Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐHD, ÞRlÐJUDAQUtt 30. APRtL 196&' Séra Ingiberg J. Hannesson próf- astur flutti ávarp og Þorrakórinn söng „ísland ögrum skorið". Stjórnandi Þorrakórsins er Hall- dór Þórðarson. Á minnisvarðann eru letruð ártölin 1179—1979. Fyrir neðan er letrað „Borgfirðingar reistu". Minnisvarðinn er teiknaður af Steinþóri Sigurðssyni listmálara en um gerð hans sá Steinsmiðja Sigurðar Helgasonar í Kópavogi. Eftir athöfnina að Hvammi hélt forsetinn ásamt fylgdarliði að Laugaskóla þar sem skoðuð var heimilisiðnaðarsvning sem Heim- ilisiðnaðarfélag íslands hafði sett þar upp í tilefni Jörfagleði. Börn úr skólunum á Laugum og í Búð- ardal fluttu leikþætti. Á eftir sátu forsetinn og aðrir gestir kaffi- samsæti sem kvenfélagið Guðrún Ósvífursdóttir annaðist. Fjölmenni var við Hvammskirkju i laugardag, en veður beldur rysjótt. Forseti íslands afhjúpar minnis- varða um Snorra Sturluson FORSKTI fslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhjúpaði á laugardag að Hvammi í Dölum minnisvarða um Snorra Sturluson. Athöfnin hófst klukkan fjórtán með því að Rúnar Guðjónsson sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu flutti ávarp og afhenti Dalasýslu formlega að gjöf minnisvarða um Snorra Sturluson sem reistur hefur verið á fæðingarstað hans að Hvammi í Dölum. Minnisvarðinn er gjöf frá Borgfirðingum til Dalamanna. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhjúpaði minnisvarðann og sagði við það tækifæri: „Við minnumst hér í dag, á sögu- frægum stað, Hvammi i Dölum, mikilmenn- is í sögu okkar, skáldjöfursins sagnasnill- ingsins og höfðingjans Snorra Sturlusonar sem um aldir hefur borið hróður íslendinga sem bókmenntaþjóðar víða um heim. Megi sá minnisvarði sem Snorra Sturlusyni er hér reistur á fæðingarstað hans standa um aldur og ævi og minna alla sem tilheyra þessari þjóð á að hér eigum við saman frjálsir menn land, þjóð og tungu.“ Eftir að minnisvarðinn hafði verið af- hjúpaður flutti Pétur Þorsteinsson sýslu- maður Dalamanna ræðu og þakkaði Borg- firðingum góða gjöf. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, og Rúnar Gudjónsson sýslu- maður við athöfnina að Hvammi í Dölum. Helgi Skúlason í hlutverki sínu. „Hrafninn flýgur“ sýnd í sumar ÁÆTLAÐ er að sýna kvikmyndina „Hrafninn flýgur" eftir Hrafn Gunnlaugsson í Austurbæjarbíói f sumar. Verður myndin sýnd með enskun texta og eru sýningar eink- um hugsaðar fyrir erlenda ferða- menn og íslenska námsmenn sem dveljast aðeins hér heima á sumrin. Myndin verður sýnd daglega kl. 19 og fer sýningin fram í C-sal bíósins. Þar sem sýningum er einkum beint til erlendra ferðamanna verður myndin auglýst í kvikmyndadálkum dagblaðanna undir enska nafninu „When the Raven flies“. Myndin er nú sýnd í almennum kvikmyndahúsum í Svíþjóð, Nor- egi, ísrael og Indlandi og verður frumsýnd á aðaldagskrá kvik- myndahátíðarinnar í Tókýó í Jap- an 31. maí nk. Þá er verið að sýna myndina í Los Angeles, Washing- ton og New York. Úr rréttatilkjnninpi Leikarar ásamt leikstjóra, leikmyndahönnuði, Ijósahönnuöi og hljóðmanni. „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir“ Leikfélag Akureyrar frumsýnir barnaleikrit NÝTT leikrit eftir Ólaf Hauk Sím- onarson var frumsýnt hjá Leikfé- lagi Akureyrar sl. sunnudag. Leik- ritið byggir á sögu Kiplings, „Kött- urinn sem fór sínar eigin leiðir“. Sigrún Valbergsdóttir leikstýrði, Messíana Tómasdóttir hannaði leikmynd og búninga, Alfreð Al- freðsson lýsti og Gunnar Þórðar- son útsetti og lék inn á hljómband lög eftir Ólaf Hauk sem sungin eru í sýningunni. Þetta er leikrit fyrir börn á öll- um aldri, ævintýraleikur um upphaf siðmenningar órafjarri viðteknum söguskoðunum, eins og segir í frétt frá LA. Leikarar eru: Theodór Júlíus- son (Kötturinn), Þórey Aðal- steinsdóttir (Konan), Þráinn Karlsson (Maðurinn), Sunna Borg (Kýrin), Pétur Eggerz (Hesturinn), Marinó Þorsteins- son (Hundurinn) og Rósberg Snædal (Barnið). Næstu sýningar eru miðviku- daginn 1. maí kl. 15, fimmtudag 2. maí kl. 18 og sunnudag 5. maí kl. 15. Kýrin og hesturinn, Sunna Borg og Pétur Eggerz. Viðflytjum í Nóatún17 úr Hamraborg 1 í Kópavogi Brandur Þorsteinsson, Bolli Magnússon, Davíð Guðmundsson, Hjalti P. Þorvarðarson, Guðmundur S. Guðmundsson, Kristjén Kristjánsson, Gestur Einarsson, Pétur önundur Andrésson, Birna Lérusdóttir, Sveinn Sigurösson, Jón Saavar Jónsson, Benedikt Eg- ilsson, Þórdís G. Bjarnadóttir, Gunnar H. Guömundsson, Magnús Haraldsson. Símanúmeriö veröur 686688 frá og meö 1. maí RÁÐGARÐUR STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁfXi)ÖF Nóatúni 17,105 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.