Morgunblaðið - 21.04.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985
B 3
Ein af mörgum njósnamyndum Þjóöverja frá Austfjördum. Mynd-
in sýnir Reyðarfjöró og Eskifjörö og er tekin með 200 miliimetra
linsu.
um, og jafnframt elstu lóðrétt
teknu loftmyndir sem nú eru
þekktar af nær öllu því landsvæði
sem þær sýna. Myndirnar eru því
ómetanleg heimild um ástand
landsins, umsvif herliðsins og
áhugaefni þýska hersins í miðri
styrjöldinni.
Ýmsir kynnu að furða sig á því
hvers vegna þessar myndir hafa
lent hjá okkur og til hvers við
hyggjumst nota þær. Og það er
eðlilegt að ég svari slíkum vanga-
veltum með því að nefna þau
helstu verkefni sem gamlar loft-
myndir eru notaðar við og tengj-
ast starfsemi okkar. Þar eru
kannski efst á blaði ýmis land-
fræðileg mál, eins og athuganir á
landbroti, uppblæstri, stærð jökla,
gróðureyðingu og útbreiðslu
hrauna. Einnig má nefna landa-
merkjamál og rannsóknir á byggð-
aþróun og framkvæmdum. Yfir-
borð landsins tekur stöðugum
breytingum af völdum manna og
náttúru og að sama skapi eykst
gildi loftmynda eftir því sem
lengra líður frá töku þeirra.
Arið 1980 var hafist handa hjá
Landmælingum Islands um gerð á
nýju heildarskráningarkerfi fyrir
loftmyndir af íslandi, en stofnun-
in átti þá orðið um 100 þúsund
loftmynda safn frá hinum ýmsu
tímum. En að frumkvæði Ágústs
Guðmundssonar, deildarstjóra
fjarhönnunardeildar, var jafn-
framt ákveðið að leita upplýsinga
um eldri myndir, sem gætu leynst
í söfnum erlendis, og þessi sending
Bretanna er niðurstaðan af þeirri
viðleitni. Við höfum notið aðstoð-
ar ýmissa aðila, bæði hér heima og
erlendis, við áframhaldandi öflun
upplýsinga og vil ég þar sérstak-
lega nefna ungan þýskan jarð-
fræðing, Ulrich Munzer að nafni.
En við vitum að fleiri myndir
eru til í erlendum söfnum, og telj-
um bráðnauðsynlegt að halda
áfram markvissri upplýsingasöfn-
un á þessu sviði. Ég lít svo á að
gamlar loftmyndir séu meðal
merkustu gagna um landið og því
sé ekkert síður mikilvægt að þjóð-
in eignist þær sem flestar á sama
hátt og handritin okkar fornu. Að
því verðum við að vinna,“ sagði
Þorvaldur Bragason.
— GPA
Þýsku njósnamyndimar:
Ómetanleg heimild um ástand
landsins og umsvif herliðsins
— segir Þorvaldur Bragason hjá fjarkönnun-
ardeild, en hann hefur unnið að skráningu
og flokkun þýsku njósnamyndanna
Loftmyndatökudeild þýska flughersins, STABIA í Luftflotte 5, hafði bæki-
stöövar í Noregi á stríðsárunum og stundaði þaöan könnunarflug og loft-
myndatöku, meðal annars á íslandi í þvi skyni að fylgjast með hernaðarupp-
byggingu og ferðum skipalesta við landið. Talið er að hinar rösklega 2000
loftmyndir, sem Bretar lánuðu fjarkönnunardeild Landmælinga fslands, séu
teknar á vegum flugsveitar innan STABIA, sem hafði aðsetur í Stavanger.
Álitið er að njósnaflugvélarnar hafi verið af gerðinni Junkers 88 og að í
hverrri fiugvél hafi verið tvær Reihenbildner-ljósmyndavélar með mismun-
andi linsulengd, sem „skutu" samtímis á íslenskt landsvæði. Myndirnar eru
teknar á 12 dögum, á tímabilinu frá 2. maí til 15. október 1942, en líkur
benda til að STABIA hafi tekið hér mun fieiri myndir á þessu ári, eins og
Þorvaldur Bragason landfræðingur, og starfsmaður Fjarkönnunardeildar
mun útskýra hér á eftir. Þorvaldur hefur haft veg og vanda af því að skrá
myndirnar og fiokka og lauk við skýrslu um verkið í fyrravor.
Glataðar filmur
„Þjóðverjar skráðu á filmurnar
raðnúmer í hlaupandi röð frá
ársbyrjun til ársloka, en fyrstu
myndirnar sem við höfum, það er
að segja frá 2. maí, hafa raðnúm-
erið 40, þær næstu, sem eru teknar
þremur mánuðum síðar, eru núm-
er 62, en eftir það fylgja númerin
nokkurn veginn myndatökudögum
upp í 87, síðasta daginn, 15. októ-
ber. Við sjáum að hér vantar mik-
ið inn í, og samkvæmt heimildum
er því miður líklegt að stór hluti
filmanna sé glataður."
Þorvaldur benti jafnframt á, að
í skýrslum sem hernámsliðið lét
gera á stríðsárunum eru m.a.
heimildir um óþekktar flugvélar
sem sáust við ísland, og þar kemur
fram að á 100 dögum árið 1942 er
getið um yfir 200 óþekktar flugvél-
ar við landið. Rennir það einnig
stoðum undir þá kenningu að
Þjóðverjar hafi tekið mun fleiri
myndir.
Þorvaldur hefur borið upplýs-
ingar úr skýrslunum saman við
myndatökutíma og staðsetningu
þýsku loftmyndanna, og fundið
samræmi þar á milli sex daga af
þeim tólf, sem myndirnar eru
teknar á. í hin sex skiptin er
einskis getið í skýrslum hernáms-
liðsins, og svo virðist sem flugvél-
anna hafi ekki orðið vart í þeim
tilfellum.
Upplýsingar á
myndunum
Á hverri mynd eru upplýsingar
um númer myndavélar, mynda-
númer og brennivídd linsunnar
sem notuð hefur verið, auk þess
klukka sem sýnir nákvæman
myndatökutíma, og dagsetning
hefur síðar verið skrifuð inn á.
Eins og áður sagði voru yfirleitt
teknar myndir á tvær myndavélar
samtímis. Alla 12 dagana voru
teknar myndir með gleiðri linsu,
um 200 millimetra, og að auki
voru í sex daga notaðar mjög lang-
ar linsur, 750 millimetra, og fjóra
daga myndavélar með linsulengd
um 500 millimetra. Tvo daga var
aðeins tekið á eina myndavél. Að-
eins ein filma hefur verið tekin á
hverja myndavél í ferð. Samtals
gera þetta 22 filmur og á þeim
hafa hinar 2.062 myndir verið, eða
Stækkuð mynd af herstöðinni í Hvítanesi.
sí^sllllli
ur Þorvaldur unnið nákvæma lýs-
ingu á flugleið vélanna dagana
tólf. Hann telur líklegt að flugvél-
arnar hafi komið inn yfir landið á
strjálbýlum svæðum suðaustan-
lands, flogið inn yfir hálendið og
síðan farið ýmist austur eða vest-
ur eftir því í hvorum landshlutan-
um skilyrði til myndatöku voru
betri. í tvo daga af tólf voru tekn-
ar myndir bæði af Austurlandi og
Suðvesturlandi sama daginn, en
annars var átta daga myndað yfir
Suðvesturlandi, en sex daga yfir
Austurlandi. Sex sinnum af átta
hefur myndatakan á Suðvestur-
landi hafist austur af Hvalfirði, en
í þrjú skipti af sex var flogið úr
vestri út yfir Austfirði.
Þáttur Landmælinga
íslands
„Það er mikill fengur að þessum
myndum, bæði í landfræðilegu og
sagnfræðilegu tilliti," sagði Þor-
valdur. „Þetta er stærsti flokkur
njósnamynda af Islandi frá síðari
heimsstyrjöldinni sem vitað er
Þorvaldur Bragason landfræðingur
að meðaltali innan við 100 nýtan-
legar myndir á filmu.
Frá hálendi á haf út
Út frá þessum upplýsingum hef-
Þjóðverjar höfðu að vonum mikinn áhuga 4 skipalestum sem höfðu viðdvöl í Hvalfirði. Á þessari
yfirlitsmynd af innri hluta fjarðarins hafa þeir merkt við 18 skip og rammað sérstaklega af herstöðina í
HvítanesL