Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRlL 1985
63
Fréttir á
táknmáli komast
vel til skila
Vilhjálmur G. Vilhjálmsson,
formaður Félags heyrnarlausra
skrifar:
Hinn 18. apríl 1985 er fyrir-
spurn frá „gömlum vesturbæingi
með fulla heyrn“ um fréttir fyrir
heyrnarskerta í sjónvarpi. í þessu
sambandi vill Félag heyrnar-
lausra taka fram eftirfarandi:
Við erum ánægð með fréttirnar,
við fáum nýjustu fréttir fluttar af
heyrnarlausu fólki og fréttirnar
komast þannig vel til skila.
Við gerum okkur grein fyrir
þeim vandamálum að láta myndir
fylgja með, svo stuttu fyrir aðal-
fréttatíma sjónvarps. Vissulega
væru þær til bóta, en myndirnar
koma nokkrum mínútum eftir að
fréttaágrip á táknmáli er flutt,
svo við höfum því fengið góðan
undirbúning til að átta okkur á
fréttamyndinni.
Við teljum þessa tímasetningu
rétta og að það yrði ekki til bóta
að færa fréttatímann aftur fyrir
aðalfréttatímann.
Bréfritari vill að einstaklingurinn fái að ráða því sjálfur hvort hann drekkur
sterkt vín eða bjór.
Bjór eða ekki bjór
Hins vegar gætum við hugsað
okkur aðeins lengri tíma í sumum
tilfellum.
Veðurfregnir eru ekki sagðar á
táknmáli en benda má á að veð-
urkort með tilheyrandi merkjum
og texta eru auðskilin fyrir heyrn-
arlausa.
Að lokum viljum við þakka fyr-
irspyrjanda áhugann og sjón-
varpinu og starfsfólki þess sér-
staklega fyrir góða þjónustu hvað
varðar fréttaútsendingu til okkar.
Við treystum því að með auk-
inni tækni verði innlent efni text-
að þannið að heyrnarskertir geti
haft full not af því og jafnframt
verði meiri textun á ýmsum frá-
bærum fræðsluþáttum sem sjón-
varpið sýnir og teljum við að slík
þjónusta myndi koma mjög fjöl-
mennum hóp að gagni.
GIM skrifar:
Mig langar að benda á í upphafi
að þó svo að „Wham!“ sé vinsæl-
asta hljómsveitin á rás 2, þá er
ekki eins mikið að marka þennan
vinsældalista eins og haldið er
fram. Það er svo mikið af smá-
krökkum, 9, 10 og 11 ára, sem
hringja í rás 2 og kjósa „Wham!“.
En aftur á móti þegar maður fer í
eldri bekkina, fækkar „Wham!“-
og „Duran Duran“-aðdáendum
stórlega, en hljómsveitir eins og
„Frankie goes to Hollywood" eiga
mikið meira upp á pallborðið þar.
Þess vegna eru Frankie-aðdáend-
urnir ekkert mikið færri en Duran
Duran-aðdáendur.
Óskar Arason skrifar:
Kæri Velvakandi.
Bjórmálið svonefnda hefur ver-
ið ansi tíðrætt að undanförnu og
finnst mér of mikið á einn veg.
Margir hafa látið álit sitt í ljós
hér á síðum Valvakanda og er það
af hinu góða, en þeir hafa hins
vegar verið duglegri við skriftir
sem eru andvfgir bjórnum. Nýleg-
ar skoðanakannanir sýndu eins og
menn vita að meirihluti þjóðar-
innar vill bjórinn. Ég hef reynt að
fylgjast vel með þessu máli og les-
ið greinar fræðimanna sem ann-
arra um þetta efni og finnst mér
sumir skrifa misjafnlega réttlát-
lega um málið.
HS skrifar þann 19. apríl ’85 „að
fjöldi fólks kjósi ekki þá menn
sem greiði bjómum atkvæði" en
hvað þá um þann meirihluta sem
vill bjórinn? Ég er ansi hræddur
um að sá meirihluti kjósi ekki þá
menn sem greiða atkvæði á móti
bjórnum. HS segist ennfremur
„... halda að heilinn snúi öfugt í
þeim þingmönnum sem eru fylgj-
andi bjórnum".
Ég held því fram að enginn
þingmaður vilji aukna drykkju-
sýki eða aukinn drykkjuskap —
það vill enginn. Er ekki spursmál-
ið um það frekar hvort hver ein-
staklingur fyrir sig sé fær um að
ráða því sjálfur hvort hann drekk-
Hljómsveitin „Frankie goes to
Hollywood" var á miklu hljóm-
leikaferðalagi um Evrópu í sl.
mánuði og þessum. Einnig fer
hljómsveitin til Svíþjóðar í vor og
þá spyr ég: Af hverju ekki til ís-
lands líka?
Það kom enginn til landsins á
listahátið og þó Thomas Ledin
hafi komið, nýtur hann ekki al-
mennra vinsælda hjá unglingum.
Ég vil því biðja Mbl. um að koma
þessu til skila til þeirra sem sjá
um þessi mál og ég hvet alla þá
sem dá hljómsveitina að láta í sér
heyra. Það bítur enginn í gegnum
símann eða bréfin.
ur bjór eða sterkt vín? Er hægt að
færa rök fyrir því að einstaklingur
megi frekar velja á milli sterks
víns og létts eða sterks víns og
bjórs, mér er spurn?
Aftur á móti tel ég að verði
bjórinn leyfður sé rétt að hafa
hann aðeins á bilinu 4—5% að
styrkleika og að hann verði aðeins
seldur í verslunum ÁTVR.
Ástandið eins og málum er hátt-
að í dag er algjör fásinna. Furðu-
legt er að maður skuli geta farið á
veitingastaði og verslað þar eitt-
hvert bjórlíki en venjulegan góðan
bjór fá ekki nema nokkrir útvald-
ir.
Alþjóð veit að eitthvað er höndl-
að með smyglaðan bjór en það er
ekki á færi allra að versla svoleið-
is enda mun gangverð á bjórkassa
á svörtum markaði vera um 2.000
til 2.500 krónur.
Varðandi þjóðaratkvæða-
greiðslu um bjórinn ætti það að-
eins að vera sanngjarnt enda
þurfa bjóráhugamenn varla að
kviða úrslitum hennar.
Varðandi það atriði hvort
drykkjan myndi aukast hjá ungl-
ingum með tilkomu bjórsins, þá
hef ég meiri áhyggjur af því
hversu mikil aukning er á notkun
eiturlyfja hjá yngri aldurshópum
og tel að meiri áróður megi reka
gegn því böli. En það hafa ekki
sést margar greinar undanfarið
varðandi það mál og finnst mér að
fróðir menn um skaðsemi eitur-
lyfja mættu koma með nokkrar
greinar um það efni.
Magnús Guðmundsson skrifar í
Velvakanda þann 24. apríl ’85
„Vilji þjóðarinnar skal vera
grundvöllur að valdi ríkisstjórnar-
innar.“ Ég er Magnúsi alveg sam-
mála í þessu og þar sem allt bend-
ir til þess að meirihluti þjóðarinn-
ar vilji sterkan bjór, af hverju
ekki láta fara fram áreiðanlega
könnun á því og dæma svo?
Ég álít að það séu góðir menn
sem sitja við stjómvöl þjóðarinn-
ar og ég treysti þeim alveg að
dæma rétt í þessu máli, hvernig
sem það fer.
Og að lokum vil ég hvetja sem
flesta til að tjá sig um málið — og
bjóráhugamenn, ætlið þið að láta
mótherja ykkar hafa síðasta orðið
í þessum umræðum? Ég segi að
við eigum að geta valið og hafnað
sjálf og því greiði ég bjórnum mitt
atkvæði.
„Frankie goes to
Hollywood“ til íslands
Leiga —
Laugavegurinn
Til leigu er 80 fm verslunarhús-
næði miðsvæðis við Laugaveg. 5
ira leigusamningur.
Uppl. í síma 11232 — 75234 eftir
kl. 18.00.
Stjórnunar-
fræðsla
ENSK VIOSKIPTABREF
Námskeiðiö er ætlaö riturum sem þurfa aö semja og skrifa ensk
viöskiptabréf. Námskeiöiö fer fram á ensku.
Tilgangur námskeiösins er aö gera þátttakendur hæfari í aö rita
ensk viöskiptabréf, meö þaö fyrir augum aö auka gæöi þeirra.
Efni: Hvaö er viöskiptabréf? Mikilvæg tæknileg atriöi viö gerö
viöskiptabréfa. Ensk málfræöi og setningafræöi. Uppsetning og
útlit bréfa. Æfingar. Mismunur breskra og bandarískra viöskipta-
bréfa.
Leiöbeinandi: Dr. Terry Lacy. Doktor í félagsfræöi frá Colorado
State University. Kenndi viöskiptaensku viö Department of Techn-
ical Journalism í Colorado State University. Starfar nú sem
stundakennari í ensku viö heimspekideild Háskóla Islands og er
annar höfundur ensk-íslenskrar viöskiptaoröabókar.
Tími: 14., 16., 22. og 24. janúar 1985
Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntunarsjóöur
Starfsmannafélags Ríkisstofnana styrkja félagsmenn sína til þátt-
töku á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa viökomandi skrifstofur.
Tilkynnið þátttöku
f sfma 82930
STJÓRNUNARFÉIAG
ISLANDS
SÍÐUMÚLA 23
SÍMI 82930
Arkitektar,
ognuitníar
í by§gingamefndum
Á ykkur hvílir sú ábyrgð að glæða dauðan
bókstaf lífi.
Hafið jafnan í huga ákvæði byggingarreglugerðar
um tillittil fatlaðra:
Allar íbúðir:
Salerni eigi minni en 4m2 henti einnig
hreyfihömluðum. (gr. 6.4.3.).
Fjölbýlishús:
A.m.k. ein íbúð á jarðhæð henti hreyfihömluðum
(gr. 6.1.1.). Sérmerkt bílastæði nálægt
inngangi (gr. 5.2.4.).
Opinberar byggingar, þjónustumiðstöðvar,
samkomuhús, verslunar- og atvinnuhúsnæði:
Ákvæði um bílastæði (gr. 5.2.2. og 5.2.3.) úti- og
innihurðir (gr. 6.3.5.) salerni (gr. 6.10.1.2., 6.10.2.7.
og 6.10.5.4.), aðkomu (gr. 6.10.1.4.) rými fyrir
hjólastóla (gr. 6.10.2.6.) lyftur
(gr. 6.10.1.5. og gr. 8.2.2.9.)
íbúðir sem ætlað er að fullnægja kröfum
hreyfihamlaðra: (gr. 6.3.6,6.4.5. og 8.2.1.27.).
Til athugunar fyrir alla sem hanna og byggja nýtt
húsnæði og breyta gömlu.
Vilji þinn skiptir lika máli
SAMSTARFSNEFND UM
FERLIMAL FATLAÐRA