Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. APRÍL 1985
sagnir hans af mannlífi og bæj-
arbrag í löndum sem hann gisti.
Við minnumst einnig mann-
kosta Atla. Hann var sjálfstæður í
lífi og hugsun og gæddur góðri
dómgreind og innsæi sem leyfði
honum að draga réttar ályktanir
af forsendum, sem aðrir gátu lítt
ráðið í. Hann var réttsýnn og laus
við fordild og meting við náung-
ann.
Við biðjum fjölskyldu Atla, sem
veitti honum frábæra umönnun í
veikindum síðustu tveggja ára,
styrks og huggunar; föður hans
Gunnari, Maríu systur hans, Sæv-
ari mági og börnum þeirra. Jó-
hanna, hans góða móðir, lést fyrir
nokkrum árum.
Atli kemur víst ekki úr þeirri
ferð, sem nú er farin, til að miðla
því sem hans glögga auga sá, en
æðruleysi hans þegar Ijóst varð
hvert stefndi verður fordæmi sem
ekki glcymist.
Blessuð sé minning hans.
Björn, Jónas og Ari Ólafssynir.
Atli vinur minn er dáinn langt
fyrir aldur fram. Það er sorg og
söknuður í huga margra við frá-
fa.ll svo góðs drengs.
Atli eins og hann hét alltaf
meðal okkar kunningjanna í vest-
urbænum ólst upp á Grímsstaða-
holtinu þegar Breiðholtskynslóð
þeirra tíma var að hasla sér þar
völl og settist þar að í gamalgrónu
hverfi frumbyggjanna, Holtar-
anna. Ekki var sambúð landnem-
anna og þeirra sem fyrir voru allt-
af upp á það besta og voru þar
háðir margir götubardagar í stíl
þess tíma. En þarna var fjölmenn
og gróskumikil kynslóð að alast
upp og það var í nógu að snúast.
Fótbolti var stundaður af miklu
kappi, síðar meir körfubolti, indí-
ánaleikir og skæruhernaður af
ýmsu tagi og svo þróaðist þar mik-
ill skákáhugi og voru meira að
segja haldin fjölmenn skákmót af
og til. Kom fljótt í ljós að Atli var
efni í góðan skákmann og tók
hann stöðugum framförum í þeirri
list og varð fremstur í okkar
flokki á því sviði síðar. Atli var
mikill keppnismaður í hverju, sem
hann tók sér fyrir hendur. Ég
minnist körfuboltaleikjanna, sem
stundaðir voru af kappi í upplestr-
arfríum, þegar við tókum okkur
hlé frá námsbókunum. Atli var
þar jafnan baráttuglaðastur og
það var oftar en ekki sem sigurinn
varð í hans liði.
Það getur verið erfitt að lýsa
með orðum manni, sem maður
þekkti svo vel. Hvernig maður var
Atli? Hann kom mönnum fyrir
sjónir sem hressilegur maður, sem
gat verið hávær í góðra vina hópi,
en var yfirleitt hlédrægur og yfir-
vegaður. Hann tók yfirleitt frekar
á málum af skynsemi en tilfinn-
ingum, enda efaðist enginn um
dómgreind hans. Hann hafði ríka
tilhneigingu til að tengjast vin-
áttuböndum við menn enda vitnar
vinafjöldi hans þar um. Maður
undraðist oft þann fjölda af
mönnum, sem voru Atla tengdir á
einn eða annan hátt og ég held að
þar hafi mest ráðið vingjarnleiki
hans og mikill áhugi á öllu mann-
lífi. Þó er ekki þar með sagt að
hann hafi verið allra vinur, hann
gerði líka sínar kröfur til manna
og þeir sem ekki stóðust þær áttu
ekki upp á pallborðið hjá honum.
Einn þáttur í fari Atla var mjög
ákveðinn smekkur á flestum hlut-
um og sterkur vilji til að fá það
sem honum bar réttur til. Ég
minnist atviks meðan á erfiðri
sjúkdómslegu hans stóð. Hann er
með hóp hjúkrunarfólks í kringum
sig, en það var ekki verið að ræða
um sjúkdóma heldur um mynd-
bandakerfi sjúkrahússins. Og það
var greinilegt á umræðunum að
Atli var þar fremstur í flokki að
gera þær kröfur að myndavalið
væri í samræmi við óskir sjúkl-
inganna. Hann tók ekki bara því
sem rétt var að honum heldur
krafðist réttar síns og oftar en
ekki nutu aðrir góðs af.
Atli átti einnig í sér sterkan til-
finningalegan streng. Ég minnist
stunda með honum þegar rætt var
um lífið og tilveruna. Þá kom í ljós
trú hans á fleiru en áþreifanlegt
er í lífinu og áhugi hans á óskilj-
anlegum rökum tilverunnar.
Mannleg örlög og hvernig þau þró-
ast vöktu sérstaklega áhuga hans.
Hvers vegna líf sumra virðist
dæmt til óhamingju en annarra til
velgengni.
Hann hafði í sér mjög sterkar
taugar til ættarsveitar sinnar og
fjölskyldu. Rauðisandur á Barða-
strönd var honum alltaf ofarlega í
huga og sumrin t sveitinni hjá afa
og ömmu bárust iðulega í tal. Það
var draumur Atla á hverju hausti
að komast vestur í göngur. Þótt
Atli væri enginn göngugarpur, var
áhugi hans á landinu og náttúr-
unni mikill og oftlega gerðum við
áætlanir saman um ferðir, þótt
aðstæður hafi komið í veg fyrir
framkvæmdir. Áhugi hans á sjó-
mennsku var einnig af svipuðum
toga, hvenær sem tækifæri gafst
brá hann sér á sjóinn annaðhvort
í siglingu eða þá á skak á eigin
báti.
Atli var tryggur vinur og það
var gott að eiga hann að. Þótt við
værum oftast hvor í sínu landinu
eða hvor á sínu landshorninu síð-
ari árin, var alltaf eins og við
hefðum síðast sést í gær. í erli
þjóðfélagsins í dag, gefa menn sér
því miöur alltof lítinn tíma til að
rækta vináttuna og ég veit að það
átti einnig við um okkar samband.
En hann var samt alltaf sami,
gamli Atli, meira að segja þegar
sjúkdómurinn var búinn að ná
undirtökunum. Aldrei heyrði ég
Atla bera sig illa, þótt ljóst væri
hvert stefndi. Við sátum á veit-
ingahúsi í ágústmánuði í fyrra og
þá barst sjúkdómur hans í tal. Þá
virtist sem sjúkdómurinn væri á
undanhaldi og Atli væri búinn að
ná að mestu fyrri heilsu. Atli var
vantrúaður á að sjúkdómurinn
væri búinn að sleppa af honum
takinu. Ég reyndi að gera lítið úr
öllu saman og taldi þetta óþarfa
bölsýni. Ekki grunaði mig að hálfu
ári seinna væri Atli allur.
Megi Atli lifa í minningu okkar
eins og við munum hann best.
Glaðan og reifan í gleðskap góðra
vina. Ef til er Valhöll annars lífs
mundi ég vilja sjá hann þar,
kneyfa ölið og berjast að kvöldi en
rísa upp heill að morgni. Megi
hann lifa í hugum okkar allra.
Ilan.s vinur
Egill.
Hér kveð ég vin minn, Sigurð
Atla Gunnarsson. Hann lézt í
Borgarspítalanum aðfaranótt 22.
þessa mánaðar eftir að hafa átt
við illvíg veikindi að stríða um
nokkurt skeið. Hann var 37 ára að
aldri.
Kunningsskapur okkar Atla
hófst upp úr 1970 er hann var að
ljúka námi í Tækniskóla íslands,
en ég stundaði þá nám í verk-
fræðideild HÍ. Tókust með okkur
ágæt kynni, bæði vegna sameig-
inlegra áhugamála og sameigin-
legra kunningja. Héldust þau alla
tíð siðan. Gott þótti Atla að fá sér
í staupinu í góðra vina hópi og var
oft glatt á hjalla er Austfjarða-
goðinn kom í bæinn, en svo nefnd-
um við Atla vegna starfs hans en
hann var bæjartæknifræðingur á
Seyðisfirði.
Aðrir munu rekja hér æviferil
Atla og störf um dagana, en er ég
lít yfir farinn veg er mér efst í
huga hversu heill hann var í
hverju því verki, sem hann tókst á
hendur. Hangs og hálfkák voru
honum ekki að skapi, og sjálfum
sér hlífði hann sízt ef svo bar und-
ir. Á sama hátt var hann ófeiminn
að lýsa skoðunum sínum á
mönnum og málefnum, hver sem í
hlut átti. Hann gat blandað geði
við fólk úr öllum stéttum samfé-
lagsins. Hann var þó ekki hvers
manns vinur, en traustur vinur
vina sinna.
í seinni tíð er þeim sem Atla
þekktu minnisstæðast hvernig
hann bar með æðruleysi þann
sjúkdóm, sem að lokum lagði hann
að velli, og tók með jafnaðargeði
hlutskipti sínu er honum var ljóst
orðið hvert stefndi.
Atli átti góða að. Á engan skal
hallað þótt hér séu fyrst talin til
systir hans María og eiginmaður
hennar, Sævar Jónsson, en þau
studdu Atla af stakri umhyggju
allt unz yfir lauk, og í þeirra húsi
bjó hann er af honum bráði. Ég
votta þeim hluttekningu mína, svo
og föður hans, Gunnari Sigurðs-
syni kennara, og öðrum vanda-
mönnum og vinum.
Við horfum á félaga okkar hrif-
inn burt í blóma lífsins, frá hálfn-
uðu lífsstarfi. Okkur er ekki gefið
að ráða þau rök sem slíkum örlög-
um stýra. Við drúpum höfði um
stund og lítum í eigin barm. En
aftur birtir til og lífið heldur
áfram. Eftir lifir minningin um
góðan dreng og heilsteyptan vin.
Geir. R. Jóhannesson
í dag kveðjum við Atla, sem lést
aðfaranótt 22. apríl eftir rúmlega
tveggja ára baráttu við illvígan
sjúkdóm, sem alltof oft leggur
unga menn að velli. Við fylgdumst
náið með þeirri baráttu, þar sem
hann átti heimili sitt þann tíma
hjá Maju systur sinni fjölskyldu
hennar í næsta húsi við okkur. Á
þessum tíma vannst mörg orustan
þó stríðið hafi að lokum tapast.
Alltaf var Atli jafn rólegur og tal-
aði um sjúkdóm sinn á raunsæjan
hátt jafnvei þegar ljóst var hvert
stefndi.
Atli var ljúfur drengur, sem
gott var að þekkja. ófáar voru
þær stundirnar sem við sátum
saman yfir kaffibolla og ræddum
málin. Þá var víða komið við því
að Atli var fróður á mörgum svið-
um og alltaf jafn gaman að tala
við hann. Hann var greiðvikinn og
hjálpsamur, sem kom best í Ijós,
er hann aðstoðaði okkur við bygg-
ingu húsanna hér í Hæðarbyggð 2
og 4. Atli var einn af fjórum
hluthöfum í útgerðarfélagi Snúðs.
Alltof sjáldan hafði hann tæki-
færi til að fara á sjó með okkur
félögunum, en oft ræddi hann af
áhuga um þessa frístundaútgerð
og aflabrögð, sem ekki eru háð
kvótum.
Atli stofnaði ekki eigið heimili
né eignaðist börn, en systursyn-
irnir voru sem hans eigin og bar
hann þeirra hag alla tíð fyrir
brjósti. Hann var þeirra félagi og
tók þátt í áhugamálum þeirra'af
lífi og sál.
Með þessum kveðjuorðum vilj-
um við þakka Atla liðnar sam-
verustundir og um leið flytja föð-
ur hans Gunnari, Maju, Sævari og
strákunum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Þeirra styrkur
verður minning um góðan dreng.
Guð blessi minningu Sigurðar
Atla.
Helga og Kristján
Það var haustið 1966 sem braut-
ir okkar Sigurðar Atla Gunnars-
sonar lágu saman, en það var í
Tækniskóla íslands þegar við hóf-
um skólagöngu þar. Áttu þessi
fyrstu kynni í skólanum eftir að
þróast í vináttu milli okkar. Gam-
an var að starfa með honum bæði
í skólanum svo og eftir að skóla-
göngu lauk, en þá unnum við hjá
Reykjavíkurborg. Hans mikli
áhugi á öllu sem hann tók fyrir
smitaði út frá sér þannig að allt
varð bæði líflegra og skemmti-
legra. Áttum við skólafélagarnir
honum mikið að þakka í þeim efn-
um. Ekki lá hann á liði sínu við að
leiðbeina og hjálpa, en það vildi
brenna við þegar mikið kapp var
milli nemenda og hart barist.
Þó mikið væri að gera í skólan-
um átti Atli alltaf stund til að
tefla, en hann var með þeim betri
í skólanum ef ekki sá besti í skák-
inni, en hún var eitt mesta áhuga-
mál hans og má segja, að hans
lífsstíll einkenndist af þeirri list.
Á skólaárunum eignaðist Atli
kærustu eins og gengur, en hann
Jarðarfarar-
skreytingar
Kistuskreytingar, krans-
ar, krossar.
Græna höndin
Gróörarstöð viö Hagkaup,
sími 82895.
___________________________49^
lék af sér eins og hann orðaði það,
svo sú lífsskák var ekki endurtek-
in með neinni alvöru eftir það. I
kringum Atla var alltaf stór vina-
hópur því að í návist hans var
gaman að vera. Hann var mjög
fróður á mörgum sviðum, það var
sama hvort umræðuefnið var
stjörnufræði, heimspeki, útgerð,
málefni Afríku eða annað, alltaf
var Sigurður Atli vel að sér í því.
Á hverju ári fór Atli eina ferð á
flutningaskipi sem háseti, oftast
til Skandinavíu eða Bretlands, en
sjórinn og siglingar heilluðu hann
alltaf. Naut hann þess að segja frá
lífinu um borð, sjónum svo og
skemmtilegum atvikum, en Atli
hafði næmt auga fyrir öllu, sem í
kringum hann var.
í janúar 1983 var Sigurður Atli
lagður inn á spítala, kom þá í ljós,
að hann var með illkynja sjúkdóm,
sem að lokum náði yfirhöndinni
eftir rúmlega tveggja ára baráttu.
Oft undraðist maður hversu yfir-
vegaður og sterkur hann Atli var í
þessari baráttu, en eiginleiki
skákmannsins Sigurðar Atla
Gunnarssonar kom þar glöggt
fram. Hann vissi alltaf nákvæm-
lega stöðuna og mat framhaldið
mjög raunsætt þótt andstæðing-
urinn væri ekki mennskur, en Atli
var mikill raunsæismaður. Alltaf
var hann rólegur og ekki sáust
merki um uppgjöf hjá honum þó á
móti blési.
Erfitt er að sætta sig við þegar
góðir drengir í blóma lífsins
kveðja þennan heim, en þeir tímar
koma að leiðir mætast á ný og
verður þá hægt að halda áfram
þar sem frá var horfið. Mun Atli
geta lýst Halley halastjörnunni
frá öðru og betra sjónarhorni, en
hann reiknaði með í fyrstu, því
hans takmark, sem hann taldi þó
ekki líklegt, var að sjá halastjörn-
una í kíkinum sínum árið 1986.
Minningin um Atla vin minn
verður fögur minning um góðan
dreng. „Deyr fé deyja frændur, en
orðstír deyr eigi þeim sér góðan
getur.“
Gunnari föður Atla, Maju syst-
ur hans, Sævari mági og þeirra
sonum sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
V’ilmar Þór Kristinsson
Blómastofa
Fridfmm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
tll kl. 22,- elnnig um helgar.
Skreytingar við ðll tilefni.
Gjafavörur.
BORGARNESDAGAR
í LAUCARDALSHÖU 2.-5. MAÍ
VÖRUSÝNING
MYNDUSTARSÝNING
.TÍSKUSÝNINGAR
TOLVUKNATTSPYRNA
GOLFVÖLLUR OG LEIKIR
SÖNGUR OG TÓNLIST
SKEMMTUN OG FRÓÐLEIKUR
FYRIR ALLA
OPIÐ FIMMTUDAG KL. 19-22
FÖSTUDAG LAUGARDAG
OG SUNNUDAG KL. 13-22