Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985
17
Úrbræddur Bronson
Kvikmyndlr
Sæbjörn Valdimarsson
Stjörnubíó: Það illa sem menn gjöra
(The Evil That Men Do) ★
Leikstjóri: J.Lee Thompson.
Handrit Lee Henry og John Crowth-
er, byggt á sögu eftir R. Lance Hill.
Framleiðandi: Tri Star. Dreifing:
Columbia. Bandarísk, frumsýnd
1984. Aðalhlutverk: Charles Bron-
son, Theresa Saldana, Joseph Mah-
er, Reymond SL Jaques, Jose Ferrer.
í sporum Bronson mundi ég
hiklaust fara aö taka hlutunum
talsvert hægar, á sjötugsaldri
mega menn fara að gæta sín, jafn-
vel þó skrokknum sé haldið dável
við. En andlitið er ekki lengur
brúklegt sem það sé á hálffertug-
um vígamanni og búkurinn er far-
inn að slitna. Það leynist engum
að karlinn er orðinn hálf-úr-
bræddur.
Að bjóða manni Bronson undir
þessum kringumstæðum er hrein
lítilsvirðing við áhorfandann, (það
lýsir kvikmyndasullumallaranum
Michael Winner aldeilis ágætlega
að hann er um þessar mundir að
dusta rykið af vini sínum Bronson,
eina ferðina enn, og sminka hann
inní þriðja hlutverk sitt í myndun-
um sem kenndar eru við Death
Wish!), og þar með er undirstaða
þessarar glænýju spennumyndar
brostin.
Hið illa er menn gjöra, fjallar um
fyrrverandi atvinnudrápsmann
(Bronson), sem sestur er í helgan
stein á einhverri paradísarey í
Karabíska hafinu, en er beðinn
um að koma fyrir kattarnef ill-
Ferskt,
skoskt rokk
Hljómplötur
Siguröur Sverrisson
Friends again
Trapped and unwrapped
Mercury/Fálkinn
Alltaf skjóta upp kollinum
sveitir, sem maður veit hvorki
haus né sporð á. Nöfn meðlima
Friends again benda þó ótvírætt
til þess að hér sé um skoska sveit
að ræða og upptökustaðurinn
gerir það einneigin. Annað veit
ég ekki um þennan flokk.
Það kom mér því verulega á
óvart að heyra hversu frambæri-
leg tónlistin hjá þessum sveinum
er. Létt og þægilegt popp, stund-
um undir sterkum soul-áhrifum
að hætti Style Council (Paul
Weller) með blæstri og tilbehör,
stundum ekki. I ljósi þessa má
e.t.v. dálítið merkilegt heita að
Friends again skuli ekki hafa
náð að vekja á sér meiri athygli
en raun ber vitni.
í framhjáhlaupi er gaman að
velta því fyrir sér hversu dæmi-
gerð tónlist Friends again er
annars fyrir þann feikilega mun
sem er á breskri og bandariskri
tónlist um þessar mundir. Sá
munur hefur reyndar e.t.v. alltaf
verið fyrir hendi en lög þeirra
James Grant og Chris Thompson
eru nánast persónugervingur
þess ferskleika sem einkennir
breskt popp alla jafna.
Ef vikið er að flutningi tónlist-
ar Friends again er hann mjög
traustur og varla feilpunkt að
finna. Eflaust má deila um
sumar útsendinganna en það er
e.t.v. helsti gallinn á tónlistinni
hversu keimlík lögin eru. Þau
eru þó sérdeilis þægileg áheyrn-
ar og ég yrði hissa ef ekkert
meira heyrðist frá þessum
flokki. Hann hlýtur að gera það
gott fyrr en siðar.
ræmdum pyntingarsérfræðing.
Hefur sá fengist við að kvelja líf-
tóruna úr lýðveldissinnuðum
Suður-Amerikubúum eftir pönt-
unum einræðisherranna sem þar
ráða ríkjum. Svo murkar hann líf-
ið úr vini Bronsons, þá þarf örugg-
lega ekki að fara nánar útí fram-
haldið.
Það verður að segjast einsog er
að Þ.i.s.m.g. er klúðursleg i flesta
staði, utan hinna hroðalegu mis-
taka i vali Bronson i aðalhlut-
verkið. Handritið er viða
meingallað, hvað er atvinnumorð-
ingi t.d. að flækjast með konu og
barn í farteskinu? Ástæðan sem
gefin er í myndinni er úti hött. Þá
er samband pyntingarsénisins og
Bandaríska sendiráðsins mis-
heppnað áróðursstagl, svo loðið og
langsótt að það má nánast teljast
óskiljanlegt, o.s.frv., o.s.frv.
Það er bágt til þess að vita að
þúsundir meðbræðra okkar eru
daglega pyntaðir víða um heim,
ekki sist á söguslóðum þessarar
myndar. Og þar ráða ómenni ferð-
inni, engu skárri þeim sem hér er
lýst. öll umræða um þetta ástand
er af hinu góða. En kvikmynd um
þetta efni, sem ofhlaðin er jafn
miklu ofbeldi og óþarfa viðbjóði,
sbr. siðasta atriðið, leggur ekkert
til málanna. Sem gagnrýni fremur
hún sóðalegt sjálfsmorð, og fyrn-
ist væntanlega fljótt í hugum
manna. Og það þarf örugglega
talsvert meira til en einn afdank-
aðan morðingja til að sljákka nið-
ur i ógnarstjórnum Rómönsku
Ameríku.
I töffarahlutverkum er Bronson orðinn tímaskekkja. Rúnirnar einfaldlega
orðnar of djúpar.
Unglingar
11
1
þegar vöxturinn er hraður*
Unglingar verða að fá uppbyggilegt fœði vegna
þess hve vðxtur þeirra er hraður á tiftölulega fáum
árum. Par gegnir mjólkumeysla mikilvœgu hlutverki
því án mjólkur, og kalksins sem í henni er, ná
unglingamir síður fullri hœð og styrk.
Komið hefur í Ijós að neysluvenjur unglinga
fullnœgja sjaldnast lágmarks kalkþörf og er þeim
því einkar hœtt við hinum alvarlegu afleiðingum
kalkskorts síðar á œvinni. Sérstaklega eru stúlkur f
haettu því þeim er hœttara við beinþynningu og
Mjólk í hvert mál
hörgulsjúkdómum f kjölfar bameigna. Kalksnauðir
megrunarkúrar og lélegt matarœði virðist einnig
einkenna neysluvenjur stúlkna fremur en drengja.
Fjögur mjólkurglös á dag innihalda lágmarkskalk-
skammt fyrir unglinga og neysla undir því marki
þýður hœttunni heim. Pað er staðreynd sem
unglingar og foreldrar þeirra œttu að festa f minni
þvf þegar vöxturinn er hraður er hver dagur
dýrmœtur.
* Mjólk: Nýmjölk. léttmjólk.
eða undanrenna.
Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalki í mg Samsvarandi kalk- skammtur (mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammtur í mjólkurglösum (2,5 dl glös)**
Bðm 1-I0ára 800 3 2
Unglingar 11-18 óra 1200 4 3
Ungt fólk og fullorðið Ófrískarkonurog 800“ 3 2
brjóstmœður 1200“* 4 3
* Hér er gert róö fyrlr að allur dagskammturinn af kalkl komi úr mjóik.
- Að sjálfsógðu er mógulegt að fá allt kalk sem likaminn þarf úr óðrum matvceium en mjólkufmat
en slíkt krefst nákvœmrar þekkingar á nœringaffrcBði. Hér er miðoð vlð neysiuvenjur eins og
þaar tíðkast í dag hér á landi.
*** Margir sérfraeðingar teija nú að kalkþórf kvenna eftir tíðahvórf sé mun meiri eða 1200-1500
mg á dag.
**** Nýjustu staðiar fyrir ROS f Bandaríkjunum gera róð fyrir 1200til 1600 mg á dog fyrir þennan hóp.
Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk
þess B-vItamtn, A-vítamín, kalíum, magníum, zink og fleiri efni.
Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna.
Tœplega 1 % er uppleyst I Ifkamsvökvum, holdvefjum og frumuhimnum,
og er pað nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrátt,
hjartastarfsemi og taugaboð. Auk pess er kalklð hlutl af ymsum
efnaskiptahvölum.
Til pess að líkaminn geti nýtt kalkið parf hann D-vítamín, sem hann fœr
m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla
annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en
300-400 mg ó dag, en það er langt undir róðlógðum dagskammti. Úr
mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.p.b. þremur glösum
af mjólk.
Hetstu heimjdr Beekfngurinn Kak og beinþyming efbr dr. Jón Óttar Ragnasson og Nutnbon and Physical Fitness. 11.
efbr Briggs og Cafcway, Holt Reinhaidt and Winston, 1984
MJÓLKURDAGSNEFND