Morgunblaðið - 21.04.1985, Síða 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985
fclk í
fréttum
Hinrik 8. i sveimi? Adeins hugmynd teiknara af fyrirbærinu ...
Karl prins leitar
að draugum í
Buckingham-höll
Fregnir herma, að Karl
Bretaprins sé búinn að fá
óslökkvandi áhuga á draugum og
að hann sitji oft að nóttu til í
herbergjum í höllinni vopnaður
segulbandi og myndavél, bíðandi
eftir að draugarnir birtist. Sagt
er að Karl hafi séð vofu Hinriks
8 og vænti þess að hitta fyrir
frænda sinn, Mountbatten jarl,
sem hryðjuverkamenn myrtu
fyrir nokkrum árum. Til þessa
hefur Karli hins vegar ekki tek-
ist að ná öndunum á filmu.
Þessar fregnir eru hafðar eftir
ónafngreindum vini þeirra Karls
og Díönu og vinur þessi fullyrðir
að Díönu sé ekkert um drauga-
trú Karls gefið. Eitt sinn er Karl
sagður hafa stungið upp á því að
haldinn yrði miðilsfundur þar
sem þess yrði freistað að ná
sambandi við Mountbatten, en
Karl á oft að hafa sagt við Diönu
að hann finni sterklega fyrir
nærveru jarlsins.
Karli hefur vegnað betur í
viðskiptum við aðra drauga hall-
arinnar, þannig sá hann Hinrik
8. greinilega eina nóttina, kóng-
urinn gamli gekk til og frá fast
við Karl i svo sem tvær mínútur
áður en hann leystist upp i gufu
og hvarf. Draugsi stundi þungan
og náði Karl stununum á segul-
band. í september í haust komst
Karl svo aftur í tæri við aftur-
göngu og taldi vist að þar hefði
verið á ferðinni Catherine Ho-
ward, sem Hinrik 8. lét háls-
höggva. Fjölskylduvinurinn sem
Karl með Mountbatten, frænda
sínum, skömmu iður en sá síðar-
nefndi var myrtur af hryðjuverka-
mönnum.
Díana er sögð lítt hrifin af drauga-
áhuga Karls...
fyrr var greint frá, segir Karl
hafa lýst Catherine fyrir Diönu
sem „afar fallegri síðhærðri
konu“ og var hún svo raunveru-
leg að sjá að hann yrti á hana án
þess að átta sig á því að þar færi
draugur. Catherine leystist síð-
an upp og hvarf eftir nokkur
andartök, en Karl var ekki nógu
snöggur að munda myndavélina.
Ekki eru allir hrifnir af
draugaáhuganum o*, höfum við
þegar tilgreint Diönu, eiginkonu
Karls. í höllinni eru ýmsir, sem
telja slíkt ekki sæmandi verð-
andi kóngi og hafa þar af leið-
andi áhyggjur. Karl er hins veg-
ar á öðru máli og segir að það sé
afleitt að fólk geti ekki farið
opinberlega með skoðanir sínar
af ótta við að vera álitið geðveikt
og það sé ekkert óheilbrigt við að
trúa á drauga og líf eftir dauð-
ann. Miðlar hafa varað Karl við
því að kafa of djúpt, sérstaklega
að fara varlega með „andaglas-
ið“ sem Karl er sagður hafa
reynt öðru hvoru í samvinnu við
Filippus prins. Einn slíkur, Tom
Corbett, lagði áherslu að illir
andar næðu oft tökum á þeim
sem stunduðu andaglas og
kynnu ekki með það að fara.
Væri oft erfitt að glíma við slíka
anda og ekki á færi annarra en
kunnáttumanna.
Þær kalla
ekki allt
ömmu sína
Bandarísku rokkdrottningarn-
ar eiga vaxandi vinsældum
óg velgengni að fagna, við greind-
um aðeins frá Pat Benatar í blað-
inu á fimmtudaginn, en þó þær
hafi ekki verið eins lengi í sviðs-
ljósinu, þá verður ekki annað sagt
en að þær Madonna og Cyndi
Lauper hafi staðið fyrir sínu.
Þessar stúlkur eru ekki lýsandi
dæmi um hina undirokuðu banda-
rísku söngkonu fyrir áratug, er
óprúttnir umboðsmenn höfðu þær
undir hæl af því að þær máttu sín
minna en karlarnir og skorti
sjálfstraust. Þær hafa því ekki að-
eins komið sjálfum sér áfram,
heldur rutt brautina fyrir nýjum
og djörfum söngkonum. Auðvitað
mætti nefna fleiri, Tinu Turner,
sem hefur lifað báða tímana, App-
oloniu Kotero, Litu Ford og fleiri.
En ef Tina og Pat eru frátaldar,
eru Cyndi og Madonna trúlega
þekktustu nöfnin. Þessar stúlkur
semja sína eigin tónlist, haga sér
eins og þeim sýnist, ráða sér sjálf-
ar, klæða sig eins og þeim hentar
og svo framvegis. Við skulum
vitna aðeins í stöllurnar tvær,
ungfrú Lauper og ungfrú Ciccone
(Madonna).
Ungfrú Lauper fær orðið fyrst:
„Ég er eins og ruslahaugur, ég veit
það vel, það ægir öllu saman í
fatatísku minni og ekkert af því
sem þar er að finna getur talist
venjulegur fatnaður. En þetta er
spaugilegt, hér áður fyrr var ég
allt að því grýtt á götum úti vegna
útgangsins á mér. Nú fæ ég ekki
frið fyrir fólki sem vill fá að vita
hvar ég kaupi fötin.“ Aðspurð
hvað hún sé gömul segir Cyndi og
er ósátt við spurninguna: „Hvað
er ég eiginlega, bíll sem menn
spyrja hvaða árgerð sé?“ En þó
Cyndi vilji ekki svara vita sumir
að hún er 32 ára og því með þeim
eldri í nýju bylgjunni. Það gekk á
ýmsu í uppvextinum hjá Cyndi,
ýmislegt þess eðlis að hún kann
betur að meta velgengni sína og
ríkidæmi í dag. Hún var rekin úr
kaþólskum skóla aðeins 5 ára
gömul vegna þess að foreldrar
hennar skildu. Þá var hún send í
klaustur til að nema fræðin af
nunnum, en þeim ber hún afar illa
söguna. Eftir reynslu sína fullyrð-
ir hún, að fjölskyldan, kirkjan og
ríkisstjórnir séu þau öfl sem hvað
harðast bæla konur. Eftir að hafa
gengið fram af nunnunum i því
skyni að láta reka sig úr klaustr-
inu flutti hún til móður sinnar en
þar voru fyrir eldri systir hennar
og yngri bróðir. Móðirin vann 14
stunda vinnudag til að halda þeim
á floti.
Það var á þessum árum sem
Cyndi varð þess áskynja að hún
hafði fallega söngrödd, eða þegar
þær systurnar stóðu yfir upp-
Ungfrú Akureyri
Um síðustu helgi fór fram fegurðarsamkeppni á Akureyri. Það
var Hrafnhildur Hafberg 9em kosin var Ungfrú Akureyri og
jafnframt vinsælasta stúlkan í hópnum svo og ljósmyndafyrir-
sætan.
Dómarar í keppninni vorn fimm talið frá vinstri: Friðþjófur Helgason Ijósm.,
Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri Sjallans á Akureyri, Ólafur Laufdaí
veitingamaður, Unnur Steinsson og Alice Johannsson.