Morgunblaðið - 21.04.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985
B 21
legra gilda og pólitískrar hugs-
unar breyttist og átti eftir að
hafa áhrif jafnt á kennara sem
nemendur þeirra. Einn kostur-
inn við söguna er einmitt hve vel
hún speglar þessar breytingar
og spennu, sem af þeim hlutust,
í lokuðu samfélagi eins og Bam-
fylde-skóla.
I myndaflokknum eldist Dav-
id Powlett-Jones um 18 ár, frá
22 ára aldri til fertugs eða frá
einni styrjöld til annarrar. Við
fylgjumst með einkalífi Davids
og þeim þremur konum, sem
áhrif höfðu á hann á þessu tíma-
bili og við kynnumst prestinum
Algy Herries sem á eftir að
hjálpa honum yfir margar tor-
færurnar í skólastarfinu.
Á meðal vinsælustu verka rit-
höfundarins R.F. Delderfields er
skáldsagan A Horseman Riding
By, en eftir henni hefur BBC
einnig gert myndaflokk. Af leik-
ritum hans eru kannski Worm’s
Eye Wiew og Peace Comes to
Packham hvað þekktust.
Eins og áður sagði eru leikar-
arnir í þáttunum ekki sérlega
þekktir hér á landi. Einn þeirra,
John Duttine, sem fer með hlut-
verk söguhetjunnar, ætti þó að
vera íslenskum sjónvarpsáhorf-
endum að góðu kunnur frá því
bresku þættirnir Aðkomumaður-
inn eða The Outsider voru sýndir
í sjónvarpinu síðasta sumar.
Þeir voru um ungan blaðamann,
sem tók að sér að gerast rit-
stjóri fyrir litlu bæjarblaði úti á
landsbyggðinni.
Duttine hefur leikið mikið í
sjónvarpi en hann er að líkind-
um hvað þekktastur fyrir leik
sínn í Til þjónustu reiðubúinn.
Fyrir leik sinn í þeim þáttum
var hann kosinn Besti sjón-
varpsleikari ársins.
—ai
Okkar hlutverk er að veita þér
þjónustu. Hér að neðan kynnistu
hvernig við förum að því.
Þjónusta.
Meðalstór fólksbíll er samansett-
ur úr allt að 10.000 hlutum. Það
gefur augaleið, að þessir hlutir
þurfa mismikið viðhald, t.d. er
oftar skipt um kerti en aftursæti.
Til þess að fylgjast með eftir-
spurn á einstökum varahlutum,
notum við tölvu, sem skráir sam-
stundis allar breytingar á birgðum,
svo sem sölu og innkaup.
Tölvan gerir vikulegar pantana-
tillögur, sem við förum yfir og
samræmum breytilegum þörfum
eftir árstíma. Á þennan hátt kapp-
kostum við að hafa ávallt fyrir-
liggjandi nægilegt magn þeirra
varahluta, sem löng reynsla hefur
kennt okkur að þörf er fyrir.
Ef við eigum ekki varahlutinn,
sem þig vantar, pöntum við hann
án nokkurs aukakostnaðar fyrir
þig-
Verð.
Við kappkostum að halda vöru-
verði í lágmarki án þess að slaka á
kröfum um gæði.
Til að lækka vöruverð, pöntum
við varahluti í miklu magni í einu
og flytjum til landsins á sem hag-
kvæmastan hátt. Síðan setjum við
vörurnar í tollvörugeymslu og af-
greiðum þær þaðan með stuttum
fyrirvara eftir þörfum hverju sinni.
Þannig lækkum við flutnings-
kostnað og innkaupsverð vörunnar.
Vörugæði.
Til að tryggja gæðin, verslum við
eingöngu með viðurkenndar vörur
með ársábyrgð gagnvart göllum.
Afgreiðsla.
í varahlutaverslun okkar eru sér-
hæfðir afgreiðslumenn ávallt reiðu-
búnir til aðstoðar, hvort sem þig
vantar varahluti eða upplýsingar
viðkomandi viðhaldi bílsins.
Landsbyggðin.
Ef þú býrð úti á landi, getur þú
snúið þér til umboðsmanns okkar
í þínu byggðarlagi eða hringt í
okkur í síma (91)13450, (91)21240
eða (91) 26349 og við sendum vara-
hlutina samdægurs.
Okkar markmið er:
VÖRUGÆÐI, ÁBYRGÐ
og GÓD ÞJÓNUSTA.
Sættir þú þig við minna?