Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 43
-V- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRlL 1985 Helgun hjúskap- ar og búfjárlíf Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Georges Duby: The Knight — The Lady and the PriesL The Making of Modern Marriage in Medieval France. Translated from the French by Barbara Bray. Introduction by Natalie Zemon Davis. Allen Lane 1984. „Le Chevalier, la Femme et le Prétre“ kom út hjá Libraire Hac- hette, París. Georges Duby er prófessor í miðaldasögu við Coll- ége de France í París og er meðal fremstu miðaldasagnfræðinga nú á dögum. Hann hefur sett saman lykilrit i miðaldafræðum, m.a. The Three Orders: Feudal Society Imagined og The Age of the Cathedrals í enskum þýðingum. Georges Duby hefur rannsakað hjúskap og hjúskaparvenjur og hætti á miðöldum í Frakklandi, hann hóf þessar rannsóknir um miðja öldina og hefur stundað þær síðan bæði beint og óbeint með rannsóknum sínum á miðaldasam- félagi almennt. Rannsóknir hans og niðurstöður bentu til þess að giftingar voru þýðingarmikill þáttur í því að halda utan um ætt- areignir og þegar kemur fram á 11. og 12. öld var sá háttur upptek- inn að arfleiða einn son, oft þann elsta, að öllum jörðum og fast- eignum öðrum og útvega honum jafnframt gott gjaforð. Hinir syn- irnir urðu að bjarga sér annað hvort inn í kirkjuna og gerast munkar eða klerkar eða leita gæf- unnar sem farandriddarar, leigu- hermenn eða fara í krossferð. Dæturnar voru giftar og þá helst niður fyrir sig, þá var minni hætta á kröfugerð í eignir ættarinnar. Duby rannsakaði einnig fjöl- skyldugerð og kynlíf og árangur allra þessara rannsókna sýnir þá lykilþýðingu sem hjúskaparhættir höfðu á gildismat aðalsins og hegðunarmáta hans, einnig á skilning aðalsins á hugtökum guð- fræðinnar um veraldleg og andleg efni og þar með hlutverk leik- manna og klerkdóms innan samfé- lagsins og valdsvið þessara stétta. Á 10. og 11. öld var oft stofnað til hjúskapar meðal konunga og aðals með konuránum, jafnframt viðgekkst hjákonuhald og rétt- arstaða eiginkonunnar var vægast sagt mjög takmörkuð. Geðþótti eiginmannsins réð, hann gat auð- veldlega sett konuna í klaustur eða jafnvel gift hana öðrum, ef hann vildi losna við hana og taka sér nýja. Ástæðan fyrir þessum háttum var oft sú, að reynt var á allan hátt að tryggja það að eignir ættarinnar héldust óskertar og réttmætt væri og sjálfsagt að auka þær ef kostur væri á góðum kvenkosti. Einnig var leitast við að tryggja rétt skilgetinna erf- ingja og þá einkum þeirra, sem líklegastir þóttu til þess að halda í horfinu og auka veg ættarinnar. Meðal klerkdómsins var ástand- ið misjafnt, einlífi klerka var á þessum öldum ekki tvímælalaus krafa yfirvalda kirkjunnar, og meðal klerkdómsins viðgengust „ósiðir og búfjárlíf" ekki síður en meðal aðalsins. Heimildir herma að hjákonu- hald og grúi óskilgetinna afkom- enda aðalsins hafi ekki verið lítill í Frakklandi norðvestanverðu, það er m.a. rekið til áhrifa Normanna og norrænna áhrifa. Gifting „á danskan hátt“ viðgekkst á þessum slóðum og áður víðar á Frakklandi — móðir Vilhjálms bastarðs hafði gifst Hróbjarti — Robert greifa Norðmanna — more danico — þessvegna viðurnefnið „bastarð- ur“. í upphafi 13. aldar hafði barátta kirkjunnar orðið til þess að hjú- skapur var orðinn svipaður og hann varð út allar aldir allt fram á 20. öld í Frakklandi. Hjónavígsl- an var talin til sakramenta kirkj- unnar, var helguð athöfn, forms- atriðin voru mótuð af kenningum kirkjunnar og hjónabandið var órjúfanlegt nema með leyfi páfa. Skilgetnir afkomendur voru að- eins réttbornir til arfs og hálfrefir útilokaðir. Aðallinn og klerkarnir voru orðnir sama sinnis um helgi hjónabandsins, einkvæni gilti fyrir aðalinn og einlífi fyrir klerkastéttina sem heild. í stað grófra kvennarána og ruddaskap- ar voru komnar burtreiðar og kurteisi gagnvart konum, ástin var útmáluð og trúbadúrarnir mærðu hjartadrottningar sínar. Kirkjan tók ekki eins strangt á skyldleikagiftingum og áður, nú máttu fjórmenningar eigast áður gilti bann við hjúskap sjömenn- inga. Þetta var til marks um sam- komulag aðals og kirkju. Með þessu samkomulagi vannst meiri festa í samfélaginu, kirkjunni hafði tekist að aga aðalinn til þol- anlegri hegðunar í hjúskaparmál- um og aðallinn tryggði ætt sinni meiri reisn með blessun hjúskap- arins. Það var minni hætta á rift- un eignaréttar en áður hafði verið, svo að fjárhagslega var þetta hag- ur fyrir aðalinn og festi áhrifavald kirkjunnar, þegar hún gat haft slík áhrif á hjónabandið, sem mót- aði afstöðuna til fjölmargra þátta samfélagsins. Þrískipting samfélagsins verður enn augljósari eftir því sem leið á miðaldir, en um þessa þrískipt- ingu hefur Duby ritað ágæta bók, sem áður er getið „The Three Orders ... “ Þjóðfélagsstéttirnar voru þrjár og bar hverri að rækja ákveðnar skyldur, hin vinnandi stétt, mestan part ánauðarbændur og þrælar, stétt aðalsmanna sem vörðu land og kirkju og geistleg stétt, sem bað og túlkaði vilja hins almáttka. Kirkjan lét sér fyrst og fremst annt um sálarheill aðalsins, hann þurfti að aga undir guðslög, svo að samfélagið gæti tekið dæmi af hinu himneska hierarki, og með því að ná tökum á sifjarétti mót- aði kirkjan í rauninni smekk og hugsunarhátt aðalsins. Með þess- um afskiptum festi kirkjan vald heimilisföðurins yfir öllum hans nánustu, vald hans varð styrkara og var réttlætt með helgun kirkj- unnar á hjúskap hans. Varðandi klerkdóminn, þá hlaut hann að verða auðsveipari kirkju- legum yfirvöldum, ef hann vas- aðist ekki í heimilishaldi, með hjá- konu og börnum eða konu og börn- um, enda varð talsverður kurr meðal klerkdómsins, meðan bar- áttan stóð um einlífi presta. Af- skipti kirkjunnar af hjúskapar- háttum ánauðarbænda og þræla voru í rauninni engin, vinnustétt- irnar töldust að því leyti standa á sama stigi og búsmalinn, þær pör- uðu sig og búfjárlíf þeirra var lát- ið afskiptalaust. Duby leggur mikla áherslu á það, að allar heimildir, sem hann notar við samantekt rits síns, eru frá klerkum runnar, þeir einir ásamt munkum voru læsir og skrifandi, og iangt frá því allir, en allar skráðar heimildir sem hann notar eru kirkjulegar heimildir. Kirkjan var allsráðandi í menn- ingarefnum. Þótt getið sé um ein- staka mann, sem kunni að lesa og skrifa, var það algjör undantekn- ing á þessum öldum, aðalsmenn og flestallir kóngar voru analfabetar og hvað þá allur bændamúgurinn. Þvi er saga barátt.u kirkjunnar fyrir helgun hjúskapar önnur hlið þeirrar baráttu. Þeir sem stóðu gegn þeirri stefnu, um þá eru eng- ar heimildir nema frá klerkum. Það kemur þó í ljós að þeir sem lengst streittust gegn siðbótar- nýmælum klerkdómsins töldu sig fullt eins kristna og þá sjálfa og þeim þótti oft furðulegt að ýmsir forfeður þeirra hefðu orðið stór- syndarar í augum þeirra klerka sem harðast börðust fyrir kirkju og guðs lögum. Duby segir að „við vitum í raun- inni ekkert um hvað aðallinn hugsaði varðandi hinar nýju kröf- ur kirkjunnar", um það sem ströngustu siðbótarklerkar töldu vera „legitimum matrimonium". Eins vitum við ekkert um tilfinn- ingalíf þessara löngu horfnu aðalsmanna, hvort þeir stjórnuð- ust alltaf af hagsmunum í vali eig- inkvenna eða af ást. Einstaka sinnum telur Duby sig geta álykt- að af heimildabrotum eitthvað um það sem þeim bjó innanrifja, en það er mjög sjaldgæft og hann er mjög svo varkár um allar ályktan- ir. Heimildir Dubys eru skráðar sögur vissra ætta og konunga, frásagnir klerka og biskupa og biskupasögur og annálar og sagn- fræðirit samtímans bæði frönsk og annarra þjóða. Með þessum heimildum fjallar hann siðan um vissar persónur og einstaklingá sem áttu í stappi við kirkjuleg yf- irvöld vegna sifjamála. Hann lýsir afstöðu klerka og baráttu biskupa og páfa og einnig deilum þeirra innbyrðis. Guðfræðikenningar miðalda koma mikið við sögu, þar var fundin réttlætingin fyrir sið- bótum kirkjunnar og menningar- viðleitni. Duby fjallar um skoðanir mið- aldaguðfræðinga á kynlífi, en að þeirra áliti var kynlíf syndsamlegt og hamlaði því að menn gætu lifað kristilegu lífi, konan var freistar- inn, enda oft álitin kveikja alls ófarnaðar, af ýmsum álitin sálar- laus. Það var hún sem olli synda- fallinu með því að ganga erinda djöfulsins. Heimildum ber saman um þá skelfingu sem var ríkjandi um dómsdag árið 1000. Efling munkareglanna fyrir þann tíma átti rætur sínar að verulegu leyti í þeim ótta. Mannkynið varð að undirbúa sig undir dómsdag með því að hafna öllu því sem tengdi það synd og sekt, og kveikja synd- arinnar var holdleg fýsn til þeirr- ar lostakirnu sem miðaldahöfund- ar töldu konuna vera. Krafan var því temprun lostans, ögun í kyn- ferðismálum og allra helst einlífi munka. En menn áttu að uppfylla jörðina, það mátti finna andstæð fyrirmæli í biblíunni og kirkjan tók það ráð að helga hið syndsam- lega athæfi, hjúskapinn, helga hann og sætta sig við þennan hættulega þátt mannlegs eðlis. Um 1100 náðu deilurnar milli aðals og klerka um hjúskaparmál hæst en úr því fer þær að lægja og samkomulag næst með því að kirkjan slær af kröfum sínum og veraldlegt vald viðurkennir hug- myndafræði kirkjunnar um ver- aldleg málefni. Helgun hjúskapar á þessum öldum mótaði síðan hugmyndir manna um hjúskap allt fram á okkar daga, sem virð- ast verða lokadagar þeirrar helg- unar. Á síðari hluta 12. aldar ritar Eysteinn erkibiskup fimm helstu höfðingjum sunnan og austan á íslandi bréf, sem var þó einkum stílað til Jóns Loftssonar í Odda og Gizurar Hallssonar í Haukadal, þar sem segir að þeir lifi „búfjár- lífi“ í ástamálum, áttu báðir börn með hjákonum þótt kvæntir væru. Það var með Þorláki biskupi sem kröfurnar um helgun hjónabands- ins berast til íslands og hér fer fram sama togstreita og átti sér stað á Frakklandi frá því á 10. og 11. öld og fram á þá 12. Heimildir um þessa baráttu eru í biskupa- _____________________________43_ sögum, Sturlungu og íslensku fornbréfasafni. í þessum heimild- um eru skjalfestar bæði skoðanir siöbótarmanna innan kirkjunnar og íslenskra höfðingja og þar koma fram í svörum Jóns Lofts- sonar varðandi Ragnheiði hjákonu hans áhrif sem gætu verið beint frá frönskum trúbadúrum „að '■" vera hjá konu þeirri... þann tíma sem mér líkar..." Þegar Duby talar um fátækt franskra heimilda um skoðanir og tilfinningar leikmanna á 10.—12. öld verður enn einstakari sú heim- ildaauðgi sem finna má í íslensk- um ritum um einstaklinga af öll- um stéttum frá 13. öld, svo ekki sé talað um konungasögur Snorra, sem er tvímælalaust fremsti sagnfræðingur þessa tíma í Evr- ópu. Þegar evrópskir annálar, bisk- upasögur og konunga eru bornar saman við verk Snorra þá er mun- urinn geysilegur, sama er að segja um rit Sturlu Þórðarsonar. Þessar íslensku heimildir eru settar saman af munkum, klerk- um og höfðingjum tengdum kirkj- unni, en margir þeirra höfðu einhverskonar vígslu. Líklegt er að munkarnir hafi verið úr efri lögum samfélagsins. Tengsl höfð- ingjavalds og kirkju voru náin, kirkjur flestallar „bændakirkjur" eins og tíðkaðist á ármiööldum úti í Evrópu. Þjóðin var fámenn, svo fámenn að algjör skipting í þrjár þjóðfélagsstéttir og þar með erfðastéttir var ekki framkvæm- anleg og þar er e.t.v. ein ástæðan fyrir því að sérréttindaaðall myndaðist ekki hérlendis. Þessi samfélagsgerð hefur stuðlað að meira raunsæi þeirra, sem fengust við sagnfræði og samantektir sagnatexta. Állir þeir textar sem til eru frá 12., 13. og 14. öld eru að magni til furðuleg staðreynd og hægt er að ímynda sér hversu óhemju mikið magn texta hefur verið til í land- inu á 15. og 16. öld, klaustrasöfn, kirknasöfn og söfn í eigu ýmissa ætta. Með siðskiptunum virðist hafa hafist eyðilegging rita úr kaþólskri tíð, klaustrasöfn eyði- lögð og hreinsað til í söfnum kirkna. Þegar Árni Magnússon hóf björgunarstarf sitt virðast forn handrit einkum hafa verið i höndum áhugamanna um fræði- mennsku og afkomenda fornra ætta, þar sem skinnritin voru ætt- argripir. Flutningur handrita úr landi hafði hafist áður en Árni Magnússon hóf söfnun og vitað er um að talsvert þeirra sendinga fór í hafið á leiðinni í áfangastað. Það er hrikalegt að hugsa til allra þeirra rita sem siðskiptabarbarar eyðilögðu og þeirra sem týndust i flutningum og enn þeirra, sem ”v lentu í höndum fólks, sem skorti allt mat á gildi þeirra, þar sem skinnhandrit voru notuð í bætur, í bókband eða jafnvel etin. En þótt tjónið sé ofboðslegt, þá er magn heimildanna furðulegt og gildi þeirra einstakt miðað við evrópsk rit frá sama tíma. Þetta er óþrjótandi náma og uppspretta til úrvinnslu og jafnframt klassísk listaverk, sem lifa alla tíma, og munu lifa þá aðför sem hefur staðið í áratug eða svo gegn reisn íslenskrar tungu og menningar. BORGARNESDAGAR j LAUGARDALSHÖU Z.-5. MAÍ SKEMMTUN OG FRÓÐLEIKUR FYRIR ALLA FJÖLBREYTT DAGSKRÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA VÖRUSÝNING MYNDLISTARSÝNING TÍSKUSÝNINGAR TÖLVUKNATTSPYRNA GOLFVÖLLUR OG LEIKIR SÖNGUR OG TÓNLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.