Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 56
56 fclk í fréttum MORGEJKBLAÐIÐ, ÞBIÐJUÖAGUiR 30i APRÍL 1985 jr r Mary svipar ekkert til þeirra kvenna sem hún leikur Hér sjíum við Arnbjörgu Finnsdótt- ur sem var kosin Sólarstúlka Úrvals sl. ár færa stúlkunum blóm. X Mary, standandi t.h., ásamt tveimur stöllum sínum, sem einnig leika stór hlutverk í Hollywood Wives, þeim Joanna Cassidy viö hlió hennar og Susanne Sommers, sem liggur makindalega fremst á myndinni. Þeir sem sátu við sjónvarpstækin er Dallas- þættirnir voru og hétu á dagskrá RUV muna eftir Mary Crosby, sem lék Kristínu. Hún var held- ur illskeytt viðureignar, vissi hvað hún vildi og sveifst einskis til að ná markmiðum sínum. Hin 24 ára gamla Mary leikur Karen Lancaster í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið „Hollywood Wiv- es“ og eru byggðir á samnefndri metsölubók Jackie Collins sem er systir Joan nokkurrar Collins. Aftur leikur Mary illa innrætta kynbombu sem einskis svífst og er virkilega rotin og spillt jafnframt því að vera vergjörn. Þessi hlutverk Mary, sem er dóttir Bing heitins, en óskyld Cathy Lee Crosby, sem einnig er efnileg og ung leikkona í Hollywood, leiða hugann að því hvort leikkonan sjálf sé eitthvað lík þeim konum sem hún speglar í sjónvarpsþáttum eða kvikmyndum. Mary segir það af og frá. „Pabbi ól mig vel upp, ég kynntist aga og án slíks uppeldis hefði ég trúlega orðið ein af þessum dæmigerðum „Hollywood-eig- inkonum" sem myndin og bókin fjalla um. Við flutt- um frá Hollywood til San Francisco þegar ég var tveggja ára. Þessi Hollywood-stimpill á heldur ekki við móður mína, Kathryn. Við komum ekki til Hollywood aftur fyrr en pabbi dó,“ segir Mary. Hún segir einnig að þótt persónur þær sem hún leiki séu ólíkar sér, þá þyki sér samt gaman að spreyta sig á þeim. „Það var orðið all nokkuð síðan ég lék síðast í Dallas, því þótti mér gaman að fá hlutverk Karen Lancaster, mér finnst stórskemmt ilegt að leika tík- ur eins og þær eru, kannski vegna þess að þær eru svo ólíkar sjalfri mér, hver veit? • Robert og Virginia. Töggur í Mitchum Rrobert Mitchum, sem nú er orðinn 67 ára gamall, fékk heldur en ekki mörg prik hjá mótleikkonu sinni í nýjustu kvikmynd hans „The Hearst and Davies affair". Mitchum leikur það blaðakónginn banda- ríska William Randolph Hearst sem varð ekki síst frægur fyrir að eiga dóttur, Patty Hearst, sem lenti í slæmum félagsskap mannræningja og hryðjuverkamanna sem umtalað var, en það er allt önnur saga. En mótleikkonan, hin 23 ára Virginia Madsen, var gersamlega heilluð af karlinum. „Hann er stórkostlegur, íhugull og raunsær. Það var hik- laust mín stærsta stund á leikferlinum þegar ég lék á móti honum og ég reikna ekki með að læra nokkurn tíman aftur jafn mikið á jafn skömm- um tíma. Sagan er byggð á sjálfsæfisögu hjákonu Hearst sem ég leik og ef marka má hana, þá nær Robert gersamlega William Hearst og það í smáatriðum. Kvikmyndatökufólkið var farið að umgangast Robert eins og samstarfsfólk Hearst umgengst hann í bókinni," segir Virginia. Leikkonan er annars ung og efnileg, rísandi stjarna í Hollywood og henni er spáð frægð. Hún hefur þegar leikið í þremur kvikmyndum og þar af hafa að minnsta kosti tvær verið sýndar hér á landi, „Electric dreams" og „Dune“ en þriðja myndin heitir „Creator". Agnes Erlingsdóttir heitir þessi stúlka, en hún er önnur þeirra sem kynnt var sl. fimmtudagskvöld í Hollywood. Ungfrú Hollywood???? Nýr Daihatsu í verðlaun i Páll Þorsteinsson kynnti stúlkurnar tvær. Hér er hann að kynna Ingibjörgu Sigurðar- dóttur. w Ísíðustu viku voru kynntar í Hollywood tvær fyrstu stúlkurnar af þeim átta sem koma til með að keppa um titilinn Ungfrú Hollywood og um titilinn Sólarstúlka Úrvals 1985. Stúlkurnar verða nú á næstunni kynnt- ar tvær og tvær í einu. Það verður hinsvegar ekki fyrr en í haust að úrslit verða gerð kunn og þá mun sú er kosin verður Ungfrú Hollywood hljóta í verðlaun nýjan Daihatsu Charade Turbo. Auk þess mun hún taka þátt í keppni um Miss Young International. Þá munu stúlkurnar allar hljóta Ibiza-ferð á vegum Úrvals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.