri krón-
um í kaup, þegar verðhækkanir
eru búnar að taka það áður en
það kemst í launaumslagið?
Reyna skal að koma verðbólg-
unni niður í eins stafs tölu.
Annars er svo mikil óráðsía í
þjóðfélaginu að ég hef aldrei vit-
að annað eins, og er ég orðinn 70
ára. Allt skal gleypt, ætt og
óætt. Ekki eru ríki og bær til
fyrirmyndar. Þegar allt er á kafi
í erlendum skuldum, þá er eins
og ekkert megi bíða. Það er alveg
lygilegt.
Ég skil ekki hvað lá á með rás
2. Var ekki hægt að flytja poppið
á rás 1? Nei, tugir milljóna
skildu í það fara líkt og I bók-
hlöðu, seðlabanka, útvarps- og
sjónvarpshús. Ég held að þetta
hefði allt mátt bíða betri tíma.
En samt linnir ekki kröfum á
ríki og bæ, byggðar skulu reið-
hallir, tón- og sönghallir, mest
með grasteppum og öðrum
óþarfa.
Og ekki má gleyma skíðalyftum
og allskonar þjónustustöðvum.
Ég er lagt í frá á móti íþrótt-
um en þessar keppnisíþróttir
ganga út í öfgar að mínu áliti, og
plássið sem þetta tekur hjá fjöl-
miðlum nær ekki nokkurri átt.
Ég er ekki mikill norðanmanna-
dýrkandi, en ég get ekki annað
en öfundað þá af því hvað þeir
eru í betra formi en við.
Það er mest útaf því hvað þeir
ganga mikið á skíðum á veturna
og á sumrin stunda þeir göngu-
ferðir. Svo er fólk sem stundar
mikið tennis, það er áberandi
léttara. Þá er veðráttan okkar í
veginum, en ekki meira um það.
Þá er það framtíðin. Hvar
endar þetta allt með sama
áframhaldi? Bankar og spari-
sjóðir eru að verða með jafn-
margt fólk og allir sjómennirnir
okkar eru. Og sægurinn hjá því
opinbera! Hvar er tæknin?
Ég hef veitt því eftirtekt I
gegnum tíðina að ef einhver
tækni kemur í raungreinum í
sjávarútvegi eða landbúnaði, þá
er hlaupið til og fólki fækkað.
Eins er með margan verkamann-
inn í landi. En þó ég hafi ekki
unnið á skrifstofu, þá þekki ég
nokkuð víða þar til.
Breytingar þar eru miklar, en
hvergi veit ég til að fólki hafi
verið sagt upp störfum vegna
þessa. Nei, og aftur nei; heldur
hefur því verið fjölgað.
Eitthvað verður að gera raun-
hæft til úrbóta. Ekki líst mér á
það sem ég heyrði í útvarpinu,
um daginn og veginn, þar sem
lagt var til að flytja fólkið utan
af landsbyggðinni til Reykjavík-
ur, af því að það væri ómagar á
þjóðinni. Ljótt er það. Þó er
Reykjavík og Hafnarfjörður ekki
_ með nema 10% af sjávarafla, en
takið nú eftir: Sjávarafli er 70%
af galdeyristekjum!
Hvað á svo að gera við þetta
fólk? Láta það afgreiða á mynd-
bandaleigum eða ölstofum eða
öðrum öldurhúsum? Eða bara
drekka sterkan bjór ef bjór-
frumvarpið kemst í gegn? Er þá
ekki nauðsynlegt að koma á
vændishúsum um leið og bjór-
stofumenning verður allsráð-
andi? Það er með eindæmum
hvað við fslendingar eru fljótir
að tileinka okkur það versta i
fari annarra þjóða. Vínmenning,
ja svei því!
Sumir segja að þetta fólk geti
unnið í fiski þótt það flytji
hingað. Varla held ég að svo
verði, þegar það sér allan þenn-
an sæg hafa það gott án þess að
dífa hendi I kalt vatn. En von-
andi kveikir það ekki á perunni
hvað við höfum það gott. Mikið
hefur fólkið lagt á sig við öflun
gjaldeyris þegar það bjó úti á
landsbyggðinni.
Það er verið að ráðast á dreif-
ingarkerfi landbúnaðar og sjálf-
sagt er einhver auravon. Mjólkin
er jú dýr, en samanborðið við
óáfenga drykki, kók og pilsner,
sem eru fokdýrir, þá held ég að
það sé best að hafa dreifingar-
kerfið á sama stað. Ég held að
mér sé óhætt að fullyrða að
mjólkuriðnaðurinn sé mjög góð-
ur, hann hefur tekið miklum
framförum. Ég hef getað gert
samanburð við aðrar þjóðir, þeg-
ar ég hef farið erlendis, það hef
ég gert nokkrum sinnum, þó ég
hafi ekki haft úr miklu til að
spila. En ekki hef ég tekið lán til
þess arna eins og margur gerir.
Mér fannst nokkuð góð lýsing
á okkur sem stóð i Velvakanda
frá Bindindisfélagi Menntaskól-
ans í Reykjavík, þótt kannski sé
i gríni skrifað. Þeir vildu fá
sterkan bjór, sögðust vera fá-
tækir námsmenn og gætu þar af
leiðandi ekki farið utan nema
einu sinni til tvisvar á ári. Þetta
fannst mér gott hjá þeim.
Það verð ég að segja ríkis-
stjórninni til hróss að atvinnu-
leysi er í lágmarki og ég held að
aldrei hafi verið betur búið að
gömlu fólki.
Þó að það hafi tekið mig um
þrjá mánuði að fá það sem ég á
að fá. Seinvirkt kerfi, en hvað
verður það lengi þegar allir eru á
nokkurskonar bæjar- og ríkis-
framfæri?
Ég er ekki ánægður með ríkis-
stjórnina og þar kemur rúsínan í
pylsuendanum.
Það er ekki hægt að flýja
stjórnarandstöðuna svo sundur-
þykk sem hún er. Að síðustu:
Stjórnarráðhúsið var byggt sem
fangelsi fyrir afbrotafólk en nú
eru það alls kyns þrýstihópar
sem halda ráðherrum sem föng-
um í þessu sama húsi. Ja, sért er
nú hvert lýðræðið.
9564-2012
Alltaf 4 föstudögum
BRÁÐ AÞ JÓNUST AN
— Rætt við Grétar Sigurbergsson, geðlækni á
Borgarspítalanum.
BUTO
— Japönsk danshefö.
GERLA — HVAR ERTU BÚIN
AÐ VERA?
— Viðtal við Guðrúnu Erlu Geirsdóttur, mynd-
listarmann og leikmyndateiknara.
DÝRARI MYNDAVÉLAR
— Betri Ijósmyndir?
Föstuclagsblaðid ergott forskot á helgina
LITGREINING MED
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN