Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1935 28 Styrkið og fegrið líkamann DÖMUR OG HERRAR Ný 4ra vikna námskeiö hefjast 6. maí Hinir vinsælu herratímar í hádeginu. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri.' Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum: Sértím ar fyrir konur sem vilja lóttast um 15 kg eða meira. Sórtímar fyrir oldr^ dömur og þær sem eru slæmar íbaki eóa þjást af vöövabólgum. Vigtun mæling -^jsturtur — gufuböö — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. ^ Júdódeild Ármanns Ármúla 32. utanferðir mánaðarlega MIÐI ER MÖGULEIKI HAPPDRETTI Dvalarheimilis aldraðra sjómanna Börn frá Víetnam í gæslu greinarhöfundar. Opið bréf — eftir Selmu Júlíusdóttur Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra! Þú ert að mínu mati orðhákur hinn mesti. Þú vílar ekki fyrir þér að koma hvað eftir annað með rógburð og svívirðingar í garð dagmæðra. Síðast er þú geystist fram með tilhæfulausar aðdrótt- anir gastu ekki staðið við neitt frekar en aðrar „Gróur á Leiti“. Er það illt að uppeldismenntuð manneskja lúti eins lágt og þú hefur ítrekað gert í ósvífnum að- dróttunum að dagmæðrum. Þú hefur algjörlega sannfært mig um það, að þú eigir sjálf, að þínu eigin mati, þannig heimili að menntun þín nýtist ekki innan veggja þess, heldur verður að láta borgina byggja yfir þig til að geta sinnt þörfum barna, síðan verður hún að útvega mat handa þeim og láta aðra einnig um þrifin. „Þá get ég,“ skilst mér að þú hugsir. Mér þykir að ógnvænlegt ef margar fóstrur hugsa eins og þú. Sem betur fer veit ég þó að marg- ar aftur á móti gera það ekki. Finnst mér fráleitt að dæma fóstrustéttina, þó að ég persónu- lega hafi eftir skrif þín mjög lítið álit á þér, bæði sem persónu og uppalanda. Ég þekki persónulega margar mjög góðar fóstrur em ekki þurfa sérstök húsakynni til að vinna störf sín vel. Ég er sann- færð um að heimili þeirra er ekki síður staður til að ná árangurs- ríku uppeldisstarfi en annar vett- vangur. Það er rétt að það er erfið- ara vegna þess að þar sinna þær og aðrir heimilismenn öllum þátt- um í velferð barnanna. Það er til uppeldismenntað fólk sem óskar þess eindregið að fá að sinna sín- um eigin börnum sjálft á heimil- um sinum og gefa þá öðrum börn- um um leið tækifæri til að njóta einnig umhyggju sinnar og jafnvel stálpaðra barna sinna. Vona ég að hroki eins og þú, Margrét Pála, sýnir hafi ekki smitað mikið út frá sér. Lastaranum líkar ei neitt lætur hann ganga róginn. Finni hana laufblað fölnað eitt, fordæmir hann skóginn. Vona ég að dagmæður fái ein- hvern frið fyrir þér í framtíðinni, að öðrum kosti verða þær að grípa til frekari aðgerða. Nafnlausa móðir, sem skrifar í Þjóðviljann 14. apríl 1985! Ég vísa til föðurhúsanna þeirri fullyrðingu þinni að dagmæður taki ekki börn fyrir einstæðar mæður. Ég er ansi hrædd um að í fjárhagsáætlun borgarinnar finn- ist þeim sem um það fjalla vera ansi háar fjárhæðirnar sem borg- in greiðir í niðurgreiðslur fyrir einstæðar mæður sem eru með „Vona ég að félagsmála- stofnanir landsins sýni dagmæðrum þá virðingu að láta þær njóta sannmælis í hvívetna og gæta þess að vera aldrei með í að sýna þeim lft- ilsvirðingu.“ börn sín hjá dagmæðrum. Er sá skali sem áætlaður var í niður- greiðslurnar löngu sprunginn. Hvað agaleysið varðar er ég hrædd um að margir foreldrar séu ekki síður með agaleysi í sam- skiptum sínum við dagmæður. Hefur komið til tals hjá dagmæðr- um að gera þyrfti aðvörunarlista um þá forelda sem hlaupa með börn sín frá einni dagmóður til annarrar og skilja oft á tíðum eft- ir sig ógreidda reikninga. Mér finnst þetta mjög einkenni- legt: „4 dagmæður á 6 mánuðum." ósköp áttu bágt. Það er von að þú getir ekki stunið upp nafni þínu eftir þessar hörmungar. Leiðaraskrif Þjóðviljans 14. apríl, eftir ÓG: „Skattsvikarar," „Of mörg bðrn,“ „Dagmæður fóstra ekki börn fyrir einstæðar mæður,“ „Börn hjá dagmæðrum fórnar- lömb kerfisins.“ Þetta skrifar maður sem hefur fengið skjól fyrir barnið sitt á heimili hjá dagmóöur. Kaldar eru kveðjur hans til þess heimilis. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri dagvistar barna í R! Kaldar finnst mér kveðjur þínar sem við dagmæður fengum frá þér 14. apríl 1985 í Þjóviljanum. Því er ekki að leyna að mér hefur stund- um fundist ekki réttlátar kveðjur þínar í okkar garð og oft á tíðum ekki skilið af hverju ekki hefur verið hægt að laga ýmsa hluti til hagræðis fyrir starfsemi dag- mæðra og ekki síður til að fá rétt- læti í skipan mála sem skipta starf þeirra og borgina. Ég er sannfærð um að hægt er að hafa mikið betra skipulag á allri starf- semi dagmæðra ef stirfni og valdahroki verði algjörlega látin hverfa og það fari út af dagskrá hjá borginni að ræða málefni dagmæðra án þess að hafa full- trúa frá þeim með í ráðum. Ég er sannfærð um það, Bergur, að þú veist jafn vel og ég, að það er ekki skrök dagmæðra sem heftir eftir- lit með dagmæðrum. Þykir mér það alvarlegt mál ef ósannindi birtast á prenti frá dagvist barna í R. Vona ég að félagsmálastofnanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.