Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 72
FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Pétur Einarsson flugmálastjóri um at-
burðinn við Keflavíkurflugvöll:
Ekki albestu
starfsaðferðir
- segir þó að aldrei hafi verið
hætta á árekstri vélanna
„SAMKVÆMT rrumrann.sókn þeirri sem fór fram í dag, þá kom ekkert
fram sem benti til þess að neitt þeirra fjögurra meginatriða sem slíkar
rannsóknir beinast að hafí verið brotið,“ sagði Pétur Einarsson, fíugmála-
stjóri í samtali við Morgunblaðið í g*r, er hann var spurður fregna af
rannsókn Loftferðaeftirlitsins á atviki því sem greint var frá á baksíðu
Morgunblaðsins í gær. Þar sagði frá því er þota Flugleiða kom inn til
Keflavíkur í aðflugi, og er hún kom niður úr skýjunum úr blindflugi, þá var
hún „óþægilega nálægt“ lítilli flugvél, eins og Dagfínnur Stefánsson, flug-
stjóri orðaði það í samtali við blm. Mbl.
Pétur sagði að hjá flugumferð-
arþjónustunni væru svona mál
greind niður í fjóra þætti: í fyrsta
lagi væri um frávik frá starfsregl-
um að ræða, í öðru lagi um missi
aðskilnaðar, í þriðja lagi um
árekstrarhættu og í fjórða lagi
raunverulega árekstrarhættu.
„Við teljum ekki að neitt af þessu
hafí verið brotið og fjarlægðin á
milli vélanna hafi i sjálfu sér ekki
verið óvenjuleg, en samkvæmt því
sem við sjáum, þá bendir allt til
þess að þarna hafi verið um 800
feta hæðarmismun að ræða,“
sagði Pétur, „og þær voru báðar í
sjónflugi og allir flugmenn vissu
hver af öðrum. Það má segja sem
svo að þetta séu ekki þær albestu
starfsaðferðir sem hægt er að
hugsa sér, og mætti eitthvað leið-
rétta þær,“ en þar átti Pétur við
fyrirskipanir flugumferðarstjórn-
ar í Keflavík, að gefa flugmanni
litlu vélarinnar fyrirmæli um að
beygja þvert fyrir flugstefnu far-
þegavélarinnar. „Það hefði bara
mátt láta litlu vélina eiga sig, og
halda sinni stefnu,“ sagði Pétur.
Pétur sagði að rannsókn þessari
væri lokið, nema eitthvað nýtt
kæmi fram í málinu.
Sjá nánar bls. 5.
Bátum undir 10 tonnum bannaðar veiðar fram yfir páska:
Teljum okkur
misrétti beitta
— segir Sigurjón Ólafsson, trillukarl í Vestmannaeyjum
„ÞAÐ var víst síðasti dagurinn í gær
sem við máttum fara á sjó, en ná-
kvæmari veit ég ekki tímasetninguna
á þessarri svívirðingu. Hitt veit ég að
menn taka þessu heldur illa og fínnst
að þeim sorfíð hér. Menn telja sig
miklu misrétti beitta, þegar sumir
mega fara á sjó og ekki aðrir,“ sagði
Sigurjón Ólafsson, triliukarl í Vest-
mannaeyjum, í samtali við Mbl., en
bátum undir tíu tonnum eru bannað-
ar veiðar fram yfír páska samkvæmt
boði Sjávarútvegsráðuneytisins.
„Hér voru allir bátar á sjó í dag,
nema þessir smábátar. Eg kann
enga skýringu á þessu nema þá, að
sá maður sem þessu ræður þyrfti
að fara > rannsókn Eins og allir
mega vita, þá geta þessir smábátar
ekki nema einstöku sinnum farið á
sjó, það er þegar best og blíðast er
veðrið. Þeir menn sem eru að þessu
hafa þar af leiðandi minnsta mögu-
leika til þess að vinna meö þessu
móti fyrir brauði sínu, og þeim er
bara settur stóllinn fyrir dyrnar.
Sigurjón kvað mjög lítið hafa
fiskast á þessum bátum að undan-
förnu og þeim mun frekar þyrftu
menn að fá að gutla eitthvað. Á
síðasta hausti hefði einnig verið
tekin af þeim atvinnan í lengri
tíma, svo kæmi þetta aftur núna.
„Þetta skiptir ekki nokkru einasta
máli. Þetta á víst að heita einhverj-
ar friðunarráðstafanir, en það sér
hver maður að þó einn og tveir
menn á bát séu að píska nokkra
fiska, breytir það engu. Ég hef ver-
ið að píska upp þetta 2—300 kíló á
dag. Þetta stórskemmir stofninn,
en það er allt í lagi með togarana
sem drepa smáfiskinn, það er ekk-
ert athugavert við þá,“ sagði Sigur-
jón.
AP/Sfmamynd
Vilborg og Árni Hjaltaaon með dóttur sína, Ástu, í Boston eftir velheppnaða aðgerð.
Vel heppnuð nýmaígræðsla í íslenzka stúlku í Boston:
Var veik frá fæðingu
en snýr heim heilbrigð
Allt útlit er fyrir að vel hafí tekist að græða nýra í litla íslenska stúlku
á Ríkissjúkrahúsi Massachusetts í Boston.
Litla stúlkan heitir Ásta
Árnadóttir, tveggja og hálfs árs
gömul, og er hún þriðji íslend-
ingurinn, sem nýra er grætt í á
þessu sjúkrahúsi í Bandaríkjun-
um á sl. þremur árum.
Ásta var væntanleg til lands-
ins í gær, ásamt foreldrum sín-
um. En faðir hennar, Árni
Hjaltason, lagöi til nýrað sem
grætt var í hana.
„Þetta verður eins og að koma
heim með nýtt barn,“ sagði Árni
og bætti því við að Ásta hefði
verið orðin svo máttfarin, að hún
gat ekki staðið í fæturna, þegar
hún kom til Boston í november
sl. „Við fórum til Boston með
barn, sem hefur verið veikt frá
fæðingu, en hlökkum nú til að
snúa heim með hrausta og heil-
brigða litla stúlku,“ sagði Arni.
Talsmaður Massachusetts-
sjúkrahússins, Jean L. Souden,
kvað lækna Ástu vera þeirrar
skoðunar, að hennar biði „björt
framtíð og ekkert, eða fátt
a.m.k., ætti nú að hindra hana í
að lifa fullkomlega eðlilegu Iffi*.
Ásta er þriðja barnið með
meðfæddann nýrnagalla, sem
flogið er með til Bandaríkjanna
til meðferðar við Massachus-
etts-sjúkrahúsið í Boston, þar
sem talað er um „íslenska sam-
bandið". Öll þörfnuðust börnin
ígræðslu og í öllum tilfellunum
lögðu foreldramir til líffæri.
Talsmaður sjúkrahússins
sagði að fyrsta barnið af þessum
Íremur væri við góða heilsu á
slandi. Líkami barnsins, sem
var næst í röðimi, hafnaði hins
vegar nýrum bæði föður og móð-
ur, sem reynt var að græða í það.
Það barn er drengur, sem hefur
farið tvisvar til Boston, en fór
síðast heim til íslands í haust
sem leið.
Talið að áburður þurfi
að hækka um rúm 80 %
Framleiðsluráð leggur til að ríkið greiði gengistap Aburðarverksmiðjunnar
MILLJÓNATUOA tap varð á rekstri Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi á
síðastliðnu ári og samkvæmt heimildum Mbl. er talið að miðað við ákveðnar
gengisforsendur þurfí verksmiðjan allt að 58% hækkun áburðarverðs frá og
með 1. apríl nk. þegar ný gjaldskrá tekur gildi, ef stjórnvöld grípa ekki til
sérstakra aðgerða verksmiðjunni til stuðnings. Við slíka hækkun færi áburður-
inn upp í um 13 þúsund kr. tonnið, en það er 85% hækkun til bænda vegna
þess að áburðarverðið var greitt niður með fé úr kjarnfóðursjóði á sl. ári.
Stjórnendur Áburðarverksmiðj-
unnar hafa ekki lagt fram form-
lega hækkunarbeiðni en þeir og
forystumenn bænda hafa verið að
ræða við landbúnaðarráðherra um
þetta mál og er búist við að málefni
verksmiðjunnar verði til umfjöll-
unar á ríkisstjórnarfundi í dag.
Taprekstur verksmiðjunnar er
rakinn til gengistaps sem verk-
smiðjan varð fyrir á árinu og nem-
ur töluvert á annað hundrað millj-
ónir kr. Verksmiðjan hefur verið
rekin með tapi sem nemur eitthvað
á fjórða hundrað milljónir á und-
anförnum árum vegna þess að hún
hefur ekki fengið að hækka áburð-
arverðið eins og þörf hefur verið á.
Tapið brenndi upp rekstrarfé verk-
smiðjunnar og hefur verksmiðjan
síðan verið fjármögnuð með doll-
aralánum og orðið fyrir barðinu á
óhagstæðri þróun dollarans. Geng-
istapið í fyrra er einnig rakið til
þess að bændur og kaupfélög hafa
frest allt fram í nóvember til að
greiða hluta þess áburðar sem
keyptur er að vori, auk þess sem
vanskil viðskiptaaðila verksmiðj-
unnar, sem einkum eru kaupfélög,
voru mikil um áramót og meiri en
nokkurn tímann áður. Þessa lána-
starfsemi hefur verksmiðjan þurft
að stunda með erlendum dollara-
lánum með tilheyrandi gengis-
áhættu.
Framleiðsluráð landbúnaðarins
hefur lagt til að gengistapið í fyrra
verði greitt að ríkinu. Er það gert á
þeirri forsendu að verksmiðjan sé
ríkisfyrirtæki og beri hún ábyrgð á
rekstri hennar. Þá hafi verksmiðj-
unni ekki verið heimilað að að gera
ráð fyrir gengisbreytingum við
verðlagningu í fyrravetur, þar sem
ríkisstjórnin hafi lofað stöðugu
gengi út árið, sem ekki stóðst. Er
talið að verksmiðjan þurfi 170 til
190 milljónir til að geta haldið
áburðarverðshækkuninni til bænda
um 30%. Framleiðsluráð hefur
einnig Iagt til að rekstrarlán til
bænda verði hækkuð um 77%, það
er úr 470 í 835 kr. á hvern dilk, m.a.
til að hægt sé að breyta greiðslu-
skilmálum verksmiðjunnar þannig
að bændur greiði stærri hluta
áburðarins að vori.